Morgunblaðið - 19.07.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.07.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2007 47 Jörðin Lambafell er upprunalega 200 hektarar að stærð og samanstendur af fjalli, sem er metið um 80 hektarar, og undirlendi fyrir framan/sunnan fjallið og dal, Fjalldalur, fyrir ofan/norðan fjallið. Lambafell og Lambafellsheiði koma beint suður úr hábungu Eyjafjal- ljökuls. Jörðunum Lambafell og Seljavellir fylgir mikil hitaréttindi sem hafin var nýting á 2003. Jörðinni Lambafell he- fur verið skipt upp í nokkrar lóðir, að hluta verið tekin úr landbúnaðarnotkun, reist gistihús, 2 gistihýsi, lögð hitavei- ta, um 600 fm kanadískt bjálkahús með þrefölfdum bílskúr. Verið er að vinna að aðalskipulagsbreytingum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á jörðinni á heilsudvalarstað með starfstengslum við 28 húsa þorp. Miklir möguleikar eru á uppbyggingu frístundabyggðar á jörðinni og í tengslum við heilsuhótelið. Jörðin er einstök undir hábungu Eyjaf- jallajökuls, fáir staðir þar sem rís jafn hratt land frá flatlendi upp í um 1670 metra háa bungu jökulsins. Hitaréttindin opna einstaka mögu- leika á uppbyggingu ásamt þjónustu við nágrannabyggðir. Jörðin er aðeins 150 km frá Reykjavík og malbiki og láglendi. Þjóðvegur 1 fer í gegnum jörðina. Allar nánari uppl. veitir Hákon í síma 898-9396, Óskað er eftir tilboði í jörðina Hákon Svavarsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. LAMBAFELL UNDIR EYJAFJÖLLUM            Kirkjubraut 5, Akranesi og Grensásvegi 13, Reykjavík Beint nr. 570-4824 Fax 570-4820 Gsm 898-9396 Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Opið hús í dag frá kl. 19 - 20.30 Rauðalækur 51, neðri sérhæð Falleg og frábærlega staðsett 4ra herbergja 108 fm neðri sérhæð á þessum eftirsótta stað. Gólfefni eru parket og flísar og hafa nýlega ver- ið endurnýjuð. Eignin er björt og skiptist í anddyri, sjónvarpshol, þrjú svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og stofu.Stofan er rúmgóð og björt með útbyggðum glugga og útgangi út á svalir. Hægt er að stækka stofu enn frekar með því að fórna einu svefnherbergi. Verð 30,9 millj. Rut Guðnadóttir tekur vel á móti gestum í dag frá kl. 19 - 20:30. Teikningar á staðnum Opið hús í dag frá kl. 19 - 20.30 Lautasmári 6 - Suðursvalir Glæsileg og rúmgóð 93,4 fm 3ja herbergja enda íbúð á 3. hæð (efstu) í góðu fjölbýlishúsi. Eignin er með fallegu parketi sem er lagt í 45°. Tvö rúmgóð svefnherbergi með skápum og flísalagt baðherbergi með inn- réttingu, baðkari, sturtuklefa og glugga. Þvottahús er innan íbúðar og falleg glerhleðsla er í holi. Björt og rúmgóð stofa með útgangi út á sval- ir til suðurs. Íbúðin getur losnað fljótt. Verð 23,9 millj. Reynir Björnsson lfs. tekur vel á móti gestum í dag frá kl. 19 - 20:30. Teikningar á staðnum. Skólavörðustíg 13 S ím i 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. faste ignasal i el ías haraldsson lögg. faste ignasal i ROKKAÐA djasssveitin BonSom er á dálitlum hljóm- leikatúr um landið þessa dagana. Í gær lék hún á Krákunni í Grundarfirði, en í kvöld leikur hún í Deiglunni, Akureyri. Hefjast þeir tónleikar klukkan 21.30. Á föstudag og laugardag treður sveitin svo upp í Gamla bænum á Mývatni. Hljómleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 21.30. Bandið skipa valinkunnir hljóðfæraleikarar: Andrés Þór Gunnlaugsson gítaristi, Eyjólfur Þorleifsson saxófónleikari, Þorgrímur Jónsson bassaleikari og Scott McLemore trymbill. Morgunblaðið/G.Rúnar Djassgeggjarar Liðsmenn rokkuðu djasssveitarinnar BonSom taka lagið í Deiglunni á Akureyri í kvöld. BonSom á hljómleikatúr PETE Townsend, gítarleikari hljómsveitarinnar Who og tón- skáld, hefur samið nýja rokkóperu, þá fyrstu í 34 ár. Townsend samdi rokkóperuna Tommy árið 1969 og Quadrophenia 1973. Generalprufa verður haldin á nýju óperunni í Vassar háskól- anum í New York annað kvöld. Rokk- óperan ber tit- ilinn The Boy Who Heard Mu- sic, eða Dreng- urinn sem heyrði tónlist. Óperan segir af rokk- hljómsveit þriggja táninga sem skjótast upp á stjörnuhimininn en hrapa svo niður aftur, séð með aug- um aldins rokkara. Ný rokk- ópera eftir Townsend Pete Townsend AÐDÁENDUR galdrastráksins Harrys Potter brugðust margir ókvæða við í gær þegar fréttir tóku að berast þess efnis að óprúttinn bloggari hefði birt lokablaðsíður nýjustu bókarinnar, Harry Potter and the Deadly Hallows, á vefnum Gaiaonline. Þær hafa nú verið fjar- lægðar. Potter-áhugamenn hafa mikið velt því fyrir sér undanfarna mán- uði hvort Potter muni láta lífið í sjö- undu og síðustu bókinni, en höf- undur bókanna, JK Rowling, hefur gefið upp að tvær sögupersónur láti lífið. Lucy Holden, yfirmaður barna- bókadeildar Bloomsbury’s, útgáfu- fyrirtækis Rowling, hefur biðlað til fólks að ræða ekki það sem stendur í fyrrnefndu pdf-skjali, hvort sem það er falsað eða ekki. Með því sé verið að spilla gleði barna sem bíða bókarinnar með eftirvæntingu. Mikið hafi verið um skemmd- arstarfsemi af þessu tagi á Netinu, reynt að ljóstra upp söguþræði og endi bókarinnar. Rowling hefur einnig óskað þessa. Mikill fjöldi lög- fræðinga vinnur nú af krafti að því fyrir Bloomsbury’s að stöðva slíka netleka og hefur efni verið fjarlægt af fjölda vefsíðna. Gaiaonline er sú síðasta af mörgum. Sala á bandarískri útgáfu bók- arinnar hefst á miðnætti á morgun víða um heim og er eftirvæntingin vægast sagt mikil. Eitt af hverjum 43 heimilum á Bretlandseyjum hef- ur t.a.m. pantað bókina, alls um 600.000 eintök. Asda og Bloomsbury’s semja Af öðrum hitamálum tengdum Harry Potter-bókinni má nefna harða deilu Asda stórmarkaðakeðj- unnar og Bloomsbury’s. Bloomsbu- ry’s hafði betur í deilunni, neitaði Asda fyrr í vikunni um 500.000 ein- taka pöntun vegna skuldar sem Asda ætti eftir að greiða. Skuldin hefur nú verið greidd og er nýjasta Potter-bókin væntanleg í verslanir Asda. Gríðarhörð verðsamkeppni hefur verið milli smásala á Bretlands- eyjum vegna bókarinnar, Blo- omsbury’s lagði það til að bókin myndi kosta 17,99 pund en Asda og Tesco fóru ekki eftir því og selja hana á hálfvirði. Heildsöluverðið er þó 10,74 pund en smásalar eru þó tilneyddir að selja bókina vegna eftirspurnar. Bóksalar segja þetta ekki snúast um bókina heldur að fá nýja viðskiptavini í verslanirnar. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að minni bókabúðir muni tapa á því að selja bókina, sem verður að öll- um líkindum ein sú eftirsóttasta í sögu bókaútgáfu í heiminum. Þær geta engan veginn keppt við stórar verslanakeðjur á borð við Asda og Tesco. Á meðfylgjandi mynd sést drengur við auglýsingaveggspjald sem sýnir kápu bókarinnar nýju. Harry Potter lekið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.