Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 6
TIMINN FÖSTUDAGUR 30. ágúst 1968. Frlðjón Júlíusson: Orðið er frjálst: OG KAUD Nú eru lí3ú? full 14 ár síðan áburðarframleiðsla hóifst hér á landi. í upphafi munu margir hafa bundið stórar vonir við þessa framleiðislu og var það að vonum. En oft fer á annan veg en til er ætlazt og sú raunin hefur nú orðiið á hér. En hver er ástæðan að svo hörmulega hefur tiltekizt með framleiðslu Kjarnans? Um það atriði hefi ég áður ritað, sem og annað er ið þessari sögulegu áburðarframleioslu lýtur og mun ekki rifja það upp hér, nema að því leyti, sem efni grein- arinoar krefst og gefur tilefni til. Ég hefi látið þetta velferðar- mál landbúnaðarins mig miklu ’skipta, allt frá því að ég fregnaði það fyrst í hvaða ógöngur átti að 'stefna áburðarframleiðislunni, en það var síðla árs 1952. Síðan hefi eg skrifað nokkrar blaðagreinar ,um málið, áisamt bækling sem ég gaf út í ársbyrjun 1965. Fyrsta greinin sem ég ritaði og að áburð arframleiðslunni lýtur birtist í A1 þýðublaðinu sumarið 1953. í þess- ari grein, sem og þeim er ég síðar rita um þetta mál er megin áherzla á það lögð, að ekki komi til greina að framleiða ammoni- um-nitrat, né annan áburð, án kalks. Máli miínu til stuðnings færði ég svo veigamikil og sterk rök, að hver rétthugsandi maður, sem hvorki ofmat sjálfan sig né vanmat skoðanir annarra, gæddur sæmilegri ábyrgðarkennd og hafði TRULOFUNARHRINGAR — afgreíddir samdægurs. Sendum ufn allt land. H A L L D 0 R SkólavörSustfg 2 þá þekkingu til að bera í jarð- vegs- og áburðarfræði, sem nauð- synleg var og reyndar frumskil- yrði þess, að koma þessu máli áfallalaust í höfn, hefði stungið við fótum, litið um öxl áður en lengra var haldið á ógæfuleið- inni. í skrifum mínum lýsi ég því er koma myndi ef kalk yrði ekki sett í framleiðsluna, bæði er varð ar jarðveg, gróður og búfénað. Allt þetta er nú komið fram í dagsljósið, og það fyrir löngu, svo áþreifanlega, að ekki verður um villzt og ekki tjáir lengur að stinga höfðinu í sandinn. Hér verða ekki raktar til hlítar allar þær raunir bóndans, sem kjarninn bakar honum, það hefi ég oft áður gert í skrifum minum, en þó verður ekki unnt að gera málinu þau skil sem ég óska, án þess að ræða nokkuð þæ>r helztu, og kem ég að því síðar. SKAÐSEMI KJARNANS Skaðsemi kjarnans er í því fólg- in, að hann sýrir jarðveginn, eyð- ir kalkinu úr honum. Þennan galla kjarnans var auðvelt að úti- loka ef rétt hefði verið að farið í upphafi. En spekingarnir, þ.e. verksmiðjustjórn og sérfræðingar hennar töldu víst enga þörf á því. Því meira sem jarðvegurinn sýrist því minna kalk getur hann látið til gróðursins. Af þessu leið ir svo kalksnauðara hey og þar með verra fóður en ella. Búfénað ur, sem föðraður er á slíku fóðri, fær hvergi nærri nóg af kalki í heyinu. Það verður því að gefa fóðurkalk aukalega ef vel á að fara og það er einu sinni ekki víst að það dugi til. Þó skeður það, sem bændur þekkja vel, að kýr fá doða um burðinn og jafnvel ær líka, auk beinaveiki og ann- arra kvilla, sem má rekja til kjarn ans — kalkskorts. Þessir búf jársjúkdómar, sem hú eru orðnir all tiðir valda bændum miklu fjárhagslegu tjóni ár hvert. Tjóni af völdum kalkskorts í jarð veginum má skipta í tvennt: Beint tjón, sem kemur fram í minni og lakari efnasnauðari uppskeru á- samt breytingum á jarðvegi til hins verra. Óbeint tjón sem fólgið t er í afurðatapi sem orsakast afj sjúkdómum í búfénaði, einkum mjólkurkúm auk læknishjálpar og meðalakaupa ,að ógleymdri fyrir- höfninni, sem búfjársjúkdómum fylgir. Það er ekki auðvelt fyrir þann, sem ekki gjörþekkir til mála, að reikna út, hve mikið tjónið af völdum kalkskorts er hjá meðal- búi á ári, en sjálísagt er það enéin óvera. Bóndi á Suðurlandi tjáði mér nýverið, að bara meðala- kostnaður handa búfé hans værl 1009—1200 kr. á mánuði, eða kr. 12.000—14.400 á ári. Við þetta bætist svo læknisihjálp og afurða tjón sem hér er áætlað kr. 20.000 á ári, og er þá sennilega vægt til tekið. Ofan á þetta bætast svo vanhöld á búfé, sem gerast æ tið- ari, svo sem doði og beinaveiki í nautgripum og hafa margir bænd ur misst gripi úr þessum kvillum, sem eiga rót sína að rekja til kalkskorts. Þá er það komið í ljós, sem raunar var fyrirfram vitað, að fyrr eða síðar myndi koma að, með óbreyttri áburðarnotkun, að bændur fá minni uppskeru af tún- um sínum nú, en áður en kjarn- inn kom til sögunnar, að fyrstu árunum undanskildum, auk þess sem heyið er calsíum-snauðara. Síðara atriðið sannar m.a. efna- greining á heyi gerður af Rann- sóknarstofnun landibúnaðarins s.l. vetur. Hve mikið tjón er af þessu tvennu, minni og efnasnauðari heyfeng er að sjálfsögðu ekki auð- svarað. En samikvæmt útreikningi Þjóðviljans fyrir skemmstu, kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að meðal árs töðufengur er nú 10 hestburðum minni á ha. en var áður en Áburðarverksmiðjan tók til starfa, og í krónum talið gerir uppskerumismunurinn 350 millj. fyrir allt landið á ári eða um 60 þúsund kr. á hvern bónda í landinu. Hve raunlhæfar þessar töl ur eru eða að hve miklu leyti uppskeruminnkunin er sök kjarn- ans, verður ekki sagt um svo óskeikult sé. Hitt er svo augljóst, að tjón bóndans af rangri áburðar notkun, sem er bein afleiðing mis taka í áburðarframleiðslunni er mikið og mun meira en menn gera sér í hugarlund. Hvað kalinu viðvíkur, þá er það enginn vafi að kaikskortur er þar mikil með- orsök, eins og raunar Hvanneyrar tilraunirnar sýna. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688 HVAÐ ER TIL ÚRBÓTA? Ýmsum hefur gengið furðulega illa að átta sig á skaðsemi kjarn- ans og það þótt vel væru lærðir í búvísindum. Svo slysalega vill til að margir þessara manna eru áhrifa- og framámenn í landbúnað armálum og gegna æðstu stöðum þar. Ef að likum má draga þá hefur þetta að sjálfsögðu tafið fyrir þeim aðgerðum sem nauðsyn legar eru til að fyrra frekara tjóni af völdum kjarnans. Þetta hefði mátt framkvæma m.a. á þann einfalda hátt að nota kalk- ríkan fósfórsýruáburð t.d. super- fosfat eða annan slíkan í stað þrífosfats og skal það rætt nánar síðar. Allir sjá, að minnsta kosti bændur, að málið er orðið mjög aðkallandi og þolir enga bið. Hið fyrsta, sem þarf að gera er að draga verulega úr notkun kjarnans og helzt að hætta henni alveg um sinn. En sú leið virðist illfær sem stendur af þeirri á- stæðu. að fyrir nokkru var komið á eins konar einokunarverzlun með áburð á íslandi og mun það vera eina landið i Evrópu er það gerir. Verða nú bændur að kaupa þennan „ágæta áburð“ svo ég mæli orð búnaðarmálastjóra er hann viðhafði um kjarnann í ný- ársávarpi til bænda árið 1965, sem þeir annars myndu ekki líta við að nota. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að bændur hafa mörg undanfarin ár beðið um ann an köfnunarefnisáburð en kjarn- ann en ekki fengið þegar undan eru skilin nokkur kg. af kalksalt- pétri og við það hefur setið þrátt fyrir óánægju bænda sem stöðugt magnast með hverju ári og er Reykjaskólafundurinn í júní s.l. glöggt dæmi þess. Kalkvandamál- ið mátti strax í upþhafi leysa á þann hátt að nota superfosfat eða thómasfosfat, svo sem áður er sagt, en í þess stað hefur verið flutt inn og notað þrífosfat, sem sáralítið kalk er í, öll þau ár síðan framleiðsla kjarnans hófst. Ef önnur hvor eða báðar framan- greindra tegunda fosforsáburð- ar, sem innihalda 20—36% kalk hefðu verið notaðar í stað þrí- fosfats, þá hefði orðið auðvelt að útiloka sýrandi áhrif kjarnans og þar með skaðsemi hans á jarð- veg og gróður að öllu, eða það verulega, að öðruvíisi væri nú um- horfs í búskap bænda en raun er á. Hvers vegna hefur ekki Búnað arfélag fslands eða Búnaðarþing beitt sér fyrir innflutningi á þessum áburðartegundum svo sjálfsagður sem hann er. Ekki hefði innflutningur á superfos- fati eða thómasfosfati átt að draga úr sölu eða héflegri notk- un kjarnans, svo sem kalksa'lt- pétur hefði óhjákvæmilega gert, hafi menn verið hræddir um það. Það skiptir engu máli hvort kalkið er t.d. í superfosfati eða kalksalt- pétri, það kemur að sömu notum. Nei! heldur er dembt upp á bænd ur þrífosfa^i, sem lítið kalk er í, en orðið þó til þess að bjarga því sem bjargað varð með þvi að draga nokkuð úr skaðsemi kjam- ans, sem að líkindum var alveg óviljaverk hjá ráðamönnum. Um þriðja aðaláburðarefnið, kalíið, skal það eitt sagt, að það skiptir ekki öllu hvaða tegund bændur nota af því, nema þá helzt garðyrkjubændur og kart- öfluræktendur og læt ég því út- rætt um það. HVER Á SÖKINA? Þegar ég tala um skaðsemi kjarnans, þá veit ég að þetta er ekki að öllu leyti rétt. Skaðvaldur inn er í raun og veru enginn annar en fyrsti verbsmiðju^tjór- inn og aðrír þeir er lögðu á ráðin um áburðarframleiðsluna. Það er ekfci kjarna-skömmin sem á sök á þvi, þótt ekki væri blandað kalki í framleiðsluna, eða hvernig kom- ið er í ræktunarmálum lands- manna. Nei! Það er kalkskortur- inn sem er aðalorsökin og í þessu liggja þau mistök sem valda rækt unlnni þeim vandræðum, sem nú blasa við. Er það kjarnans sök. að hann er svo fíngerður sem raun er á? Keypti kjarninn vélarnar? Nei, þetta er allt upp á sömu bókiná lært, mistök og úrræða- leysi. Kalk er eitt þeirra fjögurra nær- ingarefna. er jurtirnar þarfnast í hvað ríkustum mæli. Er þá nokk uð eðlilegra en það. að á kalk- forða jarðvegsins gangi þegar hann fær ekkert i stað þess sem tekst burt úr honum með upp- skerunni. Eða er það kannski trú ráðamanna að nægjanlegt kalk sé í jarðveginum og í því formi að það sé jurtunum tiltækt þegar með þarf. Víst er um það, að ætla má að hér sé mikið kalk. í jörð bundið í kísi'lsamböndum, en hve ört það leysist úr læðingi er órannsakað mál og meðan svo er, er það fullkomið óráð að reikna með því, að á þsnn hátt berist jarðveginum nóg kalk. Hefur það ekki líka sýnt sig úð þetta er rétt. Og hvað segja tilraunir um þetta atriði. Þær segja að kjarni gefi miklu kalsíumsnauðari uppskeru en t.d. kalksaltpétur. Af hverju ætli það stafi? Er það vegna nokk urs anmars en að jarðvegurinn fær ka'lk í kalksaltpétri en ekki með kjarnanum. Um þetta þarf ekki frekar að ræða. því augljóst er hvar skórinn kreppir að. Annað stendur því ekki eftir, en það, hvaða leið. bændur vilja fara til þess að koma kalki í jarðveginn, hvort nota á skeljasand eða flytja inn kalsíumríkan áburð í því skyni. f upphafi þessa söguríka við- burðar framleiðslu kjarnans var raunar aldrei ráð fyrir því gert, að bændur færu nýjar leiðir í rækt unarmálum með aukalegri kalk- notkun og því ekki séð fyrir neinu kalki í því skyni. Það var fyrst þegar kvartanir fóru að berast frá bændum víðs vegar að um galla kjarnans, að ráðamenn Ábu r ða rv erksm i ðj un n ar fóru að rumiska þó að viðbrögðin væru ekki snör, þá fremur en nú. Þó voru þessar aðfinnslur bænda til þess, að ráðamenn verksmiðjunn ar lofuðu bændum og töldu vel framkvæmanlegt með tiltölulega 'litlum tilbostnaði, að breyta véla kosti verksmiðjunnar svo að hún geti jöfnum höndum framleitt kjarna og kalkammonsaltpétur og þar sem á kalkmálið að vera leyst — segir Jóhannes Bjarnason í Alþýðublaðsgrein árið 1960. — Auk þess átti að stækka korna- gerð kjarnans, en hvorugt orðið að raunveruleika þrátt fyrir margar tilraunir í því skyni, sem • kostað hafa offjár. Allan þennan kostnað hafa svo bændur orðið að. greiða með aufcnu áburðarverði og er það eitt dæmið enn um hið. fjárhagslega tjón sem bændur . verða að bera. LOKAORÐ fslendingar eiga betri jörð til ræktunar en flestar aðrir þjóðir. Eiginleikar hennar og gróðrar- ’ máttur eru óvenjulega góðir og ' hefur þetta hvað greinilegast kom ■ ið í Ijós síðan kjarninn kom til - sögunnar. Það er svo sannarlega , ekki kjarnanum að þakka þótt ís- lenzkur jarðvegur hafi sérlega ‘ mikið viðnámsþol gegn sýrandi áhrifum hans og mun það vera ■ aðalástæðan fydr því hve hæg- • fara sýrubreyting jarðvegsins^ hef , ur orðið þrátt fyrir allt. Áður en notkun kjarnans hófst árið; 1954 var a'ldrei talað um kalk- skort I túnum eða kalsíumsnauð hey, enda mun efckert það hafa 1 komið fram sem gaf sérstakt til- efni til þess. Búfjársjúkdómar þeir sem nú eru svo tíðir voni Htt eða óþekktir, sumir að minnsta kosti. Það er aðeins einn möguleiki fyrir hendi, sem getur réttlætt þá skoðun að kjarninn sýri ekki jarðveg og hann er sá, að jurtirn- ar geti notað þann hluta kjarnans, sem er í ammoníumformi (H04) óbreytt þ.e. án þess að það breyt- ist fyrst í nitratform (NOa). En sé þetta hins vegar svo að jurtirnar geti ekki notfært sér köfnunar- efnið á ammoniumformi óbreytt er enginn vafi á bví að kjarninn er sýrandi áburður hvað sem ósk hvsgju og eetsökum líður Það eru óverjandi og óafsafcandi afglöp, að framleiða aðaláburðar tegund landsmanna án fcalks.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.