Morgunblaðið - 19.07.2007, Side 37

Morgunblaðið - 19.07.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2007 37 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan er opin frá kl. 9-16.30. Boccia kl. 10. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefnaður kl. 9.15. Handavinnustofan opin. Hádegisverður kl. 11.40. Heitt á könnunni og heimabakað meðlæti til kl. 16. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 10 handavinna og ganga. Kl. 11.40 hádegisverður. Kl. 13 handa- vinna. Fótaaðgerðastofan og hársnyrtistofan opn- ar. Dagblöðin liggja frammi. Munið sumaropnunina. Félagstarfið Langahlíð 3 | Handverks- og bóka- stofa opin. Kl. 10.30 boccia, karlahópur. Kl. 13.30 boccia, kvennahópur. Kl. 14.30 kaffiveitingar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17- 22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858 7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Háteigskirkja | Taizé-messur. Lágstemmdir söngv- ar, bænir og Guðs orð lesið alla fimmtudaga kl. 20. Laugarneskirkja | Kl. 21: AA-fundur í safn- aðarheimilinu. Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrðar- og fyrir- bænastund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalíns- kirkju kl. 21. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundar. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin, kl. 10 boccia, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Hádegisverður kl. 11.30. Fé- lagsvist kl. 13.30, góðir vinningar, kaffi og meðlæti í hléi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Blöðin liggja frammi. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9-12 aðstoð v. böðun. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 boccia, Sigurrós (júní). Kl. 11.45-12.45 há- degisverður. Kl. 13-14 leikfimi, Janick (júní-ágúst). Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgunstund kl. 9.30, handavinnustofan opin, brids kl. 13-16.30. 100ára afmæli. Í dag,19. júlí, verður hundrað ára Hólmfríður I. Guðjónsdóttir, áður til heim- ilis að Fornhaga 17, nú á hjúkrunarheimilinu Eiri. Hólmfríður býður vinum og fjölskyldu í kaffi í dag kl. 15 á 1. hæð á Eiri. 94ára afmæli. Á morgun,20. júlí, verður Rósa B. Blöndals níutíu og fjögurra ára. Af því tilefni býður hún vinum og vandamönnum í kaffi laugardaginn 21. júlí milli kl. 15 og 17 í Grænumörk 5 á Selfossi. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira, lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara, virka daga, og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Hægt er að hringja í síma 569 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda til- kynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða til- kynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. dagbók Í dag er fimmtudagur 19. júlí, 200. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.) Áhugamenn um víðavangshlaupefna, í samstarfi við íþrótta-félagið Höfrung á Þingeyri,til óbyggðahlaups um Vest- urgötuna næstkomandi laugardag. Sigmundur F. Þórðarson er formaður Höfrungs: „Leiðin var fyrst hlaupin í fyrra, en 29 manns mættu til leiks til að hlaupa þennan fræga veg sem ýtustjór- inn Elís Kjaran Friðfinnsson ruddi út Arnarfjörðinn og aftur inn Dýrafjörð,“ segir Sigmundur. „Vegurinn er líklega einn sá al-hrikalegasti á landinu, kemur inn meðfram Svalvogum og fer undir Skútabjörgin, það er ótrúlegur veg- arslóði hálfgrafinn inn í bergið við fjöru- borðið.“ Sigmundur segir keppendum hafa fjölgað til muna í ár, en þegar hafa hátt í 40 skráð sig til hlaupsins, og verður opið fyrir skráningar allt þar til á morgni laugardags: „Það er ekki annað hægt en að dást að þeim kempum sem taka þátt í hlaupinu, enda mikil þrekraun. Óbrúaðir lækir eru á leiðinni, og vegurinn fjarri því greiðfær. Hlaupaleiðin er 24 km, og nú bjóðum við einnig upp á styttra hlaup, 10 km, sem ræst er við Svalvoga- vita, en drykkjarstöðvar eru á leiðinni auk þess sem búið er að merkja kíló- metralengdir eftir veginum.“ Þátttakendur hittast að morgni laug- ardags við Íþróttamiðstöðina á Þingeyri. Eftir að gengið hefur verið frá skrán- ingu fer hópurinn í rútu yfir í Arn- arfjörð, og hlaupið verður síðan ræst við Skútabjörg: „Við endamarkið reisum við tjald þar sem keppendur geta jafnað sig eftir átökin, og svo er öllum boðið í sund, gufubað og heitapottsspjall í íþrótta- miðstöð Þingeyrar.“ Sigmundur segir líta út fyrir ágætt veður um helgina: „Það verður vonandi þurrt á laugardaginn, en annars virðast þeir sem á annað borð taka þátt í jafn- krefjandi hlaupi ekki láta það trufla sig þótt rigni. Það voru smá skúrir þegar hlaupið var í fyrra, og höfðu menn þá á orði að það væri bara til þess fallið að mýkja hlaupaleiðina.“ Finna má nánari upplýsingar um Vesturgötuhlaupið, kort af hlaupaleið- inni og fróðleik um sögu og umhverfi á slóðinni www.vesturgata.net. Útivist | Fræknustu hlauparar landsins hlaupa Vesturgötuna á laugardag Hrikalegt óbyggðahlaup  Sigmundur F. Þórðarson fæddist á Þingeyri 1952. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, lagði stund á nám í læknisfræði frá Háskóla Íslands en lauk sveins- og síðar meistaraprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum á Ísafirði. Sigmundur starfar sem húsasmiður og verkefnastjóri, en hefur einnig starfað við sjúkraflutninga og um ára- tugaskeið starfað hjá íþróttafélaginu Höfrungi að ýmsum verkefnum. Sig- mundur er kvæntur Þorbjörgu Gunn- arsdóttur forstöðumanni og eiga þau tvær dætur. Tónlist Borg | KK & Maggi Eiríks hefja tónleikaröð sína á Borg í Gríms- nesi í kvöld kl. 20.30. Þeir munu m.a. leika lög af nýju plötunni, „Langferðalög“, auk margra ann- arra af sínum þekktustu lögum. Miðasala er við innganginn og hefst kl. 20. Deiglan | Hljómsveitin Bon Som leikur fyrir gesti. Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Eyjólfur Þorleifsson á saxófón, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Tónleik- arnir hefjast kl. 21.30, 1.000 kr. inn. Hallgrímskirkja | Jörg Sonder- mann, organisti Selfosskirkju, leikur á hádegistónleikum 19. júlí kl. 12. Á efnisskránni eru verk eft- ir Johann Sebastian Bach, Pál Halldórsson, John E. West og Samuel Wesley. Skálholtskirkja | Orgeltónleikar kl. 20 með verkum eftir F. Tunder, D. Buxtehude og J.S. Bach. Marg- aret Irwin-Brandon, orgel. Nánari upplýsingar á www.sumarton- leikar.is. Ókeypis aðgangur. Myndlist Gamla bakaríið | Sex listamenn opna sýninguna Brakarí í gamla bakaríinu á Seyðisfirði í kvöld kl. 19 í samstarfi við LungA. Skemmtanir Drangsnes | Bryggjuhátíð á Drangsnesi er nú haldin í 12. sinn. Fjölskylduvæn skemmtun fyrir alla aldurshópa. Dorg, sjávarrétt- asmakk, siglingar, hestar, fótbolti, söngvarakeppni, kvöldskemmtun, varðeldur og dansleikur. Mannfagnaður Sögumiðstöðin, Grundarfirði | Á Sagnavöku sem haldin verður í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði kemur fram einn þekktasti sagnamaður Skota, David Camp- bell, ásamt heimafólkinu Sigur- borgu Kristínu og Inga Hans. Miðapantanir í síma 438 1881. Útivist og íþróttir Skógræktarfélag Íslands | Sjö- unda skógarganga skógræktar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu verður í kvöld og hefst kl. 20. Upphaf göngunnar er við Lækjar- botna. Nánari upplýsingar á www.skog.is. ÞESSIR sex vikna gömlu ljónsungar kúrðu saman í dýragarði nálægt Tel Aviv í Ísrael í gær. Þessir tveir neðstu virðast nú hálfþreyttir á bróður sínum eða systur sem geiflaði sig framan í myndavélina – það er spurning hvort þetta er geispi eða gretta. Hann/hún virðist vera að stríða ljósmyndaranum eins og annað ungviði á til að gera. Annars virðist fara vel um ungana og þeir hafa örugglega sofnað værum blundi eftir fyrirsætustörfin. Ljónsungar í Tel Aviv Geispi eða gretta? Reuters FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt refsifanga á þrítugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og fíkniefnabrot. Honum er einnig gert að greiða fórnarlambi sínu 220 þúsund krónur í skaðabætur. Manninum var gefið að sök að hafa í knattspyrnuleik á Litla- Hrauni slegið samfanga í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut skurði og mar á nefi. Ákærði neitaði sök en með framburði vitna var hann sakfelldur. Honum var að auki gefin að sök varsla fíkniefna en við leit í klefa hans fundust 5,45 g af hassi. Maðurinn neitaði að hafa átt hassið og sagði tíu samfanga hafa aðgang að klefanum. Skýr- ingar ákærða voru ekki teknar gildar. Héraðsdómarinn Ástríður Grímsdóttir kvað upp dóminn. Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður sótti málið en Brynjar Níelsson hrl. varði manninn. Sló samfanga í knatt- spyrnuleik Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is -hágæðaheimilistæki vi lb or ga @ ce nt ru m .is GJAFABRÉF Njótið þess að fá rjúkandi kaffi, cappuccino eða caffe latte á innan við mínútu heima í eldhúsi. Verð frá kr.: 23.500 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 -www.eirvik.is Aðrir söluaðilar: Kokka, Laugavegi, Egg, Smáratorgi Villeroy & Boch, Kringlunni, Líf og list, Smáralind Njótið lífsins Kaffivél

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.