Morgunblaðið - 19.07.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.2007, Blaðsíða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2007 19 Ég fór á alveg þrælmagnaða sýn- ingu um daginn. Hún fór fram í eld- húsinu mínu á Brekkunni. Ég hefði samt helst viljað njóta hennar á Grenivík eða einhvers staðar út með firðinum.    Hún er hvort eð er sjáanleg meira og minna um allan fjörðinn, alltaf ókeypis og lágmarks fúss í kringum hana. Það þarf lítið annað að gera en koma sér fyrir á þægilegum stað og bara horfa.    Þetta er árleg sýning. Stundum nokkrum sinnum á sumri. Hún er til- komumikil og ég reyni að missa aldrei af þessu: þegar sólin gerir vel við þá sem dvelja norður við íshaf.    Síðastliðið mánudagkvöld var sem- sagt fyrsta alvöru sólsetur sumars- ins. Þau eru mörg góð, en það er allt- af allavega eitt á hverju sumri sem grípur mann og heillar upp úr skón- um. Þegar himinninn, Kaldbakur, hafið og sólin taka þátt í litagerningi og framkalla seiðandi augnaspil. Allt fer á hvolf: hafið verður heið- skírt, himinninn gulur, Kaldbakur skrýðist fjólubláum möttli og ætlar að hverfa, jafnvel lyftast upp eins og svifnökkvi, og allt í kring svífa rauð- gylltir skýhnoðrar. Fyrir mynni fjarðarins skín ægileg birta; úr norðri birtist sú hin mikla mynd. Sólarfjöll, það er nafngift úr Land- námu á fjallgarði hér nyrðra, en ein- hvern tímann týndist vitneskjan um hver sá garður væri. Davíð Stef- ánsson skáld taldi Sólarfjöllin vera Kaldbak, og skýrði það út með því að vísa til sólarlagsins.    Ég hef séð nokkrar tilraunir til að selja þetta sólarlag. Elstu tilraun- irnar sem ég hef rekist á eru lita- póstkort frá því undir lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. Svipuð póst- kort hafa verið í rekkunum æ síðan. Spurning hvort djarfhuga menn þurfi ekki að fara að selja alvöru sól- arlandsferð og lokka útlenska til móts við þessi norðlensku sólsetur. Það eru nefnilega ekki bara norður- ljósin sem hægt er að selja. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Sólsetur Akureyri að sumarlagi. Horft af Brekkunni út fjörðinn. AKUREYRI Hjálmar Stefán Brynjólfsson Auðunn Bragi Sveinsson varfluttur á Landspítalann í Fossvogi með sjúkrabíl vegna heiftarlegra blóðnasa. Lækni þar tókst að hefta blóðstrauminn með því að brenna æð með rafstraumi. Á blóðnasir var bundinn endi; bar mig upp á spítala, þar sem leikinn læknir brenndi loksins fyrir æðina. Eitthvert samband þótti vera milli þessara blóðnasa og blóðþynningarlyfja er hann tók inn: Býsna lítið bættu mér blóðþynningarlyfin. Af þeim varð ég illa hér allur blóði drifinn. Hjúkrunarkona frá Filippseyjum hjúkraði honum með ágætum, þótt lítil væri vexti og léti lítið yfir sér, að sögn Auðuns Braga, sem yrkir: Frúin þarna af Filipsseyjum, frískleg, hlynnir vel að mér, hún sem ber af mörgum meyjum meir sem láta yfir sér. Fyrr var Auðunn Bragi vistaður á sama spítala vegna annars sjúkleika. Þar sinnti honum ungur nemi, Geirný að nafni, og auðvitað fékk hún kveðju í bundnu máli: Hún Geirný er greiðust til fóta; og gott er því hennar að njóta. Hún sækir mér vatnið svala; og svo á hún létt með að tala. Um gangana er fljót í förum, með frjálsleg orð á vörum. Og hún verður hjúkrunarkona mjög hugulsöm, – er ég að vona. Og verði ég aftur veikur, – og víst er það enginn leikur, þá óska ég Geirnýju aftur; þá eykst mér lífsins kraftur. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af nýliðinni spítalavist viðbótarafsláttur Upprunalegt verð Verð með 20% viðbótarafslætti af allri útsöluvöru. reiknast af við kassann. Nýtt kortatímabil ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 82 17 07 /2 00 7 990 kr. 1.990 kr. 2.990 kr. 4.990 kr. 6.900 kr. 297 kr. 597 kr. 897 kr. 1.497 kr. 2.070 kr. -70% -70% -70% -70% -70% 238 kr. 478 kr. 718 kr. 1.198 kr. 1.656 kr. -20% -20% -20% -20% -20% 20% Verð með 70% afslætti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.