Morgunblaðið - 19.07.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 19.07.2007, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2007 27 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í KVÖLDFRÉTTUM síðastliðinn föstudag kom fram að Össur Skarp- héðinsson hefði töluverðar áhyggj- ur af yfirtökutilboði Rio Tinto í Alc- an, enda hefði Rio Tinto slæmt orðspor, einkum hvað varðar sam- skipti við verkamenn. Fram fyrir skjöldu stökk þá fyrr- verandi ráðherra, Valgerður Sverr- isdóttir, nokkuð snúðug í fasi og þótti undarlegt að Össur skyldi reiðubúinn að tefla atvinnuöryggi starfsmanna í álverum í hættu með því að vísa í sögusagnir. Nú þykir mér rétt að benda á að stjórnmálamenn virðast vera að ræna merkingu tungumálsins, sér til framdráttar. Þannig var Val- gerður sjálf samþykkt „frelsun“ Íraks er hún studdi innrásina á sín- um tíma. Þarna hefur orðið „frelsi“ öðlast nýja og heldur rýrari merk- ingu, heldur en þegar t.d. Jón Sig- urðsson tók sér það orð í munn. En Valgerður virðist tilbúin að ganga skrefinu lengra og telja okk- ur trú um að „orðspor“ og „sögu- sagnir“ séu samheiti. Ég vil fullvissa Valgerði um að sú er ekki raunin, enda eru þetta ekki einu sinni röklega skyld orð. „Orðs- tír“ er hins vegar ágætt samheiti yfir orðspor. Valgerður er með sinn orðstír, sem m.a. mótast af þátt- töku hennar í að ræna orðinu „frelsi“. Það geta allir staðfest sem vilja. Hins vegar koma þær sögu- sagnir sem kunna að vera á kreiki um Valgerði því ekki nauðsynlega neitt við. Ef Valgerði væri stætt á sinni túlkun, þá mætti allt eins setja hennar skilning inn í forna visku forfeðra okkar úr Hávamálum. Þá myndi hún hljóða svo: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en „sögusögn“ deyr aldregi hveim er sér góða getur. JÓHANN S. BOGASON er heimspekingur og þýðandi. Orðstír Valgerðar Frá Jóhanni S. Bogasyni Í MINNINGARGREIN um Elías Mar sem birtist í Morgunblaðinu 6. júní síðastliðinn fer Árni Björnsson þjóðháttafræðingur rangt með vísu um þann látna heiðursmann, og rangfeðrar hana að auki. Ef ég þekki Árna rétt vill hann heldur hafa það sem sannara reynist en því er leiðréttingin svo síðbúin að ég er nýlega kominn úr nokkurra vikna dvöl í útlöndum. Í fyrstu hendingu útgáfu Árna segir: „Danskt brennivín drekkur sem svín“. Engum sem þekkti Elí- as Mar hefði dottið í hug að segja þetta um hann, og yfirleitt að hann gerði nokkuð „sem svín“. Rétt er hendingin þannig: „Danskt brenni- vín drakk upp á grín“. Önnur hendingin hjá Árna er þannig: „dyggðin er gengin. Svo far“. Þetta er líka rangt; rétt er þetta svona: „dyggðin er gengin, só far“ (enskusletta, sem sé). Höfundur vísunnar er enginn Jósep heldur faðir minn, Gestur Þorgrímsson, og afi, Guðjón Guð- jónsson, þá skólastjóri í Hafn- arfirði. Hún varð til í Kaupmanna- höfn vorið 1947. Elías var þá nýkominn til Hafnar, ungur maður (23 ára) og lítt lífsreyndur. For- eldrar mínir, Gestur og Rúna, voru við nám í Kunstakademiet og afi minn og amma dvöldu hjá þeim þetta sumar, m.a. vegna þess að mín var von í heiminn. Einn dag- inn hittu pabbi og afi Elías og hann trúði þeim fyrir því að hann hefði fengið sér danskt öl og næsta skref væri að ná í stelpu. Þetta var líkt Elíasi því hann gerði allt í hófi (nema ef til vill að reykja) og samkvæmt nákvæmu plani. En auðvitað standast ekki öll plön. Af þessu tilefni settu tengda- feðgarnir saman þessa vísu, sem var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem þeir gerðu slíkt enda hagmæltir vel báðir tveir. Og það er „danskt brennivín“ rímsins vegna, það hefði ekki getað verið „danskan bjór“ eða „danskt öl“. Rétt er vísan því svona: Danskt brennivín drakk upp á grín, dyggðin er gengin, só far. Elías Mar á kvennafar ætlar – ef Drottinn lofar. Það er rétt hjá Árna að þessa vísu verður að varðveita en mik- ilvægt er að hún sé varðveitt rétt – einnig tildrögin. ÞORGRÍMUR GESTSSON, Austurgötu 17, Hafnarfirði Síðbúin leiðrétting á vísu um Elías Mar Frá Þorgrími Gestssyni TOGVEIÐAR eru meginvandi við uppbyggingu þorskstofnsins. Fjöldi þjóða hefur stöðvað veiðar með þessu veiðarfæri. Bandaríkin, Chile, Noregur og fleiri ríki hafa bannað togveiðar í stórum hluta af lögsögu sinni. Togveiðar í núverandi mynd við Ísland eru þjóðhagslega óhag- kvæmar vegna óheyrilegs orku- kostnaðar (olíueyðslu). Með vistvænum veiðum (línu- veiðum) er auðvelt að veiða allan þann bolfiskafla, sem leyfilegt er nú að veiða á Íslandsmiðum. Með stjórnvaldsákvörðun má ákveða hvernig aflaheimildir skulu veiddar án skerðingar á aflaheim- ildum útgerða. Það gefur möguleika til stýr- ingar á svæðisbundnum löndunum. Fleira er í greininni en þetta læt ég duga. HAFSTEINN SIGURBJÖRNSSON, er fyrrverandi sjómaður, núver- andi ellilífeyrisþegi. Vandi sjávarútvegsins Frá Hafsteini Sigurbjörnssyni                            Rækjuverksmiðja til sölu Til sölu er eign þrotabús Miðfells hf., Ísafirði, fasteignin Sindragata 1, Ísafirði, ásamt öllum vélum og tækj- um til rækjuvinnslu. Um er að ræða eina fullkomnustu rækjuverksmiðju landsins með 5 pillunarvélum og 3 laservélum, svo og fullkominni pökkunarstöð. Æskilegt er að kaup- tilboð nái til allra lausamuna í hús- inu sem tilheyra rækjuvinnslu. Nánari upplýsingar eru gefnar á Fasteignasölu Vestfjarða að Hafnarstræti 19, Ísafirði, sími: 456 3244. fax: 456 4547 netfang: eignir@fsv.is Tæknilegar upplýsingar um verksmiðjuna gefur Albert Haraldsson, s: 899 1195 Óskað er eftir tilboðum í ofangreindar eignir eigi síðar en föstudaginn 10. ágúst 2007, kl. 16,00. Opið hús í dag í Maríubaug 143 - jarðhæð Íbúðin í Maríubaug er 78,6 fm og er 3ja herbergja. Skipan íbúðar er rúmgóð stofa með eikarparketi og 2 svefnherbergjum með plastparketi á gólfum. Eldhús er rúmgott með flísum á gólfi og vandaðri innréttingu frá Agli Árnasyni. Inn af eldhúsi er geymlsa/þvottaherbergi með flísum á gólfi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og golf. Sérgarður fylgir eigninni þar sem hægt er að koma fyrir verönd. Maríubaugur er 3ja hæða fjölbýli (ein íbúð á hæð) á góðum stað í Grafarholtinu. Eigendur taka á móti gestum í dag á milli kl. 18 og 20. Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is Allar nánari upplýsingar um eignina gefur sölustjóri Fasteignakaupa Páll Höskuldsson í síma 864 0500. Holtagerði 28 - Kópavogi OPIÐ HÚS Í DAG FIMMTUDAG KL. 19.00 - 19.30 Húseign kynnir góða 113fm neðri sérhæð auk 20.5 fm bílskúrs í vesturbæ Kópavogs. Íbúð sem býður upp á mikla möguleika. Þarfnast standsetningar. Verð Tilboð. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898-1177 eða á skrifstofu Húseignar í síma 585-0100 Bútasaumsefni og skyldar vörur. ENN MEIRI VERÐLÆKKUN! Útsala á peysum 40-60% afsláttur Laugavegi 44 • Sími 561 4000 • www.diza.is Ath. Opið laugardag 11-16 Diza Diza breytir um stíl! Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.