Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 7
PÖSTUDAGUR 30. ágúst 1968. TÍMINN 7 Mótmæli eru haldlítil, ef menn gera sér ekki grein fyrir orsðkum Islenzifca nafnið bans er Kári Valsson. Hann tók sér það sjálf- ur, þegar hann gerðist íslenzkur ríkisborgari árið 1952. — Það er sjaldgiæft, að menn gefi sjálfum sér nafn, og enn sjaMgaífara að þeir gefi föður sínum nafn, segir hann. — En ég er mjög ánægður með nöfnin, sem ég vaidi okkur, og ég hefði sjálfsagt S'kipt um nafn, þótt ég hefði ekki verið skyldað- ur til, því að tékfcneska nafnið mitt, Vorovka har nær enginn fslendingur fram rétt. Hann segist vera Tékki í aliar mögulegar ættir, og það má reyndar sjá á svipmióti hans, en íslenzk tunga leikur svo í munni hans, að manni fínnst undrum sæta, að hún sé ekki hams eigin- lega móðurmál. Eftir áratuga dvöl htíHtóidis, verkstjþrastörf, prestssbap, og kennslu er hann orðinn fslending ur í háttum og hugsunarhætti, en að sjálfsögðu er fósturjörðm hon um mjög hu’gstæð, ekki sizt núna, eftir að hinir váilegu at- burðir gerðust þar, ag beéndu , þangað allra augum. . — En það er 'nú farið dj@#B*ta dáKtið til, fínnst þér það ekki? i spyr ég, þegar við hBfarm tekið tSI sa.man. , — Ja ,það þirtir ajg&jmr ekki, gegir Kári. % veit ekki hvort 1 það verður bjart í Tékkóslóvakíu, þegar rifcdroðun verður komið á aftnr og hensetan bætist ofan á á®t. En náttúrlega er maður bjart synrti mðua, en þegar ósköpin gemga yfrr á miðvibudaginn. Ann ars hafa fréttrrnar verið það óljós ar eunþá, að maður getur ekki alveg gert sér grein fyrir stað- reyndum. Það sannast ekki sizt hérna að fréttirnar eru stundum g-efnar út til að lokka fram sann leikann, en efcki til að segja hann. Nokkurs konar gerningaveður. — Til að byrja með, Kári, væri fróðlegt að vita, hvenær þú komst, fyrst hingað til lands, og hvað olli því, að þú settist hér að? — Ég kom hingað fyrst árið 1933, og síðan við og við, þangað til ég festi hér rætur. Þetta var ein-s og' nokkurs konar gerninga- veður. Ég fann á mér frá því fyrsta, að það ætti fyrir mér að liggja að setjast hér að, og ég hef unað þeim forlögum ágæt- lega. fsland heillaði mig alltaf, senni- lega mest vegna þess, hve lítið Tékkar vissu almennt um landið. G-ama!! samanívurðarmáífræðingur kenndi forníslenzku fjórða hvert ár við háskóla í Prag, og hjá honum nam ég svolítið í málinu, svo að ég gát bjargað mér nokk- urn veginn, þegar ég kom hing- að. Fyrst í stað var ég verkstjóri á hjólbarðaverkstæði, en síðan innritaðist ég í guðfræðideild Há skélans og. tók þaðan embættis- próf árið 1954. Frá 1954—60 var ég prestur á Hrafnseyri, en þá fór ég í Kennara.skóilann og gerð- ist síðan skólastióri á Strönd á Rangárvöllum. En siðan ték ég afiur við prestskap og hef nú um tveagja ára ^keið verið prestur i Hrísey. - - Svo «ið það má. segja. að oú hafir lagt gjön*a hönd á hargt 'tórleindis? — Það má ef til vill orða það svo, en annars hef ég meiri áhuga á að ræða um Tékkóslóvakíu, en Rætt við séra Kára VaEsson, sem er Tékki og hét áður Vorovka, um atburðina í TékkósEóvakíu rekja ævisögu mína. Ég hef ekki komið þangað síðan 1938, þegar Súdetahéruðin voru efst á dag- skrá, en ég hef haft bréfasam- band við fjölskyidu mína í Prag og fyilgzt þannig með þróun mála í ættlandi mínu. í stöðugri óvissu. — En brófasambandið fyrstu árin eftir valdarón kommúnista, var harla bágborið, — heidur hann áifram, — og fyrstu 10 árin voru þær upplýsingar, sem maður féfck oft, ærið óljósar, því að fólk þorði ekki að skýra frá öll- um má'lavöxtum af ótta við rit- skoðun. Á pósthúsunum var sér- stakur gluiggi, þar sem á stóð: Bróf til útlanda. Þangað varð fólk að fara með bréf sín opin, sýna skilríki og gera grein fyrir hverjum bréfið var sent og hvers vegna. Þá var aðgætt, hvort pen- ingar væru í brófinu eða eitthvað grunsamilegt, en oftast lokuðu póstþjónarnir því að sendandan- um ásjáandi, án þess að kynna sér efni þess. Hins vegar gat allt brunnið við, að þeir gerðu það, og þá var eins igott að hafa hrein an skjöld og sfcrifa ekkert það. sem kalla mátti gagnrýni á vald- hafa og ástandið í landinu al- mennt. Upplýsingar þær, sem maður fékk voru því oft og tíð- um næsta óljósar, en maður vand ist því að geta í eyðurnar og lesa á milli línanna. Bréfin voru oft mjög lengi á leiðinni og stumd um komu þau aldrei fram. Maður var í stöðugri óvissu og uggandi um ættingja og vini, einkum af því að í þeim hópi voru margir. sem ekki töldust alveg rétttrúað ir. Ég hugsa, að fólk á Vestur- löndum geti ekki gert sér í hug- arlund, hvernig þetta ástand var og verður aftur eftir öllum sóilar merkjum að dæma. Dósent við þaktjörgun. — Urðu ættingjar þínir fyrir einhverju aðkasti sökum afstöðu sinnar? — J'á, ekki get ég neitað því. Sennilega telst það ekki stórvægi legt, miðað við það. sem margir hafa þurft að þola fyrir skoðanir sínar. Mágur minn, gagnmenntað ur dósent í frönskum bókmennt- um við háskólann í Prag, var ekki álitinn nægilega rauður og varð að láta af embætti. Honum gafst kostur á að fara út á iand og kenna við gagnfræðaskóla, en bað vildi hann ekki. því að þá hefði húsið haus í Prag verið tekið eignarnámi. Eina starfið. sem hann gat fengið í höfuðhors- inni var þaktjörgun. 02 það var hanm að gera sér að góðu til að geta séð fjölskyldu sinni farborða. Síðar fékk hann þó kennslustarf við verzlunarskóla Skólastjórar voru ekki valdir eftir menntun og hæfni. heldur eftir flokks- skírteinum og það fór ekki að- eins eftir einkunnúm. hvort nem endurnir ..náðu nrófum eða féllu“ heldur ekki síður eftir stjórn- málaiegri afstöðu foreldra heirra. Kennarar þurftu stöðugt að vera á varðbergi. ellegar gat ko,m-, ið upp sá kvittur. að þeir væru með undirróðursstarfsemi og þjóðfélaginu hættulegir. Stund um er verið að hampa því, að fræðslumál í austantjaldsi/öndun um séu í mjög góðu lagi, en ég get ekki ímyndað mér að það sé rétt, þegar það er talið aukaatriði hvoi-t skólastjórar og kennarar hafi næga menntun og vit á skóla málum, og greindir nemendur eru firrtir möguleikum til framhalds náms sökum þess að foreldrar þeirra eru ekki taldir fullkomlega rétttrúaðir. Novotny ekki svo slæmur. , — Heldurðu ekki að þetta hafi inn aftur og verður að brennandi báli, sem breiðir sig út um allt. Það var í raun réttri Novotny, sem kveikti fyrsta neistann, og eftir valdatöku Dubceks varð hann að eldi, sem tók að loga svo glatt, að meistararnir í Kreml óttuðust að hann breiddi sig út um öll hin ófrjálsu lönd og afréðu að kæfa hann. Ekki út í hött. — Það er ekki út í hött, að vald hafar í austantjaldslöndunum hafa bannað fólki fei'ðalög til vest- rænna ríkja, og önnur samskipti farið að lagast eitthvað fyrir valda töku Dubceks? — Jú, mér hefur skilizt það á fjölskyldu minni, að allt frá því að Novotny tók við völdum hafi fræðslumál sem önnur mál verið að færast í frjálsara horf. Ég vil leggja ríka áherzlu á þetta, því að Novotny er yfirleitt kennt um allt illt í Tékkóslóvakíu. No votny er vissulega harður og kaldrifjaður línukommúnisti, miðað við Dubcek, en samanborið við fyrirrennara sína var hann á marg an hátt frjálslyndur. Víst er um það að á valdatímum hans risu frelsiSöldurnar fyrst, en það hefði ekki orðið, hefði hann verið eins harður í horn að taka og''margir vilja vera láta. Sannleikurinn er nefniiega sá, að fólk reýnir að kæfa niður hvern frelsisneista, sem gerir ‘vart við sig, meðan það býr við ofbeldi og þvinganir, en um leið og slakað er á, kviknar neist við þau, heldur Kári áfram. — Þeir gera sér grein fyrir pví, að þjóðskipulagið stendur svp valt, að því verður kollvarpað, er fólkið fær nasasjón af lífinu í hinum frjálsa heimi. Fyrir mörgum árum bauð ég systursyni mínum hingað til lands, en mér tókst ekki að fá leyfi tékkn eskra stjórnyalda til að fá hann hingað upp. Ég gerði ítrekaðar til raunir, en allt kom fyrir ekki. Við gerðum mikið grín að þessu hér hbima, og sögðum sem svo, að hornst'einar tékkneska þjóðskipu- lagsins gætu ekki verið traustir, ef það þyldi ekki að 10 ára gam all drengur kynntist siðum og háttum vestrænna þ’jóða. En sem ég segi, þetta var ekki út í blálnn. Þegar vesturglugginn var opnaður í hálfa gátt kómst allt í uppnám. Það var ,á tímum Novotnys, sem ferðalög til Vesturlanda hófust, og frelsisbálið var afleiðing af þeim. Ég ætla ekki að tala um það núna, heldur ætla ég að segja þér dálítið frá tilraunum mínum við að fá hann frænda minn í heimsókn. Þegar ég sá, að ég gat ekkert gert, bað ég einn góðkunningja minn, sem var vel séður hjá Tékkum, að bjóða honum í sínu nafni, méfi því auðvitað, að hann þyrfti ekkert að skipta sér af honum, þegar hann væri hingað kominn. Þetta kvaðst hann ekki getg gert vegna þess i að þeir í tékkneska sendiráðinu hefðu illan bifur á nafninu mínu. En mér er spurn. Af hvaða ástæðu höfðu Tékkar horn í síðu minni. Ég hafði aldrei látið opinberlega í ljósi fjandskap minn á tékknesk um stjórnvöldum, og hvernig vissi tékkneska stj.órnarráðið hug minn? Hver gaf þeim þessar upplýsing ar? — Er það ekki alkunna, að sendi ráðin reyna með ráðum og dáð að afla sér upplýsingar um fólk, eklá sízt frá þeim löndum, sem þau eru fulltrúar fyrir? Ég held að það sé ekkert launungarmál t. d. að bandaríska sendiráðið gerir þetta. — Satt er það, en hins vegar hefðu grunsamlegar upplýsingar um mig geta haft mjög afdrifarík ! ar afleiðingar fyrir fjölskyldu mína í Tékkóslóvakíu, en ég held ekki, að bandarísk yfirvöld klekki á ættingum þeirra manna, sem dveljast erlendis og eru í and stöðu við þau. Sem betur fór var fólkinu mínu þó ekkert gert, en það hefði getað farið á annan veg. Kommúnismi án ofbeldiis. Síðustu árin hef ég fengið nokkr ar heimsóknir frá Tékkóslóvakíu og bréfasambandið hefur batnað mjög. Eins og allir aðrir Tékkar hefur fólkið mitt fagnað mjög öll um tilslökunum og auiknu frjáls- ræði. Maður var orðinn mjög von góður, og ég held að allur heim urinn hafi fylgzt með þróun mála i Tékkóslóvakíu með eftirvæntingu Tilraun valdhafanna var svo merki leg, og ef hún .hefði tekizt vel, hefði það getað haft mjög heilla vænlegar afleiðingar fyrir önnur austantjaldslönd, eða það vonuðu þeir bjartsýnú. — Teiur þú, að þessi lýðræðis legi sósíalismi, sem var að þróast þarna í Tékkóslóvakíu hefði get að falið í sér framtíðarlausn, ekki einasta fyrir austantjaldslöndin, heldur og fyrir allan heiminn? — Ég held, að hann hefði get að haft góðar afleiðingar fyrir all an heiminn, ef tilraunin hefði tek izt. Við höfum enn ekki þekkt kommúnisma án ofbeldis og þving ana, og það væri mjög athyglisvert ef hann gæti þróazt án þess. Á hinn bóginn er ég andvígur ein- ræðisstjórn eins flokks, og ég var svo bjartsýnn að vona, að Dubsek leyfði að k*mið yrði á fót andstöðuflokki, en það verður ■ sennilega ekki í bráð, eins og mál um er nú komið. — Ilvernig hefur þér virzt hag ur tékknesku þjóðarinnar undan farin ár? — Fólkið hefur haft nóg til hnífs og skeiðar en vöruúrval hef ur verið mjög lítið Um tíma var hægt að fá eina tegund efnis i verzlunum. Það var doppótt, en reyndar til í ýmsum litum. Allur munaðarvarningur hefur verið 6- heyrilega dýr, og verð á kafft tei og kakói hefur verið upp t»r öllu valdi. Atvimna hefur veriS næg, en margir orðið að láta ser lynda störf, sem þeim hefur verir þvert um geð að stunda. Lífskjö* eru yfirleitt jöfn, en vestrænu fólki mundi sjátfsagt þykja þau lítt boðleg. Á skal að ósi stcmma. — Eftir ekki — Er ekki eitthvað sérstakt, sem þú vildir segja, áður en við liúkum þéssu spjalli? ‘ — Mig langar til að koma með dálitla samlíkingu, vegna þessara Framhald á bls 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.