Morgunblaðið - 20.11.1951, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.1951, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. nóv. 1951. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Frainkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. HÖFUDBOHG VFSTUR BÍ LifskjörÍEi oo skipting arðsins í ÖLLIJM þjóðfjelögum verður vart hagsmunaágreinings milli hinna ýmsu stjetta og starfs- hópa. Á meðan ekki hefur tekist að sætta vinnu- og fjármagn full komlega verður erfitt að koma í veg fyrir slíkan ágreining. Ln það er þýðingarmikið að þjóðfje- lagið leggi áherslu á að leysa slík deilumál á friðsamlesan hátt og koma i veg fyrir að þau hafi stórfelld átök, verkföll eða verli- bönn, í för með sjer. Sjálfstæðismenn höfðu for- ystu um það á sínum tíma að sett var löggjöf hjer á landi, sem miðaði að því að auðvelda frið- samlegt samkomulag vinnuveit- enda og verkalýðssamtaka um kaup og kjör, Þeir fluttu á Al- þingi árið 1936 frumvarp um vinnudeilur. Var það byggt á lög gjöf þeirri, sem frændbióðir okk- ar á Norðurlöndum höfðu þá fyr- ir alllöngu sett hjá sjer um þessi efni. Þrátt fyrir bað var þessu frumvarpi illa tekið af þeim, sem töldu sig aðal málsvara verka- lýðsins og þá fyrst og fremst af leiðtogum Alþýðuflokksins. Þeir kölluðu það m.a. „þrælalög" og reyndu eftir megni að vekja andúð gegn því og skapa tor- trygni meðal launþega gagnvart stefnu bess. Af þessari skammsýni leiddi nokkrar tafir á setningu vinnu- löggjafar. En málið hlaut að ná fram að ganga. Þjóðin hafði orð- ið fyrir tilfinnanlegu tapi af lang vinnum vinnudeilum. — Bæði verkamenn og vinnuveitendur sáu að brýna nauðsyn bar til að ráðstafanir yrðu gerðar til frek- ari tryggingar vinnufriði í land- inu. Niðurstaðan varð svo sú að löggjöf var sett, sem í flestum atriðum byggðist á hinum upp- runalegu tillögum Sjálfstæðis- manna, sem beir Thor Thors og Garðar heitinn Þorsteinsson höfðu aðallega beitt beitt sjer fyrir. Þessi löggjöf hefur átt ríkan þátt í að stuðla að friðsamlegri lausn vinnudeilna. Hún leggur að sjálfsögðu ekkert úrskurðar- vald um kaup og kjör í hendur dómstóla. Grundvöllur hennar er þvert á móti algert samnings- frelsi aðilja, verkamanna oe vinnuveitenda. En hún stefnir að því að gera samninga þeirra sem ótvíræðasta og að því, að með rjettarágreining sie farið að landslögum. Verkföll og verk- bönn eru ekki bönnuð en ákveð- in skilyrið sett fyrir því að þeim megi beita. Tilgangur vinnulöggjafar- innar er í stuttu máli sá að firra þjóðfjelagið því tjóni í lengstu lög, sem leiðir af strandi samninga milli aðilja. Þessi löggjöf þykir nú sjálf- sögð og eðlileg af yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar. Hefur það greinilega sannast að setning hennar byggðist á framsýni og skilningi á þjóð- arnauðsyn. En þrátt fyrir þetta mikilvæga skref í rjetta átt verður bví eng- an veginn neitað að deilurnar um skiptingu arðsins af starfi ís- lensku þjóðarinnar rísa oft svo hátt að mikið tjón er að. Þrátt fyrir mikilsvert sáttastarf á grundvelli vinnulöggjafarinnar hafa orðið hjer langvinn verk- föll, sem háft' háfa mikið tjón í för með sjer, 1 senn fýrir deilu- aðilja og þjóðina í heild. Mikil nauðsyn er á því að laiðir verði fundnar til þess að hindra slíkt í framtíðínni. Við íslendingar þyrftum í raun og veru að eiga einhverja j „efnahagsloftvog“, ef svo mætti að orði komast, sem skorið gæti úr því, hve hátt kaupgjald fram- j leiðsla okkar getur borið á hverj- um tíma. En hún yrði að njóta viðurkenningar aðilja. Án sam- komulags um rjettdæmi hennar yrði lítt mögulegt að framkvæma úrskurði hennar. Það, sem í raun os veru skiptir mestu máli, er að allur almenn- ingur geri sjer grein fyrir þeirri hagrænu staðreynd, að lífskjörin ákveðast fvrst og fremst af verð- mæti framleiðslunnar. Kaupgeta einstaklinganna og þjóðarinnar í heild byggist á arðinum af starfi hennar r.jálfrar. Islenska þjóðin er sennilega jafnrjettissinnaðri en flestar aðr- ar þjóðir. Hún þolir ekki að ör- birgð og auðlegð búi hlið við hlið í landi hennar. Lífskjör íslend- inga eru nú orðin jafnari en tíðkast víðast hvar annar staðar. Af þeim ástæðum ætti að vera auðvelt að finna friðsamlega leið til rjettlátrar skiptingar þess arðs, sem starf þeirra gefur. Vera má að einhverjum finnist þetta mælt af of mik- j illi bjartsýni á þroska fólks- ins. En sannleikurinn er sá að við verðum að finna einhverja | slíka leið. Þær 140 þúsundir . manna, sem bvggja þetta' land hafa ekki efni á að eyða kröftum sínum í harðsnúnar dcilur um skiptingu arðsins af starfi þeirra. Við verðum a.ð sætta vinnu og fjármagn. Að því verða öll ábyrg öfl í landinu að vinna. Það er á- hrifamesta leiðin til þess að tryggja Iífsltjörin. Fcgins andvarp LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins og þær víðtæku álykt- anir, sem hann rferði í öllum stærstu málum þjóðarinnar, hafa farið mjög í taugarnar á Tíman- um og Framsóknarflokknum. — Kveður svo ramt að þessu, að Tíminn gat ekki látið vera að gefa opinberlega fró sjer fegins andvarp, þegar lokið var að segja frjettir frá landsfundinum í út- varpinu. Kom þetta greinilega fram í blaðinu s.l. föstudag, en bar birtist feitletruð klausa á fremstu síðu, sem hjet „Birtir upp eftir hálfs mánaðar mold- viðri“. Segir í greininni, að full- an hálfan mánuð hafi verið lesn- ar í frjettum ályktanir fundarins og „að önnur eins ókjör hafi ekki átt sjer stað fyrr eða síðar frá þingi nokkurs flokks“!!! „Það voru góðar frjettir“ að þetta hætti, segir Tíminn í fegin- leik sínum, enda hefur hann ótt- ast það mjög, að landsfólkið hafi hlýtt á ólyktanirnar. Mun það koma í Ijós siðar, að sá ótti var ekki ástæðulaus. Til þess að hressa sig dálítið upp og reyna að draga úr þeim áhrifum, sem þær hafa haft, og munu hafa, hefur Tíminn verið með sífellt nöldur út af þeim. En það þykir þó ekki nóg, heldur voru tveir ráðherrar Framsóknarflckksins sendír af stað, annar vestur í Dali og hinn upp í Mýrasýslu, ásamt þing- mönnum þessára kjördæma, ef verða mætti til að rjetta við fylgi j flokksins, því þeir eru mjög : hræddir um að tapa þessum kjör dæmum báðum við næstu kosn- ir-gar. . ,y_. HÖFUÐEORG Þýskalands cr skipt milli hernámsveldanna fjög urra. Þegar til þess kom að velja til brdðabirgða höfuðborg fyrir Vestur-Þýskaland, varð Bonn íyr- ir vaiinu. . SVIPMIKIL HÖLL Háskólahöllin, sem reist er í barokkstíl, er minnisverðasti drátturinn í svip borgarinnar, og alla tíð hefir hún verið eins og brennidepill í lífi og tilveru henn- ar. Hjema var það, sem kjörfursta erkibiskuparnir af Köln höfðu að- setur. Eftir að ríkið hafði tekið undir sig eignir kirkjunnar og kjörfurstadæmið íjell til Prúss- lands var höllin tekin fyrir há- skólann, sem ennþá er þar til húsa. Hart var þessi höll leikin af sprengjum stríðsáranna, en nú er unnið að endursmíði hennar. í svip virðist þó ekki noma mið- hluti hallarinnar vera nothæfur. Og háskólinn er ekki framar brennidepill borgarlífsins, eftir að ríkisstjóm sambandslýðveldisins og Ríkisdagurinn fluttist til borg- arinnar íyrir rúmum tveimur árum. LÍTIÐ SVIGRÚM Fæðingarbær Beethovens er ekki fallinn tii að verða höfuð- borg stórs ríkis. 1 miðbænum í kringum gömlu dómkirkjuna hef- ir orðið að taka upp einstefnu- akstur um margar göturnar. Og þeir ökumenn, sem ekki eru kunn- ugir krókaleiðum borgarinnar, eiga fullt í gangi með að rata gegnum hana. Bak við dómkirkjutorgið eru ranghalar og varla fært bílum nema til einnar áttar. 1 Bonn eru um 120 þús. íbúar. Hefur gengið erfiðlega að sjá stjórninni og ríkisþinginu fyrir húsakosti, embættismönnum stjóm málamönnum, erlendum sendi- mönnum og blaðamönnum, sem þúsundum saman hafa streymt til borgarinnar, eftir að hún varð miðdepill Vestur-Þýskalands. — Nokkur hluti þessa mannsafnað- ar hefir orðið að leita til. næstu Rínarbæja. Og ckki víðsfjarri Bonn búa fulltrúar hernámsveld- anna þriggja. Jafnvel stjórnar- skrifstofurnar hafa orðiö að leita hælis utan borgarmúranna. Ýms- ir erfiðleikar hljóta vitaskuld að fylífja því, að svona þröngt er í höfuðborginni. Einhverjir gárungar hafa líka kallað hana höfuðþorp. FRÁNKFURT AM MAIN EÐA BONN Nú kunna menn að spyrja, hvers vegna Bonn hafi verið val- in, þegar kjósa skyldi höfuðborg í stað Berlínar. Menn þurfa ekki lengi að litast um til að sjá, að ekki hefir verið horfið að því ráði vegna mikils húsrýmis. Bærinn Góður handfæraafli í Garðssjó EINMUNATÍÐ hefir verið á Suð- urnesjum undanfama viku, en aflabrögð hjá síldveiðibátum eng- in og allir bátar að hætta. Lítils- háttar eru bátar suður með sjó farnir að róa með línu og er afli mjög tregur. Aftur á móti er dágóður afli á handfæri í Garðssjó og róa nú 10—15 trillubátar þar með tveim- ur til þremur mönnum hver. Afl- inn er 500—1000 kg. í róðri. Sjó- menn þakka þcnna afla það ein- dregið að ágætleg* er varin land- helgin fyrir dragnótaveiðum, sem hafa mjög spillt fyrir undanfarin ár og sjómenn kenna aflaleysi það, sem þá hefir verið. Allur aílinn er settur í íshús og skapar það þannig einnig atvinnu í landi. Ríkisþingiiásið í Bonn slapp óngan veginn við tortím- ingu stríðsins. Rústirnar :.iá hjer ekki um eins stór flæmi og víða annars staðar, til að mynda í Köln, en þær eru þeim mun víðar um bæinn á litlum svæðum. Margt hefir verið um það rætt, hvers vegna Bonn hafi orðið fyrir valinu. Líklega hefir stjórnin ekki viljað gera þá borg að stjórnar aðsetri, sem íylkisstjórn hafði aðsetur fyrir. Þar með voru 11 borgir dæmdar úr leik, en sigur Bonn varð því auðunnari. Barátt- an stóð seinast milli Frankfurt am Main og Bonn. Og Bonn hefir nú tekið á sig nýjan svip. Allsstaðar rekast menn á leiðarvísa, sem á stendur: Til þinghússins, svo að mönnum finnst allar leiðir liggja þangað. Og það lætur víst nærri. Þing- húsið er svo sannarlega miðdepill borgarinnar, þó að það standi úti við Rin í suðurhluta .hennar. All- ir þeir Þjóðverjar, sem takast ferð á hendur til Bonn, leita fyrst og fremst til þinghússins. Það er sama hvort þingið situr cða ekki, allan liðlangan daginn streyma gestir um götuna, sem þinghúsið stendur við. Það er ný- tísku hús, svona ekki beint eins og menn gætu látið sjer detta í hug, að ríkisþinghús sje. Það var heldur alls ekki reist í því skyni, að þar yrði háð þing, heldur var það skólahús fyrir nema í upp- eldisfræðum. — Fundarsalirnir minna líka miklu fremur á kennslusal en þingsal. En hvað sem þinghúsinu líður, þá kemur sá dagur, að Þýskaland verður sameinað í eitt ríki og þá eru dagar höfuðborgarinnar í Bonn taldir. Velvakandi skrifar: tlI DAGLEGA 1ÉEWV „Ein úr Samsölunni" hefir orðið JER kemur brjef frá stúlku, sem vinnur í mjólkurbúð. „Kæri Velvakandi. Að gefnu til- efni langar mig að biðja þig að birta eftirfarandi brjef. Jeg hlustaði á útvarpserindi það, er Ólafur Gunnarsson, sál- fræðingur, hjelt þann 12. þ. m., þar sem hann deildi harðlega á starfsstúlkur Mjólkursamsölunn- ar. Þar sem svo vill til, að jeg vinn í þeirri mjólkurbúð, sem hann hefir líklega átt mest skipti við, þó að ekki sje það búðin, sem hann talaði um, að hann hefði fyrst skipt við eftir að hann kom til landsins, þá get jeg ekki látið hjá líða að gera nokkrar athuga- serndir við ádeilu hans. Misjafn sauður í mörgu fjs SÁLFRÆÐINGURINN talar um að stúlkur í mjólkurbúðum kunni enga kurteisi, annað hvort hafi þeim aldrei verið kennd hún eða þær hafi enga hæfileika til að læra almenna háttvísi. Jeg held nú satt að segja, að starfsstúlkur Samsölunnar sjeu hvorki betri nje verri en fóik við önnur afgreiðslustörf. Það má vel vera, að það fyrirfinnist stúlk ur, sem eru ekki eins og helst væri á kosið, én mjer virðlst ekki hægt að dæma þær allar eftir því, þar sem jafnan er misjafn sauður í mörgu fje. Tilkynnt öllum landslýð OG ÚR því að við tölum um kurteisi, þá er best að segja eins og er, að mjer finnst sál- fræðingurinn ekki hafa sýnt mikla háttvísi að lýsa vanþókn- un sinni fyrir öllum landlýðs á öldum Ijósvakans. Alveg hefði verið nóg, að stúlkurnar hefði fengið að lesa aðfinnsiurnar og þeir, sem hafa eitthvað saman við þær að sælda. Við hljótum að hlýða fyrirskipunum VÍKJUM þá að flöskusölunni. Jeg veit að sálfræðingurinn kom til landsins á versta tíma, því að þá voru flöskur ófáanleg- ar, hafði okkur verið bannað að selja þær um tíma og verða stúlk urnar ekki sakaðar um það. Ætl- ast er til að þær hlýði þeim regl- um, sem þeim eru settar. Og það gefur auga leið, að við megum ekki lána flöskurnar, ef við meg- um ekki selja þær. Illa launuð lipurð UM VIÐSKIPTI okkar sálfræð- ingsins er það að segja, að jeg vona, að hann hafi yfir engu að kvarta. Við hjerna í búðinni höfum sýnt honum fyllstu kurteisi og lipurð í hvívetna og reynt að greiða gctu hans á allan hátt í hinum viðkvæmu mjóikur- og flöskumálum, en þakklætið þykir okkur skorið við nögl. Læt jeg svo útrætt um þessi mál. — Ein úr Samsölunni“. Minnti á „feitu árin“ VO sannarlega fer kurteisi verslunarfólksins batnandi eft ir niðurlægingu stríðsáranr.a. En bó komu „feitu árin“ mjer í hug hjerna á laugardaginn, er jeg átti leið um Miðbæinn. Jeg var á leiðinni í verslun, þar sem jeg vissi, að fjekkst hlutur, sem mig vanhagaði um. Þetta er lítil verslun með stór- um og fallegum glugga, sem nær hjer um bil niður á gólf. Er mig bar að» gafst á að líta: í glugga- kistunni frammi við dyrnar sat afgreiðslustúlkan, en uppi á búð- arborðinu sat ungur maðúr með krosslagða fætur. Jeg komst ekki nema að glugg- anum í þetta sinn, og vel gæti jeg trúað, öð fleiri viðskiptavinir hafi hugsað sem svo, að ekki væri vc-xt áð ónáða. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.