Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 1
Áskriftarsími Tímans er 1 -23 23 WaSfL- 45. árgangur. Miðvikudagsgreinin: íslenzkt sjónvarp bls. 8. d Miðvikudagur 6. desember 1961. Engin minkaskot síðan í fyrravor Þessi mynd var tekin i Gufu- nesl í gær, þar sem stærsti krani á íslandi var notaSur við bygg- ingu stærstu skemmu landsins. Maðurinn uppi á þaklnu varð að tala við þá, sem niðri á jörðu voru, f gegnum síma. — (Ljós- mynd: TÍMINN — G. E.). Hér er starfandi veiðimála- stjóri, sem sjá skal um eyð- x ingu minka og refa. í hverri sveit hefur verið valinn sér- stakur maður, sem á að starfa að minkaeyðingu, og um grenjatímann, fyrri hluta sumars, mega ekki aðrir fást við þetta. Loks eru tvö hundr- uð krónur greiddar í verðlaun fyrir hvert minkaskott, sem framvísað er. Aftur á móti hafa minkaskot verið harla torfengin í landinu um langt skeið. Hér er þess vegna mis- ræmi á kappi því, sem lagt er á að útrýma þessu skaðræðis- dýri, og þeim tökum, sem ver- ið hafa á því að afla þess, sem til þess þarf. Við minkaveiðar eru notaðar sér stakar byssur, sem fluttar voru inn fyrir nokkrum árum að til- hlutan veiðimálastjóra, og kom þá meg þeim nokkuð af skotfær- um af þeirri gerð, sem hæfa þeim. Síðan hafa tékknesk skot verið flutt inn í þessar byssur, og mun ein verzlun í Reykjavík hafa ann azt þann innflutning að mestu eða öllu leyti. x Nú hafa þessi skot ekki fengizt í hálft ár, og mun stranda á því, að hin tékkneska verksmiðja fram leiðir verulegar birgðir af þessum (Framhald á 15. síðu). Enginn nagli er notaður í stærstu * vöruskemmu Islands Það var stolt útflytjandans í Strompleiknum, að pakkhús hans hafði stærsta gólfpláss á landinu. Nú hlýtur honum að vera brugðið, því að í gær komumst við að snoðir um, að uppi í Gufunesi væri að rísa skemma, sem ætti sér engan líka hérlendis, enda reyndist það rétt vera. Svo stórt stein- hús hefur ekki fyrr verið byggt hér á landi, án þess að það væri styrkt með súlum. í áburðargeymslunni í Gufunesi er engin styrktarsúla og eng- inn stálbiti, og það hefur held- ur enginn nagli verið rekinn í uppsláttinn. Það var verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar og Gunnars B. Guð- mundssonar, sem teiknaði þessa geymsluskemmu, en Birgir G. Fri- mannsson verkfræðingqr sér um verkið á vegum fyrirtækis, sem hann og Kjartan Blöndal eiga, og kallað er Verk h/f. Stærsta steinhús landsins án súlna Áburðargeymslan, sem hér er um að ræða, mun vera stærsta steinhús iandsins, sem ekki er styrkt með súlum. í stað þeirra eru reistir steinbogar. 371/2 meter á (Framhalð a 2 síðu. > Sóttu reka- viö norður á Langanes Það má teljast frásagnarvert, að ungur piltur úr Lundar- reykjadal fór í haust norður á Langanes til þess að sækja rekavið. Var það Friðjón Árna- son á Kistufelli í Lundarreykja- dal, og var faðir hans, Árni Kristjánsson, með í förinni. Friðjón þurfti að fara norður á Húsavík til þess að sækja hús á Vbrabíl, sem hann á. Tii þess að fá eitthvað út úr ferðinni, skrapp hann norður á Langanes og keypti þar rekaviðarhlass til að fara með suður. Rekaviður- inn var niðursagaður í hæfilega girðingarstaura, og seldi Frið- jón þá bændum í Borgarfirði, er hcim kom. Ekki taldi hann þó förina til fjár, því honum þótti Langnes- ingar dýrseldir á rekaviðinn, og auk þess varð hann að fara um Möðrudalsöræfi og Vopnafjörð heim, því að olíubíll var bilaður á hinni leiðinni og lagði Frið- Framhald á 15. siðu. Aðeins tíu hjöla trukkar hreyfðir Ófærí um allt NortSurland Slapp með naumindum Borgarfirði eýstra í gær. Á bænum Hofströnd vildi það óhapp til í illviðrinu fyrir viku síð an, að lítill tr'illubátur brotnaði i spón. Hafði hann ekki verið dreg- inn upp fyrir kambinn, þegar brim ið, sem er eitt hið mesta árum sam an, tók hann út og skilaði honum ekki aftur. Eigendur bátsins ætl- uðu að bjarga úr honum vélinni, og var Ingibjörn Kristinsson að rogast með stykki úr honum upp á bakkann, þegar bátinn tók út, og má því segja, að mjóu munaði, (Framh. á 15. siðu.) lAkureyri, 5. des. Hér hefur verið hríð í marga jdaga og hlaðið niður snjó, og eru nú allar leiðir ófærar á Norðurlandi. Mjólk hefur þó borizt til Akureyrar, og raf- magn hefur verið óskammtað. í Húnavatnssýslu er þung færð og margar leiðir alófærar, vegir á láglendi í Skagafirði eru lokað ir, í Eyjafirði er enginn vegur fær og allt á kafi í snjó í Þing- eyjarsýslum. Ökutími tvítugfaldast Enu bilarnir, sem hreyfðir eru þessa dágana, eru 10 hjóla trukk- ar með drifi á öllum hjólum, og eru þeir 10—20 klukkutíma þá leið sem venjulega er farin á einni klukkustund. Þessir bílar hafa brotizt meg mjólk til Akureyrar, svo að ekki hefur enn orðið mjólk urþurrð, hvað sem verður. Öxnadalsheiði farin á laugardag Öxnadalsheiði var síðast farin á laugardaginn var, þá fóru þar um tveir jeppar. Síðan hefur hrann- að þar niður snjó og engiinn reynt að brjótast þá leið. Holtavörðu- heiði er einnig í þann veginn að teppast. Laxá er lögð Rafmagn er hér eins og hver vill, og helgast það af því, að Laxá er nú lögð, og því setjast ekki í hana krapastíflur, þótt mik ið snjói. ED.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.