Tíminn - 06.12.1961, Page 7

Tíminn - 06.12.1961, Page 7
TIM I N ''rd'ínii (». *!?'C"'bnr 7 ViðaukasöBuskatturínn samþykktur í nd. í gær f gær fór fram framh. 2. umr. og 3. umr. um frumv. ríkisstjórnarinnar um bráða- birgðabreytingu og framleng- ingu nokkurra laga. Skúli Gu3 mundsson, T. minnihl. fjár- hagsnefndar, bar fram breyt- ingatillögu við frumvarpið. Lagði hann til að 5. gr. þess, er fjallar um framlengingu 8% viðaukasöluskattsins í tolli, yrði felld niður en til vara, að innflutningssöluskatt- ur á hjóladráttarvélum og hlut um til þeirra yrði felldur nið- ur. Þessar tillögur Skúa voru felldar af stjórnarliðinu. Sam- þykkt var minni háttar breyt- ing á 4. gr. frumvarpsins að tilögu meirihluta fjárhags- nefndar og fer frumv. þannig breytt til neðri deildar aftur. Hér fer á eftir nefndarálit Skúla Guðmundssonar um frumvarpið: Ríkisstjórnm flytur þetta frv. í 1.—4. grein þess eru gamalkunn ar heimildir um innheimtu ýmissa gjalda«tii ríkissjóðs með viðaúka. og um niðurfellingu aðflutnings- gjalda af nokkrum nauðsynjavöru tegundum. Lög um þetta efni hafa verið í gildi allmörg undanfarin ár. Má því telja, að viðaukalögin, sem þar eru ákveðin, séu orðin fastur tekju stofn fyrir rikissjóð, þó að lögio hafi ekki verið látin gilda nema eitt ár í senn. Eg get fallizt á og mælt með því, að framannefnd lagaákvæði verði einnig látin gilda árið 1962. Eitt er nýtt í þessu frv. Það er 5. greinin. Ríkisstjórnin hefur skotið þar inn viðbótarsöluskatt- inum sinum. Hann er 8% af verði innfluttrar vöru, ag viðúættum að- flutningsgjöldum og áætlaðri 10% álagningu, svo að raunverulega er skattgreiðslan 8.8% af vöruverð- inu. í tilefní af þvi, að ríkisstjórnin i hefur gripið til þessa ráðs, er á-1 stæða til að rekja sögu viðbótar- j söluskattsins frá upphafi, en hún. er einn þáttur i sögu núverandi j ríkisstjórnar: 1 j Það var 28. janúar 1960, sem j rikisstjómin lagði fyrir Alþingi; frv. til fjárlaga fyrir árig 1960.] í athugasemdum með frumvarp- inu sagði ríkisstjórnin- „Ekki er áformað að breyta nú- gildandi söluskatti á innflutningi.“ Ha*dlitlar upnlýsingar ríþjcctj^rnarinnar Þessi yfirlýsing ríkisstjómarinn- ar reyndist lítils virði. Sex vikum eftir að hún var birt, lagð'i stjóm in fyrir þingið tillögur sinar um meira en tvöföldun söluskattsms Það var 9 marz 1960, sem hún lagði fram frumvarp sinn um sölu skatt I því voru ákvæði um, að á árinu 1960 skyldi greiða til við- bótar 7% söluskatt 8%i af toll- verði innfluttrar vöru, að viðbætt um aðflutningsgjöldum og áætl- aðri álagningu 10%. Viðbótarskatt urinn var innheimtur frá 1. apríl Felld tillaga um aS afnema skattinn af hjóla- dráttarvélum og hlutum til þeirra 1960, og frá þeim tíma til ársloka vora tekjur af honum um þag bil 125 milljónir kr. samkv. ríkis- reikningi 1960. Þegar leið að lokum ársins 1960, kom ríkisstjómin til þingsins með tillögu um framlengingu á við- bótarskattinum. Þessa tillögu flutti hún í sérstöku frumvarpi um breytingu á söluskattslögun- um. Framvarpið var samþykkt, og með því var viðbótarskatturinn lögfestur „til bráðabirgða“ fyrir árið 1961. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1961 er gert ráð fyrir, ag viðbótar- söluskatturinn nemi 168 millj. kr. á því ári. Enn er svo ríkisstjórnin á ferð með viðbótarskattinn, setur hann nú inn í það frv., sem hér liggur fyrir. Og í fjárlagafrumvarpinu á- ætlar stjómin, að tekjur af hon- um muni nema 188 millj. kr. á næsta ári. Breytt um form Hvag sem Segja má um viðbót- arsöluskattinn, tel ég, að á síðasta þingi hafi stjórnin haft áð form- inu til- rétta..aðferð við framleng ingu hans. &katturinn var þá fram lengdur meg. breytingu á sjálfum söluskattslögunum. Þá aðferð ætti stjómin einnig að nota nú, ef hún telur óhjákvæmilegt að heimta fé inn með þessum hætti á næsta ári. Það stóra mál kæmi þá til athug unar þingsins út af fyrir sig, en söluskattslögin í heild þarf að taka til endurskoðunar og lagfær ingar. Hinu er ég mótfallinn, að skattinum verði skotið inn í fram varpið, sem hér liggur fyrir, við hliðina á öðrum gjöldum, sem þar eru ákveðin og segja má að séu orðin fastir tekjustofnar fyrir rík issjóð. Eg legg því til, að 5. gr, verði felld úr frumvarpinu. Auk þessarar aðaltillögu minn- ar flýt ég varatillögu um, að heim ilisdráttarvélar verði undanþegn- ar öllum söluskatti. Vitanlega þarf að gera margar fleiri breyt- ingar á söluskattslögunum, en hér er byrjað á því að reyna að fá þessa sjálfsögðu lagfæringu á þeim. í nefndarliti á þingskjali 125 er skýrt frá því, að af rúml. 105 þús. kr., sem nú þarf til að greiða fyrir dráttarvél, fari 26850 kr. í tolla og söluskatt. Þetta eru bneykslanlega miklar ál'ögur á svo nauðsynleg tæki. Við afgreiðslu frv. um lækkun aðflutningsgjalda á ýmsum vör- um, 20. þ. m., var felld breyting- artillaga mín um að gera dráttar- vélar tollfrjálsar. Af framan- greindri heildarupphæð tolla og söluskatts, sem borga þarf af einni dráttrvél, er söluskatturinn 16377 kr. Hann þarf að fella nið- ur. Til samanburðar má geta þess, að af innfluttum skipum og bát- um, sem eru 10 tonn eða stærri, og af ýmsum nauðsynlegum tækj- um til útgerðar, svo sem radar- tækjum, dýptarmætum og fisk- sjám. er ekki greiddur söluskattur. Samkvæmt framansögðu flyt ég við framvarpið eftirfarandi - - -.' t BREYTINGARTILLÖGU: 5. gr. falli burt. Varatillaga: Við 5. gr. bætist: Af hjóládráttarvélum og hlut- um til þeirra, nr. 12a og 12b í tollskrárkafla, greið'ist enginn sölu skattur. Alþingi, 26. nóv. 1961 Skúli Guðmundsson. Lúðvik Jóscpsson skilaði sér nefndaráliti við framv. Lagðist hann gegn frumv. í heild og lagði til ag það yrði fellt. — Islandskv vekur athygli úti Meðaí þeirra hópa erlendra ferðaskrifstofumanna, sem Flugfélag íslands bauð hingað til landsins s.l. sumar voru menn frá ýmsum stöðum í Danmörku utan Kaupmanna- hafnar. Einn þátttakenda, Jörgen Peter sen, forstjóri og eigandi ferða- skrifstofu í Horsens, sem er slyng ur myndatökumaður tók hér mik ið af l'itmyndum og auk þess all- langa kvikmynd. Samkvæmt frétt um í dönskum blöðúm, hefur kvik myndin nú verið framsýnd í Hor- sens og í sambandi við sýninguna var efnt til íslandskvölds þar, og á eftir var stofnað íslendingafélag á staðnum. Hangikjöt og skyr í bréfum, sem Jörgen Petersen hefur skrifað Flugfélaginu, segizt sens og nágrannabæjum. Þessu fólki ásamt blaðamöiínum og fleiri gesturn bauð hann til frumsýning- arinnar, en áður sama dag hafði hann miðdegisverðarboð fyrir blaðamenn staðarins, þar sem fram vora bortiir íslenzkir réttir, hangikjöt, skyr og brennivín. Með al gesta frá Kaupmannahöfn voru, Páll Ásgeir Tryggvason, sendiráðs ritari, Birgir Þorgilsson, forstjóri Fulgfélags íslands í Kaupm.höfn og Ove Merlung, sölustjóri. Hyggja á íslandsferðir í umsógn um kvikmynditia seg ir meðal annars, að hún hafi gef ið viðstöddum, sem ekki þekktu áður, hugmyndir um hina stór- fenglegu náttúrufegurð íslands. f blaðas'krifum kemur fram, að slík upplýsingastarfsemi um nágranna landið fsland sé vel þegin. Nú er í ráði að sýna þessa kvikmynd Jörgen Petersen í fleiri bæjum í Danmörku, og segja dönsku blöð hann hafa fengið vitneskju um j in fjölmarga hyggja á fslandsferð marga fslendinga, sem búa í Hor! eftir að hafa ség myndina. Dregið í S.Í.B.S. í gæ‘r var dregið í 12. flokki Vöruhappdrættis S.Í.B.S. um 1515 vinninga að fjárhæð kr. 2.112.000.00. Eftirtalin númer hlutu hæstu vinninga: 500.000.00 kr. nr 18069, umboð Stykkisihólmur, — 100.000.00 kr. á nr. 29403, Vestur- ver, 31755, Kristnes, og 62700, Vesturver. 50.000.00 kr. á nr. 38149, Kópa- sker, 57662 Vesturver, 58950, Vest urver. 10.000.00 kr. á nr. 2646 Akur- eyri, 2952 Vestmeyjar, 5130 Bol- ungai’vík, 6929 Siglufj., 15537 Vest Þeir riku verða ríkari og þeir fátæku fátækari Á kvöldfundi í neðri deild í fyrrakvöld hélt Þórarinn Þór- arinsson ræðu við 1. umr. um frumvarp ríkisstjórnarinnar um staSfesHnau á bráðabirgða lögunum um ráðstafanir vegna gengislækkunarinnar. Þórarinn sagði, að sér fyndist ag inn í þetta frumvarp vantaði merg málsins í sambandi við ráð- stafanir vegna gengislækkunarinn ar, en það væri að gera ráðstaf- anir til að draga úr áföllum þeirra sem mest yrðu fyrir barðinu á gengislækkuninni. 01] slík ákvæði vantar í þetta frumvarp. Þeir, sem harðast verða úti vegna gengis- lækkunarinnar og sérstaka þörf hafa fyrií gagnráðstafanir vegna hennar eru launþegar og þeir, sem minn^t bera úr býtum. Viðskiptamálaráðherra hefur upplýst í umræðum hér á Alþingi, að vísitala framfærslukostnaðar muni hækka um 15 stig vegna gengislækkunarinnar. Daglauna- menn fengu hins vegar ekki nema 10% kauphæl^kun i sumar og hlut ur þeirra er því miklum mun lak- ari nú. en hann var fyrir kaup- hækkanirnar og treysti sér þó enginn þá að halda því fram, að unnt væri að iifa mannsæmandi lifi af þeim launum. — Eitt af helztu atriðunum i frumvarpi um ráðstafanir vegna gengislækkun- arinnar ætti því að vera að mínu áliti ákvæði um að bæta upp að nokkru hag þeirra. sem harðast verða úti vegna gengislækkunar innar. Þá minnti Þórarinn á það, hve grálega þeir, sem í byggingum standa eða eiga eftir að eignast þak yfir höfuðið, eru leiknir með þessum ráðstöfunum ríkisstjórnar innar, en það er fyrst og fremst unga fólkið, sem á sína uppbygg ingu eftir eða stendur í miðjum klíðum með hana Ríkisstjórnin sýnir vel hug sinn til þessa unga fólks meg þessu frumvarpi, því að í því er ekki eitt einasta á- kvæði til að draga úr högginu, sem þetta fólk verður fyrir með géngislækkuninni. Hefði þó ver- ið auðvelt að gera það, ef hugui; hefði fylgt máli hjá stjómarflokk unum. Gengislækkunin er liður í þeirri heildarstefnu stjórnarflokkanna, að láta fáa einstaklinga og útvalda taka við af fjöldanum í uppbygg ingu og atvinnurekstri, þvi að gengislækkunin gerir þá ríku rík- ari og þá fátæku enn fátækari. urver, 17000 Laugarás, 19681 Vest urver, 20939 Vestmeyjar, 23122 Vesturver, 23580 Vesturver, 25844 Reykjalundur, 28457 Sauðárkrók- ur, 35876 Vesturver, 36527 Vest- urver, 48268 Vesturver, 48979 Vesturver, 50642 Vesturver, 51229 ísafjörður, 57312 Vesturver, 61810 Vesturver. 5.000.00 kr. hlutu eftirfarandi númer: 304 Vesturver, 2534 Bakkafjörður, 3498 Vesturv, 5400 Vesturver, 9391 Neskaupst., 12829 Vesturver, 12835 Vesturver, Í4003 Vesturver, 16520 Stöðvarfjörður, 21065 Vesturver, 23313 Hafnarfj., 23794 Vesturver, 24772 Keflavík, 23984 Siglufjörður, 29379 Vestur ver, 30847 Mýrartunga, 32193 Þykvabær, 32582 Vestmeyjar, 34743 Vesturver, 42628 ísafjörður, 43178 Roði, 44550 Vesturver, 44835 Vesturver, 46094 Vesturver, 47118, 52890, 56456, 56601, 57527, 58957, 59320, 60766, 62055, 62987, 63418, 63725, 64678. (Birt án ábirgðar.) Ævisaga Hann esar Hafstein Ut er komin desemberbók Alm. bókafélagsins, Hannes Hafstein — ævisaga — fyrra bindi, eftir Kristj án Albertsson. Er bókin gefin út í tilefni af aldarafmæli Hannesar Hafsteins, hinn 4. þ. m. Bók Kristjáns Albertssonar fjall ar um foreldra Hannesar Haf- steins og bernsku hans, skólaár í Reykjavík og Kaupmannahöfn, skáldskap hans, embættisár í Reykjavík og á ísafirði og stjórn- málaferil hans til ársins 1904, en við þag ár lýkur þessu bindi Gerð er rækileg grein íyrir sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar frá láti Jóns Sigurðssonar og til heimastjórnar- innar. Bókin er prýdd mörgum mynd- um af fólki, sem kemur við sögu Hannesar Hafsteins Auk þess er litprentun af olíumálverki eftir Ilannes Hafstein.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.