Morgunblaðið - 19.07.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 19.07.2007, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sesselja HrönnGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1972. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 9. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Jónína Björg Gísladóttir, f. 2.9. 1947, og Guð- mundur Valur Magnússon, f. 7.12. 1945. Systkini Sess- elju eru Aðalsteinn, f. 9.12. 1976, albróð- ir, og Hildur, f. 25.2. 1995, hálf- systir samfeðra. Sesselja ólst upp í vesturbænum í Reykjavík og gekk í Melaskóla og Hagaskóla. Sem barn lærði hún fimleika og ballett og stundaði sund hjá KR. Sesselja lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut Menntaskólans við Reykjavík 2003-2005 og skrifaði greinar um hönnun í erlend tíma- rit. Verk Sesselju hafa meðal ann- ars verið sýnd á sýningunum MÓT á Kjarvalsstöðum (Reykjavík, 2000), UD 2002 (Kaupmannahöfn, 2002), Young Nordic Design (ferð- aðist milli borga, 2000-2003), De- sign Is (Berlin, 2002), Lig- ht+Building Fair (Frankfurt, 2004), Transform, VIA (Paris, 2004), EXPO 2005 (Aichi, 2005), Magma/Kvika (Reykjavík, 2007). Sesselja vann fyrstu verðlaun fyr- ir hönnun í Italian Molding Design Contest 2000 (Milano, 2000) og fyrstu verðlaun fyrir lampa í European Design Competition í flokknum Professional Designer, Lights of the Future 2004 (Frank- furt, 2004). Útför Sesselju verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Hamrahlíð árið 1993. Hún lærði myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1992- 1993 og Listaháskóla Íslands 1993-1994. Hún nam iðnhönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði árið 1995 og húsgagnasmíði við Iðnskólann í Reykjavík 1996. Sesselja stundaði nám við Danmarks Designskole í Kaup- mannahöfn árin 1997-2002 og útskrifaðist með meistaragráðu í iðnhönnun. Árið 2001 bjó hún í New York og var í starfsnámi hjá fyrirtækinu Olive 1:1. Að loknu námi fluttist Sesselja aftur til Íslands og vann að hönn- un undir heitinu Könnuðirnir (The Explorers). Einnig kenndi hún vöruhönnun við Listaháskólann í Hún Dedda frænka er dáin. Það er þyngra en tárum taki að örlög elsku frænku minnar og jafnöldru skyldu verða þau að falla frá í blóma lífsins aðeins 34 ára gömul. Orð eru til lítils megnug á stundum sem þessum og erfitt er að bera kennsl á tilganginn. Það er erfitt til þess að hugsa að eiga aldrei eftir að hitta hana Deddu aftur. Ég á margar góðar minningar um okkur Deddu, sérstaklega frá æsku- og unglingsárum okkar. Við vorum alltaf mjög náin og leiðir okkar lágu oft saman. Það má eiginlega segja að við höfum að vissu leyti alist upp sam- an, enda voru aðeins níu mánuðir á milli okkar. Margar af mínum bestu minningum eru frá Dunhaganum hjá Ínu ömmu og er Dedda nær undan- tekningalaust hluti af þeim minning- um. Við vörðum miklum tíma þar og var oft glatt á hjalla hjá okkur. Kapp- hlaup á túninu bak við hús og gramsið í saumadótinu hennar ömmu var bara partur af því að alast upp. Það hefur kannski verið þarna sem Dedda byrj- aði að þróa með sér hönnuðinn í sér, enda var af nógu að taka í saumaher- berginu hennar ömmu. Á þessum fyrstu árum okkar tengdumst við Dedda sterkum bönd- um og hefur mér alltaf þótt afskap- lega vænt um frænku mína og er ég viss um að þær tilfinningar voru gagnkvæmar. Það varð mér mikið áfall þegar Dedda veiktist fyrst úti í Danmörku. Ég verð að segja að þessi veikindi hafi í raun sýnt það hversu sterkur ein- staklingur Dedda var orðin. Hún barðist hetjulega og vann marga sigra í baráttu sinni. Ég heimsótti Deddu oft á meðan á þessari baráttu stóð og það var áberandi hversu já- kvæð og ákveðin hún var í að sigrast á veikindunum. Það gladdi mig mjög að geta hjálpað frænku minni í þessari baráttu og ég verð að segja að ég hef sjaldan verið stoltari af nokkurri manneskju en þegar hún sýndi mér að hún gat farið í göngutúr út á næsta horn. Þessi litli göngutúr er í mínum huga meira afrek en flestar þær fjall- göngur sem aðrir Íslendingar fara á ári hverju. Því miður varð hún Dedda að játa sig sigraða að lokum, en ég held að hún hafi verið orðin sátt við að fá að fara eftir allt sem á undan var gengið. Ég á eftir að sakna hennar Deddu frænku mikið og það verður skrýtið að fá ekki heyra af nýjustu vörunni sem hún er búin að hanna. Verk henn- ar munu samt lifa og andi hennar mun án efa lifa áfram með þeim sem þekktu hana. Elsku Björg og Steini, hugur minn hefur síðustu daga verið hjá ykkur og vona ég að Guð gefi ykkur styrk til að komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Gísli frændi. Elsku Dedda mín. Ekki átti ég von á að þú færir, svona ung og efnileg. Þú sem varst svo dugleg, glöð og jákvæð. Og svo varstu svo frábær iðn- hönnuður og fékkst mörg verðlaun úti um allan heim. Ég hugsaði svo oft til þín og var svo spennt að vita hvað þú værir að gera og svo keyptirðu saumavél af mér og fórst að hanna föt líka. Þú hafðir svo margar hugmyndir og varst svo frjó. Ég man þegar ég sá þig fyrst úti í Svíþjóð hjá sameigin- legu vinafólki okkar, þá varstu bara lítil stelpa, alltaf svo glöð og góðleg. Þar kynntist ég mömmu þinni líka og bróður, honum Steina. Við mamma þín höfum þekkst æ síðan, þó að ég hafi verið áfram í Svíþjóð í mörg ár þá hittumst við alltaf þegar ég kom í heimsókn. Elsku Jónína, Steini, ættingjar og vinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guðrún Kristjánsdóttir. Mér var mjög brugðið þegar ég frétti af andláti Sesselju Hrannar Guðmundsdóttur eða Deddu eins og hún var kölluð. Fyrstu kynni mín af henni voru um vorið 1993 þegar hún var nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð en þá kom hún til mín og falaðist eftir sum- arvinnu í leikskólanum Leikgarði sem þá var að hefja sitt fyrsta starfsár. Starfið fékk hún og ekki fór á milli mála að Dedda var vandaður og hæfi- leikaríkur starfsmaður þótt ung væri að aldri. Börnin hændust að henni og naut hún sín vel í leikskólanum. Um haustið fór hún aftur í menntaskólann eins og umtalað var en kom í heim- sókn af og til og viðhélt með því þeim góðu tengslum sem myndast höfðu. Að loknu stúdentsprófi hóf hún störf að nýju í leikskólanum en hugur hennar stefndi þó alltaf á frekara nám. Hún lauk námi sem iðnhönnuð- ur en milli þess sem hún var í námi hér á landi eða í Danmörku var hún alltaf tilbúin að koma og starfa í leik- skólanum. Það var gott að hafa Deddu í starfs- mannahópnum, hún var alltaf jákvæð, heiðarleg og spurði oft góðra spurn- inga sem vöktu mann til umhugsunar. Iðnhönnun var það starf sem þessi hæfileikaríka og vandvirka stúlka hafði numið og þar var hennar vett- vangur. Þótt ég hafi ekki hitt Deddu síðast- liðin ár þá hefur hún oft komið mér í hug og minningin frá okkar kynnum verið mér ánægjuefni. Nú hefur hún kvatt þennan heim langt um aldur fram. Með þökk og virðingu kveð ég mína kæru Deddu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Ég votta foreldrum og systkinum Sesselju Hrannar mína innilegustu samúð. Sólveig A. Sigurjónsdóttir, fyrrv. leikskólastjóri. Í dag er kvödd Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir sem í 34 ár var sam- ferðamaður okkar hér á jörðinni. Ég veit að þannig leit hún á málin sjálf, því að þrátt fyrir erfið veikindi í tæp 2 ár sá hún tilveruna í því ljósi að allt hefði sinn tilgang í lífinu og ný verk- efni biðu okkar í himnaríki. Dedda eins og hún var kölluð helg- aði líf sitt veröld lista og lærði iðn- hönnun. Hún var sístarfandi, hug- myndirnar flæddu fram, koma þurfti hugmyndum í framkvæmd, afurðum í framleiðslu, hugur hennar var síkvik- ur. Það er flókið að lýsa henni Deddu, hún bjó yfir andstæðum sem gerðu hana svo einstaka og heillandi. Hún bjó yfir visku þess reynda og einlægni barnsins. Hún var glæsileg heims- kona með óbilandi áhuga á landinu sínu og einföldum og hollum lífsmáta. Hún var í senn þrautseig og öguð og bjó yfir skaphita listamannsins. Hún var gleðigjafi sem ég var heppin að kynnast og vera samferða um hríð. Í listaverki á sýningunni: „MAGMA/KVIKA, íslensk samtíma- hönnun“, sem nú er í gangi á Kjar- valsstöðum, gerir Dedda tímann að yrkisefni. Í verkinu „Thoughts on time“ segir hún í niðurlaginu: „The eternal now. Being lost in the illusion of time and space, finally gat- hering in the now and becoming one with the eternity“. Þarna rennur sálin saman við eilífð- ina, Dedda mætir skapara sínum. Nú á vormánuðum fór ég ásamt Deddu og Jónínu Björgu mömmu hennar til Kaupmannahafnar. Dedda var að taka upp þráðinn við dönsk hönnunarverkefni, sem vegna veik- inda haustið 2006 höfðu verið lögð til hliðar. Það var augljóst á áhuga fólks á að koma að hitta hana að fagleg staða hennar sem hönnuðar var sterk og virt. Þrátt fyrir lömun í vinstra handlegg sem var afleiðing af veik- indum hennar ætlaði hún að taka að sér ný verkefni og hvorki hún né aðrir efuðust um getu hennar til þess. Þarna sem og á öðrum sviðum stóð mamma hennar sem klettur við hlið hennar og studdi hana. Eitt lítið atvik í Kaupmannahöfn lýsir henni vel. Skyndilega segir hún: „Ég er aftur orðin veik“. Hún fór af- síðis um stund og kom svo fram og sagði: kveikjum á útvarpinu, mig langar að dansa. Slíkur var sálar- styrkur hennar, því að hún vissi vel að „það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt“ eins og segir í kvæði Jóhannesar úr Kötlum. Hún varði tímanum vel og æðraðist ekki. Við sendum foreldrum hennar og systkinum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Guðrún og Garðar. Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi.. Minningargreinar ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALDÍS PÁLA BENEDIKTSDÓTTIR, Raufarseli 11, Reykjavík, sem lézt á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, fimmtudaginn 12. júlí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 24. júlí kl. 13:00. Sigurður E. Guðmundsson, Guðrún Helga Sigurðardóttir, Friðrik Friðriksson, Benedikt Sigurðsson, Kjartan Emil Sigurðsson, Aldís Eva Friðriksdóttir, Dagur Páll Friðriksson. ✝ Kær sonur okkar og bróðir, JÓN BJARNI HILMARSSON, lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt sunnudagins 15. júlí. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 23. júlí kl. 14.00. Ásdís Jónsdóttir, Hilmar Pétursson, Pétur K. Hilmarsson og fjölskylda. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG N. JÓHANNSDÓTTIR, (Lilla), Þiljuvöllum 23, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, mánudaginn 16. júlí. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju, mánudaginn 23. júlí kl. 14.00. Ólafur Haukur Ólafsson, Gréta Sigursteinsdóttir, Gísli Garðarsson, Valdís Árnadóttir, Brynja Garðarsdóttir, Viðar Hannes Sveinsson, Lára Garðarsdóttir, Magnús Sigurðsson, Jóhanna Garðarsdóttir, Guðni Þór Steindórsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SNÆBJÖRN ÁRNASON fyrrverandi verslunarmaður, Hjallaseli 55, lést á Landspítalanum í Fossvogi, laugardaginn 14. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 31. júlí kl. 15:00. Fyrir hönd aðstandenda, Ágústa Harting, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA GUÐRÚN STURLAUGSDÓTTIR, til heimilis á Hringbraut 82, Reykjavík, lést fimmtudaginn 5. júlí á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram í Dómkirkjunni, föstudaginn 20. júlí kl. 15:00. Þór og Ulla Britt McDonald, Hallfríður Guðrún Hafsteinsdóttir og Úlfar Njálsson, Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.