Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 13
rj MI-NN, miSvikudaginn 6. desember 1961. 13 MINNING: Isak Jónsson, frá Vestara Landi „Ekkert fegra á fold ég leit en fagurt kvöld á haustin". Fyrir rúmum fimmtíu árum er ég á stjái síðla dags, sunnan und- ir bænum heima. Það er yndislegt veður og glaðasólskin. í sunnan- blænum kenni ég ilm bliknaðra laufa. Og hvar, sem augum er rennt, mæta þeim mildir og fölir litir haustsins. Eg stekk upp á bæinn og hleyp upp á hæsta risið. Þar ber ég hönd fyrir augu og horfi suður á Víga- brekku. Eg þóttist sjá þar hópa af kindum á harða rennsli norður Jú, það var ekki um að villast. Þær eru meira að segja komnar norður á Álftaflatarás og eru þav á fleygiferð. Og nú heyri ég glöggt, að einhver hóar óvenju snjallt og langdregið. Það líkist næstum dill- andi söng. Og þarna geltir hundur. Eg stenzt ekki mátið. Bráðum fæ ég að vera með í þessari ævin- týraför. Því að auðvitað er það mest gaman, að fara í fyrstu göng- ur, þegar féð er flest, og þegar það kemur fyrst til byggða úr alls- nægtum óbyggðanna. Og nú heyri ég fleiri hó, en þetta fyrsta bar svo langt af. Eg tek sprettinn upp á hólana rétt ofan við bæinn, og annan upp á Litla-Jarðbakka. Þaðan sé ég bezt yfir og get fylgzt með fjárhópun- um, sem nú glampar á, til og fr'á. Með því svala ég innbyrgðri þrá um að verða eftir fá ár — ef til vill — fullgildur gangnamaður. Og ég get ekki annað en tekið undir við.þennan óvenju hvella og dill- andi gangnamannaóð, sem ég heyrði fyrst, því að nú heyri ég hann aftur og það svo miklu nær. Og hundgeltið magnast. Þessu hói fylgir líka meiri töfrakraftur en ég fæ skilið. Allt féð breytir um stefnu og fer vestur, eins og það á að gera, svo að það lendi vestur sunnan við Kílbotninn. Og nú birt- ist ráðningin. Norðan til á Álfta- flatarásnum sé ég allt í einu mann á dökkum hesti. Hann fer svo hratt norður, austan við yztu kindurnar, að ég held að hann hljóti að hafa vængi. Og enn berast að eyrum mér þessi óvenju fjörlega og dill- andi rödd, sem virðist jafnvel koma nýju lífi í latar og blóðþrá- ar kvíaær, sem eru í Hólunum. Þær borfa í áttina til mín og snúa allar heim. Eg minnist þess varla, að hafa séð svona hraðfara gangnamann, og hef ég þó séð þá marga. Og þá er eins og hvíslað að mér, hver það muni vera. Þetta er sennilega nágranni minn, ísak Jónsson frá Vestara-Landi, aðeins átján eða nítján ára gamall. Þarna þeysir hann fyrir fremstu kindurnar, svo að nú verða þær að láta í minni pokann. Það dylst engum, að hér er að verki maður, sem er allt í senn: ósérhlífinn, óvenju skarpur og trúr í verki. Áratuga kynni mín af ísaki síðar staðfestu þetta hugboð mitt. Og allir, sem honum kynntust, munu fúsir að mæla á sömu lund. ------fsak var fæddur 2. nóv. 1890, að Ási í Kelduhverfi. Þaðan fluttist hann með foreldrum sín- um, Jóni Jónssyni og Sigríði Sig- mundsdóttur, að Vestara-Landi í Öxarfirði árið 1895, þá fimm ára gamall. Þar ólst hann upp til full- orðinsára hjá foreldrum sínum í hópi glaðværra systkina. Isak kvænti'st Aðalbjörgu Stefáns dóttur, ættaðri af Sléttu. Árið 1920 fluttust þau frá Vestara-Landi að Undirvegg í Kelduhverfi. Á Undir- vegg og í Ásbyrgi, sömu sveit, bjuggu þau næstu þrjú árin. Vor- ið 1923 nálgaðist fsak aftur forn- ar slóðir, er þau hjón fluttu að Austara-Landi í Öxarfirði. Þar var Lambahvammur á Vestara-Landi, einn fegursti stað- ur í Jökulsár. gljúfrum. Hér átti ísak sin bernsku- og æskuspor. Sjávarsíðan (framhald) hann í vinnumennsku eitt ár. Þá fóru þau að Skinnastað, í sömu sveit, til Jakobs Sigurðssonar, bónda þar, og konu hans, Krist- jönu Jónsdóttur. Þar skildu þau hjón samvistum og fór ísak að Ær- læk, sömu sveit, árið 1927, ááamt einkabarni sínu, Friðnýju, þá 7 ára, til Jóns Sigfússonar og Hall- dóru Gunnlaugsdóttur. Hjá þeim hjónum á Ærlæk ólst Friðný upp til fullorðinsára, en ísak var þar næstu sjö ár, að einu undanskildu, | sem hann dvaldi á Núpi í sömu sveit. Vorið 1934 fluttist hann svo1 aftur að Skinnastað til sr. Páls Þor leifssonar og konu hans, Guðrún- ar E. Arnórsdóttur. Þar dvaldi ísak óslitið í 16 ár eða til ársins 1950. Þá- var orka hans á þrotum. Næstu tvö til þrjú árin dvaldj' hann hjá systurdóttur sinni, Sig-' ríði Guðmundsdóttur og manni, hennar, Jóni Ólasyni frá Bakka íj Kelduhverfi, fyrst í Garði sömu sveit, og svo í Skógum í Öxar- firði. Frá Skógum fór ísak á elli- heimilið í Skjaldarvík. Þar dvaldi hann síðustu árin. Hann andaðist( á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-j eyri 29. júlí s. 1. og var jarðsettur, á Akureyri 4. ágúst.---- Af þessu fáorða yfirliti er ljóst,1 að meðan orkan leyfði, starfaði ísak í þeirri sveit, sem hann unni i mest. Það sýnir trygglyndi hans við íbúa hennar og æskustöðvarn- ar. ísak var vinnumaður, meðan þróttur entist, nema þau þrjú ár, sem hann bjó á Undirvegg og Ás- byrgi. Húsbændum sínum var hann með afbrigðum trúr og vildi hag þeirra í öllu engu síður en sinn eigin. Hann var lundgóður og langoftast glaður og gaman- samur. En tilfinningaríkur var hann og kom það fyrir, ag hann yrði ör bæði í gleði og sorg. Hvar sem ísak dvaldi, hændust börn strax að honum, því að hann var þeim áyallt hinn öruggi verndari, sem aldrei brást. Það fundu þau og því treystu þau honum. Með þeim átti hann líka margar un- aðsstundir. Þótt ísak væri ekki þrekmikill, varð hann snemma ósérhlífinn og kappsfullur að hverju sem hann gekk. Og fáir munu feta í fótspor hans að taka daginn snemma, þeg ar mörgu þurfti að sinna. Hann sá fljótt, að spakmælið foma: „Morgunstund gefur gull í mund“ er og verður sígild sannindi. Og þótt hann væri flestum árvakr- ari, t. d. á sumrin, þegar þurrkur virtist einsýnn og sinna þurfti miklu heyi, þá var hann ekki síð- ur snemma ferðbúinn, þegar fara þurfti í göngur, svo að þeim, er svifaseinir voru, þótti stundum nóg um. Með hlýhug og þakklæti minn- ist ég samverustunda okkar ísaks. Og mér eru alveg sérstaklega kær ar þær stundir,' er við rákum sam an sláturfé út á Kópasker nokkur haust og stundum tvisvar sama haustið. Það kom sér líka betur, að húsmæðurnar þar voru vanar við ag vakna snemma til að renna upp á kaffikönnuna, því að sjald an var sauðljóst orðið, þegar ísak var alklæddur og taldi vissara að vitja um féð, væri það í þröngu aðhaldi, sem oftast var. Það fer löngum saman, að þeir, sem eru ósérhlífnir, eru einnig hjálpfúsir. Þannig var fsak. Um það get ég sjálfur borið vitni. Minnisstæðasta sönnun þess er frá harða vorinu 1949. Þá varð ég hey laus, eins og fleiri, þótt betur greiddist úr þeim erfiðleikum öll ,um ená horfðist á tímabili fyrir hjáljsggóðí'a nianna bæði nær og fjær Skömmu fyrir sauðburð það vor, hitti ég ísak. Og hann vissi vel um ástæður mínar. Þegar við kvöddumst, mælti hann: Láttu mig vita það, Dóri minn, þegar þig vantar nokkra bagga af heyi. Mér er það engin ánægja, að eiga nóg handa mínum kindum, þegar ég veit, að aðrir eru strálausir." Þessi fáu orð lýsa vel hugar- fari ísaks. Flest haust, í 30—40 ár, kom ísak í einhverjar göngur í Hafurs- staðaheiði, en í framhaldi af henni er Vestara-Landsland smal- að. Og þar mátti segja, að hann þekkti hvert holt og hverja þúfu. j Að lokinni fyrri dags smölun, þeg 1 ar komið var með safnið að Haf- ursstöðum, voru kvöldin oft kyrr- lát og fögur. Þau minna mig enn á fýrstu göngurnar, þegar ég veitti fsaki sérstaka eftirtekt. Og — þá rifjast líka upp fyrir mér, hve oft hann hafði orð á því, síð ustu haustin, þegar vel gaf í göng unum, sólin var að setjast, og vatn ið fagurskyggnt, að — ekkert væri fegurra til en svona kvöld á — haustin. Og ekki þarf að efa, að í huga hans þá varpaði það einnig ljóma sínum á fjallabúana frjálsu og lagðprúðu, sem nú voru á leiðinni í heimahaga. Nú er ísak alfarinn heim úr sínum göngum. Og allir, sem hann þekktu bezt, múnu sammála um það, að hann hafi gert sín gangna skil með sóma. — Slíkum mönn- um verður ávallt vel fagnað. Síðasta september 1961. Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi. Nýir bátar Eftirtaldir bátar hafa bætzt íslenzka bátaflotanum á þessu ári: Smíðaðir innanlands: FARSÆLL, Hólmavík, smíð aður hjá Inga Guðmundssyni á Akranesi, 12 lestir. SÓLRÚN, Litla-Árskógs- sandi, Eyjafjarðarsýslu, smiðað ur hjá Nóa Kristjánssyni á Akureyri, 14 lestir. HALLDÓR JÓNSSON, Ólafs- vík, smíðaður hjá Skipasmíða- stöð KEA, Akureyri, 96 lestir. HAFÖRN, Hrísey, smíðaður hjá Slippstöðinni á Akureyri, um 20 lestir. INGIBER ÓLAFSSON, Kefla vík, smíðaður hjá Marzilíusi Bernharðssyni á ísafirði, 83 Iestir. JÓNAS JÓNASSON, Njarð- vík, smíðaður hjá Dröfn í Hafn arfirði, 72 lestir. VÍKINGUR II, Seltjarnar nesi, 9 lestir. ANNA, Ólafsfirði, smíðaður hjá Slippstöðinni á Akureyri, 20 lestir. GNÝÞÓR, Raufarhöfn, 9 Iest ir. GUÐRÚN, Raufarhöfn, smíð aður hjá Inga Guðmonssyni á Akranesi, 12 lestir. KRISTJÁN SH 6, Stykkis hólmi, smíðaður í Stykkishólmi, 12 lestir. Smíðaðir erlendis: SÆÞÓR, ÓF 5, um 155 lestir. EINAR HÁLFDÁNS, Bol- ungavík, um 100 Iestir. BALDUR, Keflavík, um 40 lestir. HARALDUR, Akranesi, 198 lestir. ' ÁRNI ÞORKELSSON, Kefla- vík, um 100 lestir. ARNFIRÐINGUR II., Reykja vík, um 100 lestir. BALDUR, Dalvík, um 100 lestir. KAMBARÖST, Stöðvarfirði um 100 lestir. GUÐBJARTUR KRISTJÁN, ísafirði, 86 lestir. GÍSLI LÓÐS, Hafnarfirði. Framhald af 8. síðu. undir stjórn Ingvars Hallgríms- sonar fiskifræðings. Var togað á 87 stöðum fyrir Norður- og Aust- urlandi, og varð víða vart við rækju, en sums staðar svo lítið magn, að ekki telst arðvænlegt. Hins vegar gaf leitin á öðrum svæðum svo góða raun, að leiðang- ursstjórinn, Ingvar Hallgrímsson, telur nauðsyn til bei'a að kanna þau nánar. Einkum telur hann Skagafjarffardjúp, Axarfjörð og Seyðisfjarðardjúp líkleg rækju- svæði. Þá telur hann brýnt að kanna nánar nokkur úthafssvæði s. s. Halamið, Hornbanka, Stranda- grunn o. fl. Síðar í haust var farinn annar rækjuleitarleiðangur á vegum fiski deildarinnar undir stjórn Aðal- steins Sigurðssonar, fiskifræðings, en vegna sífelldra ógæfta voru leitarskilyvði erfið. Var nokkur leit gerð á Breiðafirði en gaf litla raun. Leiðangursstjóiarnir telja mikl- ar líkur til þess, að finna megi fleiri rækjumið en nú eru þekkt, e^ benda á það, að rækjumiðaleit sé mjög erfið, m. a. fyrir það, að rækjan verður ekki greind í fiski- leitartækjum. Hins vegar álíta þeir, að rækju sé að finna víðs vegar um land. Spurningin sé að- eins sú, hvort og hvar magnið sé svo mikið að hafa megi af því arðgæfa veiði. f skýrslu, sem Ingvar Hallgríms- son birti að loknum fyrri leiðangr- inum, segir hann m. a.: Standa vonir til, að þeim at- hugunum, sem nú eru hafnar, verði haldið áfram. Ég hygg, að rækjuveiðar við ísland, sem þegar gefa um 25 millj. kr. í útflutnings- verðmæti, eigi eftir að aukast til muna frá því sem orðið er, og verður þar með góð búbót fyrir bátaútveginn á viðkomandi stöð- um og íslenzka þjóðarbúið í heild.“ Fjölbreytt úrval. Nýfízko hósgngn Póstsencium AXEL EYJÓLFSSON SkiptK.iti 7 Simi 10117 Aflasölur tog- ara í nóvember í nóvember sigldi 31 togari með afla til sölu í Þýzkalandi og Englandi. Meðalafli var um 108 tonn á skip. I l Þýzkaland: Alls seld 2619 tonn, þar af 666 tonn af ísaðri síld. Verð- mæti samtals um 19.2 millj ísl. kr., þar af 3.55 millj. króna fyrir síld. Meðalverð fyrir síld var kr. 5.33 pr. kg„ en fyrir annan fisk í Þýzkalandi kr. 8.02 pr. kg. England: Alls seldu ísl togarar í Eng- landi í mánuðinum 1723 tonn, að verðmæti um 16.6 millj. kr. meðalvcrð pr. kg. var kr. 9.63. Auk þess hafa ýmis smærri skip siglt á erlendan markað, ýmist með ísaðan fisk eða „kassafisk". Um magn og sölu- verðmæti er blaðinu því mið- ur ekki kunnugt. Sagt er, að „kassafiskurinn“ seljist fyrir mjög hátt verð, 14—15 kr. pr. kílóið. < Framhald af 6 siðu) ið að færast yfir hljótt og kyrrt. En hvað varðaði okkur þá um haust, við vorum ungir „með vorið í hjarta og vorið í sál“, eins og eitt skáldio okkar komst að orði. Hugir okkar stefndu nú heim, I .lágreistu baðstofurnar, þar sem konungslund kotungsins beið eftir sonunum, sem áttu að verða fræða- þulir heimilanna um veturinn með því að lesa sögur og sagnir þann tíma, sem Ijósið logaði í baðstof- unni. Kvöldvökurnar voru lýðháskóli fólksins í þá daga, af þeirri mennta lind bergðum við líka. Það var þitt veganesti til frekari menntunar. Þú varst ungur, þegar þú fórst úr Suðursveit. Fyrst kaupamaður til Þórhalls Daníelssonar kaupmanns, og síðan á Flensborgarskólann. Eftir það hefur þú unnið að mörgu. Þú hefur verið sjómaður og komizt i krappan dans við Ægi, eins og fleiri. Þú varst talinn af í mörg dægur í einni þinni sjóferð, þá varstu vélamaður á bátnum. Þú hefur unnið að byggingar- vinnu og unnið þar sem fagmaður. Þú hefur unnið algenga daglauna- vinnu, og í 2—3 ár vannstu að bú- skap eftir að þú festir ráð þitt. Trúmennska og dugnaður hefur einkennt öii þín störf, þess vegna hefur þú verið eftirsóttur í vinnu. Þú hefur verið gæfumaður, þó að syrt hafi einatt að um sinn. En mest var þó gæfan þín, þegar þú eignaðist hina ágætu konu, hún hefur lýst þér fram á veginn, þegar að hefur syrt. Það er gott að eign- ast slíkan förunaut. Megi blessun drottins hvíla yfir ykkur, og ykkar ókomnu ævidögum. Steinþór Þórðarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.