Tíminn - 28.11.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.11.1962, Blaðsíða 2
Nýlega opnaði Eðvald Hinriks- son, fþróttakennari, finnskt gufu- bað í Hátúni 8 í Reykjavík. — í gufubaðijiu geta gestirnir einnig fengið nudd. Gufubaðið er opið aðra virka daga en laugardaga frá klukkan níu að morgni til klukkan tíu að kvöldi, en nudd er hægt að fá til klukkan sjö, á laugardögum frá klukkan 9—17 og sunnudög- úm frá klukkan 9,30 til hádegis. Eðvald til aðstoðar er kona hans, Sigríður Bjarnadóttir. Myndina tók ljósmyndari Tímans, RE, af fyrstu gestunum, Páli V. G. Kolka lækni og Benedikt G. Waage fyrr- verandi forseta ÍSÍ. Stundum les maður um bíla sem hefur veriS ekið 400.000, 500,000 eSa 700,000 kílómetra án þess að viðgerðir á vél hafi farið fram, nema e.t.v. ventilslípanir. Slíkar fréttir hafa jafnan talsverð áhrif á bílaeigendur, og menn spyrja sjálfan sig, hvort búast megi við slíkri endingu venju-j legra fólksbíla. Ef kílómetratölunni 500,000 er deilt með hinum algenga ársakstri Í0.000 km., kemur í ljós hvað um er að ræða. En auðvitað verður endingin á öðrum hlutum bílsins að vera í samræmi við kosti vél- arinnar, cf ætlazt er til að dæmið hafi raunverulega þýð'ingu, en sú sicoðun hefur verið ríkjandi, að yfirbyggingin væri brostfeldug- asti hluti bifreiða, og skæri úr um er.dingu. Margt bendir til, að yfirbygging ar bíla, sem nú eru í framleiðslu, endist lengur en yfirbyggingar eldri gerð'a. Má benda á, að flestar Ljdðasafn Sigurð- ar Breiðfjðrð í ritsafni Sigurðar Breið- fjörðs, sem ísafoldarprent- smiðja gefur út, er komið út þriðja bindi af Ijóðasafni Sig- urðar. í því eru sex flokkar Ijóða, og í safninu munu vera nær öll Ijóð Sigurðar, þau er varðveitzt hafa, önnur en rímur. Sigurður var geysilega afkasta- mikill Ijóðasmiður og orti af alls konar tilefnum. Er bindið nokk- uð á þriðja hundrað blaðsíður og allþétt sett á síður. Sveinbjörn Sigurjónsson, magister annast út gáfu ljóðanna, nema rímnanna, sem Sveinbjörn Beinteinsson mun sjá um, en útgáfa þeirra er nú einnig hafin á vegum ísafoldar. — í þessu þriðja bindi ljóðasafnsins eru þessir flokkar: Glettni og græska; Árnað heilla; Erfiljóð; Andleg Ijóð; Þýdd og stælt og Ljóð á dönsku, en aftast er Viðauki. Loks eru nokkrar athugasemdir og skýringar við Ijóðin. enskar bílgerðir eru nú baðaðar í fosfórsýru. Verksmiðjur eins og Volvo og VW nota sömu aðferð, en hún er betri ryðvöm en nokk- uð annað, sem hingað til hefur þekkzt. Sá háttur að forðast öll óþarfa útskot, þar sem vatn og raki getur safnazt fyrir, er líka til þess fallinn að koma í veg fyrir ryð. Enn frekari trygging fæst svo með því að ryðverja bílinn á nokkurra ára fresti. En mega bileigendur almennt gera sér vonir um endingu véla eins og fyrr getur? Þeir bílar, sem um er að ræða hafa nær undan- tekningarlaust verið keyrðir svo stöðugt, að vélarnar hafa sjaldan eða aldrei náð að kólna. Og þetta er mergurinn málsins! Það að ræsa vélina kalda orsakar meira slit en nokkuð annað, ef gengið er út frá, aö bílnum sé sómasam- !ega ekið og ekki píndur upp brekk ur í hæstu gírum. Bíleigendur hafa þó engin tök á að halda vél- nnum heitum milli þess að bílar cru notaðir og upphitaðir bílskúr- ar eru út í hött. Þvert á móti hafa menn komizt að raun um, að upphitaðir skúrar eru vondar bíla geymslur. Lausn þessa vandamáls er vélvermir, sem nota skal, þegar iofthitinn er um og neðan við frost mark. Svíar komust að raun um það fyrir nokkrum árum, hve vél- ar slitna stórkostlega við ræsingu í lækkandi hita, en geislavirkir stimpilhringir voru notaðir við þá prófun. Ræsing við frostmark or- sakar sama slit og 80 km. akstur m. v., vélina heita. Þegar frost- ig er 10 gráður, orsakar ræsingin sama slit og 150 km. akstur, og í 25 stiga frosti svarar þetta til 800 km aksturs. Tónleikar sinfóníunnar ÞRIÐJU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar voru haldnir í samkomusal Háskólans þ. 22 þ. m., undir stjórn William Strickland. Efnisskráin samanstóð að þessu sinni, af gömlum og nýrri verk- um, einsöngvari með hljómsveit- inni var Kristinn Hallsson. Upphaf tónleikanna var hin vold uga toccata . Frescobaldis (1583— 1643). Þessi meistari sem var fyr- irrennari Bachs er svo lifandi enn í dag, að hann á aðgang að allra eyrum. Toccatan sem samin er fyrir hljómsveit, var í flutningi hljómsveitarinnar ágætlega leik- in, þótt sú reisn, sem í verkini* er afmarkaðist ekki svo skýrt sem vænta hefði mátt. Fjögur andleg ljóð eftir J. Brahms eru í sannieika sagt him- nesk tónlist. Kristinn Hallsson hefur þann dýrmæta og jafnframt fágæta hæfileika að hafa alltaf eitthvað að tjá hlustendum. Hann stendur ekki bara á sviðinu og j syngur, heldur á hann ævinlega ' það innra með sér, sem knýr mann til að hlusta. Túlkun og flutningur Kristins á þessum mjög svo vandmeðförnu söngv- um, var frábærlega vandaður, það má segja að einu gildi hvaða við- fangsefni hann fæst við, aldrei er höndum kastað til neins heldur leggur hann sig allan fram. — Hljómsveitarundirleikur sem Mal colm Sargent hefur útsett var vel og látlaust fluttur af hljómsveit- inni. Tvö næturljóð eftir Claude De- bussy er sú tegund tónlistar, sem segja mætti um að risti ekki djúpt, en þau gleðja eyrað líkt cg fallegt málverk augað, með sín um margbreytilegu og flúruðu hljómasamböndum. Leikur hljóm sveitarinnar var þarna lifandi og mjög áheyrilegur. Igor Stravinsky (f. 1882), og sem enn er á lífi er sá höfundur, sem nær alltaf veitir manni á- nægju með sínum verkum. í efnis skrá tónleikanna segir svo um Stravinsky: „Hann hefur látið svo um mælt, að innblástur kæmi með vinnnunni, það stappaði • nærri sjálfstortímingu að sitja auðum höndum og bíða eftir andagift". Eflaust gildir einu hvernig vinnu- brögðum er hagað í þessum efnum, er, einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að andinn hafi alltaf verið viðlátinn hjá honum eða að minnsta kosti vitjað hans áður en verkinu lauk. Svíta og Scherzo fyrir litla hljómsveit eftir Stravinsky flutti hljómsveit- in af reglulegu iífi og sál. Stjórnandinn, W. Strickland hef ur á þessum tónleikum náð góð- um og traustum tökum á ólíkum viðfangsefnum. Nemendatónleikar Söng- og óperuskóla Demefz Nemendatónleikar geta oft ver- ið skemmtilegra fyrirbæri en nafnið eitt segir til um. Viss eftir- vænting og spenna liggur í loftinu, áhugi og samúð áheyrenda með því unga fólki, sem þarna reynir sína vængi, er næstum áþreifan- leg. í óperuskóla Demetz hefur margt fólk fengið undirstöðu og þjálfun sinnar raddar, áður en lengra er haldið á þeirri braut. Að þessu sinni komu fram sex nemendur, þar af margir hverjir furðu sjálfstæðir. Örn Erlendsson baryton hefur þokkalega rödd, en á eftir að móta viðfangsefni sín, og ná á þeim fastari tökum. Matthías Matthíasson hefur háa tenórrödd, taugaóstyrkur virtist há honum f fyrstu, en hann sótti sig er á sönginn leið. Jóhann Pálsson hefur þjálan og blæfallegan baryton. Honum virð- ist auðvelt að lifa sig inn í verk Framh. á 13 síðu REISA ÚTVARPS- / r / STOÐ IETIOPIU BÓ-Reykjavík, 23. nóv. Hingað er kominn pastor Harald Nyström frá Svíþjóð, en hann er starfsmaður þeirr ar stofnunar, sem af hálfu sænsku kirkjunnar annast samstarf við Lútherska heims- sambandið sem var stofnað í Lundi 1947. Biskupinn, hr. Sigurbjörn Einars son, og séra Jakob Jónsson ræddu við fréttamenn í dag ásamt pastor Nyström, er skýrði frá starfsemi Lútherska heimssambandsins, sem er á vettvangi guðfræð'ilegra vís- i.nda, félags- og líknarmála. ís- ienzka kirkjan hefur verið með- limur þar ira byrjun. Hlutverk pastor Nyström er m.a. að stofna til og halda við tengsl- um kirkna i Evrópu, en hann er hingað komirn þeirra erinda. Hing e.ð kom hann á þriðjudaginn og fei aftur á mánudaginn. Hann hefur hitt að máli marga presta rætt við kirkjumálaráðherra og skoðað kirkjubyggingar í Reykja- vík, einnig farið til Þingvalla og kom í Skálholt í þeirri ferð. Pastor Nyström tjáði fréttamönn um, að 62—63 kirkjudeildir væru í heimssambandinu, en verkefni bess eru yfirgripsmikil. M. a. ætl- ar trúboðsdeild sambandsins að reisa alþjóðlega útvarpsstöð í Etíópíu, en þaðan verður útvarp- að á mörgum málum um Afríku og Austurlönd. 30 dagskrárskrif- stofur verða í ýmsum löndum og' safna útvarpsefni. Hjálparstofnun sambandsins, með aðsetur í Genf, hefur mörgum verkefnum að 'sinna. Pastor Nyström gat þess m. a., að líknarstarfsemi, sem rek- in var á vegum trúboðsins i Alsír, væri haldið áfram í samráði við hina nýju ríkisstjórn FLN, og í Hong Kong eru áætlanir um mat- gjafir, skóla- og íbúðabyggingar á vegum sambandsins. Stærsta verk efnið er þó < Tanganyka, en þar hefur verið óskað eftir, að sam- bandið reisíi skóla til að mennta 100 lækna og 100 hjúkrunarkonur auk Ijósmæðra. Þá hefur Tanga- nyka beðið sambandið að reisa geysistórt sjúkrahús. í Svíþjóð á að safna 6 milljónum króna (s.) i þessu skyni, en kirkjan hefur skor a£ á hvern söfnuð að leggja til eina krónu á mann. Pastor Nyström talar um starf heimssambandsins á kirkjukvöldi í Hallgrímskirkju kl. 20,30 á sunnu daginn. 2 T f MI N N, miðvikudaginn 28. nóvember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.