Morgunblaðið - 19.07.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þér megið öskra eins hátt og þér getið, frú, ég er með eyrnahlífar. VEÐUR Bretar hafa rekið 4 rússneskasendiráðsstarfsmenn úr landi til þess að mótmæla þeirri ákvörðun rússneskra stjórnvalda að framselja ekki til Bretlands meintan morð- ingja fyrrverandi rússnesks KGB- manns, Litvinenkos, sem var drep- inn með óhugnanlegum hætti í London.     Bretar telja sighafa sann- anir fyrir því, að annar fyrrver- andi KGB-maður, Lugovoi, hafi drepið starfs- félaga sinn fyrr- verandi.     Rússar hafasvarað fyrir sig með athygl- isverðum hætti og á þann veg, að segja má að rússnesk stjórnvöld hafi sagt skák í þessu tafli við Breta.     Þeir segjast ekki vilja framseljaLugovoi vegna ásakana Breta en þeir segjast hafa krafizt þess, að Bretar framselji 21 Rússa, sem eru búsettir í Bretlandi og stjórnvöld í Moskvu telja, að hafi framið glæpi. Þeir þurfi því að reka 80 brezka sendiráðsstarfsmenn úr landi til að jafna metin.     Einn af þeim er Boris Berezovsky,einn sá þekktasti rússnesku auð- jöfranna, sem flúið hafa land eftir að Pútín tók við völdum.     Berezovsky hefur að sjálfsögðubarizt gegn framsali sínu á þeirri forsendu, að yrði hann sendur til Rússlands mundi það þýða dauða hans á einn eða annan veg og er sjálfsagt rétt hjá honum.     Bretar verða hins vegar að færaefnisleg rök fyrir því af hverju þeir hafi ekki treyst sér til að fram- selja einn af þessum tuttugu og ein- um, þannig að eitthvert jafnræði sé á milli ríkjanna í þessum efnum. STAKSTEINAR Boris Berezovsky Rússar segja skák SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )               *(!  + ,- .  & / 0    + -                      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (              !!"     # ! !       :  *$;<                     !" ## $%     *! $$ ; *! $% &   %    '  #( # =2 =! =2 =! =2 $'& !  ) !"*+ #!,  >2?         ;  @" 2  - . ! # &      "!" %& #% # !"  ' !!" % / /    @  0 #  & , .   %      %& /1   / =7  $#!!!2* "   ! ! %  !% # !" !#3 !!!  & %    /1   3  ! # ! !"/ 4. #55  ! # 6 #  #) !" 3'45 A4 A*=5B CD *E./D=5B CD ,5F0E ).D 3 3 3 / / /    /   /  / /    / 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3                    Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Jenný A. Baldursdóttir | 18. júlí 2007 Of mörg tæki og tól … Ég þurfti að leita dauðaleit að símtóli í morgun þegar síminn hringdi. Hann hringdi út og hvorugt tækið fannst. Ekki þótt ég reyndi að ganga á hljóðið. Að lokum fann ég annað, á baðbrúninni (ég næ mér ekki), og hitt fannst úti á svölum við hliðina á grillinu og þau voru bæði nánast raf- magnslaus. Ég er að hugsa um að fá mér síma sem ekki er hægt að vaða um allt með. Meira: jenfo.blog.is Brynja B. Halldórsdóttir | 17. júlí 2007 Harry í höfn! Eins og fjölmargir aðr- ir er ég forfallinn Harry Potter- aðdáandi; hef lesið all- ar bækurnar og séð all- ar myndirnar. Samt er ég ekki svo forfallin að ég leggi mikið á mig til að koma höndum yfir bókina á undan öðrum. Núna er hægt að nálgast sjöundu og síðustu bókina í forsölu í gegnum www.hagkaup.is og þannig er hægt að lesa hana viku áður en hún kemur í búðir. Ætli ég bíði ekki bara og fái hana í jólagjöf. Meira: brynjabh.blog.is Stefán F. Stefánsson | 17. júlí 2007 Emilía Björg gefst upp Þessi heimur, þó ynd- islegur sé eflaust, verð- ur æði oft frekar þung- lamalegur og frægðin getur orðið þung byrði í gegnum lífið. Það hlýtur að vera erfitt að rífa sig upp og setjast að í London og vinna þar að frama, fjarri fjölskyldu og vinum. Í því ljósi er ákvörðun Emilíu skiljanleg. Það kemur að þeim tímapunkti, held ég, hjá öllum í þessum bransa að þreytan færist yf- ir. Þó að þessi bransi lúkki sem dans á rauðum rósum eru þyngsli hans oft lýjandi erfið. Nú er Einar Bárðarson kominn með strákasöngflokk í takt við Ny- lon, ég held að hann heitir Lúxor, eða æi, ég man það ekki. Ég ætla rétt að vona að þeir verði ekki svona Westlife-horror eða Boyzone eða hvað þetta heitir allt. Það er komið nóg af Colgate-skjannasöngsveitum. Meira: stebbifr.blog.is Baldur Kristjánsson | 18. júlí 2007 Séra Carlos Það er þannig með presta eins og með aðra embættismenn að þeir eru ráðnir til fimm ára í senn. Ef engar at- hugasemdir berast er ráðningin framlengd án þess að nokkuð ferli fari af stað. Berist athugasemdir um störf prestsins fer af stað ferli sem getur lokið með því að prestakallið er aug- lýst upp á nýtt. Prestur þarf ekki að hafa gert neitt sérstakt af sér, en öll- um verður náttúrlega einhvern tíma eitthvað á eða gera einhvern tímann eitthvað sem ekki fellur í kramið. Fari ferlið af stað þarf ekki mikið til þess að það endi með því að presta- kallið sé auglýst. Séra Carlos Ferrer hefur verið settur af í Tjarnarprestakalli vegna þess að fólki í annarri sókninni líkaði ekki við hann. Séra Carlos hefur verið einhver allra frumlegasti og gagnlegasti prestur þjóðkirkjunnar. Carlos segir það sem hann meinar og gerir það sem honum finnst rétt. Reynir að hugsa alla hluti upp á nýtt. Ég var t.d. í jarðarför hjá hon- um í fyrra þar sem öllu var snúið á haus en þegar upp var staðið var þetta einhver eftirminnilegasta jarð- arför sem ég hef verið við og ég veit að aðstandendur voru virkilega sátt- ir og máttu vera það því að þarna var á ferð meiri sálgæsla en gerist og gengur í jarðarförum. Séra Carlos, sem hverfur nú til annarra starfa, hugsaði sem sagt út í það sem hann var að gera, þorði að gera hlutina með nýjum hætti, var frumlegur prestur laus við hégóm- leika og mærð og það er þjóðkirkj- unni til skammar að hún skuli hafa spýtt þessum sprota út úr líkama sínum sem hverri annarri óværu. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég vilji að fólk sé svipt réttinum til þess að ákveða hver messi yfir því. Þann rétt á fólk vitaskuld að hafa og líka úrræði til þess að losna við ómögulega menn. En manni hnykkir óneitanlega við þegar ein- hver allra gáfaðasti og frumlegasti prestur þjóðkirkjunnar verður fyrir barðinu á almannavaldinu á meðan við sauðirnir erum látnir í friði. Meira: baldurkr.blog.is BLOG.IS Birna Gylfadóttir | 18. júlí 2007 Hver er Emilía? En það er náttúrlega frábært að þessar stelpur hafi náð svona langt innlendis sem er- lendis. Rosa flott hjá þeim en ég verð samt að viðurkenna eitt, ég hef ekki hugmynd um hver Emilía er. Meira: birnag.blog.is Taktu þátt og safnaðu stimplum hjá Olís. Glæsilegir vinningar í boði! Við höldum með þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.