Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 15
I FÖSTUDAGUR 30. ágúst 1968. TIMINN HÖTEL GARÐUR ' • 1 m. herb. kr. 300.- 2 m. herb. kr. 400.- Veitingasalurinn op- inn alla daga frá 7.00 — 23.30 HÖTEL GARÐUR* HRINGBRAUT* SfM115918 I Þ R ó T T I R Framhald af bls. 13. Þórður beztir ásamt Einari markverði, sem er öruggur í sinni stöðu. Hjá ÉBK var Guðni beztur, en Einar og Grétar skiluðu sínu. Framlínan var mun síðri nú en á móti KR á dögunum, og enn einu sinni tókst henni, ekki að skora. Dómari i leiknum var Magn- ús V. Pétursson og voru sumir dómar hans kúnstugir í meira lagi. ÞJÓÐARGLEÐI Framhald af bls. 1 Kekkonen ásamt frú og dr. Krdstján Eldjárn forseta ís- lands og Halidóru Eldjárn, konu hans. Eftir giftingarathöfnina héldu heiðursgestirnir til konungs- hallarinnar, og í kvöld sátu þeir giftingarveizlu í höllinni. Á leiðinni til hallarinnar voru brúðhjónin hyllt af þúsundum manna og 2800 hermenn úr 30 herdeildum stóðu ljeiðursvörð við konungshöitina og kirkjuna. f gaer hélt norska ríkisstjóm in brúðhjénunum veizlu og þar hélt forsaetisráðherrann, Per Borten, aðalræðuna. VAKTI ATHYGLI Framhald af bls. 1 með dökkbrúnu mynstri. Ingirid drottning var í milli bláum kjól og herðaslá úr skinni, Margrét systir ríkis arfans var í fjólublárri kápu og í bleikfjólubláum kjól undir en danska krónprins sessan klæddist hvítum gull ofnum kjól. MARCEL MARCEAU Framhald af bls. 16. Listamaðurinn kvaðst hafa orðið þess áþreifanlega var á ferðum sínum að undapförnu, að ,míma“ hans næði bæði tii hinnar ungu og byltingargjörnu kynslóðar og hinnar eldri. í fyrra haust sýndi Marceau einn mánuð í Ohamps Elýsée leikhúsinu í París (það seldist upp á allar sýningarnar á tvéim dögum) og voru þá 75% áhorf endanna fólk á unga aldri. Marceau vakti athygli frétta manna á því hve leiklist og lát bragðsleikur væri í hávegum höfð í þjóðlífinu sjálfu, úti á götum borganna, og hve fólk- inu á götunni langaði tH þess að leika. Nefndj hann t.d. ,hippíana“ sem alls staðar væðu uppi um þessar mundir, málaðir í líkingu við hinn sí- gilda franska trúð Pierrot eða einkabarn Marceau: Pip, eða klæddir klæðnaði sem fram að þessu hefur varla sézt nema í leikhúsum. Aðspurður kvað listamaður- inn að á næstunni myndu sjón- varp og kvikmyndir breyta listamannsbraut hans verulega. Hins vegar væri alls ekki ætl- un hans að segja skilið við leikhúsið eða Pip og Pierrot, heldur aðskilja þetta þrennt, leikhúsið, kvikmyndirnar og sjónvarpið, enda væru þessi þrjú fjölmiðlunartæki mjög ólík. Leikhúsferð væri t.d. að hans áliti helgiathöfn, líkt og kirkjuganga, sem krefðist skil yrðislausrar þátttöku áhorfand ans í sköpun .þeirri sem fram fer á sviðinu. í sjónvarpi og kvikmyndum væri engu sam- bandi við áhorfendur til að dreifa og því væri ekki hægt að beita sömu aðferðum þar og í leikhúsi. Hugmynd Marceau er sú að koma fram í sjónvarpi í gervi Pip og í sinni eigin talandi persónu til þess að skapa nógu sterkar andstæður. í kvikmynd um hyggst hann hins vegar koma fram eins og hver annar skapgerðarleikari. Marcel Marceau hefur nýlok ið við að leika í kvikmynd und ir stjórn Roger Vadim, er nefn ist Barbarella, og frumsýnd verður á næstunni. í þessarl mynd talar Marceau í fyrsta sinn í kvikmyndum, en mynd- in er sögð ærið furðuieg, gerist í ævintýraheiml úti í himingeyminum. Það hefur stundum hejrrzt að Marceau hafi í hyggju að stofna „mímuskóla" í París. Að spurður kvaðst hann vera svo sjálfselskur og fullur af sköpun arlöngun, að hann gæti ekki hugsað sér að setjast um kyrrt og eyða kröftum sínum í að kenna. Hins vegar sagðist hann vonast til þess að næsta haust tækist honum að koma á fót „Mímuleikhúsi" í París og væntanlega yrði þá starfræktur skóli í sambandi við það. Eins og áður segir er Marce au nú að hefja sýningarför. Héð an mun hann halda til Norður landa og sýna í mánuð í Skandi navíu, því næst til Bandaríkj- anna, Frakklands, Sviss, Belgíu, Hollands, Ítalíu og fleiri landa og förinni lýkur ekki fyrr en seint 1 maí 1969. Þá er ætlun listamannsins að eyða sumrinu í að leika í kvikmyndum en síð an byrjar nýtt sýningarár hjá honum í París í október. Atriði þau sem hér verða sýnd í fyrsta skipti í heiminum á föstudaginn heita: Sköpun heimsins, Hendurnar, Bip á sýningu og Bip ástfanginn. Hér skulu á eftir talin sýningaratrið in í réttri röð: Luna-skemmtigarðimn, List- málarinn, Töframaðurinn, Al- menningsgarðurinn, Hendurnar, Sköpun heimsins og Æska, full orðinsár, elli og dauði. Annar hiuti: Bip á sýningu, Bip professor í grasafræði. Bip postulínskaupmaður, Bip ást- fanginn, Bip á sjó, Bip fiðrilda veiðari, Bip í samkvæmi og Bip leikur Davíð og Golíat. Það er engin tilviljun að listamaður inn hefur atriðin Æska, full orðinsár, elli og dauði — og — Bip leikur Davíð og Golíat — síðast í hinum tveim hlutum efninsskrárinnar, því í þeim rís list hans hvað hæst. A VlÐAVANGI Framhald af bls. 5 hlut þjóðararfsins, menningar, sögu og tungu? Flokksræði Steingrímur sagði ennfrem- ur: „Við núverandi kosningaskip un til Alþingis ríkir flokksræði. Segja má að kjósendur fái að eins að velja flokkinn en ekki manninn. Víða eru þeir, sem sitja í efstu sætum Ustanna sjálfkjörnir. Því ráða flokkarn ir fyrst og fremst. Þetta hefur leitt til óeðlilegrar hlýðni við flokksvaldið. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga þó að sjálf- sögðu að standa henni reikn ingsskil gerða sinna en ekki flokknum. Núgildandi kosn- ingaskipun verður að breytast. Einm.kjörd. henta bezt okkur íslendingum. Að þeim ber að stefna. Þá fær fólkið að velja einstaklinginn og hann verður fyrst og fremst ábyrgur gagn- vart þviL Það er sannfæring mín, að þessi vilji þjóðarinnar kom greinilega fram í forseta kosningunum og honum ber að hlýða.“ RÆTT VIÐ SÉRA KÁRA Framhald af bls. 7. mótmæla, sem fram hafa komið hér á íslandi út af innrásinni. Eitt sinn var prófuð greind sjúklinga á fávitahæli. Það var gert á þann hátt,' a'ð váth úr kf'ana Vtíf ‘l&tið renna ofan í pott, og síðan var fá- vitunum fenginn bolli, og skipað að tæma pottinn. Sumir fylltu boll ann og heltu jafnharðan úr honum ofan í pottinn á ný, og endurtóku þetta æ ofan í æ. Þeir, sem greind ari voru skrúfuðu fyrir kranann, áður en þeir fóru að ausa upp úr pottinum. Mér finnst mótmæli kommúnistanna hér minna á greindarstig þeirra, er heltu úr bollanum ofan í pottinn á ný. Að gerðir þeirra eru ámóta tilgangs lausar, vegna þess að þeir leita ekki orsakanna, — reyna ekki að grafast fyrir meinsemdina. gþe. SÆNSKUR GREIFI Framhald af bls. 9. Hvað er líf eins manns, þegar líf þúsunda er í hættu? Rauða Kross fólkið talar og talar yfir vínblöndunni sinni, en íbúarn ir í Biafra þurfa á hjá pðld ir í Biafra þurfa á hjálp að halda og það undir eins.“ Og íbúarnir í Biafra fengu hjálp fyrir atbeina von Rosen greifa. Hann hefir nú trúað öðr um flugmönnum á leiguflugvél um fyrir hinni hálf-heimulegu flugleið sinni, sem við það er miðuð, að sleppa við loft varnaskothríð Nígeríuhers og þeir ætla að halda áfram að fljúga með lyf og matvæli til Biafra. KtœÉSBM Sumuru Spennandi ní ensk Clnema-Scope litmynd George Nader Frankie Avalon og Shlrley Eaton Bönhuð mnan 16 ara. Sýnd kl 5 7 og 9 íslenzkur texti. þýzk með Hetjurnar sjö (Gladiators 7) M-G-M iPuiimi iTunaxxssMiMi , mtunmtam ..-JWJHAW) LOftEOAHA harrison-Nusciak Geysispennandi amerísik mynd tekin á Spáni i Eastman-litum og Thechniscope. Aðalhlutverk: Richard Harrison Loredana Nusciak íslenzukr texti Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9 41985 'í*: Elska skaltu náungann (Elsk din næste) óvenju skemmtileg ný dönsk gamapmynd í litum með fræg ustu leikurum Dana. Sýnd kl. 5.1S og 9. Slmi H544 Barnfóstran (The Nanny) íslenzkur texti. Stórfengleg, spennandi og af. burðavel leikin mynd með Betty Davis, sem lék í Þei, þei, kæra Kar. lotta. Bönnuð börnum yngrl en 14. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Slmi 50184 Ameríska konan ítölsk gamanmynd í sérflokki litmynd með isl. texta Sýnd kl. 9. LAUGARAS Slmar 32075 og 38150 Járntjaldið rofið Julie Andrews Paul Newman Endursýnd kl. 9 fslenzkur texti, Bönnuð börnum innan 12 ára Sautján sýnd kl. 5 og 7 Pulver sjóliðsforingi Bráðsikemmtileg amerísk gam- anmynd í litum og Cinema- scope. — íslenzkur texti. Robert Walker, Burl Ives. Sýnd kl. 5 og 9. CIP ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Gestaleikur: Látbragðsleikarinn Marcel Marceau Sýning í kvöld kl. 20. Uppselt Sýning laugardag kl. 20 Uppselt Sýning sunnudag kl. 20 Aukasýning sunnud. kl. 15. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 til 20. Stmi 1-1200. GAMLA BIO Hinn heitt elskaSi IKe MOIION PICCURE WICK SOMECKHMG ZO OFFEWDEVERVONEH Tl\e Lovod ii\e O' ROBERT MORSE • JONATHAN WINTERS ROD STEIGER ANJflNETTE COMER Víðfræg bandarísk kvikmynd gerð af Tony Richardson (Tom Jones) íslenzkur texti Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð innan 12 ára Síðasta sinn. Tónabíó S)m 31182 tslenzkur texti Skakkt númer (Boy, Did 1 get a wrong Numb er) Víðfræg og framúrskarandi ve) gerð, ný amerisk gaman mynd Bob Hope Sýnd kl. 5 og 9 Sími 50249. Árásin á drottninguna Frank Sinatra. Sýnd kL 9. 18936 Tundurspillirinn Bedford tslenzkui texti Afar spennandi ný amerisk kvikmynd meö úrvalslelkurun um Richard Widmark, Sidney Poltier. Sýnd U. 6. 7 og »

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.