Tíminn - 28.11.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.11.1962, Blaðsíða 14
■ Rosemarie Nitribitt Erich Kuby: 29 ekki lengur sett sig á háan hest. En það er ekki gott að segja, hvað hún gerir. Ef ég fyndi hana í rúminu hjá einhverjum slordóna, mundi hún sennilega klæða sig í náttkjólinn á augabragði og segja: „Hvers vegna bankaðirðu ekki, Al- fons?“ „Ertu vanur að berja að dyrum, áður en þú ferð inn í svefnher- bergið hennar?" spurði Rosemarie. Hún hafði gaman af að heyra um mennina og konur þeirra, og það var auðheyrt', að Bruster hafði heldur ekkert á móti því að tala um þetta. „Nei, það verður áreiðanlega bið á því“, sagði Bruster. „Ég verð þá orðinn langt leiddur, ef ég geri það. Þú vilt alltaf tala um eitthvað annað en ég er að spyrja þig um. Ætlastu til að ég trúi því, að hann hafi gefið þér sportmólel- ið að skilnaði?“ Rosemarie kinkaði kolli. Bruster horfði vantrúaður á hana. „Þetta er svo vitlaust", sagði hann. „Það er ekki nokkur maður svona mikið fífl. Ef hann hefur rokið á dyr, af því að hann var afbrýðissamur, hefur hann ekki gefið þér átján þúsund. Konrad Hartog er skrýtinn fugl, það veit ég vel, en svona vitlaus er hann ekki“. „Hann var búinn að lofa mér því að gefa mér bílinn sinn, þegar hann væri orðinn gamall. Og nú er hann farinn, svo að hann varð að . . . “ „En þetta er ekki bíllinn hans. Þelta er splunkunýr bíll, og bíll- inn hans er hreint ekki gajnall. Ég veit vel, hvað hann er búinn að aka á honum marga kílómetra. Við vorum að tala um það nýlega, — hann og ég. Þú steinlýgur þessu öllu saman“. „Trúðu því, sem þig langar til“, sagði hún. „Ég get bara sagt þér það, að hann ætlaði að verða brjál • aður, þegar hann fann bókina“. J „Reif hann úr henni þetta blað?“ | „Já, ég límdi það aftur saman með límbandi. Hann sagðist ekki koma aftur, og nú sit ég hér með allt á minni könnu. Og allt saman þér að kenna“. „Stilltu þig!“ sagði hann. „Sit- urðu hér með allt á þinni könnu! Það er aldrei! Lét hann þig ekki hafa íbúðina? Færðu ekki að halda henni? Og svo er þelta ekki búið að standa nema í átta vikur. Aum- ingja Hartog! Það hefði komið sér betur fyrir hann, að ég hefði ekki látið miðann detta hjá Palace Hót- el kvöldið góða. En þú þarft ekki að kvarta yfir neinu við mig, — lánið hefur leikið við þig. Ef eitt- hvað er mér að kenna eða þakka, þá er það þessi hundaheppni þín, — að þú skyldir lenda í klónum á öðrum eins bölvuðum asna. Ég skil þig ekki. Nú áttu bíl — og það engan sóðabíl, — íbúð og . . .“ Hann opnaði bókina aftur. „Og fjögur þúsund átta hundruð tuttugu og sjö mörk. Ég er hissa á, að þú skyldir ekki skrifa niður pfenningana líka!“ „Þeir voru engir“, sagði hún. „Og svo ertu ,að kveina og kvarta! Þú átt enn eftir alla pen- ingana, sem þú fékkst frá mér og meira að auki“. „Já, en ég hef ekkert, sem ég get treyst á lengur. Hvað veit ég, hvort þú kemur oftar?“ „Ég á eftir að koma oftar, íjúf- an“, sagði hann, „en ég er enginr. Hartog. Ég heimta ekki af þér, að þú sitjir hér og prjónir peysur, meðan þú ert að bíða eftir mér. Ég botna bara ekkert i þér Þú hefur að minnsta kosti pógan tíma. Ef ég hefði allan þann tíma, 'Sem þú hefur til umráða, gæti ég stofnað nýja verksmiðju á hverju ári. Það eru reyndar ekki nema tuttugu og fjórir tímar I sólar- hringnum, en þú getur gert hvað sem þér sýnist með þá, og hvern- ig notar ÞÚ þá svo? Þú notar þá áreiðanlega sáralítið. Ég veit, hvernig þú eyddir tímanum á leið- inni hingað áðan. En þú hefur verið heppnari en manni gæti dott ið í hug. Spurðu mig ekki, hvers vegna, — svo aðlaðandi ertu þó ekki. En augun ætluðu gersam- lega út úr hausnum á þessum náungum áðan. Sástu þennan í ameríska bílnum með Dusseldorf- númerinu? Ef þú hefðir verið ein, hefði hann ekið á eftir þér ínn í rúm“. Umhugsunin æ'Sti Brustcr upp. Hann þreif til Rosemarie og dró hana til sín. „Komdu þá,“ sagði hún, ,,en gleymdu ekki ræðunni þinn: á bandinu.“ ÞEGAR BRUSTER kom auga á ónotað tækifæri eða góðan hlut, var hann ekki í rónni, fyrr en hann hafði notað það til hins ýtr- asta. Hann sá í huganum glæsi- legt fýrirtæki, — nafnið „Rose- marie“ á skil i með stórum stöf- um, — öll húsakynnj gfampandi björt og fáguð með nýtízkulegum innréttingum — og heila rög af viðskiptavinum, — psningana streymandi í kassann eftir fasiri verðskrá. „Þú getur ekki grætf neitt hér“, sagði hann seinna. „Þú finnur ekki annan Hartog. Þessr íbúð er all: of langt frá miðbæn- | um . . . og þar að auki geturðu I ekki boðið upp á svona herbergi". I „Hvað er að því?“ „Sérðu það ekki?“ sagði hann. „Það er svo gamaldags. Ef þú hefð ir haft eldgömul húsgögn, — ósvikin, franska forngripi frá tím um Loðvíks 15., hefði það veriö sök sér. En það hefði samt ekki verið gott. Þú verður að búa íbúð- ina húsgögnum, eins og eru á þess- um glæsilegu heimilum viðskipta- vina þinna“. „Hvernig er heima hjá þeim?“ ■spurði Rosemarie. Hún var góður nemandi og hlustaði með opin eyru á allt, sem Bruster kenndi henni. Hún átti eftir að hitta fyrir einn kennarann enn, þann þriðja. Har- , tog, sá fyrsti, gerði sér snðvitað ekki grein fyrir hlutverki sínu. Nú var röðin komin að Bruster, og á næstu mánuðum átti hann effir að taka hana í marga einkatíma. Kennarar hennar voru að því leyti ólíkir mörgum öðrum kennurum, að þeir kenndu henni ekkert nema það, sem þeir sjálfir voru meist- arar í, en það er meira en hægt er að segja um alla kennara. Auk þess var það óvenjulegt við kennsl una, að hún fór fram í rúminu, án þess að álit og myndugleiki kenn- arans biði við það nokkurn hnekki. En í sinni eigin sérgrein lærði hún ekki neitt, og fékk enga til- sögn, og í þeirri grein vildi hún ekkert læra, — sjálfri listinni að elska. I-Iún lét ekki í ljós neina löngun til að auka hæfni sína í þessari einu lis'grein, sem hún 1 stundaði greinilega sem atvinnu og álitið var, aö hún ætti vel- gengni sína á fjármálasviðinu að þakka vegna sérstakra hæfileiki. Af vi'jskiptavinum sínum lærði hún ekki annað en nauðsynlegustu undi;stö„uatriði í þeim efnum. Ofiasi nær voru þeir jafnfákunn- andi og hún sjálf. Suður-amerískur serd r. ðsmaður var einu sinni að rej na að kenna henni nokkur vin- sæl og algeng rekkjubrögð, sem j mikið voru tíökuð í heimalandi hans, en hún sýndi þeim engan sér I stakan áhuga. Fles um viðskipta- vinum hennar fannst hún nógu góð, eins og hún var, og yfiricitt , var hún ekkert gefin fyrir að draga hlutina á langinn. Þvert á rnóti j fannst henni hún hafa verið hiunn ! farin með óþarfahangsi, þegar hún á annað borð var búin að átta sig á þvi, hve tíminn er dýrmætur. Ef hún heföi stundað einhvers konar verzlun eða viðskipti, sem hið opinbera hefði átt hægt með 16 og hún fylltist þrá eftir þeim. Hún hafði harmaS mjög að skilj? við blessaðan hestinn sinn, hanr hafði verið það eina, sem hún átt/ sjálf á Newcro’ss. — En í júní, sagi hún við sjálfa sig, — í júní ætla ég að kaupa Hvítstjarna — jafnvel þótt frændi hafi látið sem hann væri gjöf, og ég skal ekki þrefa um verðið. Hún réis upp og fór í morgun- kjólinn eins og lafði Wade hafði mælt fyrir. Svo gekk hún niður á fyrstu hæð til að snæða morgun- verð. En eina manneskjan, sem hún sá, var þjónustustúlka, sem var að láta kol í arininn í dag- stofunni. En þótt það væri mjög kalt í herberginu, sagðist hún hafa fengið boð um að kveikja ekki upp. — Lafðin hefur gefið fyrir- mæli um, að það megi ekki kveikja upp fyrr en klukkan tólf, þá kem- ur hún sjálf niður, sagði hún við Horatiu, sem.stóð og neri saman höndum til a’ð hlýja sér. — Ha? Ekki einu sinni, þegar gestir eru í húsinu? sagði hún undrandi og brosti til stúlkunnar. — Við höfum aldrei gesti hér, 'svaraði hún. — Þér eruð sá fyrsti. — Jæja, jæja, mig langaði satt að segja í eitthvað að borða, ég er banhungruð. Þjónustustúlkan leit full samúð- ar á hana. — Lafðin er sparsöm á matinn eins og annað, sagði hún, — en þar sem hún er ekki komin á fæt- ur, skal ég vita, hvað ég finn. —, Og ef þú gætir töfrað fram eittyvað annað en brauð, ost og öl, myndirðu gleðja mig mjög, sagði Horatia, -r- ég get ekki hugsað mér meira af slíku í bráð. Stúlkan kom skömmu síðar með matarbakka, sem á var kalt kjöt, tvö söðin egg og rjúkandi kaffi- bolli. Horatia snæddi af beztu lyst, og þar eð ekki var notalegt að vera í húsinu, fór hún upp aftur, klædd ist fötum Bettyar og fékk sér góða gönguferð út { borgina. Það var heppilegt, hugsaði hún, meðan hún horfði áhugasöm í kringum sig á götum Lundúnar, þegar hún var klædd fötum Betty- ar þurfti hún enga fylgdarkonu til að geta farið út. Og hún var ekki svo lagleg, að hún drægi að sér nokkra athygli. Lafðin gat ekki amazt við göngu ferðum Horatiu fyrri hluta dags- ins, en eftirmiðdagana varð hún að helga lafðinrii. Fyrstu vikuna fann lafðin ýmislegt handa henni að gera. Staflar af rúmfatnaði, sem þurfti að gera við, hreinsa þurfti búr Pollýar, og knipplinga- hettur lafðinnar skyldi þvo og stífa — hið síðast nefnda var verst af öllu. Og svo kvöld nokkurt í marz- lok, skömmu eftir að hún hafði gengið til náða, heyrði hún, að einhver kom inn í húsið og skömmu síðar rödd hr. Crank- crofts. Hann virtist í uppnánji. Hún hafði hitt hr. Crarikcroft einu sinn og hafði alls ekki líkað, hvernig hann virti hana fyrir sér yfir gleraugun. Hún hlustaði af öllum kröftum, ef ske kynni, að j hún heyrði, hvers vegna hann kæmi í heimsókn til systur sinnar á þessum tíma kvölds. En hann var leiddur inn í setustoíuna og hurðinni lokað. En þegar hún kom niður í dag- stofuna til morgunverðar, varð hún hissa á að ájá, að það hafði verið lagt í arininn og að fyrir framan eldstæðið sat ungur maður og fletti blaði. Hann lagði í flýti blaðið frá sér, þegar Horatia kom inn og reis upp. G — Aha! Ungfrú Pendleton, geri ég ráð fyrir? Unga stúlkan, sem var svo vingjarnleg við frænku mína á leiðinni frá Sussex. Hann horfði á Hpratiu með óduldum áhuga, en á svo tilgerðarlausan og hreinskilnislegan hátt, að hún gat ekki fyrzt við. — Mér þætti fróðlegt að vita, hvað þér gerðuð fyrir gömlu nornina? Aldrei hef- ur mér verið boðið að búa hjá henni, og er ég þó guðsonur henn ar. Ekki svo að skilja, að ég hefði þegið það. Ég er matmaður og geðjast ekki að því að svelta Hann tók eftir, hversu fegin hún varð að ganga að hitanum og sagði: — Er yður kalt, ungfrú Pendle- ton? — Ekki hérna í hlýjunni, sagði hún brosandi. — Eigið þér við, að það hafi ekki verið hitað upp hérna inni síðan þér komuð? — Tja . . Horatia var vand- ræðaleg. — Það er kominn marz . . . og það er ekki beint vetrar- mánuður . . ekki eins og janúar og febrúar á ég við. Og ég er ekki kulvís. — Ekki það? Þá hafið þér þykkara skinn en ég. Og þar sem hér er enginn, sem getur kynnt okkur, er bezt, að ég geri það sjálfur. Hann hneigði sig djúpt fyrir henni. — Ég er Hudson Crankcroft — bróðursonur lafði Wade — yðar auðmjúkur þjónn. Horatia hafði heyrt svo mikið um guðson lafðinnar, að hún hafði búizt við, að hann væri einhver blanda af hinum ógeðfellda föður hans og hinum andstyggilega Rankin kafteini. En hann var svo ólíkur því, sem hún hafði búizt við, að henni féll vel við hann frá fyrstu stundu. Hann var myndarlegur maður, í meðallagi hár, hafði dökk, glettn: isleg augu og hann talaði hrattj og glaðlega. Auk þess virtist hann hreinskilinn og góðlegur, og það kunni Horatia alltaf að meta. Ef hún hefði átt bróður, hefði hún gjarnan viljað, að hann væri svip-| aður þessum unga manni. — Þér heitið óvenjulegu nafni, ungfrú Pendleton, ef mér leyfist að segja það. Ég geri ráð fyrir, að foreldrar yðar hafi dáð Nelson? ! sagði hann, þegar morgunverður- inn var borinn fram. Hún sagði honum frá föður sín- um, sem hafði verið í þjónustu hetjunnar, en hún var annars hug ar og undrandi yfir matnum, sem borinn var fyrir hana. Það var silfurfat með loki, kaffi kanna, bollj með sykri, nýbakað brauð og smjör, og Josiah var svO| virðulegur, að það var eins og. hún væri lafðin sjálf. En hún missti samt matarlyst- ina, þegar Hudson sagði: — Ungfrú Horatia Pendleton. Þegar ég sagði, að það væri óvenju legt nafn, átti ég aðeins við, að maður gleymir því ekki aftur. Hann rétti að henni blaðið. — Leyfið mér að sýna yður þetta, ungfrú Pendleton. Og þarna las Horatia eftirfar- andi klausu: „Ungfrú Horatia Pendleton, ung stúlka, sem búið licfur hjá frænda sínum, hr. Ratby á Newcross — sem jafnframt er fjárhaldsmaður hennar, kom nýlega ættingjum sín um rækilcga á óvart með því að hverf.a frá óðalinu einn góðan veð urdag án þess að láta uppi, hvert för væri heitið, Ekki er búizt við, að hún hafi flúið með karlmanni, né heldur að hér hafi verið um rómantískt ævintýri að ræða, en frændi hennar óttast, að ejtthvað hafi komið fyrir hana. Ungfrú Pendieton er rúmlega meðalkven- maður á hæð, með Ijóst hár og skarpa andlitsdrætti. Hún er senni lega klædd brúnum kjól með sjali, brúnum hatti mcð flauelsbandi og skinnmúffu, oig herbergisþerna licnnar, Betty. Molloy, er í fylgd með henni“. — Skarpa drætti! hrópaði Horatia og virti andlit sitt fynr sér í speglinum. — Jæja . . . það er kannske rétt. — Þetta er alröng lýsing, sagði ungi maðurinn. 14 T í IVII N N , miðvikudaginn 28. nóvember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.