Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 16
 : 1 Séð yflr uilnn A f Lidó T MHMkuéaginn 6. desember 1961. M9. Ua8. Kannske ég vinni einhvern tíma eiginmann í bingó, sagbi stúlkan, sem vann borðstofuhús- gögnin í jólabingói Framsóknarfélaganna. En vonandi þarf hún þá ekki aS bíba eftir því að Svavar Gests leggi blessun sína yfir vinninginn! Það var ung, ljóshærð stúlka, sem vann stærsta vinninginn, borð- stofuhúsgögn, í jólabingó Pram- sóknarfélaganna í Lídó síðastliðið sunnudagskvöld. — Blaðamaður frá Tímanum skundaði á fund stúlkunnar, sem heitir Elsa Schiöth Haraldsdóttir og vinnur í Tré- smiðjunni Víði og átti við hana eft irfarandi viðtal. — Hefurðu oft spilað bingó, Elsa. — Nei, þetta er fyrsta bingóið mitt og fyrsti vinningurinn minn. Það var algjör tilviljun, að ég fór í Lídó þetta kvöld. Ég gerði það bara til þess að gera eitthvað, og; það endaði svona vel. Við fórum fjögur saman og spiluðum á þrjú spjöld hvert og ég var svo heppin að fá vinning. Ég hélt alltaf í von- ina um að fá vinning og fékk líka það, sem síðast var spilað um, borðstofuhúsgögnin. — Þetta var agalega spennandi, en þó var það verst, þegar ég var búin að segja bingó og var kornin upp á sviðið með spjaldið mitt, þá þurfti ég að bíða, meðan Svavar Gests athugaði, hvort þetta væri rétt hjá mér, og það var, alveg hræðilegt. En svo var þetta rétt og ég fékk borð- stofuhúsgögn frá Húsgagnaverzlun Reykjavíkur, borð, sex stóla og borðstofuskáp. — Ætlarðu að eiga húsgögnin? — Já, ég ætla að eiga þau, en annars má ég líka skipta þeim ef ég vil. Ég var svo heppin, að frændi minn, sem er vörubílstjóri var þarna i Lídó, og hann ók þeim heim fyrir mig. — Ég var samt komin heim á undan honum og sagði mömmu, að ég hefði unnið stærsta vinninginn, en hún trúði mér sko alls ekki hún móðir mín og enginn heima fyrr en þau sáu húsgögnin, þá var ekki um að vill- ast. Svo voru heljar vandi'æði með borðið. Það er svo stórt, að það komst ekki í lyftuna, og við urðum að bera það upp alla stigana upp á fimmtu hæð, þar sem ég á heima I á Kleppsvegi 6. ! — Ætlarðu ekki að fara að gifta þig, svo að þú getir notað húsgögn- • in sjálf? — Nei, ég ætla alls ekki að gifta j mig strax og er ekki trúlofuð. I Kannske ég vinni einhvem tíma ■ eiginmann í bingó eða réttara sagt; hitti hann, þegar ég fer að spila. Annars vildi ég helzt vinna bíl, því að ég er með biladellu, og það er: líka mín atvinna að aka bíl, því. að ég er einkabílstjórinn hans Guð-; mundar hérna í Víði. Ég ek núna Ford Anglia, en | draumabíllinn minn er Falcon 1962, og yfirleitt hef ég áhuga fyr- ir öllum bílum nema Volkswagen. — Það hlýtur að vera sjaldgæft,' að stúlkur séu bílstjórar að at- vinnu. Likar þér starfið vel? — Mér líkar það alveg prýðilega, hef unnið hér í þrjá mánuði og ætla að halda því áfram. Ég fór í fyrsta ökutímann á afmælisdaginn minn, þegar ég var 17 ára og tók prófið skömmu seinna. — Ég á ekki langt að sækja þessa bíladellu, því að pabbi og annar bróðir minn eru bílstjórar á Hreyfli, og hinn bróðir minn ekur sendiferðabíl hjá Globus. Fjölskyldan er sem sagt öll bílstjóiar. — En mamma þín? — Nei,- en hún kann að sitja í bíl og er aldrei öruggari en í bíl hjá mér, þó að hún segi mór nú stundum að aka gætilega. — Þdð cigið þá væntanlega bíl sjálf? — Já, en þó ekki nema einn heámilisbil. — Fleiri áhugamál en bílar? — Eg hef áhuga fyrir öllu, hef satt að segja áhuga fyrir því að lifa. Eg hef til dæmis mikinn á- huga fyrir hestum og öll sveita- störf eiga mjög vel við mig. Ég var í kaupavinnu á Ingólfshvoli í Ölf- usi, og þar gerði ég allt milli him- ins og jarðar. Ég var oft á hest- baki og milli þess ók ég bæði stærðar vöiubílum eins og Dodge Weapon og litlum dráttarvélum. Svo hef ég líka mikinn áhuga fyrir íþróttuni og spilaði einu sinni handbolta í Fram. Annars hef ég verið í skóla fram að þessu og tók gagnfræðapróf síðastliðið vor, fi'á Gagnfræðaskólanum við Lindargötu. — Hvað ertu annars gömul? — Ég er 18 ára og þér er alveg óhsétt að segja frá því í blaðinu. En áfram með söguna, ég var í verknámsdeild og líkaði ágætlega. — Einnig hef ég mikinn áhuga á tónlist og hef lært þrjú síðastliðin ár á píanó hjá Ragnari Björnssyni og mér finnst hann sérstaklega góður kennari. Samt byrjaði ég að læra á orgel hjá Helgu Heiðar þegar ég var sex ára og vár hjá henni í þrjú ár. — Hver eru uppáhaldstónskáld- in þín? — Schumann og Tschaikowsky, en núna er ég að æfa Fantasíu impromptu eftir Chopin. — Ferðu mikið út að skemmta j þér? I Hin hamingjusama — Elsa Schlöth Haraldsdóttir Þótt Lídó sé stærsta veit- ingahús á landinu, dugir það ekki til, þegar þar er spilað fóiabingó Framsókn- arfélaganna. Konráð veit- ingamaður þar tjáði Tíman- um, að á sunnudaginn hefði hann orðið að vísa jafn mörgu fólki frá, eins og hægt var að hleypa inn. Það er því vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig, fyrsta sunnudaginn í nýju ári, en pá verður næsta bingó- skemmtunin. — Já, ég fer oft út og þá oftast á gömlu dansana, en ég sæki eng- an sérstakan stað og fer sjaldan í Lídó, þó að ég færi þangað af til- viljun á sunnudaginn. Svo lét ég líka innrita mig í Hjartaklúbbinn í fyrra, en ég fór svo sjaldan þang- að að ég var eiginlega ekkert með. Ég hafði alveg nóg að gera í skól- anum og píanótímunum. — Ef þú hefur svona mikinn á- huga fyrir bílum, hefurðu þá ekki líka áhuga fyrir flugvélum. — Nei, alls ekki, mér er frekar illa við flugvélar, hins vegar hefði ég ekkert á móti því að taka meira próf á bíl. Þá fengi ég að læra um vélina og ég hef brennandi áhuga fyrir því. — En segðu mér nú að lokum, heldur þú, að þú verðir ekki alltaf í bingó upp frá þessu? , — Nei, ábyggilega ekki. Það er að vísu ágætt að fá sextán þúsund krónu borðstofuhúsgögn fyrir níu- tíu krónur, en ég held að ég fái samt enga bingódellu vegna þess. Að svo mæltu vindur liún sér upp í bílinn sinn og sjálfsagt eig- um við oft eftir að sjá hana á göt- um Reykjavíkur í bifreiðinni R-10266. — Rag. Hún trúði mér alls ekki, hún móðir mín /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.