Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 6
6 r f MI N N, miflvikudaginn 6. desember 1961. SJÖTUGUR: Runólfur Björnsson, Höfn vörubIlar GMC smíðaár 1955 TIL SÖLU Heill og sæll, fermingarbróðir. Þú varðst þá sjötugur 4. nóvemb- er. Eg óska þér alls hins bezta og lengra lífs, á þessum afmælisdegi ævi þinnar. Þegar við vorum ungir, lágu leið ir okkar saman, fyrst sem ferming- arbræðra og síðar í vegavinnu. Oft höfum við hitzt síðan og rétt hvor öðrum hlýtt handtak. Það var fyrst í haust, að ég kveinkaði mér við að taka í höndina á þér, ekki fyrir það, að neitt hefði gerzt milli okkar, sem þvi þurfti að valda, en mér fannst ég vera svo fátækur af orðum til að votta þér samúð mína vegna hins sviplega sonarmissis þíns. En hetjur lífsins þurfa ekki huggun. Hér var einum þeim manni að mæta, þess vegna varð handtak okkar venjulegt, þegar ég sá brosið, sem ég kannaðist svo vel við, leika um varir þér. Svona menn, eins og þú, skilja lífið, til- gang þess og afdrif. Eg hefði ósk- að að vera kominn í hóp góðra gesta, sem heimsækja þig í dag. Þú hefðir eflaust boðið mér að súpa á „Bammbaranum", og eitt- hvað hefði kannske verið bragð- meira í honum nú en þegar fóstri þinn sagði forðum, um leið og hann lyfti tjaldskörinni og rétti þér mjólkurílátið: „Súptu á Bamm- baranum, Runi“. En veigarnar af „Bammbaranum“ hans fóstra þíns reyndust þér hollar og gott vega- nesti út í lífið. Þú manst eftir sumrinu 1908. Við vorum þá í vegavinnu, fyrst í Suðursveit og síðar í Nesjum. Þá var gaman að lifa, þó að kjörin væru kröpp. Ekki var nú aðbúðin góð, sem við áttum, að vísu var tjaldið gott, sem við bjuggum í, það var líka allt og sumt. Ekkert rúmstæði, aðeins flet, sem við lág- um þrír og fjórir í. Fyrir framan það fengum við okkur borðstubba, til þess að rúmfötin færu ekki fram í skurðinn, sem tekinn var um endilangt tjaldið, svo að hæg- ara væri að sitja á fletinu, með því að hafa fæturna niður i skurð- inum. Þetta gat líkzt að sitja á rúmstokk. Nú lifa vegagerðarmenn við betri kost en þeir gerðu á okk- ar vegavinnuárum. — Er þáð ekki sýnishorn af bættum lífskjörum okkar þjóðar? Oft var glatt á hjalla þetta sum- ar. Talið barst að ýmsu hjá hin- um ungu menntamönnum, sem með okkur voru; og við hlustuðum eins og námsfús börn. Þá fóru kosningar til Alþingis í hönd, átti að kjósa um stærsta velferðarmál þjóðarinnar, sem þá var álitið. Það var um uppkastið svonefnda, eða stöðu íslands í danska veldinu. Þá var mörgum heitt í hamsi, meira að segja fór ylur byltingamanns- ins um okkar sál. Þá gátu allir ort að eigin dómi.------ Einu sinni sagði ég: „Þá er bezt að byrja ljóð og berja saman stöku“. Þá bætti einn af tjaldbú- um okkar við: „En þau verða ekki góð, af því mig vantar köku“. — Svona var nú kveðskapurinn. Þetta var satt. Hvorugur átti þá köku eða bragð af pottbrauði, hvorki ég eða þú. Það var eins og matarskortur- inn sækti samtímis að okkur báð- um, líklega höfum við miðlað hvor öðrum í lengstu lög. Það var hörð vist þá dagana, aðeins kaffi og skonrok. Dagana eftir og dagana fyrir þennan kveðling lifði ég í hálfan mánuð á skonroki, kaffi og sykri. Þá át ég sykurtoppinn á hálfum mánuði. Þyngd hans var tíu til ellefu pund. Eg held, að fæð ið hjá þér hafi ekki verið öllu fjölbreyttara. En það var letin meðal annars, sem gerði okkur svo harðbýlt. Við máttum koma út að Árnanesi til heiðurshjónanna Sig- ríðar Steingrímsdóttur og Sigurð- ar Péturssonar; og fá þar skyr og rjóma, en við nenntum ekki að ganga hálftíma vegalengd til að sækja þessa kjarnafæðu. Við nennt um ekki einu sinni að fara þangað með efni í brauð, sem við gátum fengið bákað. Og þau hjón. Sigríð ur og Sigurður, voru of stórbrotin og miklir gestgjafar til þess að fara að selja þennan greiða, sem okkur stóð til boða. Við vildum heldur svelta en sækja okkur fæði. En við nenntum að vinna, við töltum með kerruklárunum í fulla tíu tíma. Við vildum vinna fyrir þessum tveimur krónum og tíu aurum, sem þú fékkst meira í dagkaup. Allt okkkr líf þá snerist um að nurla saman aurum, ekki | fyrir okkur, heldur fyrir foreldra | okkar, nógar voru þarfirnar heima I fyrir þá. Foreldrar mínir keyptu snemmbæra kú fyrir hluta af sum arkaupinu mínu, hún kostaði 75 krónur, en dagkaup mitt var 2 kr. Eg hef því verið í 37 og hálfan dag að vinna fyrir kúnrii. Hvað er 16 ára unglingur nú lengi að vinna fyrir snemmbæru? Ætli það sé ekki öllu styttri tími? Svona er nú krónan okkar orðin verðlítil Anzi þótti okkur strákunum, sem vorum á sama aldri og þú, hart að fá tíu aurum lægra dagkaup en þú fékkst. Við sögðum, að þú gerðir ekki annað en tölta með kerruhrossið með malarvagninn í eftirdragi eins og við og ættir því ekki meira kaup. Við vissum samt hver orsökin var, en dugnað þinn vildum við ekki viðurkenna fram yfir okkar. Þú varst búinn að vera í vegavinnu eitt sumar áður. það reið baggamuninn um kaupgreiðsl- una, og það var okkar huggun. Manstu eftir haustdeginum, þeg- ar við fórum úr vegavinnunni? Þá stóðu tjöldin okkar við Laxá í Nesjum. Á hljóðum haustkvöld- um, þegar máninn skein og stjörn- urnai blikuðu, stóðum við úti fyrir tjaldinu okkar og hlustuðum á hinn létta árnið. Okkur fannst sem hann væri eitthvað að skrafa við steinana, sem hann svall á, en við skildum ekki það dulinsmál. Daginn, sem við fluttum, var veðrið heldur hryssingslegt fram- an af, en fór dagbatnandi er á leið. Enginn var fararskjótinn eða bíll- inn til að flytja föggur okkar til þess bæjar, sem gisting var ákveð- in, Hólum í Nesjum. Við urðum því að bera það, sem við höfðum meðferðis. Matarskrínurnar ^'bák- inu, en rúmfötin ’ögT acfrá'tataleppa í fynr. Ekki var byrðin þung, þó hvíldum við okkur þar, sem okkur fundust heppilegir staðir að tylla okkur niður. Einn þessi staður var Selhóll, þar sem bærinn Seljavellir standa nú og ráðunauturinn okkar býr. Meðan við hvíldum okkur á þessum stað, tókum við upp aur- ana okkar og töldum þá. Ekki man ég pú, hvað hvor okkar átti marg- ar krónur en ég átti 36 kr. í silfri. Það þótti mikil upphæð i þá daga ; að eiga slíka upphæð í skíra málmi. | Þegar við vorum staðnir upp og i héldum að Hólum, var haustkvöld- I iKramhaio a la -.iðui | Chevrolet smíðaár 1947 Báðir með palli og sturtum. Dodge Weapon, eldri gerð, en yfirbyggður. Upplýsingar gefur Bílaverkstæði Olíufélagsins h/f Reykjavíkurflugvelli. Vélritunarstúlka óskast * í Landspítalanum er laus staða fyrir vélritunar- stúlku frá 1. jan. 1962. Laun greiðast samkvæmt launalögum. Umsækjendur þurfa að hafa góða vél- ritunarkunnáttu — og æfingu, örugga kunnáttu á íslenzku máli auk nokkurrar kunnáttu í erlend- um málum. Umsóknir, með meðmælum ef fyrir hendi eru, sendist til skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 15 des: n. k. Reykjavík, 5. des. 1961. Skrifstofa ríkisspítalanna. LAUS STAÐA Tilraunastjórastaðan við tilraunastöðina Skriðu- klaustur í Fljótsdal er laus tiJ umsóknar. Staðan veitist frá 1. júní 1962. Laun samkvæmt VI. flokki launalaga. Umsóknir sendist Tilraunaráði jarð- ræktar, pósthólf 215, Reykjavik. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1962. Tilraunaráð jarðræktar. X*X*X*X-X-X*X«X‘X-X«X-X*X*X*X«X*X*X*X*X'X*' VETURINN VIRÐIST ætla að taka sér húsbóndavaldið snemma og beita fðstum tökum að þessu sinni. Þegar hafa komlð tvö áhlaup með stórviðrum, fannkomu norðan lands og frostl allhörðu um allt tand. Hér I höfuðstaðnum er kulda- steytingur dag hvern, norðan storm ur og frost allhart. Á Norðurlandi eru menn ekki búnlr að jafna sig eftir stórviðrið um dagtnn, enda er enn hriðarveður flesta daga, og erfitt að bera sig um, einnig sima- sambandslaust sums staðar, svo að menn vlta ógerla um ástandlð. í BRÉFI NORÐAN frá Lelrhöfn á Melrakkasléttu, sem skrifað er um mánaðamótin, segir t. d. svo: „Hér á Sléttunnl urðu mikll spjöll á veg- um i nýafstöðnum norðangarðl. Ýmsar skráveifur mun sjórinn hafa gert einstökum mönnum, en ekki höfum við fengið af þvi glöggar fregnir, þvi símasambandslaust hef ur verið um Sléttuna fram að þessu og mun sfmlnn hafa orðið hér mjög illa útl. Fjárskaðar munu ekkl vera teljandl, en þó hefur eitthvað far- iit. Brimi þessu er jafnað tll vetur- nóttabrimsins 1934, en það er það mesta, sem komlð hefur á þessari öld. Þó telja sumir, að þetta síð asta stórbrim hafi verið öllu meira". Þannig er sem sé umhorfs norð- ur á Sléttu stuttu eftir veturnæt- ur, og svlpaða sögu er að segja úr mörgum öðrum sveitum, eins og mönnum er vel kunnugt af frétt- um. Veturinn er setztur að völdum og lætur að sér kveða. EN ÞÓTT KALT SÉ HÉR á norður- hjara, er heltt suður I Mið-Afriku, og það í tvennum skllningl. Blað- inu barst f gær stutt bréf frá konu í Reykjavfk, serrt vikið hefur hugan um frá kuldanum hérna þangað suð ur og flnnst ástæða til að vekja at- hygli á síðustu fréttum þaðan. Það er um kunnlngja vorn Molse Tshombe í því svarta Kongó, sem hún vill ræða og segir: „JÆJA, ÞAR KOM að þvi, að Tshombe gaf sér tóm frá stjórnar- störfum heima f Katanga og brá sér til útlanda, enda erlndið brýnt Hann þurftl nefnilega tll S-Amerfku til að sltja þing Siðvæðingarhreyf Ingarinnar. og virðist auðsætt, að hvorugt geti án annars verið, sið væðingln og Tshombe, og ekkl sé þlngfært án slikrar slðgæðls- kempu. og þarf engan að undra Það er t. d. ekki ónýtt, ef hann vildi segja skilmerkilega frá þvi á þinglnu, hvernlg hann fór að því að senda Lumumba sáluga til himnarikls, þvl að samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar S. Þ. veitti Tshombe honum sjálfur vega bréfið af náð sinni og var sjálfur vlðstaddur brottför hans, þótt hinn siðvæddi 'elnræðlsherra hafl ekki verið margorður um þetta atvlk tll þessa. ÞÁ MUNDI ÞAÐ siðvæðingunni ekki Iftlll styrkur að Tshombe segðl el- lítlð frá þvi, hvernig á að villa svo- lítlð um fyrir flugvélum, sem flytja háttsetta embættisfhenn S. Þ. elns og Dag heitinn Hammarskjöld og jafnvel skjóta á slíkar flugvélar, eða þá hvernig hægf er að stinga nokkrum starfsmönnum S. Þ. í fang elsi, eða s<á til þess að nokkrlr flugmenn eða striðsmenn þeirra samtaka séu teknlr til fanga og hjálpað inn I eilífðlna. Eru taldar miklar líkur til, að þessi ágæti ein- ræðisherra verði gérður að heiðurs- félaga Siðvæðingarhreyfingarinnar, eða jafnvel æðsti forystumaður hennar, þar sem slíks manns er nú vant". Þetta segir reykvfska konan um siðvæðinguna og Tshombe, og skal engu við það bætt — Hárbarður. Á kínverskum, rúmenskum og búlgörskum list- munum i Snorrasal að Laugavegi 18 3. hæð er opin daglega frá kl. 2—10 e. h. Allir listmunirnir eru til sölu. Mál og menning. Vélbátur til sölu Höfum til sölu 80—90 smálesta bát. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFAN LAUGAVEGI 19. Tómas Árnason — Vilhjálmur Árnason, símar 24635 og 16307. f Hjartanlega þökkum vlð öllum þeim mörgu fjær og nær, sem auðsýndu samúð og vlnáttu við andlát og jarðarför föður okkar, Guðmundar Hanssonar, Akranesi. Börn og tengdabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.