Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 3
Sl. laugardag var nýja flugstöðvarbyggingin á Akureyri tekin I notkun við hátíðlega athöfn, þar sem viðstaddir voru ýmsir framámenn flugmála. Meðfylgjandi mynd er af byggingunni, en á neðstu hæð er afgreiðsiusalur, skrifs'tofur á annarri hæð, en aðsetur flugumferðastjórnar með tilheyrandi tækjum á þriðju. (Ljósmynd: GPK). Állt í uppnámi í Elisabethville Herstjórn Sameinuftu jjjóðanna fær sjálfdæmi NTB—Elisabethville, 5. desember. í dag hefur hvað eftir annað komið til harðra átaka hér í bæ milli herja Sameinuðu þjóðanna og herja Katanga. 38 Katangahermenn hafa fall- ið og einn hermaður Samein- uðu þjóðanna. Barizt var við veginn út á flugvöll borgar- innar og við stöðvar Samein- uðu þjóðanna. Framkæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, U Thant, hefur gefið yfirmanni hers samtakanna í Katanga, Indverjanum K.A.S. Raja, fullt umboð til að beita vopnum gegn Katangaherjunum bæði í landi og í lofti. Á hádegi í dag lýsti fulltrúi Sam einuðu þjóðanna í Elizabethville, Bretinn Urquhart, að hann fæli yfirmönnum hersins yfirstjómina í borginni, þar sem hann hafði árangursl'aust reynt að ná sam- komulagi vig utanríkisráðherra Katanga. Skömmu síðar gerðu Katanga- hermen árás á indverskar úrvals sveitir, sem voru í varðstöðu á leiðinni að flugveli borgarinnar. Varg þarna snörp orrusta og féliu 38 Katangahermenn áður en þeir drógu sig í hlé. Viðstaddir blaða- menn sögðu Katangahermennina hafa verið undir stjórn Evrópu- manna. Olli bardaginn miklum ótta í borginni og hópar fólks hlupu um göturnar í skelfingu. Útvarpsstöðin lenti í sprengju- hríð um svipað leyti og varð ó- virk. Stuttu síðar tilkynnti Urqu- hart, að herlið Sameinuðu þjóð- aiín'á"héfði "uhni fullan sigur í á- töKu’hum 'vítt'‘flugvöllinn. Hann sagði, að evrópskar leyniskyttur héldu uppi skothríg á aðalbæki- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í bænum. Um kaffileytið reyndu Katangasveitir að ráðast á stöðV- arnar, en voru hraktar burtu. Með- al annarra voru tveir Katanga-mála liðar drepnir í átökunum. Það voru indverskar hersveitir sem hrundu árásinni. Ráðherrar Katanga hafa í dag haldig blaðamannafundi og út- varpsumræður og mótmælt harð- lega vopnavaldsbeitingu herja Sam einuðu þjóðanna. Sagði utanrikis- ráðherrann, Komba, meðal annars, að Katangabúar myndu verjast til hinsta blóðdropa. Sónötukvöld Á mánudaginn og í gær hélt Tónlistarfélagið tíundu og síS- ustu tónleika sína fyrir styrkt- arfélaga á þessu ári, og voru þeir haldnir í Austurbæjarbíó. Tónleikarnir nefndust Sónötu- kvöld: Þeir Björn Ólafsson og Árni Kristjánsson spiluðu þrjár sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir Beethoven, Debussy og Cesar Frank. Það er ekki of oft sem kostur gefst á að hlýða á flutning inn- lendra tónlistarmana á vegucn Tónlistarfélagsins. Er því full á- stæða til þess að láta í ljós á- nægju vegna þesara tónleika, og það því fremur, þegar svo ágætir tónlistarmenu eiga í hlut. — Á- heyrendur á þessum tónleikum voru allmargir og listamönnunum vel fagnað. S.Þ. -her shöf ðinginn segir upp störfum Segir ásakanir O’Brien alveg réttar Afturkalliö leyfiö, segja menntaskólanemar Sjónvarpsmálið veldur víða deilum, og gætir þess mjög, að mönnum þyki ísjárvert, að erlendum aðilum sé leyft að reka sjónvarp, sem ætlað er íslendingum. Á almennum félagsfundi, sem haldinn var í Framtíðinni, mál- fu.ndafélagi MenntaSkólans í Rví’k, mánudaginn 4. des. 1961, var sam þykkt eftirfarandi tillaga: „Fundur haldin í Framtíðinni mánudaginn 4. desember 1961, skorar 'á viðkomandi stjórnarvöld ag afturkalla nú þegar leyfi til stækkunar sjónvarpsstöðvar Banda ríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Skorar fundurinn á alla íslendinga að sameinast um þetta þjóðþrifa- mál.“ Tillagan var samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum gegn 6. Fundurinn var hinn fjölmennasti, sem haldinn hefur verið í félag- inu í vetur. Fundarsalur nemenda í hinu nýja félagsheimili var troð' fullur. Hátt á 3. hundrað manns sótti fundinn, og ríkti mikill ein hugur meðal fundarmanna. Konur á kynn- ingarfundi KS Mánudaginn 27. nóv. s.l. var á vegum Kaupfélags Suð- urnesja haldinn fræðslu- og kynningarfundur í Aðalveri, Keflavík, var til hans boðið afgreiðslukonum úr búðum kaupfélagsins og skrifstofu- stúlkum þess, einnig konum verzlunarmanna félagsins, að- alfundarfulltrúa, stjórnar og endurskoðenda. G-estir fundarins voru erindreki SÍS, Páll H. Jónsson kennari, kona hans, Rannveig Kristjánsdótt- jNTB—London, 5. desember. írski hershöfðinginn Sean Mackeown, sem er yfirmaður herafla Sameinuðu þjóðanna í Kongó, lýsti því yfir í dag, að ásakanir O'Brien, fyrirennara síns, á hendur nokkrum Evr- ópuríkjum væru alveg sann- leikanum samkvæmar. O’Brian hafði ásakað Brcta uni stuðning við Katangastjórn og hafa hvatt hana til að sýna Samein- uðu þjóðunum sem mestan mót- þróa. Nefndi O’Brian í því sam- bandi Roy Welensky, forsætisráð- herra Rhodesíu, og MacMillan, for- sætisráðherra Bretlands, sem hann kvað eiga hagsmuna að gæta í Katanga vegna hlutdeildar í belg- iska námufélaginu. j Mackeown hershöfðingi sagði, að j ákæra O’Brian á hendur Rhodesíu, ; Bretlandi, Suður-Afríku og Belgíu j væru alveg réttar. Að vísu hefði Bretland hernaðarlega ekki reynt að hindra Sameinuðu þjóðirnar í Kongó. Ekki sé hægt að gera brezku stjórnina ábyrga fyrir brezkum málaliðum Katangastjórn ar, en brezka stjórnin hefði getað skipað þeim að hypja sig heim. Mackeown fór i dag frá Dublin til Leopoldville. Hann hefur nú sótt um aS verSa leystur frá störfum sem yfir- maSur herja SameinuSu þjóS- anna í Kongó, én sagSist mundu gegna starfinu, unz eftirmaSur sinn væri fenginn. Þrítugsafmæli Reykholtsskéla I Reykholtsskóla er venja aS heiSra minningu 1. des- ember, og fór þar nú aS venju fram hátíS á vegum nemenda. Var þar margt til skemmtun- ar, svo sem ræSa, sjónleikur, gamansöngur og kórsöngur. Skemmtunin tókst mjög vel. í sambandi við samkomuna var minnzt 30 ára afmælis skólans, sem var á síðastliðnu hausti, og í til- efni af afmælinu heimsótti hópur gamalla nemenda skólann, þar á meðal um 40 manns af hópi þeirra nemenda, sem dvöldust í skólan- um árin 1935—37, svo og fyrrver- andi kennarar skólans, séra Krist- inn Stefánsson, núverandi áfeng- j isvarnaráðunautur, en hann var j skólastjóri Reykholtsskóla fyrstu 7 árin, Þorgils Guðmundsson, sem var íþróttakennari um langt ára- bil, Magnús Jakobsson, sem var smíðakennari skólans frá fyrstu árum til s.l. hausts og Bjarni Bjarnason frá Skáney, sem var söngkennari skólans fyrstu árin. Við þetta tækifæri afhentu nem- endur frá 1935—37 skólanum ræðu stól að gjöf, en hann var smíðað- ur í húsgagnavinnustofu Friðriks Þorsteinssonar á Skólavörðustíg 12, hinn bezti gripur. Halldór E. Sig- urðsson alþingismaður afhenti grip , inn og minntist um leið á veruna , í skólanum og tengsl gamalla nem- enda við skólann sinn. Ræðumaður lauk máli sínu með því að þakka i skólastjóra og kennurum þeirra starf og árna stofnuninni heilla- I ríkrar framtíðar. ir og Gunnsteinn Karlsson sölu- stjóri.. Formaður félagsstjórnar, Hall- grímur T. Björnssön, setti fund- inn með stuttri ræðu, lýsti til- gangi hans og tilhögun og báuð gesti velkomna. Þá ræddi erindrekinn um Sam- vinnustefnuna, sögu hennar og á- hrif á vaxandi velmegun þjóða og einstaklinga. Ræddi hann einnig sérstaklega þátt konunnar í verzl- unarmálum kaupfélaganna. Síðar á fundinum sýndi hann stutta kvikmynd, las úr Tjóðum Davíðs Stefánssonar og stjórnaði almenn um söng á milli atriða. Undir dagskrárliðnum: Orðið gefið rjálst, tóku til máls Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri, er gaf stutt yfirlit um ástand og horfur í verzlunarmálum almennt og ræddi um nokkur framkvæmdaatriði, sem kaupfélagig hefur nú á döf- inni, og frú Aðalbjörg Guömunds dóttir, sem talaði um málefni kaup félagsins frá sjónarmiði húsfreyj- unnar, þakkaði það sem vel væri gert, en fann ag öðru, sem betur mætti fara. Var þá gengið til kaffidrykkju í boði félagsins og tekið upp létt ara hjal. Að lokum sleit svo for- maður fundinum, þakkaði gestun- um komuna og góða og gagnlega fundarsetu. Brotnaði í spón Frá fréttaritara Tímans á Egilsstöðum í fyrradag. Hér er nú allt á kafi í snjó. Hef- ur verið látlaust illviðri dag eftir dag, hríð á norðan og norðaustan. Frá Egilsstöðuin eru vegir ekki færir neinum farartækjum nema snjóbílum. í gær brauzt snjóbíll yfir Fjarðarheiði og var níu tíma á leiðinni. Veður var þá svo slæmt, að menn urðu að ganga á undan og marka brautina. — Á stöku stað er til þess vitað, að fó vantar, en undanfarið hefur illviðrið gersam- lega hamlað allri leit. Ekki er hægt að fljúga til eða frá Egilsstöðum, þar sem nú er snjór á vellinum, og enn fremur er ekki hægt að lýsa hann, þar eð flugvallarljósin eru biluð, en það st.endur til bóta, þegar viðgerðar- maður að sunnan kemur fustur. Ea

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.