Morgunblaðið - 19.07.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.2007, Blaðsíða 12
Reuters Átakanlegt Aðeins stél vélarinnar var sjáanlegt eftir að hún hafnaði á byggingunni en aðstæður til björgunar voru afar erfiðar sökum hita. Ekki er vitað hvort flugriti vélarinnar er óskemmdur en hann fannst í gær. Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is ÓTTAST er að nálægt 200 manns hafi farist þegar brasilísk farþegaflugvél rann út af flugbraut á Congonhas- flugvellinum í Sao Paulo í Brasilíu seint á þriðjudag. Farþegar í vélinni voru 176 og talið er að hér ræði um mannskæðasta flugslys í sögu Bras- ilíu. Um 25 vegfarendur eru einnig taldir hafa látið lífið. Vélin rann yfir fjölfarinn veg í miklu regni og skall á fjögurra hæða lagerbyggingu. Þar var m.a. geymt eldsneyti og varð vélin samstundis alelda og kastaði fólk sér út um glugga á byggingunni. Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna slyssins. Jose Serra, ríkisstjóri Sao Paulo, sagði útilokað að nokkur farþeganna hefði getað lifað af slysið en björg- unarstarf gekk erfiðlega þar sem hit- inn í flakinu nálgaðist á tímabili 1.000 gráður. Í gær höfðu 56 lík fundist og tveir til viðbótar látist þegar komið var á sjúkrahús. Sextán af þeim voru ekki farþegar í vélinni. „Flugvélin jók hraðann þegar hún náði á enda flugbrautarinnar og reyndi að fara í aftur í loftið til þess að forðast að lenda á veginum. Það tókst ekki og hún rann á bygginguna og sprakk í loft upp,“ sagði vitni að flug- slysinu við AFP-fréttastofuna. Flugbrautin of stutt? Hávær umræða hefur verið um ör- yggi flugvallarins en braut hans er talin vera of stutt, flugumferð of mikil og nálægð við fjölfarnar götur og byggingar of mikil. William Voss, bandarískur sérfræðingur í flugör- yggismálum, sagði þó að ekki skyldi skella skuldinni strax á flugbrautina heldur bíða þess sem rannsókn slyss- ins leiddi í ljós. Áður höfðu dómstólar lagt bann við að þrjár þotutegundir lentu á vellinum af öryggisástæðum. Var hins vegar fallið frá banninu á hærra dómsstigi þar sem afleiðingar voru taldar of miklar fyrir efnahag landsins. Congonhas-flugvöllurinn er aðeins örfáa kílómetra frá miðborg Sao Paulo en um hann fer mikill hluti innanlandsflugs í Brasilíu.                                                   ! " #  $ %  &   #   ' $ ( ) * +   '   , &       *                       -      !    " # $%  "    & '    %     ($% ) *  $ +,, - . /    0  .  (1  ! "  Í HNOTSKURN »Flugvélin var af gerðinniAirbus A320 og í eigu TAM sem er stærsta flugfélag Bras- ilíu. Byggingin sem hún rann á var vörulager TAM. »Mannskæðasta flugslysBrasilíu hingað til átti sér stað í september 2006 en þá brot- lenti Boeing 737 í Amazon frum- skóginum eftir að einkaþota hafði flogið á þotuna. » Allir 154 um borð í þeirri véllétu lífið en farþega einka- þotunnar sakaði ekki. »Flugmenn segja sérstaklegaerfitt að lenda á flugbraut- inni í Congonhas, hún sé stutt og oft hál í rigningu. Snerti þeir ekki flugbrautina á fyrstu 307 metrunum þurfi þeir að taka á loft, snúa við og reyna aftur lendingu. Þjóðarsorg lýst yfir eftir hörmulegt flugslys 12 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Delft. AP. | Dýravæn lausn hefur verið fundin í Hollandi við offjölgun gæsa í þéttbýli – í staðinn fyrir að eitra fyrir þær er fundið nýtt heimili handa fuglunum. Upphafs- maður þessarar nýju stefnu er Martin Hof, einnig þekktur sem „Gæsahvíslarinn“. „Þetta snýst allt um að bera virð- ingu fyrir gæsunum,“ segir Hof en hann hefur þróað sérstaka aðferð við að nálgast gæsirnar og eiga samskipti við þæ. Hann er þekktur í borginni Delft fyrir hæfileika sína. Eftir að hafa sjö ára gamall bjargað gæs úr neti hefur hann verið heill- aður af fuglunum og nú sextán ár- um seinna gengur hann beint inn í gæsahópinn og blístrar, talar og eins og nafngiftin bendir til: hvíslar til gæsanna. Eftir að ein gæs reyndi að bíta í fót hjólreiðamanns, nálgaðist Hof hana til þess að eiga smáspjall við vandræðagemsann. Hann notaði handlegginn til að herma eftir gæsahreyfingum til að sýna að hann væri vinur og eftir stutt spjall hvarf gæsin pollróleg aftur í hóp- inn. Hof segir gæsina ekki vera árásargjarna, henni hafi einungis brugðið, hjólreiðamaðurinn hafi ætt inn í persónulegt rými hennar. Vill ekki drepa fuglana Í Hof van Delft garðinum í Delft hefur gæsum fjölgað ískyggilega undanfarið og þær orðið árásar- gjarnar, bæði börn og fullorðnir mega vara sig þegar gengið er um garðinn. „Fólk gefur gæsunum brauð og á endanum fara þær að narta í börnin,“ segir Hof og kveð- ur þetta slæmt. Hann hefur komið sér upp gagnagrunni með yfir 100 bóndabæjum sem vilja fá nokkrar gæsir til sín og passar hann sig á því að senda einungis heilar fjöl- skyldur í burtu en hann segir gæsir vera trúar maka sínum til æviloka og að sumar deyi úr sorg sé þau skilin að. Það sé ekki bara slæmt fyrir gæsina, heldur einnig fyrir vegfarendur þar sem sorgmædd gæs sé mjög hávær. „Gæsa- hvíslari“ aðstoðar AP Gáfaðar „Sumir segja þær heimskar en það erum við sem gefum þeim brauð og kennum þeim að fara yfir hin eðlilegu mörk,“ segir Hof. Talar við gæsirnar og finnur ný heimili fyrir þær NELSON Mandela, fyrrverandi for- seti Suður-Afríku, hélt upp á 89 ára afmælisdaginn sinn í gær. Kannan- ir sýna að hann hefur sjaldan notið meiri virðingar en hann sat í þrjá áratugi í fangelsi fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu hvítra manna í Suður-Afríku. Mandela notaði afmælisdaginn til að ýta formlega úr vör nýju átaki til að binda enda á styrjaldir í heiminum. AP Afmæli Péle fagnar með Mandela. 89 ára afmæli SÍÐASTLIÐNA sjö mánuði hafa engir fangar verið teknir af lífi í Flórída, í kjölfar þess að það mis- tókst að taka fangann Mark Dean Schwab af lífi með banvænni sprautu. Sprauta þurfti Schwab tvisvar, sökum þess að ekki tókst að hitta á æð í fyrstu tilraun, og var dauðastríð hans 34 mínútur. En í gær undirritaði Charlie Crist ríkisstjóri dauðadóm í fyrsta sinn í sjö mánuði. Crist sagði af þessu tilefni að hann væri þess full- viss að þjálfun, skipulagning og samskiptaferlar tengdir dauðarefs- ingum í Flórída væru í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Aftökustoppi lokið í Flórída NÍGERÍSKA lögreglan segist leita að manni sem talinn er hafa myrt eiginkonu sína eftir að hún fæddi þríbura. Mun maðurinn hafa reiðst svo mjög að hann barði konuna til bana. Fyrir áttu hjónin tvíbura. Börn þeirra eru nú á munaðarleys- ingjahæli í Lagos. Banvæn heift DEMÓKRATAR í öldungadeild Bandaríkjaþings hugðust í gær greiða atkvæði um brottflutning hersins frá Írak, en repúblíkönum tókst að koma í veg fyrir það, því of fáir studdu atkvæðagreiðsluna. Herinn um kyrrt ÍGOR Ívanov er hættur sem yfir- maður þjóðaröryggisráðsins rúss- neska. Ívanov, sem var áður utanrík- isráðherra, mun hafa verið ósáttur við það hversu lítil áhrif hans eru orðin á stjórn mála í Rússlandi. Ívanov á útleið MANUEL Nor- iega, fyrrverandi leiðtogi Panama, verður fram- seldur til Frakk- lands eftir að honum verður sleppt úr haldi í Bandaríkjunum í september en þar afplánar hann nú fjörutíu ára fangelsisdóm vegna eiturlyfjasölu og annarrar glæpastarfsemi. Noriega hefur gist fangaklefa í Bandaríkjunum í meira en sautján ár en honum var steypt af stóli í Panama með innrás Bandaríkjahers í desember 1989. Nú á að sleppa honum vegna góðr- ar hegðunar. Frönsk yfirvöld fá hann hins vegar, að því er fram kom í Los Angeles Times, en þar bíður hans tíu ára fangelsi vegna dóms fyrir peningaþvætti. Framseldur til Frakklands Manuel Noriega London. AP. | NATO-ríkin sýna her- sveitum alþjóðahersins í Afganistan ekki nægilega mikinn stuðning og þá hafa menn áhyggjur af því að margt bendi til þess að liðsmönnum talib- ana í landinu sé að vaxa ásmegin. Þetta kemur fram í nýrri og ítarlegri skýrslu breska þingsins. Í skýrslunni, sem varnarmála- nefnd breska þingsins vann, er varp- að ljósi á ýmis atriði sem valda mönnum áhyggjum, t.d. ónóg þjálfun afgönsku lögreglunnar og hersins. Þá þykir stefna stjórnvalda hvað varðar að uppræta ópíumakra í land- inu vera óljós. Helsta áhyggjuefnið er þó talið vera ónógur stuðningur annarra NATO-ríkja við stöðug- leikasveitir bandalagsins (ISAF) í Afganistan – en Bretar hafa þar 7.100 hermenn og hafa aðeins Bandaríkjamenn fleiri. NATO hefur alls 37.000 hermenn í Afganistan en þörf er á mun stærri liðsafla. Lönd eins og Spánn, Ítalía, Þýskaland og Frakkland hafa þó neitað að senda fleiri. Peter Inge, fyrrv. yfirmaður breska heraflans, sagði í síðustu viku að staðan í landinu væri mun verri en menn viðurkenndu. Liðsaflinn of veikur NATO í vandræð- um í Afganistan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.