Morgunblaðið - 19.07.2007, Page 6

Morgunblaðið - 19.07.2007, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UNDIRBÚNINGUR er nú hafinn að uppsetningu minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kvenréttinda- konu á horni Amtmannsstígs og Ingólfsstrætis. Þar er nú verið að snyrta og rýma til fyrir minnisvarð- anum og hafa meðal annars nokkur gömul tré verið söguð niður. Að sögn Arnar Sigurðssonar, sviðs- stjóra umhverfissviðs Reykjavík- urborgar, þótti tilvalið að fegra reitinn af þessu tilefni og voru því m.a. trén tekin til að minnismerkið fengi betur notið sín. „Það voru þarna um fjögur tré fjarlægð því þau ýmist stóðu of þétt saman, of nálægt húsvegg eða voru bara hreinlega orðin léleg,“ segir Örn. Í miðborginni standa þónokk- ur stór og reisuleg tré og eru sum þeirra friðuð. Það á hins vegar ekki við um trén við Amtmannsstígsreit- inn og segir Örn hugsanlegt að fleiri verði fjarlægð. „Íbúar í kring hafa óskað eftir að við tökum fleiri tré en við höfum ekki alveg fallist á það ennþá. Það gæti þó verið að tvö til þrjú í viðbót yrðu tekin.“ Það er Ólöf Nordal myndlist- armaður sem hannar minnismerkið um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, en undirbúningsstarfið var leitt af Kvennasögusafni, Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum og Kven- réttindafélagi Íslands, sem fagnar einmitt 100 ára afmæli sínu í ár. Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formað- ur KRFÍ, segir minnisvarðann gjöf ríkisins til félagsins og þjóðarinnar til að minnast þess brautryðjanda- starfs sem Bríet vann í kvenrétt- indamálum. „Á lýðveldisafmælinu 2004 var haldið sérstakt málþing um kvenréttindamál á fyrsta ára- tug síðustu aldar og þá ákvað rík- isstjórnin að minnast Bríetar með þessum hætti,“ segir Þorbjörg. Ýmsar staðsetningar skoðaðar Upphaflega stóð til að varðinn yrði afhjúpaður árið 2006, en nokkrar tafir urðu á hugmynda- vinnu á meðan leitað var að hent- ugum reit. Ýmsar staðsetningar voru skoðaðar og kom sú hugmynd m.a. fram að reisa varðann að baki Alþingishúsinu, þar sem Bríet flutti fyrirlestur sinn „Um hagi og rjett- indi kvenna“ í Bárubúð árið 1887, en það var í fyrsta skipti sem ís- lensk kona flutti fyrirlestur op- inberlega. Að lokum var þó fallist á reitinn á horni Amtmannsstígs og Ingólfsstrætis og segir Þorbjörg staðsetninguna mjög viðeigandi. „Þetta er skammt frá þeim stað þar sem Kvenréttindafélagið var stofn- að árið 1907, en það var á heimili Bríetar í Þingholtsstræti 18. Þetta var sá lausi reitur sem var næst stofnstaðnum.“ Áætlað er að minnisvarðinn verði afhjúpaður á afmælisdegi Bríetar, 27. september næstkomandi. Minnisvarði um Bríeti mun rísa í miðborginni Morgunblaðið/Sverrir Prýði Sumir vilja meina að trén í Reykjavík myndi stærsta skóg á Íslandi. Mörgum þykir sárt að sjá gróin tré felld, en aðrir vilja hreinsa upp órækt. Tré hafa verið fjarlægð á reitnum þar sem reist verður útilistaverk BJÖRGUNARSKIPIÐ Sveinbjörn Sveinsson sótti bátinn Sæljón NS 19, sem hafði orðið vélarvana skammt út af Leiðarhöfn í Vopna- firði, og dró hann til hafnar. Báturinn var að koma af hákarla- veiðum og var með þrjá hákarla í togi þegar hann bilaði. Einn maður var um borð en lítil hætta á ferðum þar sem veður var gott og stutt í hjálp. Þetta kemur fram á frétta- vefnum vopnafjordur.is. Sæljónið dregið vélarvana til Vopnafjarðar Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Vélarvana Sveinbjörn Sveinsson með Sæljón í togi. MANNBJÖRG varð er tveir bátar rákust á í mynni Dýrafjarðar um klukkan sjö á þriðjudagskvöld. Annar bátanna sökk skömmu eft- ir áreksturinn en maður sem var um borð í honum komst yfir í hinn bátinn. Sá bátur er einnig töluvert skemmdur eftir áreksturinn en þó var hægt að sigla honum til lands. Einn var um borð í hvorum bát. Báturinn sem sökk maraði í hálfu kafi og hefur hann nú verið dreginn til lands. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Ísafirði er málið í rannsókn og verða ekki gefnar nánari upp- lýsingar um slysið eða tildrög þess að sinni. Tveir bátar í árekstri Eftir Andra Karl andri@mbl.is VANSKIL Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) vegna sölu lyfja og hjúkrunarvara nema um 700 milljónum króna, samkvæmt athug- un Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) innan aðildarfyrirtækja sinna. Framkvæmdastjóri félagsins segir ekkert raunhæft að gert til að bæta rekstrarvanda stofnunarinnar sem greiðir á milli 600 og 700 þús- und krónur í vanskilavexti á hverj- um einasta degi – af almannafé. FÍS sendi í byrjun júlímánaðar erindi til fjármálaráðherra og heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra vegna þess vanda sem að steðjar. Þar kemur m.a. fram að á fundi sem forsvarsmenn LSH áttu með birgjum í júnímánuði hafi komið fram að gjaldfallnar skuldir spít- alans, sem bera vanskilavexti, nemi alls um 900 milljónum króna. „[Mið- að við] 25% vexti af þeirri upphæð má reikna með að LSH greiði um 616 þúsund krónur í vanskilavexti á degi hverjum. Það getur ekki talist góð meðferð á almannafé,“ segir í erindinu. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri FÍS, segist hafa þurft að senda fjögur eða fimm slík erindi á undanförnum fimm árum. Engin bein svör fáist frá ráðamönn- um, en málum er bjargað fyrir horn. „Þegar við gripum til sam- bærilegra aðgerða í október sl. þá var einn milljarður settur á fjár- aukalög, en það eru aldrei neinar varanlegar lausnir og sami vandinn viðvarandi.“ 250 milljónir á ársgrundvelli Andrés bendir á að miðað við árstíma sé „skuldahalinn“ óvenju langur. Á síðasta ári hafi sami vandi verið við lýði í lok ársins en skuldir hafi verið að hrúgast upp frá því í vor. „Það sem við bendum á og þykir ankannalegt er að þess- ari ríkisstofnun skuli vera búnar þær aðstæður að þurfa að kné- krjúpa fyrir viðskiptavinum sínum, ganga á milli þeirra og reyna að semja dráttarvexti niður. Ef við gefum okkur að skuldirnar séu um milljarður króna, sem er ekki fjarri lagi, gerir það um 250 milljónir króna á ársgrundvelli. Það er skuggaleg upphæð.“ Reynir á þolmörk bankanna Heildsalar LSH þurfa líkt og aðrir að standa í skilum við sína birgja og segir Andrés að á ein- hverjum tíma reyni það á þolmörk bankanna. Hann segir það skýlausa kröfu að ráðamenn grípi í taumana, og undrast viðbragðaleysi þeirra. Erindið var eins og áður segir sent í byrjun mánaðar en Andrés hefur engin viðbrögð fengið, hvorki frá fjármálaráðherra né heilbrigð- isráðherra. Að vísu er Árni Mathie- sen í sumarfríi en Andrés bendir þó á að þrátt fyrir það séu fyrirtækin sem eiga hlut að máli starfandi og þurfi að greiða sína reikninga. „Fyrirtækin þurfa að standa í skil- um við sína birgja. Á einhverjum tíma reynir á þolmörkin hjá bönk- unum því fyrirtækin fjármagna jú þessi vanskil eftir sínum leiðum, og það kostar peninga. Það er ekki hægt að líta svo á að þetta sé ein- hver gróðavegur fyrir fyrirtækin.“ Andrés segir LSH ávallt fá eitt- hvert fjármagn en alltaf sæki í sama farið. Alvarlegast telur hann vera að engin aðgerðaráætlun sé í gangi til að leysa rekstrarvanda LSH varanlega, þannig að sómi sé að. „Það er ekki sómi að því fyrir stjórnvöld að búa þannig um hnút- ana að spítalinn sturti niður á milli 600 og 700 þúsund krónum á hverj- um einasta degi í vanskilavexti af almannafé.“ „Aldrei varanlegar lausnir og sami vandinn viðvarandi“ Í HNOTSKURN »FÍS sendi erindi til fjár-málaráðherra og heil- brigðisráðherra í byrjun júlí. »Þar er athygli vakin áskuldastöðu LSH gegn að- ildarfyrirtækjum FÍS. »Vanskil vegna lyfja oghjúkrunarvara nema um 700 milljónum króna.  Landspítali – háskólasjúkrahús greiðir milli 600 og 700 þúsund krónur í vanskilavexti á dag Morgunblaðið/ÞÖK Skuldum vafinn Landspítalinn. EKKI er hægt að halda því fram að húðkrabbamein séu til bóta eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins í gær þar sem vitnað var til fréttar Jyllands- Posten. Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdóma- læknir segir að vissulega séu ákveðnar gerðir húðkrabbameina sem ekki leiði til dauðsfalla og séu nær alltaf læknanlegar. Aftur á móti geti húðkrabbamein eins og sortu- æxli leitt til dauðsfalla ef ekki tekst að greina þau nægilega fljótt. Á bilinu þrír til sex einstaklingar látast á ári hverju vegna sortuæxla hér á landi samkvæmt gögnum frá Krabbameinsfélagi Íslands. Að með- altali greinast fimmtíu manns á ári með sjúkdóminn, jafnmargir með önnur húðæxli og um 170 manns með grunnfrumukrabbamein. Grunn- frumukrabbameinin og svokölluð flöguþekjukrabbamein eru nær allt- af læknanleg en skurðaðgerðir eftir þau geta skilið eftir ör. Sortuæxli greinast fyrr en áður Bárður segir að húðkrabbamein, sér í lagi sortuæxla, hafi greinst í auknum mæli hérlendis á undan- förnum áratugum og hlutfallslegur fjöldi tilfella sé með því mesta í heim- inum. „Það er eitthvað í okkar lífs- venjum sem veldur því að sjúkdóm- urinn er algengur hér.“ Hann segir baráttuna við sjúkdóminn einkum hafa skilað árangri að því leyti að fyrr takist að greina sortuæxlin en áður. „Það hefur tekist að gera fólk meðvitaðra um hættuna og í yfir- gnæfandi meirihluta tilfella er bara um að ræða grunnæxli en þá eru lífs- líkur fólks mjög góðar. Auðvitað vilj- um við frekar að margir komi í skoð- un að óþörfu en að missa af þessum eina sem annars hefði komið of seint.“ Hann bendir á að ólíkt mörg- um öðrum krabbameinum sé það oft ungt fólk fái sortuæxli. Sem fyrr er því varað við að fólk brenni sig í sól, sér í lagi börn og unglingar. Húðkrabba- mein eru ekki til bóta Bárður Sigurgeirsson Sumar gerðir eru hættulegri en aðrar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.