Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 11
T.f MIN N, miðvikudaginn 6. desember 1961. 11 Heimsfrægi, i maðurinn Eigi alls fyrir löngu var þrem kúlum, hverri á eftir annarri, skotið á póstkassa fyrir utan snoturt, meðal- stórt hús í kanadisku sveita- þorpi. Eigandinn hringdi dauðskclkaður á lögregluna. — Nú eru þeir hér, þeir hafa fundið mig, hrópaði hann. Þrem mínútum síðar renndu þrjár lögreglubifreið- ir upp að húsinu. Og liðsauki var á leiðinni frá hinni frægu lögreglu Kanada, The Mount- ies. Það kom fljótlega í Ijös, að kúlurnar höfðu komið úr riffli, sem nokkrir drengir höfðu kom- ið höndum yfir. Þeir höfðu ekki hugmynd um, hver átti póstkass- ann, sem þeir höfðu valið að skot marki, og þaðan af síður hafði þeim dottið í hug, að þeir mundu hfæða eigandann svo mjög með uppátæki sinu. Nafnspjaldið á hurðinni segir okkur ekkert — maðurinn gæti heitið Brown eins og hvað ann- að, því að hann hefur heitið mörgum nöfnum síðast liðin fimmtán ár. Og vegna þessa at- burðar og þeirrar athygli, sem hann vakti, neyddist herra Brown enn einu sinni til þess að breyta um nafn, heimili, starf og vina- fólk. Aldrei óhultur Hver er herra Brown? Hann er sami inaður og hinn rússneski dulmálssérfræðingur Igor Gouz- enko, sem flúði frá sovézka sendiráðinu i Ottawa, kvöld eitt árið 1945. Það varð upphafið á mestu njósnaraleit allra tíma. .Voru þá meðal annarra teknir höndum vísindamennirnir þekktu, Nun May og Klaus Fuchs. Eitt af stærstu og flóknustu njósnara- netum Rússa var eyðilagt. Upp frá þessu hefur herra Brown, öðru uafni Gouzenko, verið nafnlaus, án heimilisfangs, án þekktrar fortíðar og — að eigin sögn — án framtíðar. — Ég get aldrei verið öruggur um frelsi mitt. aldrei öruggur um líf mitt, sagði hannf þegar hann að lokum hafði látið sannfærast um, að skotin höfðu aðeins verjð strákapör, en ekki gerðir leyni- legrar, sovézkrar lögreglu, sem hefði loksins tekizt að þefa hann uppi. — Þeir munu aldrei gefast upp, sagði hann. Það liðu ellefu ár, áður en þeir höfðu hendur í hári Troísky .... Sendur fil Kanada Gouzenko fæddist í Rússlandi árið 1919. Frá sextán ára aldri hafði hann verið meðlimur flokks ungkommúnista. Hann hafði mik- inn áhuga á arkitektur, en flokk- urinn taldi, að hinir óvenjulega miklu hæfileikar hans munðu koma að betri notum á öðru sviði. Svo að, eftir að hann hafði verið gerður að lisforingja í rauða hernum, var hann á hálfs árs námskeiði í dulmálstækni, og síð- an var hann í hálft annað ár í aðalstöðvum rússnesku uppplýs- ingaþjónustunnar í Moskva. Yfir- menn hans urðu sammála um það, að hann væri kjörinn til þess að þjóna þeim erlendis. En áður en hann var sendur út, var hann, án þess að hafa hugmynd um það sjálfur, undir stöðugu eftirliti i heilt ár. Hann stóðst þá raun með prýði og var sendur til Kanada með eiginkonuna og barn þeirra, sem þá var nýfætt. Þetta var um miðja heimsstyrjöldina síðari. Hann varð sem furðu lostinn af kynnum sínum af lífinu í hinum Silvana bregður sér í " " ! 'r.ii ie»rÞ’V)l^tf alqv- líki frægra perscma On þarna er hinn góði, gamli John Elizabeth Taylor — með allar fjaðr Wayne .... irnar sínar! Og þetta er Nehru, ekki satt? Og að lokum Silvana r mpanini — sem hún sjálfl vestræna heimi. Það var svo allt annað en það, sein hann hafði fram til þessa heyrt. Þegar hann hafði komizt yfir fyrstu undrun- ina, greip hann brennandi þrá eftir að losna frá starfi sínu og öllu saman. losna við þýðingar á dulmálsskeytum, sem að mestu leyti fjölluðu um njósnastarfsem- ina í Kanada, þessu landi, sem hann var orðinn svo hrifinn ai, og alla Kanadisku svikarana, sem nóg virtisl af, jafnvel í sjálfu þinginu. Hvarf úí um bakdyr í skýrslunni, sem Gduzenko gaf um þetta mikla njósnamál, segir svo: — Ég, Igor Gouzenko, óska eft- ir því af frjálsum vilja að gefa þennan vitnisburð. Þegar ég kom til Kanada fyrir tveim árum, varð ég þegar fyrsta daginn undrandi á því algera einstaklingsfrelsi, sem ríkir hér, en ekki í Rúss- landi. Engin áróðurslygi getur kveðið staðreyndirnar niður, og allar þær fölsku hugmyndir, sem komið hafði verið inn hjá mér, hrundu til grunna Gouzenko varð ljóst, þegar í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, að vinátta Bandaríkjanna og Sovétríkjanna var yfirborðs- kennd og mundi ekki standa lengi. Það kom í ljós, að honum vaið næstum ókleift að fá nokkurn til þess að sýna uppljóstrunum þeimN áhuga, sem hann hafði í huga að leggja fram. Hann reyndi hjá blöðum og á ríkisskrifs'tofum. Hann var viss um, áð Rússarnir mundu gera allt, sem í þeirra valdi stæði, til þess að koma í veg fyrir áform hans, og koma honum fyrir kattarnef. Til ör- yggis kom hann konu sinni og barni fyrir hjá nágranna sínum, fyrrverandi kanadískum liðsfor- ingja. Þegar hann varð var við, að gát var höfð á húsinu, hvarf hann sjálfur út um bakdyrnar, meðan kona hans var úti í garði að hengja upp þvott til þess að villa um fyrir þeim, sem voru að leita hans. Skömmu síðar reyndu fjórir menn að bijótast inn í hús- ið. Meðal þeirra var einkaritar- inn í sovézka sendiráðinu, Pavlov, sem einnig var yfirmaður MVD. Þá loks lagði kanadíska lög- reglan Gouzenko lið, og honum var komið á öruggan stað ásamt ^ínum mikilvægu skjölum. Þar með var steinninn oltinn úr stað. Gouzenko skrifaði bæk- ur, kvikmynd var gerð, og Gouz- enko hélt marga áhrifaríka fyrir- lestra í sjónvarp, með grímu fyrir andlitinu. Hingað til hefur aðeins ein mynd af honum verið opinberlega birt. Stöðugf gætt Og nú hófst algerlega ný til- vera fyrir Gouzenko, tilvera hins óþekkta og nafnlausa. Hann var ekki lengur sjálfstæður maður. í einni svipan var hann oi'ðinn heimsfrægur, hann hafði áhrif á heimssöguna, og bækur hans ollu róti, en um leið varð hann gersamlega óþekktur maður Nafn hans, heimilisfang og at- vinna er enn þann dag í dag full- komið leyndarmál. Fjórum sinnum hefur Gouz- enko skipt um nafn, sex sinnum hefur hann skipt um aðseturs- stað. Hann kallar sig ekki Brown, heldur ausíur-evrópsku nafni, svo að hinn sérstaki málhreimur hans fái eðlilega skýringu. I rauninni stundar hann enga at- vinnu. Hann lifir á þeim tekjum, sem hann hefur af bókum sínum og greinum, sem hann ski'ifar Eina myndin sem til er af Igor Gouzenko. öðru hyoru í blöðin. Auðugur kanadiskur verzlunarmaður læt- ur honum í té 100 dollara á mán- uði. Því hefur verið haldið fram, að hann fái styrk frá kanadiska ríkinu, en það er ekki rétt. Aftur á móti sér ríkið um, að hans sé stöðugt gætt. Hann lifir „einhvers staðar“ í Kanada ásamt konu sinni, Svatlana og tveimur börnum, 17 ára pilti og 15 ára stúlku. Auk þess býr hjá þeim leynílögreglúmaður, fjölskyld- unni til varnar. Hann er ætíð til staðar í húsinu. Eilífur feluleikur Það reynist erfitt að útskýra tilveru þessa leyndardómsfulla manns íyrir nágrönnum og kunn- ingjum. AUs konar sögur eru samdar því til skýringar. Leyni- lögreglumaðurinn, sem hjá hon- um býr, verður éinnig að segja algjörlega skilið við fortíð sína og fyrrverandi kunningja, og ekki hefur þétta mál orðið auð- veldara við það, að orðið hefur að skipta um gæzlumann þrisvar sinnum, eftir að atvik, eins og þegar skotið var á póstkassann, hafa komið fyrir. Og þá verður að búa til nýjar sögur til að skýra tilveru hans. Þurfi Gouzenko að hitta útgef- anda sinn eða einhvern annan, sér lögreglan um það. Hún til- kynnir viðkomandi, að „herra Brown muni vera að hitta á viss- um stað a vissum tíma“, og út af því má ekki breyta. Böinin þekkja ekki sögu föður síns eða hans rétta nafn. Þau halda, eins og margir nágranna þeirra, að hann sé einn af hinum fjölmörgu austur-evrópsku flótta- mönnum í Kanada. Sjálfur veit hann, að hann verður að halda áfram sinni skuggatilveru, svo lengi sem hanti lifir. Þegar hann flúði út um bakdyrnar með leyniskjöl sendiráðsins undir arminum, flúði hann um leið út í hinn ei- lífa feluleik. Kannizt þi8 við persónuna? Þetta á að vera Kennedy! Þið sjáið liklega strax að þetta er hún Jayne Mansfield!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.