Morgunblaðið - 19.07.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 195. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is DÚX Í KÖRFU MARGRÉT KARA ÆFIR MEÐ STRÁKUNUM Á MEÐAN LANDSLIÐIÐ ER Í HVÍLD >> 8 GRÁTBÓLGIN SANDRA BULLOCK ER ÓBÆRILEG BESTOGVERST Á KVIKMYNDAÁRINU >> 45 FRÉTTASKÝRING Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is UNDIRBÚNINGUR að breytingu SPRON í hlutafélag er hafinn og stefnir stjórn sjóðsins að skráningu félagsins í kauphöllina á næstu misserum. Hugmyndir um hlutafélagsvæðingu SPRON eru langt frá því að vera nýjar af nálinni. Árið 2002 var gerð tilraun til þess að breyta SPRON í hlutafélag. Fimm stofnfjáreigendur gerðu tilboð í hlut annarra stofnfjáreigenda við mun hærra verði með það fyrir augum að Búnaðarbankinn eignaðist sparisjóðinn. Stjórn SPRON lagðist þá gegn þessum áformum og taldi sér ekki heimilt að sam- þykkja þau. Sama ár voru sett lög um fjár- málafyrirtæki er höfðu að geyma ákvæði sem ætlað var að styrkja yfirtökuvarnir sparisjóðanna. Í lok ársins 2003 bárust fregnir af samn- ingaviðræðum Kaupþings Búnaðarbanka og stjórnar SPRON um kaup á sjóðnum. Við- skiptaráðherra lagði í kjölfarið frumvarp fyrir Alþingi um breytingu á lögum um fjár- málafyrirtæki, en þar voru gerð skil milli stofnfjáreigenda í sparisjóði annars vegar og stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar hins vegar. Sama dag og lögin voru samþykkt ákvað stjórn SPRON að fara að vilja löggjaf- ans og hverfa frá áformum um breytingu á rekstrarformi sparisjóðsins í hlutafélag. „Landslagið miklu skýrara en áður“ En hvað skyldi hafa breyst síðan lögin umdeildu voru sett? „Aðstæður hafa breyst gríðarlega frá því árið 2002, þegar við tókum þetta fyrst til skoðunar. Í fyrsta lagi hefur lögum um fjármálafyrirtæki margítrekað verið breytt. Í annan stað er búið að einka- væða viðskiptabankana og í þriðja lagi hafa mjög margir sparisjóðir runnið saman. Til viðbótar má benda á það að við höfum rekið markað með stofnfé og við lítum á það sem eðlilegt framhald að færa þann markað yfir á hlutabréfamarkað,“ segir Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON. Að hans sögn er skilningur manna á því hvað felist í löggjöfinni um sparisjóði miklu skýrari í dag en áður, en rót óvissunnar þeg- ar Búnaðarbankinn hugðist kaupa SPRON árið 2002 hafi fyrst og fremst verið lagalegs eðlis; menn hafi túlkað lögin á mismunandi hátt. „Eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað er landslagið miklu skýrara en áður og þess vegna á ég von á því að þetta verði mun einfaldara núna.“ Guðmundur er vongóður um að stofnfjár- eigendur muni samþykkja breytt rekstrar- fyrirkomulag. „Að mínu viti er betra að halda á hlutabréfi en stofnfjárbréfi, þar sem löggjöfin um hlutabréf er mun skýrari, auk þess sem markaður á bak við verðmyndun slíkra bréfa ætti að vera dýpri og öflugri.“ Forsend- ur gjör- breyttar Hlutafélagsvæðing SPRON hefur áður verið reynd Eftir Andra Karl andri@mbl.is GJALDFALLNAR skuldir Landspítala – há- skólasjúkrahúss, sem bera vanskilavexti, nema um 900 milljónum króna. Vanskil spítalans vegna kaupa á lyfjum og hjúkrunarvörum hjá aðildarfyrirtækjum Félags íslenskra stórkaup- manna (FÍS) eru þar af um 700 milljónir króna. Framkvæmdastjóri FÍS segir stöðuna árvissa og krefst þess að ráðamenn leysi vandann til frambúðar. Heilbrigðisráðherra segir það á dagskrá ríkisstjórnarinnar. „Þetta er alla vega í fjórða, ef ekki fimmta, skiptið á fimm árum sem ég hef sent erindi vegna þessa en það hafa aldrei verið nein bein viðbrögð við því. Spítalinn fær líklega á ein- hverjum tímapunkti fjármagn til að greiða nið- ur skuldir, spurningin er aðeins hvenær og hversu mikið,“ segir Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri FÍS, sem í byrjun mánaðar sendi fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra erindi þar sem vakin er athygli á skuldastöðu LSH. Í erindinu er m.a. rakin niðurstaða úr óform- legri athugun meðal aðildarfyrirtækja félagsins sem selja LSH lyf og hjúkrunarvörur. Vanskil spítalans nema um 700 milljónum króna og er sú upphæð gjaldfallin og að meðtöldum dráttar- vöxtum. Hins vegar eru fjölmörg önnur aðild- arfélög FÍS sem selja LSH vörur, s.s. rekstr- arvörur og matvörur. „Það sem við erum að benda á og þykir an- kannalegt er að þessari ríkisstofnun skuli vera búnar þær aðstæður að þurfa að knékrjúpa fyr- ir sínum viðskiptavinum, ganga á milli þeirra og reyna að semja dráttarvexti niður,“ segir Andr- és. Hann bendir á að reikna megi með að LSH sé að greiða á milli 600 og 700 þúsund krónur í vanskilavexti á degi hverjum. Eitt af stóru málum ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir rétt að vandinn sé vissulega alvarlegur og ekki aðeins þessi þáttur heldur allur rekstrarvandi spítalans. „Það er augljóst að skynsamlegra væri að LSH tæki lán hjá ríkinu en hjá birgjum. Hins vegar segir það sig sjálft að þegar svona staða er uppi duga skammtímalausnir ekki til. Vandamálið er stórt og ekki nýtt af nálinni og sýnir að fara verður yfir þessi mál heildstætt. Þá vinnu höf- um við hafið.“ Guðlaugur bætir við að þetta sé eitt af stóru málum þessarar ríkisstjórnar, þ.e. að skoða rekstur heilbrigðisþjónustunnar.  Aldrei varanlegar | 6 Viðvarandi vanskil LSH  Skulda lyfja- og hjúkrunarfyrirtækjum innan FÍS um 700 milljónir króna  Vandinn stór og sýnir að fara verður yfir málið heildstætt, segir ráðherra Í HNOTSKURN »Ef miðað er við að skuldir LSH nemieinum milljarði króna, greiðir spít- alinn 250 milljónir króna á ársgrundvelli í dráttarvexti. »FÍS hefur undanfarin fimm ár þurftað gera athugasemdir vegna skulda- stöðu LSH. »Fjármálaráðherra er staddur í sum-arfríi og svarar ekki fyrirspurnum. Morgunblaðið/Júlíus Björgum Íslandi Á sjöunda tímanum í gærkvöld sóttu lögreglumenn mótmælendur upp í kranann með körfu sem hífð var upp. UM TUTTUGU umhverfisverndarsinnar frá aðgerðasamtökunum Saving Iceland lokuðu í gær veginum að álveri Norðuráls á Grund- artanga með því að hlekkja sig saman, auk þess sem fimm mótmæl- endur fóru inn á athafnasvæði Norðuráls og klifruðu þar upp í háan krana með þeim afleiðingum að framkvæmdir stöðvuðust um tíma. Í samtali við Morgunblaðið sagði Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland tilgang mótmælanna hafa verið að vekja athygli á náttúruspjöllum og þeirri mengun sem kæmi frá verksmiðju Ís- lenska járnblendifélagsins og álverinu. Samkvæmt upplýsingum frá Theodóri Kr. Þórðarsyni, yfirlög- regluþjóni hjá lögreglunni í Borgarnesi, voru mótmælin friðsamleg. Segir hann mótmælendur aðeins hafa truflað umferð um skamman tíma því strax var brugðið á það ráð að opna hjáleið við Járn- blendiverksmiðjuna. Mótmælunum lauk á sjöunda tímanum í gær. Mótmæli á Grundartanga Réttur dagsins Engjaþykkni “crème de la crème” borið fram með hnetu-, karamellu- og kornkúlu-mélange Nýtt bragð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.