Tíminn - 28.11.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.11.1962, Blaðsíða 16
RISAPLOGURINN KOSTADI25 ÞÚS. KH-Reykjavík, 27. nóv. Eins og Tíminn skýrði frá í sumavr, var keyptur hingaff til lands í júní s.I. plógur, sem virð- ist muni vaida algjörrj byltingu í framræslu lands. Plógurinn, sem keyptur var fyrir hlægilega Iítið verð af uppfinningamanninum sjálfum, er sá eini sinnar tegund- ar í heiminum, en íslenzku tilraun- irnar hafa sannað ágæti hans, og er Vélasjóður, eigandi plógsins, þegar farinn að ráðgera smíði á fleiri slíkum. Uppfinningamaðurinn er prófess or við tekniska háskólann í Hels- inki, Kaitera að nafni. Hann hefur nokkxum sinnum komið til íslands og er kunnugur íslenzkpm aðstæð'- um, enda hafði hann þegar trú á„ ag plógurinn mundi henta sérlega vel hérlendis. Haraldur Arnason, framkvæmda stjórj Vélasjóðs og Hjalti Pálsson forstöðumaður véladeildar SÍS, stóðu fyrir kaupum á plógnum, fengu hann fyrir 25.000 krónur, sem er ekkert verð. Haraldur Árna scn sagði blaðinu í dag, ag smíði siíks plógs mundi ekki kosta inn-, an við 100—150 þús. krónur. , í frétt Tímans af plógnum í j Framhald á 15. síðu. ! EYSTEINN JÓNSSON UNGIR FRAM- SÓKNARMENN Framhaldsaðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna í Reykja vík verður haldinn miðvikudaginn g8. þ.m. kl. 8,30 í Tjarnargötu 26. Eysteinn Jónsson talar á fundin- Eiríkur um borð í brezka drekann Eiríkur á okkar Þór, eins og kveðið var meðan landhfdgj^fiil,- an stóð yfir er farinn upv borð í freigátunni Russell til Skotlands í boði Andersons skipherra, en þeir tveir háðu löngum þrátefli í þorskastríðinu og stóð þó með þeim vinátta. Anderson bauð Eiríki til sín fyrir þremur árum meðan deilan stóð hátt, en Eirík- ur dró á langinn að þiggja boðið enda hefur hann til skamms tíma haft skipherrastörfum að sinna lijá Landhelgisgæzlunni. En kl. 11 í gærmorgun gekk Eiríkur niður á Loftsbryggju í fylgd með Brian llolt í sendiráði Breta. Þar tók á móti honum Snell skipherra á Russell, og sté Eiríkur um borð i léttbát drottningarfreigátunnar, sem flutti hann á skipsfjöl. Mynd- in er tekin, er báturinn leggur frá bryggjunni. Eiríkur stendur með hatt á höfði fyrir miðju, en til vinstrj er Snell skipherra og gáir til veðurs. Russell verður í Skotlandi á föstudagsmorguninn, og þá heldur Eiríkur til fundar við Anderson, sem nú er fyrirmaður stærstu flotastöðvar þar í landi, Lochinvar. (Ljósm. Tíminn, RE). LANDLÆKNIR BODAR OPINBERA TILKYNNINGU V0N ER A UPPLYSINGUM tu UM POSTAFENLYF I DAG JK-Reykjavík, 27. nóv. Um fátt er meira talað í bænum núna en nýju lyfin, sem eru grunuð um að geta haft skaðleg áhrif á fóstur. Hins vegar hefur ekki borið neitt á ofsa- hræðslu kvenna við þessar fréttir eins og sums staðar erlendis, enda hefur ekkert komið fram hér, sem get- ur bent til fósturvanskapn- aða af völdum slíkra lyfja. Landlæknir sagði blaðinu í dag, að hann myndi senda út opinbera tilkynningu um posta fen-málið á morgun, en annars vildi hann sem minnst segja um málið á þessu stigi. Hann kvað rétt vera, að hann hefði fengið svarskeyti frá heilbrigðis yfirvöldunum I Svíþjóð, og var þar sagt, að bréf væri á leið til hans með upplýsingum um málið. Landlæknir tók fram, að Sví- ar segðust hafa sent út aðvör- unina um notkun postafen að- eins vegna grunsemda, sem ekki væru staðfestar. Hins veg ar hefðu þarlend yfirvöld talið það skyldu sína að vara fólk við lyfinu vegna grunsins. Eng- in ástæða væri fyrir fólk að fyllast skelfingu vegna máls þessa. Danska heilbrigðismálastjórn in gaf um helgina út lista yfir þau lyf, sem nú verður bann- að að selja lyfseðlalaust í Dan mörku. Auk postafens eru þetta lyfin: neptusan, amidryl, anaut- in, cyklizin, dramamine, marz- ine, meklozin, coffinautin og difenhydramin, en þau tilheyra öll sama flokki lyfja gegn ó- gleði og sjóveiki. Öll þessi lyf er bannað að segja lyfseðlalaust í íslenzkum lyfjabúðum. Á sínum tíma vakti thalid- omide-málig heimsathygli, en sannað þykir, að svefnlyfið geti valdið fósturvansköpun. Nú hef ur einnig fallið grunur á megr unarlyfið preludin og ógleði- lyfið postafen, og í því sam- bandi hefur komið víða erlend is ótti um áhrif læknislyfja al- mennt. Fjöldi kvenna í Dan- mörku snéru sér í gær til lækna í því skyni að fá hjálp við fóst ureyðingu, en þessar konur höfðit neytt postafens á með- göngutímanum. Landlæknir sagði blaðinu í dag, að ekki væri vitað, að neinn svipaður ótti hefði gripið um sig hér, og hinu opinbera hefði ekki bor- izt nein fóstureyðingarumsókn. Blaðið snéri sér í dag til Baldurs Möllers ráðuneytis- stjóra og spurðist fyrir um, hvað íslenzk lög segja um fóst- ureyðingar. Samkvæmt þeim munu fóstureyðingar vera auð- veldari hér en víða erlendis, að minnsta kosti auðveldari en i þeim löndum, þar sem trúar- brögð eru ákveðið andsnúin slíkum aðgerðum. Um fóstureyðingar fjalla tvenn lög, önnur nr. 38 frá 1935, en hin nr. 16 frá 1938. Fjalla hin fyrri um fóstureyð- eyðingar, ef talið er, að heilsu konunnar sé bráð hætta búin af fæðingunni. í þeim tilfellum mun nægja, að skrifleg og ýt- arleg greinargerg um ástæðurn ar berist landlækni frá tveimur læknum, öðrum yfirlækni á sjúkrahúsi. í lögunum frá 1938 er f jallað um fóstureyðingar, ef talið er að barni sé hætta bú- in af kynfylgjum, sem valda vansköpun, geðveiki eða öðru slíku. Þá er sérstök nefnd, skip uð af ráðherra heilbrigðismála, sem fjallar um málið í samráði við landlækni. Fóstureyðingar samkvæmt þeim lögum munu alls ekki vera sjaldgæfar hér á landi. Ef svo vildi til, að fóstureyð- ing vegna lyfjanotkunar kæmi til álita hér á landi mundi hún sennilega falla undir lögin frá 1938, þótt það sé ekki alveg fullljóst, þar sem ekkert slíkt mál hefur komið fram hérlend- is. Eins og áður hefur komið fram í fréttum eru lyfsölulög Framh a 15. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.