Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 5
TIM I N N, miðvikudaginn 6. desember 1961. Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjðri: Tómas Árnason Rit stjórar- Þórarinn Þórarinsson' (áb.i. Andrés Kristjánsson. Jón Helgason Pulltrúi rit stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason - Skrifstofur ) Edduhúsinu — Símar 18300—18305 Aug lýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f — Askriftargjaíd kr 55.00 á mán innanlands í lausasölu kr 3.00 eintakið Sjónvarpsmálið Eins og skýrt var frá í seinasta bl^ði, hafa fimm þing- menn Framsóknarflokksins lagt fram tillögu í sameinuðu þingi, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að gera nú þegar eftirgreindar ráðstafanirí 1. A3 gera nú þegar fullnægjandi ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir þá stækkun sjónvarpssviðs, sem * fyrirhuguð hefur verið, frá Keflavíkurstöð varnar-* liðsins. 1. Að ganga ríkt eftir því, að af hálfu varnarliðsins sé fullnægt þeim skilyrðum, sem sett voru árið 1954 fyrir sjónvarpsleyfi þess. 3. Að láta ríkisútvarpið hraða ýtarlegri athugun á möguleikum þess, að íslenzka ríkið komi upp vönd- uðu sjónvarpi, er nái til allra landshluta og sé rekið sem þjóðlegt menningartæki. Áætlanir um stofn- og reksturskostnað slíks sjón- varps svo og álit sitt og tillögur um þetta mál leggi stjórn ríkisútvarpsins sem fyrst fyrir Alþingi. Eins og augljóst er, beinast tveir fyrstu liðir tillögunn- ar að því að afturkallað verði leyfið til stækkungr á s.ión- varpsstöð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og að fast, verði fylgt fram þeim skilyrðum, er sett voru fyrir leyfi því, er varnarliðið' fékk til sjónvarpsrekstrar 1954. Það leyfi var bundið þeim skilyrðum, að sjónyarpið næði ein- göngu til dvalarsvæðis varnarliðsins, ella yrði leyfið aftur- kallað. Ef sú fyrirætlun nær fram að ganga, eins og ríkis- stjórnin hefur nú veitt leyfi til, að sjónvarpsstöð varnar- liðsins verði fimmfölduð að orku, myndi hermannasjón- varpið á Keflavíkurflugvelli ná vel til verulegs meiri- hluta landsmanna. Með þessu væri einum erlendum aðila raunverulega yeitt einokun í landinu á áhrifaríkasta áróð- urstæki nútímans og er slíkt vitanlega ósamboðið þjóð, er vill teljast sjálfstæð. Þótt þetta eitt ætti að nægja til þess að leyfið verði afturkallað, er þó hitt enn alvarlegra, að íslenzkri tungu og íslenzkri menningu er stefnt í alvar- legustu hættu, eij heimilin verða þannig opnuð fyrir er- ' lendu sjónvarpi, sem er vissulega ekki af bezta tagi, svo að ekki sé meira sagt. Stjórnarblöðin með Mbl. í farabroddi brugðust fyrst þannig við, er byrjað var að ræða þetta mál, að það væri eingöngu af undirlægjuhætti við' Rússa, ef menn vildu ekki leyfa hið ameríska hermannasjónvarp. Þessi áróður þeirra hefur þó ekki borið tilætlaðan árangur, því' að fjöldi manna í báðum stjórnarflokkunum hefur eindregið lýst sig andvíga stækkun umræddrar sjónvarpsstöðvar. Sem betur fer hefur það sýnt sig, að stjórnarblöðin geta ekki sett Rússastimpilinn á allt, sem beim er á móti skapi. Því verður að treysta að við nánari íhugun þessa máls, verði það hinir þjóðhollari og heilbrigðari menn, sem beri sigur úr býtum innan stjórnarflokkanna, og því verði umrætt stækkunarleyfi afturkallað. Því verður einnig að treysta, að Bandoríkjamenn geri sér ljóst, að það mun ekki reynast þeim vegur til vinsælda að sælast þannig að óþörfu inn í íslenzka menningarhelgi. Hitt er svo annað mál, að sjónvarp hlýtur að koma hér fyrr en seinna. En það á að vera íslenzkt sjónvarp, sniðið og miðað við að þjóna íslenzkri tungu og íslenzkri menn- ingu. Því leggja Framsóknarmenn til, að hraðað verði rannsókn á möguleikum þess að reka íslenzkt menningar- sjónvarp, er náð geti til allra landsmanna. Það mál þarf góðan undirbúning og þar má ekki rasa fyrir ráð fram. Því þarf að hefja slíka rannsókn sem fyrst. ■V*‘V*%'N.*W*,V*V*V*'V»X*X*,V»V*X*' um / '/ / '/ '/ / '/ / '/ / '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ / '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ / / '/ ) '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ ‘t '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ / k, sem talað er FÁTT hefur vakið meiri at- hygli seinustu vikurnar en við- tal það, sem tengdasonur Krust joffs, Adzubei, átti nýlega við Kennedy forseta og birti síðan orðrétt í aðalblaði rússnesku stjórnarinnar, Isvestia, en Adzu bei er ritstjóri þess. í viðtali þessu hélt Kennedy fram ein- beittlega sjónarmiðum Banda- ríkjanna í alþjóðamálum, en gerði það jafnframt á prúð- mannlegan hátt. Adzubei lét koma fram sjónarmið Rússa, jafnframt og hann lagði spurn- ingar fyrir Kennedy. Innskot hans og spurningar benda til þess, að hann sé snjall áróðurs- maður, jafnframt því að vera ólíkt diplomatiskari í málflutn- ingi en tengdafaðir hans. Báðir létu þeir Kennedy og Adzubei í Ijós þá eindregnu ósk, að Bandaríkjamenn og Rússar gætu búið í friði sam- an og sambúð þeirra farið batn andi. Kennedy gerði sér alveg sérstakt far um að draga úr ótta Rússa við Þjóðverja. Vest- ur-Þjóðverjar hefðu enn lítinn her og þátttaka þeirra í Nato væri trygging þess, að þeir myndu síður leiðast til ævin- týra. Hann sagðist hins vegar geta skilið ugg Rússa, ef Þjóð- verjar ættu orðið kjarnorku- vopn og væru orðnir gráir fyrir járnum, enda gæti undir slík- um kringumstæðum myndazt samstaða milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna gegn þeirri éanun, sem þá væri fyrir hendi. Tlins «ftga&,færi fjafri því, að j ástanHW^SsMv^iikt í dag eða ætti eftir áð vérða það. ÞAÐ féll í hlutverk Ludvig Erhard, sem er varaforsætis- ráðherra vestur-þýzku stjórnar- innar, að lesa upp í þinginu stefnuyfirlýsingu hennar síð- astl. miðvikudag, vogna þess að Adenauer var forfallaður sökum veikinda. Meðfylgjandi mynd af Erhard var tekin við það tækifæri. Hann þykir enn líklegur til að verða eftirmaður Adenauers. Wington Churshill átti ný- lega 87 ára afmæli. Hann virð- ist orðinn mjög hrumur. Með- fylgjandi mynd var tekin af honum á afmælisdaginn. ADZUBEI ERHARD Churclill

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.