Tíminn - 28.11.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.11.1962, Blaðsíða 15
95 ára Framhald af 13. síðu. syni sínum og konu hans Sigrúnu Baldvinsdóttur frá Ófeigsstöðum í Kinn. Hefur hún verið hjá þeim síðan og fluttist meg þeim til Reykjavíkur fyrir fáum árum og dvelur nú á heimili þeirra Laug- arnesvegi 104 í Reykjavík. Hún er enn þá furðulega hress, ungleg og ern, þrátt fyrir hinn háa aldur og bjart yfir svip henn- ar. Hún man enn þá prýðilega margt frá iöngu horfnum tímum, hefur daglega fótavist og tekur sér enn verk í hönd. En naumast er þess að vænta, að störfin leiki enn þá í höndum hennar með sömu lipurg og hraða og áður, enda sjónin nokkuð tekin að bila. Á þessum merkisdegi, 95 ára af- niælinu, munu hlýjar hugsanir og þakkir margra beinast til hennar cg það er gott að finna slíkan yl, þegar maður er orðinn gamall, og verðskulda hann. SV Risaplógur Framhald af 16. síðu sept. s.l. var gerð plógsins lýst nákvæmlega og hvernig hann vinn ur. Ræsunum, sem hann gerir, má helzt líkja við hnausaræsin gömlu. Aðalkosturinn við frámræslu þessarar tegundar er, að meg því móti er hægt að komast af með færri opna skurði og þar af leið- andi stærri spildur til heyskapar. Auk þess verður framræslan mun ódýrari. Samkvæmt tilraunum sem gerðar voru í Finnlandi með þenn an plóg, er talið, ag ræsin geti enzt í 20—30 ár í mómýrum. Tilraunirnar hér á landi hafa farið fram í Holtum og á Kjalar nesi. Þær gáfu mjög góða raun. Þær hafa m.a. leitt í Ijós, að drátt Æðardúnsæng er nytsöm og góð jólagjöf Vöggusængur - Æðardúnn Koddar — Sængurver (damask) Drengja- og unglingajakka- föt frá kr. 780,—, stærðir frá 6—14 ára Matrósföt frá 2—7 ára frá kr. 535,— Matróskjólar frá 3 ára Drengjapeysur, Drengja- skyrtur, hvítar. Crepnælonsokkar Sokkabuxur frá kr. 95.— Póstsendu m Sími 13570. Vesturgötu 12 araflið, sem þarf til að draga plóg inn, er 10—15 tonn. Það svarar til þess, að til þurfi beltatraktor, 18 tonn á þyngd með 100—120 ha vél, t.d. Caterpillar D—7 eða International TD—20. Einnig má beita fyrir plóginn tveimur minni vélum, Caterpillar D—4 eða Inter national TD—9, og er álit finnska prófessorsins, að heppilegra sé að nota tvær vélar til dráttar. Al- gjört skilyrði er, að dráttarvélin sé útbúin öflugu dráttarspili að ■ftan. Haraldur Árnason, framkvæmda stjóri Vélasjóðs, sagði blaðinu, að í ráði væri að kaupa stóran belta- traktor á breiðum beltum með mikið flotmagn, fyrir næsta vor, og er ætlunin að byrja framræslu svo fljótt sem auðið er austur í Holtum. ÍJjróttir Framhald af 5. síðu. til annars en að færa út kvíarnar eftir því sem félaginu vex fiskur um hrygg, og mjög nauðsynlegt, að félagig fái sinn samastað, eins og önnur félög. f þeim bæjarhluta, sem umbeð- ið svæði Þróttar er, þar er ekkert íþróttasvæðí, en mikill fjöldi barna og unglinga verða annað hvort ag sækja íþróttaæfingar um langan veg, eða að leika sér á götunni, og er hvort tveggja mjög óæskilegt. Fnginn æskulýðsstarf- semi er í þessu hverfi, nema sú sem sóknarpresturinn, séra Árelí- us Níelsson sér um. Það er því bráðnauðsynlegt ag íþróttafélag sé starfandi í þessum bæjarhluta, þar sem unglingum gefst kostur á hollum íþróttaæfingum og þrosk- andi félagslífi. Þag er því von Þróttar að þess verði ekki langt að bíða, ag umsókn félagsins verði afgreidd í borgarstjóm. Eins og kunnugt er, þá á íþrótta hreyfingin : landinu við mikla fjárhagsörðugleika að stríða. — Stjórn Þróttar gerir sér það ljóst ag mikið fjármagn þarf til upp- byggingar unglingastarfsemi, og liefur stjórnin því ákveðið að hleypá af stokkunum mjög glæsi- legu happdrætti, sem hún vonar að af verði nokkur hagnaður, sem verður látinn renna óskiptur í fé- lagsheimilissjóð. Hér er um leikfangahappdrætti að ræða, allt fyrir alla, unga sem gamla. Miðinn kostar aðeins kr. 10.00 svo öllum er gefinn kostur á ag eignast miða. Stjórn Þróttar vonast til þess, að allir velunnarar Þróttar og íþróttahreyfingarinnar í heild, styðji þetta góða málefni, og freisti um leið gæfunnar. Á síðasta aðalfundi voru eftir- taldir menn kosnir í stjórn Þrótt- ar: Form. Jón Ásgeirsson, gjaldk. Guðjón Oddsson, féhirðir Börge Jónsson, unglingaleiðtogi Jón Magnússon og til vara Jens Karls- son og Axel Axelsson. Varaform. Óskar Pétursson, ritari Jón Björg vinsson, form. Handknattleiks- deildar Þórður Ásgeirsson. Útför bróSur okkar, ÞORLÁKS LÚÐVÍKSSONAR fer fram frá Fossvogskapellu, fimmtudaginn 29. nóv. kl. 13,30. F.h. systkinanna Georg LúSvíksosn Móðlr okkar, tengdamóðlr og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÖTTIR frá Kringlu, Dalasýslu, andaðlst að heimili dóttur sinnar, Stigahlíð 12, 26. þ.m. Börn, tengdabörn og barnabörn. Maðurlnn minn, faðir og sonur, SIGURGEIR GUÐJÓNSSON bifvélavirki, Grettisgötu 31 a, sem lézt sunnudaginn 25. þ.m. verður jarðsunglnn frá Fossvogs- klrkju, flmm’tudaginn 29. þ.m. kl. 10,30 f.h. Ólína Steindórsdóttir og börn Kristín Jónsdóttir Vesfurtönd sameinast (Framnaid ai 3 siðu i ræddi í dag við Radhakrishnan íorseta Indlands, en að því loknu flaug hann einnig til Rawalpindi í Pakistan, þar sem hann mun ræða vig forseta landsins og aðra stjórnmálamenn. Gerhard Schroder utanríkisróð herra Vestur-Þýzkalands, sagði í Nýju Dehli í dag, að viðræður um áframhaldandi aðstoð Veítur Þjóðverja til handa Indverjum myndu hefjast í Nýju Dehlí ein- hvern næstu daga. Schröder var að því spurður, hvort aðstoð þessi fæli í sér hernaðaraðstoð, og svar aði hann því til, að enn sem kom- ið væri vildj hann ekkert um það segja. Vopnasendingar Svía til Ind- lands munu halda áfram þrátt fyr ir það, að IndVerjar eiga nú í stríði við Kínverja á landamærun um. Svíar hafa aðallega selt Ind- verjum loftvarnaútbúnað. Bofors hefur frá því 1958 haft samning við indversku stjórnina um að selja henni ýmis konar her- gögn. Hins vegar hafa. Indverjar byrjað framleiðslu margra þess- ara hergagnategunda frá því 1958, og selja Svíar þeim nú að- eins þá hluti, sem þeir framleiða ekki sjálfir. Tage Erlander, forsætisráðherra staðfesti í viðtali við Stockholms Tidningen að stjórnin hefði ákveð ið ag leyfa Bofors að halda áfram þessum viðskiptum, enda þótt stefna stjórnarinnar hefði yfirleitt verið sú, að láta löndum, sem eiga í styrjöld, ekki í té vopn. Góðar veiðihorfur Litlar breyfingar ,'Framhald af 3. síðu) mestum hluta dagsins í viðræð ur vegna myndunar nýrrar stjórnar. Ekki er búizt við mikl um breytingum á stjórninni frá því sem áður var. Talið er víst, að Couve de Murville verði áfram utanríkisráðherra, en Christian Fouchet, Sem gegndi embætti upplýsingaráð- herra verði nú gerður að rtiesintamálaráðherra landsins, og' Jean de Broglie fái embætti Alsírmálaráðherra. Alain Peyrefitte er líklegast ur til þess að hljóta upplýsinga ráðaráðuneytið og hinn fyrrver- andi landbúnaðarráðherra Fran cis Missoffe, ráðuneytið, sem fjallar um mál Frakka, sem snú ið hafa heim úr fyrrverandi ný- lendum Frakklands. Þá eru Roger Frey innanríkis ráðherra og Valery Giscard fjármálaráðherra líklegir til þess að halda embættum sín- um áfram í hinni nýju stjórn. KH-Reykjavík, 27. nóv. Síldin hefur nú fært sig nær landi svo að nú er aðeins um sex tíma stím á miðin frá Fullveldisfagnaður Stúdentafélagsi ns Stúdentafélag Reykjavíkur e'fnir að venju til fullveldisfagnaðar 30. nóvember. Verður hann að þessu sinni haldinn að Hótel Borg og hefst kl. 19,30, en húsið verður opnað kl. 19. Ræðu kvöldsins flytur Birgir Kjaran, alþingismaður. Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari, syngur einsöng og Ævar Kvaran, leikari, syngur nýjar gamanvísur, sem Guð- mundur Sigurðsson hefur samið. — Auk þess mun dr. Páll ísólfsson stjórna almennum söng, og að lok- um verður dansað til klukkan 2 eftir miðnætti Silfurlampinn Framhaid uí bls. 1. stig, fyrir leik sinn í „Kvik- sandi“. Valur Gíslason hlaut 525 stig fyrir leik sinn í „Hús- verðinum“ og Gísli Halldórs- son 250 stig fyrir leik sinn í „Kviksandi11. Eftir að Sigurður Grímsson hafði afhent Stein- dóri lampann, ávarpaði hann hann nokkrum orðum, en gaf síðan nafna sínum Magnússyni, sem gagnrýndi Kviksand fyrir Morgunblaðið, o'rðið. Báðir lögðu þeir áherzlu á það, að . Steindór hefði alla tíð verið vaxandi leikari og vandvirkur og töldu hann hæst hafa náð með túlkun sinni á hlutverki Jonna í Kviksandi. „Öllum, sem sáu þig leika þenn- an þjáða mann fyrir rúmu ári, hlýtur að vera túlkun þín minnisstæð", sagði S. A. M. Steindór þakkaði heiðurinn. Hann kvað feril sinn að ýmsu leyti hafa líkzt happdrætti, starfið væri oft happdrætti lík- ast, eins og raunar lífið sjálft. Og í lífsins nappdrætti hefði hann verig svo lánsamur að fá góðan viiining, sem væri hans ágæta kona, er jafnan hefði staðið við hlið hans og skilið hann. Annað mikig happ í hinu mikla happdrætti væri svo það, að hann hefði eignast svo góða félaga, sem raun bæri vitni, en félagsandinn' í Leikfélagi Reykjavíkur væri með miklum ágætum. Adenauer ætlar að hætta íyrir 1965 NTB—Bonn, 27. nóv. Kristilegir demókratar hafa skorað á Adenauer kanzlara að hann hef ji viðræður til und irbúnings myndunar nýrrar stjórnar, án þess að hafa í huga meirihluta samsteypu- stjórn. Áskorun þessi kom fram á fundi þingnefndar flokksins, en bæði kristilegir og frjálsir demókratar hafa skýrt frá því, eftir að stjórn arvandræðin urðu út af Spiegel- málinu, að þeir væru fúsir til þess að halda áfram samvinnunni. Formælandi Kristilegra demó- krata skýrði frá því í dag, eftir fundinn, að Adenauer hefði sagt, I að hann myndi draga sig út úr stjórnmálunum og segja af sér löngu áður en kosningarnar fara fram 1965, til þess að gefa eftir- manni sínum tækifæri til þess að undirbúa sig. Adenauer hefur ver- ið beðinn að nefna eftirmanninn, til þess ag komizt væri hjá vand ræðaástandi því, sem ríkt hefur hingað til vegna þess óöryggis, sem ríkir í sambandi við þetta mál. Adenauer ræddi í morgun við ráðherra þann, sem fer með mál, er vaiða uppbyggingu borga, en hann hefur verig nefndur sem eftirmaður Franz Josefs Strauss í embætti varnarmálaráðherra. — Posiafen Framhald af L6. síðu hér á íslandi mun strangari en víða annars staðar. Ekkert hef ur komið fram hér um fóstur- vanskapnanir af völdum lyfja af neinu tagi, og virðist því ástæðulaust að óttast neitt í því sambandi. eins og landlæknir hefur be.ut á. • Reykjavík. Útlít er fyrir góða síldveiði í nótt. Blaðið talaði vig Jón Einarsson, skipstjóra á Guðmundi' Péturs um átta-leytið í kvöld. Þá voru marg- ir farnir að kasta, og var útlit fyrir góða veiði. Veður var þó varla nógu gott, en ef það versn- aði ekki, væri ástæða til bjart- sýni, sagði Jón skipstjóri. — Síldin er varla búin að jafna sig eftir storminn, sagði Jón, — en sennilega er þag honum að þakka, að hún hefur nú fært sig nær landi. Hún kemur sæmilega upp núna, en torfumar hafa varla verið nógu góðar enn þá. Síld- veiðiflotinn er allur hérna í Jökul djúpi, og vonandi heldur síldin sig hér á næstunni. ■ Aðalfundur Fram- sóknarfélags Kópavogs Framsóknarfélag Kópavogs held ur aðalfund sinn miðvikudaginn 5. desenvher ldukkan 8,30- síðdegis, en ekki í dag, eins og misritaðist í blaðinu í gær. Venjuleg aðal- fundarstörf. Auk þess mun Zóphónías Pálsson, skipulagsstjóri, ræða um skipulagsmál Kópavogs, og síðan verða umræður um þau og önnur bæjarmál. Sovétkafbátar Framhald af 1. síðu. ráða 81 kjarnorkukafbát ár- ið 1967. Jane segir enn fremur, ag það sé engum vafa undir- orpið, að togarar Sovétríkj- anria séu betur búnir radar og ioftskeytatækjum, en vanalegt sé um fiskiskip. — Þessir togarar geti auðveld- Iega sent upplýsingar til Sovétríkjanna um herskip og æfingar annarra landa. Hálfrar millf. verðmæti Framhald af 1. síðu. bryggju, fóru í sjóinn, sennilega nálægt þremur hundruðum. Þá gekk sjórinn einnig inn í sjóhús- in, en olli þar ekki tjóni. Skemmd- ir á íbúðarhúsum urðu ekki. Þess skal getið, að allt það, sem skemmd ist, mun hafa verig vátryggt. Hér hefur undanfarið verið ágæt ur afli, var róið alla síðustu viku. Fengu menn oftast um hálft tonn á trilluna í róðri, en á þeim eru einn eða tveir menn, svo daglaun urðu býsna góð. Sáu ekki að morfini... Framhald aí 1 síðu. apotekið var kært á sínum tíma, en vitneskja um magn stolinna lyfja var ekki fyrir hendi. Til dæmis höfðu viðkom andi ekki hugmynd um, að þjóf urinn hafði haft með sér mor- fín úr apótekinu. Þá kom í ljós, að sá handtekni hafði ekki framið innbrotið, en fengið lyf in hjá kunningja sínum, er sá um þjófnaðinn. Báðir játuðu þeir að hafa étið af töflunum, en hvorugur kvaðst hafa snert morfínið. Sá sem stal kvaðst ekki hafa selt neitt af þcssu, en liinn sagðlst hafa verið að byrja að þreifa fyrir sér um slíkt. Vitað er, að hann hefur staðið í nánu sambandi við heildsalann, sem rannsókn eiturlyfjamálsins hefur beinzt að. /Vuglýsið í Tímanum T f MI N N, miðvikudaginn 28. nóvember 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.