Morgunblaðið - 19.07.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.07.2007, Qupperneq 22
Skoðanir eru mjög skiptarmeðal neytenda um erfða-breytt matvæli og er and-staðan hvað hörðust meðal Evrópubúa. Þó flestir hafi skoðun á þessum matvælum vita margir þó ekki hvað gerir erfðabreytt matvæli frábrugðin hefðbundnum mat- vælum, segir Helga Margrét Pálsdóttir, mat- vælafræðingur Umhverfisstofn- unar. Matvæli kall- ast erfðabreytt ef þau eru fram- leidd úr lífver- um, sem breytt hefur verið með erfðatæknilegum hætti, það er ef gen hefur verið flutt úr einni lífveru yfir í aðra. Hægt er að flytja gen á milli ólíkra og óskyldra tegunda og þannig er hægt að búa til lífverur, sem aldrei gætu orðið til af náttúrunnar hendi. Svo dæmi sé tekið, þá er hægt að flytja gen úr dýrum og koma fyrir í plöntum. Munurinn á erfðabreyttum lífverum og lífver- um, sem framleiddar eru með hefðbundnum kynbótum er sá að með erfðatækni er eitt eða fleiri vel skilgreind gen flutt á milli líf- vera á meðan allt erfðamengið eða öll genin blandast með hefð- bundnum kynbótum, sem eiga sér stað innan sömu eða náskyldra tegunda, að sögn Helgu. Harðgerðari plöntur Mikill meirihluti erfðabreyttra lífvera eru nytjaplöntur og afurðir þeirra. „Erfðabreytingarnar hafa einkum beinst að aukinni fram- leiðslu með því að gera plönturnar ónæmar fyrir skordýrum og ill- gresiseyðandi efnum. Nú er farið að horfa til fleiri þátta eins og að auka þol nytjaplantna gegn ýmiss konar umhverfisálagi á borð við kulda, þurrk og seltu. Einnig er möguleiki að nýta plöntur til að framleiða lyf. Í raun má segja að ímyndunaraflið eitt takmarki möguleikana þegar kemur að erfðabreyttum lífverum. Í dag er mest framleitt af erfðabreyttum sojabaunum, maís, olíufræjum, kartöflum, baðmull og tómötum og eru Bandaríkin og Kanada stærstu framleiðsluríkin. Ekki eru allir á eitt sáttir um áhrif erfðabreyttra matvæla. Spurningarnar, sem við stöndum frammi fyrir varðandi öryggi og hollustu erfðabreyttra matvæla, eru langt frá því að vera einfaldar. Menn velta því t.d. fyrir sér hvort matvælin geti haft skaðleg áhrif á heilsu neytenda og hvaða áhrif ræktun erfðabreyttra nytjaplantna hafi á umhverfið og lífríkið í heild. Hversu vel sem við treystum vís- indunum og rannsóknum á erfða- breyttum lífverum, eru svörin hvorki augljós né einhlít frá einum rannsóknarhópi til annars. Það er því vandasamt að meta hvort muni vega þyngra, kostir eða gallar erfðabreyttra matvæla þegar til lengdar lætur,“ segir Helga. Örugglega á markaði hér Hvað sem líður umræðunni, þá eru erfðabreytt matvæli komin á markað víða um heim. „Öruggt er talið að afurðir erfðabreyttra plantna séu á markaði hérlendis í einhverjum mæli. Þar sem ekki er krafist merkinga á erfðabreyttum matvælum í Bandaríkjunum hefur erfðabreyttum sojabaunum verið blandað saman við sojabaunir, sem ekki hefur verið erfðabreytt. Því er líklegt að hluti þeirra soja- bauna, sem koma hingað frá Bandaríkjunum, séu erfðabreyttar. Það sama gildir líklega um maís og tómata. Afurðir, sem unnar eru úr þessum matvælum, teljast því líka erfðabreyttar. Sem dæmi um mat- væli, sem innihalda erfðabreytt matvæli, eru sojabaunir, sojamjöl, sojamjólk, kornflögur, poppmaís, kex, maísmjöl, niðursoðnir tóm- atar, tómatmauk, sælgæti, barna- matur og svo mætti lengi telja.“ Á Íslandi gilda ekki sérstakar reglur um erfðabreytt matvæli, það er um afurðir erfðabreyttra lífvera, umfram önnur matvæli. Því þarf ekki að fá sérstakt leyfi til innflutnings á matvælunum né merkja sérstaklega að þau séu erfðabreytt. Á Íslandi hafa hins vegar verið sett lög um erfða- breyttar lífverur. Einnig eru í gildi reglugerðir um markaðssetningu á erfðabreyttum lífverum og slepp- ingu þeirra út í náttúruna og eins gilda hér reglur um starfsemi með erfðabreyttar lífverur og örverur á rannsóknarstofum, að sögn Helgu Margrétar. Morgunblaðið/Árni Torfason Keypt í matinn Flestir hafa skoðun á erfðabreyttum matvælum, en vita þó ekki endilega hvað að er sem gerir þau frábrugðin öðrum. Í HNOTSKURN » Erfðabreytingarnar hafaeinkum beinst að aukinni framleiðslu með því að gera plöntur ónæmar fyrir skor- dýrum og illgresiseyðandi efn- um. » Kanada og Bandaríkineru stærstu fram- leiðsluríki erfðabreyttra mat- væla. » Ekki þarf að fá sérstaktleyfi til innflutnings á erfðabreyttum matvælum til Íslands eða merkja sér- staklega að þau séu erfða- breytt. Á Íslandi gilda ekki sér- stakar reglur um erfða- breytt matvæli þó hér gildi lög um erfðabreyttar lífverur. Helga Margrét Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði Jóhönnu Ingvars- dóttur að vandasamt væri að meta hvort kostir eða gallar þessara matvæla myndu vega þyngra í framtíðinni. Helga Margrét Pálsdóttir Þetta er sjöunda greinin af nokkr- um í greinaflokki, sem er sam- starfsverkefni matvælasviðs Um- hverfisstofnunar og Morgunblaðsins. TENGLAR ..................................................... www.ust.is Auðveldara vinnsluferli ÞEIR sem eru fylgjandi erfðabreytt- um matvælum hafa bent á marga kosti þeirra og að erfðabreyttu mat- vælin skapi ýmis tækifæri samhliða auðveldara vinnslu- og framleiðslu- ferli matvæla. „Bent er á að ræktun erfða- breyttra lífvera sé ódýrari en ann- arra matvæla og að auðveldara verði að stjórna henni í sumum tilfellum. Einnig tala menn um að erfðabreytt matvæli stuðli að bættri framtíð okk- ar þar sem matvælum verði breytt til að auka hollustu þeirra, sem og til að auka geymslu- og flutningsþol. Einnig er hugsanlegt að hægt verði að taka úr matvælunum prótein, sem valda ofnæmi og að almennt verði hægt að sníða matvæli að þörfum neytenda. Auk þess hefur verið bent á mikilvægi erfðabreyttra matvæla við að brauðfæða heiminn, bæði með aukinni fram- leiðslu og nýtingu áður óræktanlegra landsvæða sem og með auknu nær- ingargildi plöntunnar, en samkvæmt spá FAO, Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, þarf að tvöfalda heimsuppskeruna til að mæta fæðuþörf í heiminum á næstu 30 árum. Það verður varla gerlegt nema til komi ný tækni í landbúnaði,“ segir Helga. Kostir Ræktun erfðabreyttra lífvera er ódýrari en annarra matvæla. neytendur 22 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÓKOSTIR erfðabreyttra matvæla tengjast meira til- finningum og valda áhyggj- um vegna þess að yfirleitt er minna vitað um þá en kostina. „Tortryggni og ótti við óvissuna um hugsanlegan heilsu- og umhverfisskaða auk trúarlegra og siðferði- legra spurninga einkenna þá umræðu. Ávinningur neytenda af erfða- breyttum matvælum er enn ekki merkjanlegur og hafa neytenda- samtök víða um heim barist gegn framleiðslu og markaðssetningu þeirra. Þó ber að nefna að ekkert bendir heldur til skaðsemi þessara matvæla. Einnig hafa umhverfissamtök mælt gegn ræktun erfða- breyttra lífvera á þeim forsendum að hún valdi breytingum á nátt- úrulegum gróðri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir allt lífríkið. Með þessu er m.a. átt við að nýir eiginleikar erfðabreyttra lífvera breiðist út í náttúruna, að t.d. þol gegn ákveðnum illgresiseyði breiðist út til villtra og skyldra plantna. Afleiðingin gæti orðið sú að til verði svokallað „ofurillgresi“, sem ekki er hægt að halda í skefjum með þessum ákveðna illgresiseyði. Því gætu menn þurft að nota fleiri ill- gresiseyða og meira af þeim,“ segir Helga. Ótti við óvissuna Ókostir Margir óttast að heilsu og umhverf- isskaði geti fylgt erfðabreyttum matvælum. Fjarðarkaup Gildir 19. júlí – 21. júlí verð nú verð áður mælie. verð FK. grill bl. lærisneiðar.......................... 1.498 1.994 1.498 kr. kg FK. grill lambakótilettur ........................ 1.498 1.998 1.498 kr. kg Ali hunangsskinka soðin....................... 1.329 1.772 1.329 kr. kg Ali hunangskótilettur úrb....................... 1.603 2.137 1.603 kr. kg Ali sperribs soðin ................................. 885 1.180 885 kr. kg Matfugl kjúkl.bringur ............................ 1.685 2.515 1.685 kr. kg Kjörís van.íspinnar 10 stk. .................... 389 458 389 kr. pk. Kjörís grænir hlunkar 10 stk. ................. 335 444 335 kr. pk. Fersk jarðaber 200 gr askjan ................ 99 212 99 kr. stk. Jonagold epli....................................... 98 121 98 kr. kg Hagkaup Gildir 19. júlí – 22. júlí verð nú verð áður mælie. verð Lambafille m. fitu rifsberjal. úr kjötb. ..... 2.998 3.445 2.998 kr. kg Sv.hnakki úrb. bbq kryddl. úr kjötborði ... 998 1.548 998 kr. kg Kjúklingapylsur 10 stk. ......................... 481 803 481 kr. pk. Ferskir vængir í tex mex-kryddlegi .......... 196 328 196 kr. kg Ferskir leggir í Texas-kryddlegi ............... 363 605 363 kr. kg Vilko vöfflumix 500 g............................ 296 395 296 kr. pk. Delfí ostur 200 g.................................. 201 252 201 kr. stk. Krónan Gildir 19. júlí – 22. júlí verð nú verð áður mælie. verð Goða súpukjöt lítill poki........................ 299 499 299 kr. kg Lamba prime sveitasæla ...................... 1.997 2.998 1.997 kr. kg Kjúklingabr. m. rjómaosti & pappadew .. 2.098 2.698 2.098 kr. kg Kjúklingabr. m. rjómaosti & sólþ. tóm. ... 2.098 2.698 2.098 kr. kg Móa læri/leggir magnkaup ................... 395 609 395 kr. kg McCain Julianne franskar 1,5 kg ........... 299 399 199 kr. kg Vínber græn/rauð ................................ 199 257 199 kr. kg Missisippi Belle pönnukökumix ............. 199 249 199 kr. pk. Missisippi Belle pönnukökusýróp .......... 199 249 292 kr. ltr Nóatún Gildir 19. júlí – 22. júlí verð nú verð áður mælie. verð Nóatúns lambalærissn. í hvítl. & rósm. .. 1.838 2.298 1.838 kr. kg Nóatúns lambaframhr.sn. Mexicana ...... 1.358 1.698 1.358 kr. kg Laxasteik með hvítlauk ......................... 998 1.498 998 kr. kg Lambafille með kryddostasósu.............. 2.998 3.498 2.998 kr. kg Skötuselsfiðrildi í tómat & hvítlauk ........ 1.798 2.398 1.798 kr. kg Móa kjúklingur ferskur 1/1 ................... 350 699 350 kr. kg Grand It. spaghetti 500 g ..................... 74 99 148 kr. kg Grand It. pastasósa Carbonara 260 g.... 187 249 719 kr. kg Brazzi morgunsafi 1 ltr. ......................... 99 124 99 kr. ltr Samkaup/Úrval Gildir 19. júlí – 22. júlí verð nú verð áður mælie. verð Kjötborð nautahamborgarar 120 g ........ 149 186 149 kr. stk. Kjötborð lambainnralæri....................... 2.249 2.814 2.249 kr. kg Borgarnes ostapylsur ........................... 739 1.063 739 kr. kg Kjötborð nautafille ............................... 2.298 3.283 2.298 kr. kg Powerade mountain blast 0,5 ltr............ 99 157 189 kr. ltr Egils pepsi max 1 ltr. ............................ 89 149 89 kr. ltr Knorr spaghetti carbonara 155 g........... 139 196 896 kr. kg Lays Bugles original 125 g.................... 109 186 872 kr. kg Sveppir 250 g box ............................... 169 229 676 kr. kg melónur gular ...................................... 129 179 129 kr. kg helgartilboðin Grillkjöt, ís og ávextir Erfðabreytt matvæli þarf ekki að sérmerkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.