Tíminn - 06.12.1961, Page 14

Tíminn - 06.12.1961, Page 14
M T í MIN N, miðvikmlaginn G. desember 1961. Til bræðranna, Godvins ogl Vulfs mælti hann enn frem- ur: „Farið með systur yðar; héðan. í kvöld tjýð ég henni og yður til veizlu með mér. Kona fylg þeim, mælti hann; til Masondu. — Þú þekkir | skyldur þínar. Þessi kona er í þinni umsjá. Gæt þess, að engir ókunnir menn nálgist hangi,, og sízt af öllu Lozelle. Daisar hlustið á og gerið kunnugt, að þessum þremur er veitt vernd innsiglisins í öllu, að því undanskildu, að yfirgefa borgarmúrana, til þess þarf sérstakt leyfi inn siglisins. Slíkt leyfist aðeins í návist þess. Daisamir stóðu upp, hneigðú sig og settust' aftur. Tveir verðir, annar gekk fyrir og hinn á eftir, fylgdu Masondu og þeim til herbergis þess, er bræðurnir höfðu sofið í. Þar stanzaði Masonda og mælti: — Rós heimsins meðal kvenna, sem berið það nafn með réttu, ég fer nú að lag- færa í herbergi yðar. Þér ósk ið án efa, að tala við þessa bræður yðar. Talið og óttizt ekki, því ég skal sjá um, að þið veröið ein, þó ekki verði nema stutta stund. En vegg- irnir hafa eyru, svo ég ræð ykkur til að nota enska tungu, sem enginn skilur í Al-je-bals-landi, jafnvel ekki ég. Síðan laut Masonda höfði í kveðjuskyni og fór. XIII. Sendiboðinn. Bræðurnir og Rósamunda litu hvert á annað. Þau höfðu svo margs að minnast, að þau vissu ekki á hverju þau áttu að byrja. Loks sagði Rósamunda í lágum róm: „Látum oss þakka Guði, sem, eftir alla þessa erfiðu mánuði, hefur leitt okkur saman aftur. Og þau krupu á hné í gestaher- bergi Drottins dauðans og þökkuðu Guði af heilum hug. Að svo búnu hófu þau samtal sitt á ensku, en töluðu hljóð lega. — Segðu okkur fyrst þína sögu, Rósamunda, mælti God vin. Hún sagði þeim síðan í sem fæstum orðum, hvað á daga hennar hafði drifið, en þeir hlustuðu á með athygli. Þegar Godvin hafði sagt henni sögu þeirra bræðra, mælti hún: _ Hvers vegna hjálpar þessi fagra dökkhærða stúlka ykkur? _ Eg veit ekki, svaraði Godvin, — nema ef það skyldi vera af því, að ég frelsaði hana frá ljónynjunni. Rósamunda brosti lítið eitt og mælti: — Blessað veri það ljón og öll þess ætt. Eg vona, að hún muni lengi það þrekvirki, því það lítur út fyrir að við eig- um að mestu iíf okkar undir velvild hennar. En hvað þetta er allt undarlegt ng framtíð okkar óglæsileg. Þið eruö komnir hingað þvert á móti hennar ráðum, sem munu benti um leið á aðra stúlk- una, sem hafði hjálpað þeim til þess að fægja herklæði þeirra. — Hún segir að við verðum að fara, mælti Godvin, en bætti svo við hátt: — Vertu sæl á meðan, systir. í garðinum fundu þeir Eld og Reyk, eins og þeim hafði verið sagt, sömuleiðis fjóra villimannalega Fedeja og einn foringja þeim til fylgdar. Þegar þeir voru komnir á bak, reið þessi foringi með þeim H. RIDER HAGGARD BRÆÐURNIR SAGA FRÁ KROSSFERÐATÍMUNUM vera af góðum hug gefin. — Við vorum leiddir hing- ar, sagði Godvin. — Faðir þinn sá sýnir, áður en hann dó, og sá það, sem við getum séð. — Já, svaraði Vulf, — ég vildi óska, að við værum öll komin á einhvern annan stað, því ég óttast þennan Al-je-bal fursta. Eftir hans minnstu bendingu fleygja menn sér í dauðann. — Hann er óttalegur, svar- aði Rósamunda og hrollur fór um hana; — hann er enn þá verri en Lozelle riddari. Þeg- ar hann festir á mér augun, liggur við að hjarta mitt hætti að slá. Ó, að við gæt- um sloppið héðan. — Áll í álagildru hefur meiri líkindi til þess áð fá frelsi sitt aftur, sagði Vulf áhyggjufullur. — Verum Guði þakklát fyrir að við fáum að vera saman. Hann einn veit, hvað lengi það verður. Meðan þau voru að tala saman, kom Masonda aftur ásamt einni þjónustumey. Hún hneigði sig fyrir Rósa- mundu og mælti: — Það er vilji herra míns, að ég fylgi yður til herbergis þess, sem yður er ætlað, svo þér getið hvílt yður, þangað til veizlan byrjar. Óttizt ekki. Þér skuluð mæta bræðrum yðar. Þið hafið leyfi, riddarar, til að æfa hesta yðar í görð- unum. Þeir standa þar söðl- aðir, og þangað mun þessi stúlka vísa ykkur, og hún út úr garðinum og inn í trjá- garðana. Þar lá breiður, sandi stráður vegur, er þeir riðu eft ir. Vegur þessi lá meðfram gjánni, er lá umhverfis kast- alann og innri hluta borgar- innar Masyaf, sem lá eins og ey á fjallstindinum og þakti þriggja mílna svæði. Þeir riðu meðfram gjánni og héldu bræðurnir hestum sínum aftur, svo þeir færu ekki á undan foringjanum. Sáu þeir þá annan flokk ridd i ara nálgast. í fararbroddi var ; þar einnig einn af höfðingj- , um launmorðingja, ^faj,þesS- 1 ir þjónar Al-je-bals voi-u kall aðir af Frökkum, og á eftir honum reið Vesturlandaridd- ari í öllum herklæðum. á hrafnsvörtum hesti. — Þetta er Lozelle á hesti 1 þeim, er Sínan lofaði honum, í sagði Vulf. Við þessa sýn varð Godvin örvita af reiði. Hann hvatti hest sinn sporum og brá sverði sínu. Lozelle sá það og brá einnig sinu sverði. Hleyptu þeir nú fram hjá her mönnunum, sem með þeim voru, og gáfu hestunum laus an tauminn, og voru þegar andspænis hver öðrum. Loz- elle hjó fyrst, en Godvin brá skildinum fyrir, en áður en Godvin gat endurgoldið högg I ið, höfðu Fedejamir gengið ! á milli og skilið þá. ' — Hvað mér sárnaði þetta, | sagði Godvin, er þeir teymdu | hest hans burtu. — Hefðu I þeir lofað okkur að eigast við, hefði ég losað þig við tungl- skins-einvígið, bróðir. — Það vildi ég nú ógjarna missa, en það leit ekki vel út fyrir honum, hefðu þessir náungar látið ykkur í friði, svaraði Vulf. Hestarnir fóru aftur að greikka sporið, en þeir sáu ekki frekar til Lozelle. Þegar þeir nálguðust útjaðar borgar innar, komu þeir að mjóu brúnni, sem lá yfir gjána, þar sneri foringinn hesti sínum, og um leið og hann bað þá að fylgja sér eftir, hleypti hann á spretti yfir hana. Bræðurnir komu á eftir hon- um, Godvin fyrst og Vulf á eftir. Þeir stönzuðu allir á hin um gjárbarminum. Foringinn sneri við hesti sínum, og reið til baka eins hart og hestur- inn komst. — Framhjá honum! hróp- aði Godvin, og um leið og hann gaf Eldi lausan taum- lnn, hrópaði hann til hans nokkur orð. Hestarnir þutu áfram eins og fuglar flygi, og brátt voru bræðurnir komnir á hæla for ingjans. í stað þess að hægja ferðina, þeystu þeir fram hjá honum á brúnni, það var ekki þumlungur milli þeirra og gínandi gjárinnar, og þrátt fyrir hugrekki foringjans, hélt hann dauðahaldi við hestinn, og bjóst við að verða þá og þegar hrint niður í djúpið. Hinum megin við brúna biðu bræðurnir hlæj- andi á hestbaki, meðal hinna undrandi Fedeja, sem höfðu beðið þeirra. , •— Við innsiglið! hxópaði for inginn, sem hélt að bræðurn ir skildu hann ekki. — Þessir bræður eru ekki mennskir menn, heldur djöflar og hest ar þeirra eru fjallageitur. Eg hélt að ég mundi hræða þá, en það var ég sem varð skelk aður, er þeir fóru fram hjá mér eins og fuglar í loftinu. — Ágætir riddarar, og skjót ir og vel æfðir hestar, svöruðu Fedejarnir hrifnir. — Einvíg- ið verður þess vert að horfa á það. Þeir komu brátt á sand- þöktu götuna og riðu áfram. Þrisvar þeystu þeir umhverf is borgina, og síöast voru þeir orðnir aleinir, því Fedejarnir voru orðnir langt á eftir. Þeir komu fyrst í ljós þegar bræð- umir höfðu sprett af hestum sínum. Án þess að veita þeim nokkra athygli, stjökuðu bræðurnir hestasveinunum frá og kembdu hestum sínum sjálfir og gáfu þeim bæði hey og vatn. Þegar þeir höfðu nú ekk- ert frekara að gera, gengu þeir til herbergis síns, því þeir bjuggust við að hitta Rósa- mundu þar. En þegar þeir fundu hana ekki, settust þeir niður og fóru að tala saman um alla þá undraverðu hluti, er fyrir þá höfðu borið, og hvað þá kynni að henda í framtíðinni. Þeir töluðu einn ig um náð Guðs, er hafði leitt þau öll saman heil á húfl, þó þau væri á þessum óttalega stað. Þannig leið tíminn til sólarlags, er þjónustumeyjar komu og vísuðu þeim til bað- stofu, og voru þar fyrlr svart ir þrælar, er þvoðu þá og smurðu, og færðu þá í nýja kyrtla utan yfir herklæði þeirra. Miðvikudagur 6. desember: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.25 Fréttir og tilk. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. — Tónleikar. 17.00 Fréttir. — Tónleikar. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Bakka Knútur” eftir séra Jón Kr. ís- feld; III. (Höfundur les). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfrcttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Bela Sanders og hljómsveit hans leika valsa- syrpu. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Grænlend- inga þáttur (Dr. Kristján Eld- járn þjóðminjavörður). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Þórarin Guðmundsson. c) Sigurbjörn Stefánsson flyt ur siglfirzkar sagnir skráðar af Guðlaugi Sigurðssyni. d) Jóhannes skáld úr Kötlum les úr þjóðsögum Jóns Árna- sonar. 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregntr. 22.10 Upplestur: Dean Acheson rifj- ar upp liðna tíð III: Um Ernest Bevin (Hersteinn Pálsson rit- stjóri). , 22.30 Næturhljómleikar: a) För Gullivers til Putalands", sinfónía nr. 1 eftir Edgar Still- man Kelly (Ameriku-hljóm- sveitin leikur; Richard Korn stjórnar). b) „Grand Canyon“, svíta eftir Ferde Grofé (NBC-hl'jómsveit- in í New York leikur; Tosca- nini stj.). 23.30 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍHFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn 115 Þeir Eiríkur og Ervin flýttu sér af stað, og Eiríkur sagði syni sínum, hvernig Bryndís hefði farið með föður sinn til að bjarga sjálfri sér. Þegar þeir komu að st.óra salnum, var allt í björtu báli. — Vonandi komum við ekki of seint, sagði Ei- ríkur, meðan þeir ruddust gegnum eldinn. Á meðan stjórnaði Sveinn bardaganum fyrir utan milli manna Eiríks og hinna, er réyndu að flýja. Alli sneri sér að Aströtu, sem spurði: — Hvar eru Eiríkur og Ervin? — Þeir hljóta að vera hér nálægt. — Nei, þeir eru í kast- alanum, og hann stendur í ljósum loga, sagði Astrata.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.