Morgunblaðið - 20.11.1951, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1951, Blaðsíða 16
íjölsóttur Varðariim: ur sílssll snaiiis: FUNDUR Landsmálafjelagsins Varðar, sem haldinn var s.l. sunnu- c!ag í Sjálfstæðishúsinu, var ágætlega sóttur og fór hið besta fram. Framsögumennirnir á fundinum, Jóhann Hafstein álþm. og Sigur- björn Þorbjörnsson, fulltrúi, fiuttu báðir mjög athyglisverðar og greinargóðar framsöguræður, en að því loknu urðu miklar um- xæður á fundinum. Fundurinn stóð frá klukkan tvö til nærri hálf sex, en þá varð að slíta honum, þó að nokkrir væru enn á mælendaskrá, vegna þess að þá var að hefjast aðalfundur málfundafjelags Sjálfstæðis- verkamanna, Óðins. Sá fundur átti að vera í minni sal Sjálfstæðis- hússins, en var það fjölsóttur að flytja varð fundinn í aðalsalar- kynni hússins. Ragnar Lárusson, formaður Varðar, setti fundinn og stjórn- aði honum, en fundarritari var Bjarni Sigurðsson. " í upphafi fundarins bar for- maður upp allmargar inngöngu- beiðnir, sem samþykktar voru, en að því búnu var gengið til dag- VAXANDI STARF Jóhann Hafstein, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, tók fyrstur til má!s. Var ræða hans í senn mjög athyglisverð greinar- gerð um síðasta landsfund Sjálf- stæðismanna og samtímis almenn ar hugleiðingar um þýðingu og gildi landsfundanna fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Var ræðan þrung in áhuga og hvatningu til Varð- arfjelaga og Sjálfstæðismanna al- mennt, að láta þá einingu og vakningu, sem landsfundurinn hefði skapað, verða til þess að þjappa Sjálfstæðismönnum saman til nýrrar sóknar fyrir málefni flokksins, til meira starfs og fastari samtaka, er veita ir undi Sjálfstæðisflokknum þann verðskuldaða árangur að ná meirihluta aðstöðu á Alþingi ís- lendinga. Var ræðunni mjög vel tekið af fundarmönnum. SKATTAMÁLIN Næstur tók til máls Sigurbjörn Þorbjörnsson fulltrúi og ræddi i um skattamálin. Flutti hann prýðilega og skilmerkilega ræðu um þau mál, þar sem í stórum dráttum var vikið að mörgum þeim helstu vanköntum, sem nú eru á fyrirkomulagi og fram- kvæmd skattamálanna. — Tókst ræðumanni með skarpskyggni og 1 þekkingu, á stuttum ræðutíma að, leiða athygli fundarmanna að öllu því helsta, sem máli skiptirj nú í sambandi við ráðagerð um endurskoðun skattalaganna. Meðl þessu móti skapaði framsögumað ur mjög ákjósanlegan grundvöll ti! víðtækra umræðna um málið Tíu ára drengur játar innbrot SUÐUR í Fossvogi hafa hreppsyfirvöldin unnið að því að upplýsa nokkra innbrots- þjófnaði, er þar hafa verið framdir. í gærkvöldi viður- kenndi 10 ára drengur að vera valdur að þeim síðasta, er hann var grunaður um að hafa framið. Drengurinn fór inn í húsin er heimilisfólkið var ckki heimavið. Hann hafði komið í hús þessi áður og þá tekið lykla úr skárm, en greip til þeirra er hann fór í húsin til að stela. f einstökum tilfcll- um er ekki um stórþjófnaði að ræða. En drengurinn hefur viðurkennt íimm innbrot. — Meðal þess, sem hann stal er reiðhjól og myndavjel. Hreppsstjóri Kópavogs- hrepps mun afhenda barna- verndarnefnd mál drcngsins L til meðferðar. á fundinum, enda urðu mjög miklar umræður um það. Ljetu íundarmenn óspart í ljósi þakklæti sitt til framsögu- manns að ræðunni lokinni. UMRÆÐUR Þcssu næst var nú stutt hlje á fundinum og gafst mönnum þá kostur þess að fá kaffi og aðrar veitingar framreiddar og er þetta nokkur nýbreytni á fundarfyrir- komulagi fjelagsins, er líkaði ágætlega og gaf góða raun. Að hljeinu loknu hófust um- ræður og tóku nú þessir til máls. Gísli Jónsson, alþm., Björn Björnsson, Þorlákur Jónsson, Guðbjartur Ólafsson, Björn Ól- afsson ráðherra, Sigurður Krist- jánsson, og frú Soffía Ólafsdóttir. Gctt skautasvell er komið a Tjörnina og þangað Rópuðust börn og unglingar í gærdag hundruðum saman. í gærkvöldi var þar og margt um manninn á öllum aldri. — Hinn áhugasami íþróttafrömuður Benedikt Waage forseti ÍSÍ, sem manna skelegg- ast. hefur barist fyrin aukaum sjóbaðsferðum í Nauthólsvik, undir slagorðinu: Notið sjóinn og sólskinið, hefur nú tekið upp vetr aríþrctíakjöroro sitt: Notið Tjörnina og túnglskinið, til þess að auka áhugann fyrir hinni hollu og þjcðlegu íþrótt. Myndina af þessari ungu stúlku, tól Ijósm. Mbl. á Tjiirn- inni í gærdag. Óðinn fjöimennari og öfi- ugri en nokkru sinni fyrr Frá aðalfundi fjelagsins á surniiidag ÓÐINN, málfundafjelag Sjálfstæðisverkamanna og sjómanna, hjelt aðalfund sinn í Sjálfstæðishúsinu s.l. sunnudag. Fundurinn var fjölmennur og sýndi vel þann einhug og áhuga sem ríkjandi er í fjelaginu. Fundurinn hófst kl. 5 s.d. og®' var Axel Guðmundsson kosinn | fundarstjóri. Formaður fjelagsins Sveinbjörn Hannesson, flutti skýrslu fráfarandi stjórnar. Kom það glögglega fram í skýrsiu form., að fjelagið hafði rekið um- fangsmikla starfsemi á árinu og að 56 nýir fjelagar höfðu bæst í, samtökin og er fjelagið nú fjöl- mennara og öflugra en nokkruj sinni fyrr. Fjehirðir Stefán Gunn laugsson las upp reikninga fje- lagsins og voru þeir samþýkktir samhljóða. STJÓRNARKOSNING Þá var gengið til stjórnarkosn- inga og var Sveinbjörn Hannes- son endurkjörinn formaður, en meðstjórnendur: Friðleifur Frið- riksson, Sveinn Sveinsson, Stefán Gunnlaugsson, Valdemar Ketils- son, Angantýr Guðjónsson og Hróbjartur Luthersson. — Vara- stjórn: Agnar Guðmundsson, Felix O. Sigurbjarnarson, Geir Þorvaldsson, Guðm. H. Guð- mundsson og Þorvarður Guð- brandsson. — Endurskoðendur: Bjarnhjeðinn Hallgi;ímsson, Hannes Jónsson og Guðmundur Kristmundsson. Að stjórnarkosningu lokinr.i voru frjálsar umræður um fje- lagsmál og fleira og tóku margir til ir.áls. ÞJófnaðir í skipl og í Comet í áætlunarflug. LONDON — Bresku flugfjelög- in hafa tilkynnt, að eftir áramót verði Comet þrýstiloftsvjelar teknar í notkun á áætlunarleið- unurn London-Róm-Kairó. Með notkun þessara hraðfleygu vjeia styttist flugtíminn um helming. Nýr nasistaflokkur. Á LAUGARDAGSKVÖLD var farið um borð í vjelbátinn Þor- stein frá Reykjavík, sem liggur hjer .í höfninni. Þjófurinn stal þar allmiklu af klæðnaði skip- verja. Þá var í fyrrinótt stolið ulster- frakka úr bíl. — Bíl var stolið, en hann fannst skömmu síðar nið- ur við Hafnarhús. — Loks var brotist' inn í afgreiðslu Laxfoss en þar var engu stolið. ! verslun í Mtðbasmim Á LAUGARDAGINN var kven- tösku stolið í verslun hjer í Mið- bænum. 1 töskunni voru milli 1300—1400 krónur. Rannsóknar- lögreglan hefur fengið málið til meðferðar. Þetta gerðist í sjerversluninni Feldur í Austurstræti, en sú versl- un, hefur einvörðungu á boðstól- um kvenkápur, veski og skó. Kon- an sem veskið átti, hafði lagt það frá sjer á búðarborðið, meðan hún var að máta kápu. Veskið var horfið af borðinu, er hún ætlaði að taka það þar. Alknargt við- skiptavina var er þetta gerðist. PUSAN — Sú stofnun S. Þ., sem sjer um aðstoð til kóreskra borg- ara tilkynnir, að hjer um bil 4 millj. flóttamanna hafi verið fengið húsa3kjól og matvæli, síð- an úðstoð þessi hófst íyrir ári. Jsppi mú l mönnum mmm iljériiiauif iiiur sfórgrfitasi Itáls ®| steypist niir I |if ! Á LAUGARDAGSKVÖLD, nokkru fyrir kL 9, rann jeppabíll, sem í voru tveir menn, niður allbrattan ás, stórgrýttan. Nam bíllinn ekki staðar fyrr en í gilskorningum, eftir að hafa steypst kollhnís af gilbarminum. Tveir menn voru í bílnum. Annar þeirra slapp ómeiddur, en hinn u rúmliggjandi vegna þess að önnur hnjeskelin brotnaði. Frjettaritari Mbl. á Patreks- firði, Gunnar Proppé, átti í gær- dag tal við annan þessara manna, Ólaf Árnason frá Patreksfirði, þar sem hann liggur í sjúkrahús- inu þar, en Ólafur ók bílnum. RANN Á SVELLI ÚT AF VEGINÚM Þegar slysið vildi til var Óiaf- i ur ásamt mági sínum, Jóni Sveins syni, á leið til Tálknafjarðar. —• | Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir koma yfir í Tálknafjörð. — Færð var góð og bíllinn því keðjulaus, en er þeir aka inn á svellbungu á veginum, rennur bíllinn til og fer annað framhjól hans út af veginum. KOLLHNÍS í GILSKORNING Ólafi tókst ekki að stöðva bíl- inn, er rann niður stórgrýttan malarásinn. — Fyrir neðan sjálf- an ásinn er lítið eitt sljettara. Þar tókst Ólafi sem snöggvast að ná stjórn á bílnum. Hann var þá kominn fram á gilbarm. Ólafi tókst að rjetta stýri bílsins þann- ig, að er hann stakkst fram af gilbrúninni, kom hann niður á framstuðarann, valt yfir á þak- ið, síðan yfir á hjólin aftur og nam nú staðar. — Vjel bílsins hafði ekki stöðvast við þetta. SÁTU Á SÍNUM STAÐ Þegar slysið var um garð geng- ið, sat Ólafur undir stýri bílsins, en Jón mágur hans sat á gólfinu við hlið hans, eins og hann hafði gert er bíllinn stakkst fram af. Stóilinn hafði losnað undan hon- um. Jón var ómeiddur, en Ólaf- ur hafði skaddast í andliti, en hann braut framrúðu bílsins með höfðinu. í veltunni hafði hann skellt hnjenu undir mælaborðið og kom í ljós við læknisskoðun að hnjeskeiin hafði brotnað. Hver einasta rúða í bílnum en hann er yfirbyggður, hafði brotnað, en öll glerbrotin hrokk- ið út. — Lykillinn að bílnum hafði brotnað, svo rjúfa varð strauminn af vjelinni, með því að taka rafgeymirinn sjálfan beint úr sambandi. 60 METRA LÖNG LEI0 Hvorugur þeirra, Ólaíur eða Jón, misstu meðvitundina. Kunn- ugir telja það gegna hinni mestu furðu hve mennirnir meiddust lítið, en leiðin sem bíllinn rann stjórnlaus yfir stokka og steina, er 60 m löng. Vörubíll er bar að skömmu eftir að slysið varð, flutti þá fje- laga í sjúkrahús Patreksfjarðar. —• Bíll þeirra er talsvert mikið brotinn, svo sem vænta mátti. ------------------- j Ölvaðw unglingur reynlr a$ slela bílum í FYRRINÓTT var gerð tilraun til að stela bíl vestur í bæ. Sá sem þar var að verki, varð að hætta við áform sitt, eftir að hafa snúið alla hurðarhuna á bílnum í sundur. Þá var brotist inn í annan bíl, hann látinn renna nið- ur Stýrimannastíginn, en vegna þess hve lítið rafmagn var á bíln- um tókst þjófnum ekki að koma honum af stað. Á Vesturgötunni varð bflþjófurinn á vegi lögreglu- manna og var hann handtekinn. Þetta var 15 ára unglingur, ölvað- ur. Við yfirheyrslur í gær, við- urkenndi hann að hafa snúið hurðarhúnana af hinum bílnum. Fjðlmenn mlnningarafhöfn m Eirík Einarison í pær í GÆR fór fram minningarathöfn í Dómkirkjunni um Eirík Ein- aisson alþingismann frá Hæli. Hófst hún kl. 2 eftir hádegi og var mjög fjölmenn. Sjera Jón Thorarensen flutti minningarræðu og var texti hans eitt af ljóðum hins látna. Mæltist sjera Jóni með ágætum vel. Sungnir voru sálmarnir, Hve1 sælt er sjerhvert land, á undan minningarræðunni, en Jeg lifi og jeg veit, hve löng er mín bið, á eftir. Ennfremur söng Einar Sturluson, en hann er systurson- ur Eiríks Einarssonar, einsögn. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru minningarathöfnina, voru ráðherrar, þingmenn og ýmsir ættingjar og vinir hins látna úr Árnessýslu. í kirkju báru banka- stjórar og starfsmenn Landbank- ans, en úr kirkju forsetar Al- þingis, ráðherrar og þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum. 7ARÐARFÖRIN AD STÓRA-NUPI •. Lík Eirík? Einarssonar var í gær flutt austur að Hæli í Gnúp- verjahreppi. Fer jarðarför hans fram þaðan á morgun. Hefst hún með húskveðju á Hæli. Jarðsett verður að Stóra-Núpi. Þingfundir fjellu niður í gær vega minningarathafnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.