Tíminn - 28.11.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.11.1962, Blaðsíða 1
I V BUÐINGAB H £ I! DrÖl i.'LHRGDiR SÍÍSPHÍ!!! HF SÍM*23737 268. tbl. — Miðvikudagur 28. nóv. 1962 — 46. árg. SAU EKKI AÐ MORFINI HAFDI VERID STOLIÐ! BÓ-Reykjavík, 27. nóv. S. 1. sunnudag handtók lög- reglan ungan mann, sem hafði meðfer&'is tvö glös af morfíni og nokkur pilluglös með svefn lyfinu mebumal og mebumal- natri. Maðurinn var handtekinn, samkvæmt ábendingu, á veit ingastofu hér í Reykjavík, en þar hafði hann reynt að selja töflumar. Við rannsókn hefur komið í Ijós, að öllum þessum lyfjum var stolið úr apóteki í fyrra mánuði. Innbrotið í Framh. á 15. síðu 500 hafa farizt með Boeing 707 SILFUR LAMPI MB-Reykjavík, 27. nóv. Silfurlampahátíðin var hald- in í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, en hún er kennd við silfurlampa þann, sem Félag íslenzkra leikdómenda veitir þeim leikara, sem meðlimir þess telja að hafi sýnt beztan Ieik á undanförnu leikári. Það nýmæli var nú tekið upp, að atkvæði voru talin á hátíðinni sjáifri og opnaði formaður leik- dómendafélagsins, Sigurður Grímsson, umslögin á sviði Þjóðleikhúskjallarans og las tölumar upp. Steindór Hjör- leifsson hlaut Silfurlampann að þessu sinni. Hlaut hann 550 Framh. á 15. síðu. Mynd þessa tók Ijósmyndari Tímans, RE, af þelm hjónum, Stelndóri Hjörleifssyni og Mar- gréti Ólafsdóftur, er Steindór hafði veitt Silfurlampanum við- töku. NTB—Rio de Janeiro, Lima, 27. nóv. Flugvél af gerðinni Boe- ing 707 hrapaði til jarðar í dag og með henni fórust 97 manns. Er þetta í fimmta sinn, sem vél af þessari gerð ferst á þessu ári, og er tala þeirra, sem látizt hafa um 500. Vélin, sem fórst að þessu sinni var frá brazilíanska flugfélaginu Varig, og var á leið frá Rio de Janeiro til Los Angeles. Átti hún að lenda kl. 9:30 í morgun í Lima í Perú, en þegar hún var yfir borg- inni Pisco kl. 9:14 bað flugmaður- inn um leyfi til þess að nauðlenda, og heyrðist ekki til vélarinnar eft- ir það. Líklegt var talið, að vélin hefði hrápað til jarðar stuttu eftir að flugmaðurinn hafði tal af flugum- sjóninni, en það var ekki fyrr en seint í kvöld, að flugmaður á leit- arflugvél tilkynnti, að hann hefði orðið var við flak fjugvélar um 72 km. fyrir sunnan Lima. Vélin var gersamlega eyðilögð, og síðustu fréttir herma, að enginn hafi kom- izt lífs af. Vélin mun hafa rekizt á fjallshrygg og sprungið í loft upp í nánd við borgina Ciudad de Dies, skammt frá flugvellinum Lima-Tambo. Með vélinni voru 80 farþegar og 17 manna áhöfn. Meðal farþeg- anna voru landbúnaðarráðherra Perú, Jesus Melgar og forstjóri kúbanska landsbankans, Capeda Bomilla. Sex flugvélar og fjöldi skipa leituðu vélarinnar. Hér er um að ræða 5. flugslysið á þessu ári, þar sem Boeing 707- þota ferst og með henni fjöldi fólks. Stærsta flugslysið varð á Orly-flugvellinum í París í júní s.l., en þá fórust 131. Nokkrum dögum síðar fórst vél af sömu gerð við frönsku eyjuna Gouadelpupe í Vestur-Indíum og -með henni 111 rnanns. í marz-mánuði hrapaði Boeing 707 niður í íbúðarhverfi á Long Island í New York, stuttu eftir að hún hafði hafið sig til ílugs af Idlewild-flugvellinum. í það sinn létu 95 manns lífið. Og að lokum hafði verið komið fyrir dynamit-sprengju í vél, sem var á leið til Kansas City, og sprakk vél- in í loft upp og fjöldi manns fórst. I Sovét TJÓN I HAFROTI VIÐ GRSMSEY HÁLFRAR MILUÓNAR VERÐMÆTI SJOINN! BJ-Grímsey, 27. nóv. Hér gekk yfir ofsaveður af vesfri frá því í fyrrakvöld og til hádegis í gær. Muna menn hér vart annað eins veSur, enda olli það miklu tjóni, mun tjónið vart undir andvirði hálfrar milljónar króna, en enn hefur það ekki verið kann- að til hlítar. Verst var veðrið í fyrrakvöld og fram eftir degi í gær. Margir bátar lágu hér á legunni og voru tveir þeirra mjög hætt komnir, en sá þriðji, Ninna, fjögurra tonna bát- ur sökk. Báturinn náðist upp í dag og mun hann alveg ónýtur, enda er önnur síðan farin úr hon- um. Ninna var eign tveggja manna hér, Hannesar Guð'mundssonar og mestu, þótt illa liti út um tíma, nema hvað stýri brotnaði af ein- um. Sjógangur var geysilegur, eins og vænta mátti. Margar síldartunn- jc t- r-.- , 5 i ur. sem geymdar voiu niður við Alfreðs Jonssonar. Eins og fyiT | 6 J segir, sluppu hinir bátarnir að Framh. á 15. síðu. ekki kafbáta NTB-Condon, 27. nóv. Sovétríkin liafa nú yfir að ráða 12 kjarnorkuknúnum kafbátum, en árlega eru þar í landi framleiddir fimm eða sex nýjir kafbátar, að því er segir i brezka ritinu Jane, sem flytur upplýsingar um herskipastól heimsins. Þrjár nýjar tegundir kjarn orkukafbáta hafa komið fram i Sovétríkjunum. Er hér um að ræða kafbáta út- búna fjarstýrðum eldflaug- um og kafbáta, sem sérstak Iega eru ætlaðir í árásarher- ferðir. Alls eru í eigu Sovét ríkjanna 30 kafbátar, sem þannig eru útbúnir, að hægt er afi nota þá til þess að skjóta eldflauguin, og tíu bátanna eru kjarnorkuknún- ir. Heildartala sovézkra kaf- báta mun vera 465, en til samanburðar má nefna það, að Bandaríkin eiga aðeins 176 kafbáta, en 26 þeirra eru kjarnorkuknúnir. Sam- kvæmt áætlunum Bandaríkj anna munu þau hafa yfir að Frainh á 15. slðu Postafen og fóstureyðingar BAKSÍÐA i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.