Morgunblaðið - 19.07.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.07.2007, Blaðsíða 26
SÍMI 5 900 800Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. ÞORLÁKSGEISLI - EINBÝLI Í sölu glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum u.þ.b. 230 fm m/bílskúr. Á neðri hæð er anddyri, hol, gesta-wc, stofa, borðstofa, sólstofa, stórt eldhús, geymsla, þvottaherb. og bílskúr. Á efri hæð er steyptur stigi, gang- ur, þrjú rúmgóð barnaherb., stórt hjónaherb. og stórt baðherb. Suðaustursvalir, u.þ.b. 22 fm. Glæsileg eign. 6695. Verð 67,0 millj. ÁLFKONUHVARF - ÚTSÝNISÍBÚÐ Vorum að fá í sölu snyrti- lega og vel skipulagða 4ra herb., 113 fm, endaíbúð á efstu hæð í lyftuhúsi auk stæðis í bílag. Íbúðin skip- tist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, baðherb., þrjú svefnherb., þvottah. í íbúð, stórar suðursvalir, sérgeymslu og stæði í bílageymslu. 6734. Verð 29,9 millj. LITLIKRIKI - EINBÝLI MEÐ 2 ÍBÚÐUM Vorum að fá í sölu stór- glæsilegt og vel staðsett 342 fm, tveggja íbúða hús á frábærum stað í Krikahverfi, sem er nýjasta íb.hverfi Mosfellsb. Stærri íbúðin er 247 fm á tveimur hæðum auk 35 fm bílsk., alls 281 fm. Minni íbúðin er 60 fm með sérinngangi. 6758. Möguleiki á 2 íbúðarlánum á eign. Verð 54,8 millj. VÆTTABORGIR - PARHÚS Snyrtilegt og vel staðsett parhús á 2 hæðum með innb. bílskúr, alls 165,1 fm. Suðursvalir, glæsilegt út- sýni. Eignin er forstofa, þvottaherb., 2 baðherb., 3 svefnherb, stofa/borð- stofa, eldhús, þvottaherb., geymsluloft og innb. bílskúr. Vönduð eign á frábærum stað. 6677. Verð 49,8 millj. ENGJAVELLIR - 4RA HERB. Rúmgóð og vel skipulögð 137 fm 4ra herb. íbúð á 3ju/efstu hæð í 6 íbúða húsi í Hafnarfirði. Sérinngangur af svölum, forstofa, 3 svefn- herb., eldhús, þvottahús- /geymsla, stofa/borðstofa, baðherb. og gangur. Glæsilegt útsýni af svölum. Snyrtileg eign á góðum stað. 6500. Verð 27,5 millj. KRISTNIBRAUT - 4RA HERB. Í sölu 4ra herb. íbúð á 2. hæð í 3ja íbúða stigahúsi alls 124,9 fm. Íbúð skiptist í forstofu, hol/gang, 3 svefnherb., baðherb, stofu/borðstofu, eldhús, þvottaherb. inn af eldhúsi, suðursvalir og sérgeymslu í kjallara. Glæsilegt útsýni úr stofu í átt að Esjunni og yfir Grafarvoginn. 6722. Verð 28,8 millj. DALVEGUR - ATVINNUHÚSNÆÐI Atvinnuhúsnæði í Kópa- vogi sem skiptist í 68,5 fm verkstæði/lager á jarðhæð og 30,9 fm skrifst.húsnæði á efri hæð, mögulegt að opna á milli. Jarðhæð er með innkeyrsluhurð og góðri lofthæð, afstúkuð salernisaðstaða inn af verkstæði, steypt gólf. Inn- gangur í stigahús er sam- eiginlegur með verslun við hliðina á og gengið er upp tröppur í skrifstofurými, sem er með þakglugga. 6738. Verð 20,9 millj. Bókið skoðunartíma hjá Sveini Eyland, sölumanni hjá fasteign.is í síma 6 900 820 26 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ heitir að stíga á strik þegar eitthvað það var sagt eða gert sem ekki telst alls kostar viðeigandi. Ég hef alltaf verið liðtækur í slíku og steig á eitt strikið í síðustu viku þeg- ar ég benti sakleys- islega á að vitaskuld yrði að fækka hvölum í sjónum til þess að þorskurinn gæti dafn- að. Ef ekki er mark- aður fyrir hvalkjöt get- um við verið tilneydd til að drepa hvalinn án þess að taka kjötið að landi og það yrði ekki af því neinn héraðs- brestur. Ég er ekki með þessu að finna upp neitt nýtt. Það hafa margir bent á þá vá sem fiskistofnum lands- ins er af óstjórnlegri fjölgun hvala. Bæði stjórnmálamenn og fræðimenn. Hvalavinir sem skjóta skógarbirni Í öllum löndum halda menn niðri villtum dýrategundum að því marki að byggilegt sé í viðkomandi landi en innan þeirra marka þó, að hinum villtu dýrum sé ekki útrýmt. Þetta er til dæmis gert í Evrópu og Ameríku og yfirleitt öllum þeim löndum þar sem hinir hjákátlegu hvalavinir láta mest til sín taka. Sumir þeirra skjóta skógarbirni sér til skemmtunar, aðr- ir héra og broddgelti. Öfgamenn í náttúruvernd telja sumir að mað- urinn eigi að láta náttúruna afskipta- lausa en gleyma þá að sá heimur sem við byggjum er löngu orðinn mann- gerður og litaður af nytjum manns- ins. Það á við láð og lög og allt annað tal er barnaskapur sem á best heima í Andrésblöðunum. Það er ekki umdeilt að hvalur við Ísland étur mun meira sjávarfang heldur en allur fiskiskipaflotinn kem- ur með í land. En það eru auðvitað margir óvissuþættir varðandi allt líf- ríkið í sjónum. Það eru til þeir vís- indamenn sem telja að við verndum þorskinn best með því að drepa meira af smáfiski líkt og gert er í sil- ungsvötnum með oft ágætum ár- angri. Fáir vilja samt fylgja slíkum glannaskap. Það eru til þeir vís- indamenn sem efast um að við getum haft áhrif á viðgang þorsks með hval- veiðum en líkurnar eru samt allar með því að auknar hvalveiðar muni skila sér í bættum hag fiskistofna. Fiskimiðin umhverfis landið eru okkar dýrmætasta auðlind og okkur ber skylda til að verja þau verðmæti svo þau megi gagnast afkom- endum okkar. Þegar við Íslend- ingar gengumst undir alþjóðlegt bann við hvalveiðum fyrir tveim- ur áratugum var það í mikilli andstöðu við vilja þjóðarinnar og enn er staðan þannig að mikill meirihluti Íslend- inga vill að hér verði áfram stundaðar hval- veiðar. Hitt er samt áhyggjuefni hversu margir hafa hall- að sér á hina hliðina og tala hreinlega á innsoginu á móti veiðum þessum. Fámennur en hávær hópur. Úlfur, úlfur markaðs- hyggjumanna Einn þessara manna, Einar að nafni Steinþórsson, skrifar skætings- grein um mig í Morgunblaðinu á sjálfan sunnudaginn, telur mig þar jafnoka Ragnars Reykáss og er sannfærður um að voði steðji að markaðsímynd okkar Íslendinga ef við færum að drepa hvali eingöngu til að fækka þeim. Þetta er sami söng- urinn og var þegar Íslendingar stóðu í stappi við Alþjóðahvalveiðiráðið, líka þegar við sögðum okkur úr því, aftur þegar við hófum vísindaveiðar og enn frekar þegar við svo nú síðast hófum veiðar í atvinnuskyni. Nú munu allir markaðir lokast var sagt og ferðamenn hætta að heimsækja sögueyjuna fögru. Og hvað svo? Í öllum meginatriðum standa markaðir Íslendinga vel í heiminum og við höfum ekki skaðast svo orð sé á gerandi af hvalveiðum. Hversu lengi á að trúa þvættingi. Hér á hót- eli austur í Mýrdal er erlendum ferðamönnum gefið hvalkjöt til áts og líkar flestum vel. Vitaskuld er til fólk um allan heim sem telur hvalina guði og má það mín vegna. En sá söfnuður mun jafnt hamast hvort sem hval- irnir sem við lógum eru 5 eða 500. Misskilin hræðsla maurapúkans Ég velti aftur á móti fyrir mér þeg- ar ég les gífuryrði Einars Steinþórs- sonar hvaða hvatir liggja hér að baki. Er það náttúruvernd og samlíðan með þessum glæstu spendýrum hafs- ins sem við náttúruverndarsinnar er- um vitaskuld allir sammála um að ekki megi útrýma? Ég held ekki. Einar er einn í hópi fjölmargra ferða- þjónustuaðila sem gengur með þá firru að hvalaskoðun og veiðar séu ósamrýmanlegir atvinnuvegir og ótt- ast um eigin pyngju þar sem hann hefur starfað við hvalaskoðun. Það voru í gamla daga kallaðir maura- púkar, þeir hvimleiðu menn sem ekk- ert gátu hugsað um nema eigin gróða. Það er löngu tímabært að afsanna þessa kenningu og yrði best gert með því að Kristján sjálfur Loftsson tæki að sér hvalaskoðunarferðir á gömlum hvalveiðibátum. Mér er full alvara með að það yrði vinsælt meðal er- lendra ferðamanna að skoða hvali í fylgd með gömlum hvalveiðisjómönn- um. Síðan mætti líkt og gert var á Skjálfanda um daginn grilla hvalkjöt um borð í hvalaskoðunarskipi. Borð- um við ekki öll réttarsúpu eftir að hafa dáðst að fallegum haustlömbum í réttunum? Íslendingar 21. aldarinnar eru síst þeir bónbjargarmenn að þeim beri að láta öfgamenn suður í heimi kúga sig. Ísland er lýðveldi, ekki auglýs- ingastofa eða markaðsfyrirtæki. Þess vegna tökum við ákvarðanir um hvalveiðar á grundvelli umhverf- isverndar og ábyrgðar gagnvart líf- ríki hafsins. Og tökum þær ákvarð- anir sem fullvalda þjóð. Maurapúkar eða hvalavinir? Bjarni Harðarson skrifar um hvalveiðar og svarar hjákátleg- um athugasemdum » Fiskimiðin umhverf-is landið eru okkar dýrmætasta auðlind og okkur ber skylda til að verja þau verðmæti svo þau megi gagnast af- komendum okkar. Bjarni Harðarson Höfundur situr á Alþingi fyrir Fram- sóknarflokkinn. UNDANFARIÐ hafa heyrst gagn- rýnisraddir á aðferðafræði Hafró við mat á stofnstærð þorsks og ráðlegg- ingar þeirra um veiðar í kjölfarið. Mæling á stofnstærð er flókið ferli og mikið af óvissuþáttum sem leiða verður líkum að, endanleg niðurstaða um hvort matið hafi ver- ið rétt kemur ekki að fullu fram fyrr en hver árgangur er horfinn en það eru 14 ár í tilfelli þorskins. Vitaskuld verður seint hægt að útiloka óvissuþætti, til þess þarf heildarmódel af umhverfinu og ná- kvæma vitneskju um alla þætti sem hugsanlega geta haft áhrif og hvernig þau áhrif eru. Slík vitneskja verður ekki á okkar færi í fyrirsjáanlegri framtíð. Það eru hins vegar til aðferðir til þess að nýta þá þætti í umhverfinu sem eru mældir þó samband þeirra við þorskstofninn sé ekki hægt að setja fram í formúlu á auðveldan hátt, ein slík aðferð er notkun gervitauganeta. Fyrir um 12 árum síðan, kannaði ég möguleikann á því að þjálfa gervi- tauganet til þess að meta stofnstærð þorsks þar sem tillit er tekið til um- hverfisþátta auk hefðbundinna gagna. Inntaki skipti ég niður í 52 þætti er fjölluðu um stofninn sjálfan, 8 sem fjölluðu um æti og stöðu þess s.s. loðnu, rækju, kolmuna og karfa og 16 umhverfisþætti s.s. hitastig, seltu, átu, þörunga, strauma og veið- ar úr Grænlenska þorskstofninum. Alls 76 þættir sem ég mat hæfa til notkunar úr þeim gögnum sem ég vissi að Hafró hafði í gagnagrunnum sínum og ég hafði kynnt mér að gætu skipt máli. Ég lét gervitauganetið læra tengslin á milli þessara þátta úr 11-14 árum af upplýsingum og áætla stofninn næstu 4-6 ár. Nið- urstaðan var að mínu mati mjög ásættanleg og gaf tilefni til frekari rannsókna á því að nota þessa tækni við að tengja umhverfisþætti við stofn- stærðarútreikninga. Síðan ég gerði þessa rannsókn hef ég þróað og þjálfað gervitauganet af öðrum toga byggð á mynstur- og áhættugreiningum mínum fyrir fjöl- þjóðlegt fyrirtæki á fjármálamark- aðnum, þau net hafa verið keyrð í Bretlandi, Ítalíu, Tyrklandi og í Belgíu með mjög góðum árangri. Net þessi eru þjálfuð til þess að finna mis- ferli og hafa náð því að finna allt að 80% af fjármagni sem reynt hefur verið að svíkja út, sams konar módel má nota til þess að greina pen- ingaþvætti, tryggingasvik, misferli í farsímakerfum, bókhaldssvik o.s.frv. Sú reynsla sem af þessu hefur fengist nýtist til þess að betrumbæta upp- runalega stofnstærðarmatsnetið. Vinnslugeta tölva hefur veruleg áhrif á hvað hægt er að þjálfa stór gervitauganet en á 12 árum hefur vinnsluhraði áttfaldast í venjulegum tölvum og minniskostnaður minnkað gríðarlega. Það er því hægt að þjálfa mun flóknari og stærri net núna en þá. Fjöldi rannsókna á gervi- tauganetum hefur einnig margfald- ast gott dæmi um það er gríðarlegt magn nýrra vísindarita um efnið sem verður gefið út í tengslum við ráð- stefnu IJCNN 2007 en ég var kjörinn rýnir fyrir hönd INNS á þeirri ráð- stefnu. Líklega hefur á þessum tíma einnig orðið töluverð þróun á stofn- stærðarútreikningum og þekkingu okkar á umhverfi þorskins. Ég held því að hægt sé að gera töluvert betur í þessari aðferðafræði nú en fyrir 12 árum ef fjármagn fæst til rannsókna. Áhugasamir um efnið eða notkun gervitauganeta almennt geta sent mér tölvupóst: jonb@it-cons.com Er hægt að koma fleiri umhverf- isþáttum inn í stofnstærðarmat? Jón Jósef Bjarnason skrifar um óvissuþætti í mati á stofnstærð fiskjar » Gervitauganet mánota til þess að fá fram umhverfisáhrif í stofnstærðarmat. Jón Jósef Bjarnason Höfundur er ráðgjafi á sviði gervi- greindar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.