Morgunblaðið - 19.07.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.07.2007, Qupperneq 2
Morgunblaðið/ÞÖK Hvergi bangnir Flugverjar Sifjar ásamt yfirmönnum. Frá vinstri: Jens Sigurðsson, flugmaður vélarinnar, Halldór Nellet, yfirmaður aðgerðasviðs LHG, Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóri, Sigurður Hreiðar Wiium, flugstjóri TF-SIF, Thorben J. Lund sigmaður og Daníel Hjaltason flugvélavirki. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is ÁHÖFN landhelgisgæsluþyrlunnar Sifjar, sem nauðlenti á sjó rétt utan við Straumsvík á mánudagskvöld, segir að ótti hafi ekki gripið um sig um borð í þyrlunni þegar ljóst varð að hún hafði misst vélarafl. „Það er mjög mannlegt að ákveðinn efi komi að mönnum og þeir spyrji sig hvort þetta sé virkilega að gerast. Við greindum ástandið á nokkrum sek- úndubrotum og áttuðum okkur á því að við neyddumst til að lenda vélinni á sjó,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, flugstjóri Sifjar í umræddri ferð. Í tilfellum sem þessu setji menn sig í flughermisstellingar og fari alfarið eftir því sem þeir hafa lært í herm- unum. „Við höfum margoft lent í þessum aðstæðum í flughermi en aldrei í alvörunni.“ Daníel Hjaltason, flugvirki og spil- maður Sifjar, segir að ekki hafi hvarflað að áhöfninni að óttast um líf sitt þegar þyrlan fór að missa hæð. „Þetta er allt mjög vel æft og það er ekki það fyrsta sem maður spáir í. Það var einhvern veginn ekki ótta- tilfinning sem maður fékk, heldur hugsaði maður um það hvernig hægt væri að leysa það sem var að gerast. Við leystum það eftir bestu getu og syntum í burtu.“ Allir í áhöfninni segjast hlakka til þess að byrja að fljúga á nýjan leik, en það er undir hverjum og einum þeirra komið hve- nær úr því verður. Rannsókn beinist að hreyflum Áhöfn Sifjar kom fram opinber- lega, í fyrsta skiptið frá því að óhapp- ið átti sér stað, á blaðamannafundi í gær, en fyrr um daginn hafði áhöfnin gefið munnlegar skýrslur fyrir rann- sóknarnefnd flugslysa. Að sögn flug- stjóra þyrlunnar liggur ekki fyrir hvernig óhappið bar að. „Við getum ekki fullyrt á hvorum mótornum hafi drepist, eða hvort það hafi drepist á þeim yfir höfuð, og hvað það var sem orsakaði það,“ segir Sigurður. Nægi- legt afl hafi verið á hreyflinum til að lenda vélinni, en hún hafi hvorki haft nægilega hæð né hraða til þess að geta flogið burt og lent annars stað- ar, eins og mögulegt er á stærri þyrl- unum. Hins vegar liggi ljóst fyrir að eftir um stundarfjórðung frá lend- ingu sprakk hægra framflot og það gerði að verkum að þyrlan hallaðist á hliðina og valt að lokum. „Það voru mikil vonbrigði að flotið skyldi gefa sig,“ segir Benóný Ásgrímsson, flug- stjóri hjá Landhelgisgæslunni, sem hefur flogið Sif í rúm 22 ár. Hann segir að undir venjulegum kringum- stæðum hefði þyrlunni ekki hvolft, þar sem gert er ráð fyrir því að flotin geti haldið henni á floti í allt að sólar- hring. Að sögn Þorkels Ágústssonar, rannsóknarstjóra rannsóknarnefnd- ar flugslysa, beinist rannsókn nefnd- arinnar helst að hreyflum þyrlunnar. Þeir verði skoðaðir vel á næstu dög- um og vonast er til þess að hljóð komi fram í hljóðrita sem varpað geti frekara ljósi á tildrög slyssins. Farið verður með hljóðritann til Bretlands í dag og er niðurstöðu að vænta úr honum á næstu vikum. „Við greindum ástandið á nokkrum sekúndubrotum“ Í HNOTSKURN »Áhöfn Sifjar kom op-inberlega fram í gær. »Áhafnarmeðlimir segjastekki vita hvað hafi valdið því að vélin missti afl, en þó liggi ljóst fyrir að brostið neyðarflot hafi valdið því að henni hvolfdi. Áhöfn TF-SIF segir að tími hafi ekki gefist til þess að óttast um líf og limi þegar þyrlan missti afl 2 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is VÍSINDAMENN Íslenskrar erfðagreiningar hafa í samstarfi við Emory-háskóla í Atlanta fund- ið fyrsta erfðabreytileikann sem tengist fótaóeirð. „Það sem er sérstaklega áhugavert við nið- urstöður þessarar rannsóknar er að þær sýna fram á að erfðafræðin getur komið að gagni við að skilgreina sjúkdóma, en þessi uppgötvun á eftir að skila sér til sjúklinga í framtíðinni þegar kemur að klínískri greiningu á fótaóeirð,“ segir Kári Stef- ánsson taugalæknir og forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar. Samkvæmt upplýsingum frá ÍE er breytileik- inn á litningi 6 og eykur hann líkur á fótaóeirð um 70–80% hjá þeim sem hafa eitt eintak. Í erfða- mengi mannsins eru tvö eintök af erfðaþættinum og geta einstaklingar því haft tvö, eitt eða ekkert eintak af breytileikanum. Niðurstöður rannsókn- arinnar voru birtar í gær í netútgáfu tímaritsins New England Journal of Medicine og verða birtar í prentútgáfu þess á næstunni. Fjallað er um rannsóknina í ritstjórnarpistli tímaritsins. Í samtali við Morgunblaðið segir Kári löngum hafa verið skiptar skoðanir um það hvort fótaóeirð minna járn en þeir sem eru ekki með hann. Það virðist því ljóst að tengslin milli fótaóeirðar og járnbúskaparins virðast fara í gegnum erfða- mengið, þ.e.a.s. að þessi stökkbreyting í þessum erfðavísi hefur áhrif á hvort tveggja. Við höfum þannig mjög líklega fundið þann lífefnafræðilega feril sem verður fyrir áhrifum af þessari stökk- breytingu og á þann hátt leiðir til sjúkdómsins,“ segir Kári og tekur fram að tengslin milli járnbú- skaparins og fótaóeirðar opni nýja möguleika þeg- ar komi að því að þróa meðferð við sjúkdómnum. Aðspurður segir Kári fótaóeirð vera algengan sjúkdóm, sjúkdómurinn finnist í 5–15% Vest- urlandabúa. Hann sé hins vegar mun sjaldgæfari í Asíu og skýrist sá munur af tíðni stökkbreyting- arinnar í Evrópu annars vegar og Asíu hins vegar. Að sögn Kára þjáist eldra fólk frekar en yngra af fótaóeirð og ívíð fleiri konur en karlar. Helstu ein- kennin eru pirringur og óþægindi eða verkir í fót- um. Oft fylgir þörf til að hreyfa fæturna. Einkenn- in koma frekar fram við slökun eða í hvíld en geta minnkað tímabundið við hreyfingu. Einkennin eru verst á kvöldin og á nóttunni og eiga þessir ein- staklingar þar af leiðandi oft erfitt með svefn. Fótaóeirð er þó mjög vangreind og margir vita ekki að til er meðferð sem slær á einkennin. væri sjúkdómur eða ekki. „Menn hafa þannig velt fyrir sér hvort þetta sé raunverulegur sjúkdómur sem hafi líffræðilegar orsakir eða hvort þetta sé einhvers konar hystería. Þegar maður finnur erfðavísi sem hefur þetta sterk áhrif á áhættuna á sjúkdómnum þá er alveg klárt að hann á rætur sínar í líffræðinni; þetta er raunverulegur sjúk- dómur,“ segir Kári og tekur fram að í rannsókn- inni hafi einnig verið sýnt fram á að erfðabreyti- leikinn tengist minni járnbirgðum í líkamanum, en lengi hefur verið talið að tengsl væru á milli sjúkdómsins og járnbúskapar líkamans. „Þeir sem eru með þennan breytileika eru með Stóreykur líkur á fótaóeirð  Áfanga náð í rannsóknum ÍE á fótaóeirð  5–15% Vesturlandabúa þjást af sjúkdómnum  Erfðabreytileikinn tengist einnig járnbirgðum í líkamanum Morgunblaðið/Ásdís Fótaóeirð „Þetta er raunverulegur sjúkdóm- ur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. 18:39 TF-SIF leggur af stað til móts við björgunarskipið Einar Sigurjónsson við Straumsvíkurhöfn. Um reglu- legt æfingaflug er að ræða þar sem björgun úr skipum, björgunarbát- um og úr sjó er æfð. Slysavarna- félagið Landsbjörg aðstoðar Land- helgisgæsluna við æfingarnar, bæði með því að útvega skip til æfinga og vera áhöfn þyrlunnar til stuðnings, ef eitthvað kemur upp á. 18:50 Eftir að æfing er hafin og sig- manninum Thorben J. Lund hefur verið slakað niður í Einar Sig- urjónsson gellur við aðvör- unarhljóðmerki í þyrlunni. Þyrlan, sem þá er í 16 metra hæð, missir afl og þar með snúningshraða á aðal- þyrilblöðum. Áhöfnin áttar sig fljót- lega á því að eini möguleikinn í stöð- unni er að skjóta björgunarflotum út og nauðlenda þyrlunni á sjó. Á þeim tímapunkti er sigmað- urinn staddur um borð í Einari Sig- urjónssyni, búinn að krækja í sig siglínu. Eftir að hafa orðið þess var að flug Sifjar er óeðlilegt losar sig- maðurinn sig úr siglínunni og hend- ir króknum fyrir borð. Þegar þyrlan missir afl er hún stödd beint fyrir ofan björg- unarskipið og skipstjórinn, Ingólfur Haraldsson, hverfur frá framskriði og reynir að bakka skipinu til að þyrlan geti haldið áfram að lækka flugið og lenda fyrir framan skipið. Það gengur eftir. 18:54 Áhöfn þyrlunnar, flugstjóri, flug- maður og flugvirki, yfirgefur þyrl- una á floti, eftir að hafa gengið frá mótorum og stöðvað aðalþyrilblöð, sem geta skapað mikla hættu fari þau í mannskap á báti eða í sjó. Áhafnarmeðlimir synda um borð í björgunarbátinn Fiskaklett sem heldur sig í nokkurri fjarlægð frá þyrlunni, til þess að skemma ekki neyðarflot hennar. 19:09 Samband hefur verið haft við ætt- ingja og aðstandendur áhafn- arinnar og þeim tjáð að allir séu heilir á húfi. Geysihröð atburðarás ÍSLENSK og kanadísk stjórnvöld hafa gert með sér loftferðasamning. Samkvæmt samkomulaginu verður flugfélögum beggja landa heimilt að fljúga með jafnt farþega sem frakt til allra flugvalla í löndunum tveimur. Íslenskum flugfélögum verður heim- ilt að nota Kanada sem millilending- arstað til að þjónusta þriðja ríki og öfugt. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu sem kanadíska samgönguráðið sendi frá sér í gær. Samningurinn leysir af hólmi eldra samkomulag landanna sem tók gildi 1995 og leyfði Icelandair að fljúga til Kanada. „Ég er afskaplega ánægður með að Ice- landair skuli hafa skuldbundið sig til langframa til að viðhalda og þróa enn frekar alþjóðlega flugþjónustu sína á Atlantshafsströnd Kanada,“ er haft eftir Peter MacKay, utanríkisráð- herra Kanada, í fréttatilkynning- unni. Ísland mun vera fjórða ríkið sem kanadísk stjórnvöld gera slíkan loftferðasamning við. Hin eru Bandaríkin, Bretland og Írland. Loftferða- samningur við Kanada TF-SIF: Rannsókn beint að hreyflum VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.