Morgunblaðið - 20.11.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.1951, Blaðsíða 6
M O ÍÍtVNBL Afíl Ð Þriðjudagur 20. nóv. 1951. Jóii BrynjóEfsson frá Minníngarorð F. 22/8. 1880, rt. 13/11. 1951. LÁTINN ER í Reykjavík þann 13. þ. m. Jón Jóhann Brynjólfs- Eon fyrrum bóndi að Ólafsvöllum á Skeiðum. Fór þar einn þeirra manna, sem jeg hefi besta reynt að drengskap, rausn og höfðings- lund. Jón var fæddur að Litlu-Heiði í Mýrdal í Skaftafellsþinga, son- ur þeirra hjóna síra Brynjólfs Jónssonar og frú Ingunnar Eyj- ólfsdóttur. Síra Brynjólfur var af þjóðkunnri merkisætt kominn. Faðir hans var Jón háyfirdómari Pjetursson, bróðir þeirra Brynj- ó!fs Pjeturssonar, sem var einn Fjölnismanna, og Pjeturs bisk- ups, sem sat biskupsstól vorn rrieð mikilli sæmd, virðuleik og ágætum. Móðir síra Brynjólfs var Jóhanna Soffía Bogadóttir, dótt- ir ins nafnfræga Boga á Staðar- felli Benediktssonar, þess, er samdi Sýslumannaævir. Móðir Jóns á Ólafsvöllum hjetj Ingunn. Var hún dóttir Eyjólfs^ bónda í Vælugerði í Flóa Gests-j sonar. Er sú ætt fjölmenn um Suðurland. Eru þeir ættmenn margir spaklátið, frómlyndir og ágætir þegnar. _ 1 Sex ára gamall fluttist Jón með foreldrum sínum að Ólafsvöll- um í Árnesþingi, því að vorið 1886 gjörðist faðir hans prestur þar. Voru báðir þeir feðgar við þann stað kenndir æ síðan. Þeg- ar Jón var enn ungur varð þaði að ráði með fcður hans og Sturlu kaupmanns, bróður sjera Brynj- ólfs, að Jón flyttist suður og I tæki að sjer ýms störf við versl-i un Sturlu kaupmanns, og yrði ■ Jón síðan studdur til náms og frama. Eftir skamma hríð var hann kallaður heim, því að bú þeirra hjóna á Ólafsvöllum þurfti hans við. Hann var elstur margra' systkina og hlaut því að gerast fyrirvinna, þegar aidur og þroski leyfði. Eftir það átti hann heima á Ólafsvöllum, uns hann brá búi 1948 og fluttist til Reykjavíkur. Jón á Ólafsvöllum var kunnur um allt Suðurland og þekktur af orðspori miklu víðar. Honum i var þannig farið, að hann fjekkj hvergi dulist. Gustur stóð jafnan um hann, og dómar manna duld- ust lítt. Fór hann og aldrei dult j með skoðanir sínar og dóma á! mönnum og málefnum og var I ódæma hittinn og beinskeittur í orðræðum og tilsvörum. Minn- j ugur var hann á margt og beitti i þeim brandi oft í umræðum við J andstæðinga í stjórnmálum og öðrum þeim, sem honum voru hugleikin. Honum þótti gaman að kynnast mönnum og fór víða. Tók hann vel eftir öllu, sem fyr- ir augu og eyru bar og festi hvað eina í vitund og minni. Skeikaði því sögn hans sjaldan frá rjettu, j þótt langt væri umliðið og öðr- um sýndist annað. Jón var engi smjaðurstunga. Hann talaði hisp urslaust við hvern sem var. Sagði kostu og löstu í hárbeittum, hittn- um athugasemdum. Og hann var drengskaparmaður mikill, svo að fáir standa honum framar að minni reynslu. Og slíkur vinur var hann í raun, að aldrei fyrn- ist þeim, er nutu. Jón var manndómslegur ásýnd um og bar þess ávalt vott, hvar og hvernig sem liann fór, að hann var góðs uppruna og varðveitti manndóm sinn til æviloka. Jón var kirkjubóndi á Ólafs- völlum. Bar því oft að garði hans og konu hans margt fólk. En jafnan var við því tekið mikilli gestrisni og rausn og höíðings- lund. En eitt einkenni vil jeg sjerstaklega minnast á og þakka. En það er, hversu hann stóð að guðsþjónustuhaldi á staðnum. Margur lætur sjer það á sama standa og sinnir lítt, hvort messu gjörð fer fram eða eigi. En Jóni var farið á aðra lund. Hann sætti sig aldrei við, að messufall yrði á Ólafsvöllum og vann að því að sem tíðast og best mætti syngja messur þar og klukkurnar mættu sem oftast kalla til helgihalds á Ólafsvallastað. — Hann var og söngvinn mjög og söng þrótt- mikinn og hreimfagran bassa. I kirkjukór Ólafsvallasóknar var hann góður liðsmaður og gegn. Jón bjó jafnan góðu búi, enda var jörðin góð. Þegar hann brá búi og yfirgaf staðinn var hann maður fjáður vel að bænda hætti. Ekki sinnti hann mjög störf- um í opinbera þágu sem svo er kallað. En um langt skeið — um 25 ára bil — var hann fjallkong- ur á Skeiðamannaafrjetti. Þótti honum yndi að þvílíkum ferðum og naut þeirra mjög. Minntist hann jafnan á efri árum heiðra fjaila og tiginna öræfa, hjarða, sem komu af fjalli „með lagði siðum“ og ævintýra, sem gerðust í leitum og rjettum á fyrri og seinni tíð. Hesta átti Jón góða og beitti þeim oft á brattann. Ekki stóð Jón einn að leik um ævina. Á ungum aldri giftist hann hinni ágætustu konu, Guð- riði Jóhannsdóttur frá Brunn- um í Skaítafellsþingi. Hún var kona gjörvileg og prýði sinnar stjettar. Hún andaðist sumarið 1948. Minntist jeg hennar þá nokkrum orðum í þessu blaði. Vísa jeg þeim, er fýsir að kynn- ast henni meir, til þeirrar grein- ar. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Tvö dóu þegar í fyrstu bernsku. Dóttir þeirra, Jarþrúð- ur, andaðist uppkomin ári fyrr en móðir hennar. Hin þrjú lifa foreldra' sína, gjörfilegt fólk og gott: Ingunn gift kona á Selfossi, Brynjólfur Jóhann innheimtu- maður við Rafveitu Reykjavíkur og Gunnar, annast dyravörslu í Arnarhváli. Enn fremur ólu þau upp dótturson sinn, Ólaf Hauk, bifreiðarstjóra í Reykjavík. Og nú er ævileið þessa vinar míns lokið. Jeg þakka kynni öll. Vinum hans þykir skarð fyrir skildi. — Mynd samtíðarinnar missti svipmikinn drátt fyrir sjónum þeirra, er hann þekktu. En sköpum má enginn renna. í öag taka moldir kirkjugarðsins á Ólafsvöllum við hinstu leifum hans og geyma til ins efta dags. Gunnar Jóhannesson. • 90 Danir unnu Svía í landsleik í knattspyrnu á síðasta hausíi, og var það mjög kærkominn sigur eftir ósigur þeirra gegn Norðmönnum. Leikurinn fór fram í Kauprnannahöfn og voru áhorfendur yfir 40 þúsund. — Hjer á myndinni sjest Hilmar Staalga; rd frá Köge er skoraði þriðja mark Dana. önnið að sicfnun ífiróf? s § ■ 1 c 4ra herbergja íbú höfum við til sölu í kjallara á Teigunum. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Símar 4400 og 5147 •s ANNAÐ ársþing íþróttabanda- lags framhaldsskóla í Reykjavík og nágrenni fór fram þriðjudag- inn 13. nóv. .að Kaffi Höll. Bragi Friðriksson, stud. theol., formað- ur bandalagsins setti þingið og bauð fuiltrúa velkomna. Rjett til þingsetu höfðu 29 fulltrúar frá 8 skólum. Auk þeirra sátu þingið Þorsteinn Einarsson, 'þróttafull- trúi, Benedikt Jakobsson, ráðu- nautur bandalagsins og öll frá- farandi stjórn. .Tón Böðvarsson var kosinn 'or- seti þingsins og Vaidimar Örn- ólfsson til vara; Þingritarar voru Þórdís Árnadóttir og Ólafur Örn Amarson. Bragi Friðriksson ias skýrslu stjórnarinnar og Halldór Bach- mann reikninga, en hvorttveggja var samþykkt. iFRN gekkst fyrir sjö íþrótta- mótum á starfsárinu, handknatt- leiksmóti, körfuknattleiksmóti, skíðamóti, sundmóti, fimleika keppni og tveimur mótum í frjálsíþróttum. Knattspyrnumóti bandalagsins er ekki iokið. Ails tóku um 500 skólanemendur þátt í mótum þessum. Bandalagið gaf út blaðið „Hvöt“ ásamt Sambandi bindindisfjelaga í skólum. Á þinginu voru gerðar nokkrar lagabreytingar og væntanlegri stjóm falið að skipa nefnd er endurskoða skuli reglugerðir ÍFRN um íþróttamót. Ennfrem- ur var stjórninni falið að endur- skoða samning við SBS varðandi sameiginlega blaðaútgáfu þessara aðila og reyna að finna leiðir til þess að blaðið beri sig fjárhags- lega. Næsta mál á dagskrá var skýrsla nefndar þeirrar, er stjórn- in skipaði til þess að gera til- lögur og vinna að stofnun skóla- sambands Islands. Framsögumað- ur nefndarinnar var Þorsteinn Einarsson, iþróttafulltrúi. Legg- ur nefndin til að væntanlegl skóla samband starfi á líkum grund- velli og hliðstæð samtök á hinum Noi-ðurlöndunum, en allar ákvarð anir um- starfsgrundvöll yerði' teknar á st.ofnþingi. Lagði Þorr steinn áherslu á að koma á fót hjer á landi afreksmerkjakeppni Framh. á bis. Hæyki&viiáur- a URSLITALEIKIRNIR í Reykja- víkurmeistaramótinu í hand- ^knattleik fyrir nieistaraflokk ikarla voru leiknir aö Háloga- Jandi s.l. sunnudagskvöld. Óhætt er að fuilyrða, að þetta mót sje það skemmtilegasta og tvísýnasta isem háð hefur verið um árabil. I Flokkarnir voru mjög jaínir, svo iað segja má, að hver og einn jcinstakur leikur hafi í raun og jveru verið úrslítaleikur, svo jcfn voru fjelögin. Ekki skorti heldur , cvænt úrslit einstakra leikja, og ,kom það mesc á óvart, að Vík- fingur skyldi vinna Ármann (10 j—7) 0g svo að Fram skyldi sigra Val rneð 7—6. Ármann K. R. (5) 5 (3) 4 Auðsjeð var í byrjun leiksins, að hvorugt liðið hyggðist gefa nokkuð eftir, bæði ljeku vel og iöruggt, með nákvæmum send- ingum. Ármannsliðið ijek mjög [ljett og skipu'eea og tókst oft að opna vörn K.R. sem snöggv- ast og skjóta í gegn. K.R.-liðið ljek nokkuð þungt og tók þá oft langan tíma að koma sendingu inn á markteig Ármanns, eða finna veilu í vörn Ármanns. K.R.-iiðið virtist aðal- lega vanta meiri hreyfanieika og færri niðurkcst og þar af leið- andi hraðari samleik. Bestu menn Ármanns-liðsins voru nú sem fyrr Kjarían Magnússon og Jón Erlendsson. Bestu menn K.R. voru markvörðurinn Guðmund- ur Georgsson, sem sýndi tví- mælalaust bestu markvörn sína í mótinu. Þórður var sterkur, bæði í sókn og vörn. Dómari var Hafsteinn Guð- inundsson og dæmdi með prýði Fram Valur (4) 3 (4) 2 Ekkert á þessu móti mun hafa komið rnönnum jafnt á óvart og það, að Fram skyldi ganga með sigur af hólmi yfir Val. Almennt var búist við stórsigri Vals, eink- utn með tiliiti tii þess, hve hag- stasðri markatölu Ármanni tókst að ná mþti Fram, Val var nauð- synlegt að sigra Fram í þcssum leik með 11 mörkum gegn 4 til þess að hafa betri hlutfalls út- komu en Ármann og tryggja sjer þannig sigur í mótinu. En hjer fór á annan veg, en menn bjugg- ust við. Frainarar hófu strax lái iausa sókn á Vals-liðið, svo a Sólmundur fjekk eigi við ráði og áður en varði höíðu Framara náð að skora 3 mörk. Litlu síða tókst Val að skora 2 mörk í rö og enn ná Framarar marki, 4—! í lok fyrri hálfleiks fara Vals menn að færa sig framar á vöi inn og komast þannig upp á mil samleiks Frams og tókst a skora 2 mörk til viðbótar. Lau þannig fyrri hálfleik með 4—‘ I seinni hálfleik byrjar Frai með sókn, sem endar með mark og stuttu síðar jafnar Valu (5—5). B*eði liðin sóttu ákaft og höfðu markmenn beggja li? anna nóg að gera, og síóðu si með prýði. Framarar ná enn a setja 2 mörk og voru þar a verki Karl og Orri. Á síðust stundu dæmdi dómarinn vafa samt innkast á Fram, sem Sigui hans skoraði örugglega úr, o lyktaði leiknum með sigri Frar 7 gegn 6. Bestu menn í liði Fram, vor Karl, Birgir og Orri. Bestu menn í liði Vals vor Sólmundur og Sigurhans. Dómari var Þorleifur Einars son og dæmdi vel. Lið Ármanns var þannig skip að: Gunnar Haraldsson mark vörður, Rafn Stefánsson, Magnú Þórarinsson, Jón Erlendssor Snorri Oiafsson, Kjartan Magn ússon, Sigfús B. Einarsson o Hilmar Þorbjörnsson. Gunnar Haraldsson markvörð ur, er viðbragðsfljótur og ör uggur markmaður. Rafn Stefánsson er einn af ok ar bestu varnarleikmönnum o, nijög öruggur að grípa knöttini og einnig að skila honum aftui Magnús Þórarinsson er mjöi sterkur varnarleikmaður, end att sæti í landsliði okkar. Jó: Erlendsson er bæði sterkur varn arleikmaður og sóknarmaður o; skot hans orðin fræg hjá mark mönnunum. Snorri Ólafsson e með okkar föstustu skotmönnun á lengrá færi. Kjartan Magnú:; son er bæði skotfastur og lið ugúr og göður að skapa sje markfæri og nota það. Sigfú Einarsson er mjög teknisku leikmaður, en hans sterkasta hlii er vörn. Hilmar Þorbjörnsson e nýliði í meistaraflokki og spá jeg honum góðri framtíð. H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.