Tíminn - 28.11.1962, Page 7

Tíminn - 28.11.1962, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarin-ison (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þor;teinsson FuIItrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjéri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu Afgreiðsla. auglýsíngar og aðrar skrifstofur i Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Af. greiðslusími 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- Iands. í lausasölu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — v» Uppljóstran Aka Um langt skeið hefur ekki annað mál vakið meiri at- hygli en sú uppljóstrun Áka Jakobssonar í viðtali við Mbl., að kommúnistar hafi átt þess kost að fá embætti dómsmálaráðherrans, þegar nýsköpunarstjórnin var rnynduð haustið 1944, en þeir sjálfir ekki viljað það. Þar mun að líkindum hafa ráðið það sjónarmið, að Brynjólf- ur Bjarnason mun hafa talið annað ráðherraembætti veita ámóta lykilstöðu, en hefði þann kost til viðbótar, að þar væri auðveldara að vinna í kyrrþey og sá hinum þýð- ingarmestu fræjum. Þetta var embætti menntamálaráð- herrans, en því fylgir yfirstjórn allra uppeldismála og menntamála í landinu. Það hefur lengi verið ljóst öllum, sem eitthvað hafa fylgzt með málum, að forkólfar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki veigrað sér við því að bjóða kommúnistum góð boð, þegar þeir hafa talið sig þurfa á liðveiz'lu þeirra að halda. Þeir buðu þeim stjórnina í Dagsbrún og Alþýðusambandi íslands meðan verið var að brjóta niður áhrif Alþýðu- flokksins þar. Þeir buðu þeim vorið 1942 að ráða stefn- unni í verðlags- og kaupgjaldsmálum, ef þeir vildu styðja minnihlutastjórn Ólafs Thors, og hlauzt af því tvöföld- un dýrtíðarinnar á 8 mánuðum. Það var og vitað, að þeir höfðu boðið þeim hin beztu kjör, þegar nýsköpunar- stjórnin var mynduð. Gæðingar Sjálfstæðisflokksins vildu allt til að vinna, að flokkurinn væri í stjórn, meðan verið væri að sóa stríðsgróðanum. Það vissu menn þó ekki áð- ur, að þeir hefðu gengið svo langt, að bjóða kommúnist- um sjálft dómsmálaráðherraembættið og þar með gæzlu laga og réttar í landinu — betta mikla vald sem komm- linistar notuðu sér fáum árum síðar í Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi og víðar til þess að brjóta andstæðinga sína á bak aftur og fullkomna yfirráð Rússa. Sjálfstæðisflokkurinn þóttist á þessum árum ekki síður vera mikill andstæðingur kommúnista en hann þykist vera það nú. Skammir um kommúnista í Mbl. voru jafn- vel öllu rosafengnari en þær eru nú. Samt hikuðu' forkólfar Sjálfstæðisflokksins ekki við það að bjóða kommúnistum lyklavöldin í þjóðíélaginu, ef það tryggði samstarf við þá um sóun stríðsgróðans. I Þessi afstaða Sjálfstæðismanna er óbreytt enn. Þrátt fyrir stóryrðin og glamrið í Mbl. eru' þeir alltaf reiðu- búnir til að taka höndum saman /ið kommúnista, ef þeir telja sér minnsta hag í því. Þar er skemmst að minna á hið sameiginlega verkfallsbrölt Rjarna Benediktssonar og Einars Olgeirssonar sumarið 1958, þcgar þeir unnu að því að fella vinstri stjórnina. Upp úr því spratt svo hin innilegasta samvinna þeirra félaga' á árinu 1959, þegar þeir stóðu saman að kjördæmabyltingunni. Á sum- srþinginu 1959 var þetta áréttað með því. að kommún- istar studdu Bjarna sem forseta sameinaðs þings og Sjálfstæðismenn studdu Einar sem forseta neðri deildar. Enn í dag eru þeir Ólafur og Bjarni að endurgjalda þenn- ?n stuðning, sbr. kosninguna i Norðurlandaráð og Sogs- Etjórn. Það er því ekki hægt að hugsa sér meiri hræsni og óheilindi en þegar menn eins og Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson eru að láta blöð sín skrifa gegn kommúnist- um og vara við þeim Hvenær sem er. eru þeir Ólafur og Bjarni reiðubúnir til samstarfs við þá. ef þeir álíta það Sjálfstæðisflokknum eitthvað tii hagsbóta. Það sýnir feynslan fvrr og síðar Og vissulega sést það bezt. hve alvörulaus þessi /commúnistaskrif Mbl eru. begar það er jafnhliða upp iýst. að forkólfar Sjálfstæðisflokksins hafi verið *,eiðu búnir til að fela kommúnistum gæzlu laga og réttar i iandinu. Macmillan stendur höllum fæti Kosningarnar á fimmtudaginn urðu nýtt áfall fyrir hann SÍÐASTLIÐINN fimmtudag fóru fram aukakosningar í fimm kjördæmum j Bretlandi. Það er sjaldgæft, að svo marg- ar aukakosningar fari fram sam tímis í Bretlandi og voru þær því oft nefndar litlu kosningarn ar. Með því var gefið í skyn, aS þær væru annað og meira en venjulegar aukakosningar, held ur nálguðust það meira að vera í líkingu við allsherjarkosning- ar, a. m. k. hvað það snerti að gefa mynd að afstöðu kjósenda. Úrslita kosninganna var af þessum ástæðum beðið með tals verðri eftirvæntingu. í auka- kosningum, sem höfðu farið fram síðastl. vetur og vor, hafði íhaldsfloklcurinn tapað miklu fylgi, Verkamannaflokkurinn haldið velli, en Frjálslyndi flokkurinn unnið mikið á. Spurningin snerist nú um það, hvort þessi þróun myndi hald- ast áfram. SÍÐAN NÆSTU aukakosn- ingar á undan höfðu farið fram, hafði það gerzt, að allir flokk- arnir þrír höfðu haldið flokks- þing sín. Öll höfðu þessi þing verið vel heppnuð. Frjálslyndir héldu þing sitt fyrstir og kom þar fram mikill sóknarhugur. Jafnframt markaði flokkurinn sér stórum róttækari stefnu í innanlandsmálum en áður. Hann lýsti áfram fylgi sínu við -TnngðngiiTBreta í EBE. Flokks- þing Verkamannaflokksins kom næst og ríkti þar meiri eining en um iangt skeið. Það stafaði ekki sízt af því, að Gaitskell formaður flokksins, tók þar miklu ákveðnari afstöðu til EBE en hann hafði áður gert. Flokkurinn sameinaðist um þá stefnu hans, að Bretar ættu því aðeins að ganga í EBE, að hags- munir þeirra og samveldisland anna yrðu betur tryggðir en stjórnin ætlaði að sætta sig við, og jafnframt yrði það tryggt, að Bretar fengju áfrarn ráðið utanríkisstefnu sinni. íhalds GRIMOND, — flokkur hans jók mest atkvæðamagn sitt. flokkurinn hélt svo seinastur flokksþing sitt. Þar tókst Mac millan að fá lýst eindregnum stuðningi við stefnu sína varð andi EBE. Á flokksþinginu kom fram miklu mejri einhugur og einbeitnj' en menn höfðu al mennt búizt við eftir ófarirnar í aukakosningunum undanfar ið. Eftir flokksþingin var þaf spá margra. að fhaldsflokkur GAITSKELL, flokkur hans vann tvö þingsæti. inn myndi heldur rétta við i næstu aukakosningum. Hann væri kominn upp úr mesta öldudalnum. Verkamannaflokk urinn stæði í stað eða bætti heldur afstöðu sína. Hins veg ar þótti vafasamt, hvort Frjáls- lyndi flokkurinn myndi halda áfram að vinna á. íhaldsmenn ráku mjög þann áróður, að hann væri jafnvel orðinn öllu meiri vinstri flokkur en Verka- mannaflokkurinn, og því gætu andsósfalistar ekki lengur veitt honum stuðning. BARÁTTAN í öllum kjör- dæmunum var mjög hörð, ef miðað er við aukakosningar. í áróðrinum bar mest á ýmsum sénnálum kjördæmanna og stefnunni í innanlandsmálum Afstaðan til EBE blandaðist ekki verulega inn í kosninga baráttuna, því að enginn flokk anna virtist æskja þess að láta það verða aðalmálið. Undan- teknjng varð þó í einu kjör- dæmi, þar sem óháður íhalds- maður bauð sig fram sem and- stæðing þátttökunnar { EBE. Verður nánara vikið að því ^íðar. Þegar kosningabaráttunni lauk, stóðu spárnar þannig, að íhaldsflokkurinn myndi halda velli í fjórum kjördæmum, sem eru nánast talin sveitakjör dæmi, en tapa í einu þeirra. sem er í Glasgow. Þar var spáð sigri Verkamannaflokksins, m a. vegna atvinnuleysis, sem nú fer vaxandi í Skotlandi. ÚRSLITIN í aukakosningun um þessum urðu svo þau, að þau sýndu nokkurn veginn sömu þróun og í aukakosning unum fyrr á árinu. íhaldsmenn töpuðu mikiu fjdgi í þeim öll um og misstu þingsætið í tveim ur þeiria Jafnaðarmenn héldu sæmilega velli. en bæ'tu ekki atkvæðatöiu sína að ráði. þóit þeir ynnu tvö þingsæti. Frjáls Ivndi flokkurinn jók hins vegai yfirleitt atkvæðatölu sína líkt og áður Því fór þess vegna fjarri, að sigurganga hans væri stöðvuð Það virðist nú enn Ijósara en áður, að íhalds- flokknum stafar mest hætta frá honum. íhaldsflokkurinn tapaði þing sæti lil Verkamannaflokksins ■ Glasgow. eins og spáð hafði verið Hinu þingsætinu tapað' hann hins vegar í því kjördæmi þar sem hann hafði þótt sigur vissastur, Dorseth South. f sein ustu kosningum fékk frambjóð andi íhaldsflokksins þar 22,050 atkvæði, frambjóðandi Verka- mannaflokksins 15.357 atkv. og frambjóðandi Frjálslynda flokksins 6.887 atkv. Nú sigr- aði hins vegar frambjóðandi Verkamannaflokksins með 13.783 atkv., frambjóðandi íhaldsflokksins fékk 13.079 at- kvæði og frambjóðandi Frjáls- lynda flokksins fékk 8.910 at- kvæði. Auk þess fékk svo óháð ur íhaldsmaður, er bauð sig frarn sem andstæðing aðildar að EBE, 5057 atkv. Það var raunverulega framboð hans, sem felldi frambjóðanda íhalds flokksins. Það kom mjög á óvart, hve mikið fylgi h»nn fékk, og þykir það bezt sýna. hve sterk sé andstaðan innan íhaldsflokksins gegn EBE. Flokksforustan er nú mjög sögð óttast slík sprengifram- boð, og því þykir nú víst, að hún muni alls ekki efna til alls- herjarkosningar næsta vor eða áður en gengið verður frá samningum við EBE, en slíkt þótti ekki ólíklegt, ef úrslitin i þessum aukakosningum hefðu orðið íhaldsflokknum hagstæð- ÚRSLIT þessara kosninga þykja nýr og mikill ósigur fyrir íhaldsflokkinn og þó sérstak- Iega mikill persónulegur ósig- ur fyrir Macmillan. Eftir ósigr- ana fyrr á árinu gerði hann miklar breytingar á stjórn sinni en þær virðast ekki hafa breytt neitt viðhorfi kjósenda. Mörg blaðanna sögðu þá, að ekki myndi nægja minna en að BUTLER, tekur hann viS af Macmillan? Macmillan færi sjálfur. Eftir kosningarnar á fimmtudaginn eru þessar raddir enn háværari en áður Macmillan má áreið- anlega ekki verða fyrir öllu frekari áföllum. ef hann á að halda velli Líklegasti eftirmað ur hans. ef ekki kemur til kosn inga áður, er nú sem fyrr tal inn Richard Butler. Sennilegt þykir, að úrslit kosninganna hafi þau áhrif á samnjngana við EBE, að Mac millan telji sig þurfa að ná hag kvæmari skilyrðum en ella i þeim efnum blæs þó vart byr lega hjá honum Nýlokið er þingkosningum i Frakklandi þar sem de GauIIe sigraði glæsi lega. Umboð það mun ekki gera hann undanláissamari i samningum við Breta. — ÞÞ X í MIN N , miðvikudaginn 28. nóvember 1962 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.