Morgunblaðið - 21.09.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.1952, Blaðsíða 14
[ 14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. sept. 1952 ■immmmminnumiiiiBiiiiiiiiiiiiiiimiiiiniiniiii ADELAIDE Skáldsaga eftir MARGERY SHARP fcm......... Framhaldssagan 15 „Við sögðum ekki ósatt“, sagði John. „Ef þið hafið skrökvað að ung- frú Culver, þá verðið þið að biðja hana afsökunar11, sagði herra Lambert. „Við höfum ekki skrökvað“, sagði John. Hann leit beint í augu herra Lamberts. „Við sögð- um henni að við hefðum séð yður fyrir utan Royal-veitingastof- una“. Herra Lambert beygði sig nið- ur og strauk sér um öklann. „Þá sáuð þíð þegar ég datt“, sagði hann glaðlega. „Ég rann á ísn- um, ungfrú Culver, og var næst- um búinn að brjóta á mér fót- inn“. Adelaide varð því fegin að frændur hennar höfðu ekki sagt ósatt, og hún hélt langan fyrir- lestur yfir þeim hve slæmt það væri að draga rangar ályktanir og gar.ga út frá þeim sem vissu. Þeir svöruðu henni ekki. Þeir sáu svo margt og reyndu svo margt, að þeir vissu hvenær þeir áttu að þegja. 3. Adelaide minntist aldrei á ■þennan atburð aftur og herra Lambert ekki heldur. Það var fyrir neðan þeirra virðingu. Þau töluðu um myndina, sem hann ætlaði að leggja fyrir sýn- ingarnefndina, og þau töluðu um nemendur hans. Adelaide var annt um það að kynna sér allt líf og aðstæður elskhugá síns. Hann kenndi næstum á hverjum degi .... annað hvort Pomfret- systrunum eða einhverjum Dews systrum í Bayswater og ungfrú Ocucks í Knightsbridge. Og svo hafði hann fasta tíma í teikni- skóla. Adelaide lét hann lýsa fyr- ir sér stúlkunum og henni þótti gaman að heyran að allar voru þær ósköp hversdagslegar. „En þær eru tæplega allar jafn hversdagslegar", sagði hún einu Lambert og brosti. „Annars tækju þær ekki teiknitíma". Svo flýtti hann sér að bæta við: „Það er mjcg sjaldan að stúlka, sem bæði er gáfuð og falleg vilji fara í teiknitíma". Það var því engin furða, þótt Adelaide þætti gaman að heyra um Enid Pomfret, sem var freknótt og Florence Ocock, sem var eins og andarungi. En þegar Adelaide hitti einu sinni ungfrú Ocock í samkvæmi varð hún undrandi þegar hún sá hve aðlaðandi hún var, enda þótt hún væri dálítið feitlagin. Hún hafði liðað, brúnt hár og ljósan hör- undslit. Adelaide fannst hún ' hljóta að vekja athygli karl- manna. En hún fékk þarna enn eina sönnun á einlægri ást herra Lamberts. Aöelaide gaf sig á tal við hana og að gamni sínu fór hún að tala um teiknitíma. „Teiknið þér?“ spurði Adela- ide. „Já“, sagði ungfrú Oeock. . „Mamma lætur mig fá teikni- tíma. En mér finnst þeir ósköp leiðinlegir". i Adelaíde brosti. Herra Lambert hlaut að vera mjög annars hugar I úr því henni gat fundist hann leiðinlegur. I „Ég er mótfallin yfirleitt alls- konar námi“, sagði ungfrú Ocock. „Nema hvað mér finnst gaman j að læra að dansa. Ég get ekki sungið og ég get ekki spilað á píanó og ég kann alls ekkert að teikna. Og mér er alveg sama“. jAdelaide gat vel skilið að hépni væri sama, bar sem allir un'gu mennirnir höfðu hópast ut- . ahjum hana um leið og hún kom I ipn. Næst þegar hún hitti herra Laimbert sagði hún honum frá „Ég hitti ungfrú Ocock þína,' Henry. Mér finnst hún mjög falleg". j „Hún er heimsk og duttlunga- full“. „Ungu mönnunum virðist ekki finnast það .... ég held að þú hafir ekki veitt henni nógu mikla eftirtekt". „Ég hef ekki mátt vera að því“, sagði hann. Adelaide var sjálf að íríkka, næstum með hverjum degi. Hún hafði alltaf verið fremur vel vaxin. En nú fékk hún fallegan hörundslit og augu hennar urðu skærari. Frú Culver gramdist að samhliða þessu virtist hún verða meira og meira annars hugar.' Hún var skeytingarlaus og :ræst- um fráhrindandi við unga menn,' sem vildu láta kynna sig fyrir henni. Hún reyndi ekkert til að vekja áhuga þeirra á sér og svar- aði þeim bara með einsatkvæðis- orðum. „Þú ættir að tala um þetta við hana“, sagði herra Culver. Það var venjulegt svar hans við venjulegum vandamálum, sem steðjuðu að heimilinu. Hann var líkur Adelaide um það að hann hafði ekki óþarfa afskipti af öðru fólki. Og þetta varð tilj þess að frú Culver snéri sér æ meira að syni sínum, sem var áhrifagjarn og vingjarnlegur í viðmóti að eðlisfari. | Treff var nú orðinn næstum átján ára. Hann var að ljúka við námið í Harrow og var að búa sig undir að halda því áfram í Cambridge. Honum hafði gengið skammlaust í skóla. Ekki var hann neinn námsmaður, en hon- um hafði þó alltaf tekizt að ná prófum. Flestum féll vel við hann. Hann var hávaxinn eins og Adelaide. Hárið var dökkt og ( strítt og féll fram á ennið. Já, flestum líkaði vel við Treff, en þó einkum kvenfólki. Hann hafði líka alltaf kunnað vel við sig innan um kvenfólk, jafnvel líka á unglingsárunum. Treff fannst ekkert leiðinlegt að fara í te-boð .... hann gekk oft um beina og rétti bollana og honum fórst það vel úr hendi. Ekki var hægt að segja að hæfileikar hans beind- ust í neina sérstaka átt og stund- um fannst frú Culver það ágætt að hugsað mundi verða fyrir stöðu fyrir hann í fyrirtæki manns hennar. Eða þannig hafði hún að minnsta kosti alltaf hugsað. — Húsbóndi hennar lét hana um heimilið og eins lét hún mann sinn um atvinnu sína. Með sjálfri sér hafði hún hugsað að hann mundi hætta að vinna og fara á eftirlaun um sextugsaldur .... þegar Treff væri kominn inn í starfið. En herra Culver var að- eins fimmtíu og þriggja ára, þeg- ar hann kom nú heim einn góð- an veðurdag og sagði að fyrirtæk ið Culver, Blore og Masterman, mundi brátt verða Masterman, Masterman og Blore. Ef satt skal segja, var verið að kaupa hann út. Masterman og Blore áttu líka syni. Því miður voru þeir ekki meðal þeirra, sem líkaði vel við Treff. Það gat vel verið að innst í hjart sínu væru herra Culver heldur ekki sérlega um son sinn gefið. Þegar hann fékk gott boð, tók hann því. j „En hvað verður þá um Treff?“ spurði frú Culver. „Treff fer til CambUdge, eins og ákveðið hefur verið“. „En svo?“ „Hann fær góðan umhugsunar- tíma á þrem árum. Ég ætla að fara niður eftir“. Það var klúbb- urinn, sem hann átti við. „Nei, William“, sagði frú Cul- ver ákveðin. „Þú verður að tala við mig. Eigum við að búa hér áfram. Eða eigum við að flytja í minna hús? Og hverjar verða tekjur okkar?“ Herra Culver hikaði. „Þú verð- ur að láta þér nægja um það bil helming á við það, sem þá hefur núna. Adelaide hefur þessi hundr að pund, sem hún fékk eftir ömmu sína. Það nægir fyrir út- gjöldum hennar, og þegar Treff hefur lokið náminu í Cambridgt lagast þetta. En auðvitað verða 14|«111 !i i 1111 :!ti(ii!!lii!i Hrói höttur suýr aftur eftlr John O. Ericsson 7. luktist myrkrið aftur og bar við gráan næturhimininn, eins og þar væri svartur veggur. — Þarna uppi yfir skörðóttri ásbrún, brá skyndilega fyrir glampa eins og af stjöpnuhrapi, en hann hvarf jafn snögg- lega og hann birtist. Maðurinn, sem vildi komast áfram, beygði greinarnar til hliðar með löngu priki, sem hann vgr með í hendinni. Hann laut fram og hljcp í einum spretti niður brekkuna og yíir lækinn. — Guði sé lof, sagði hann. lágt við sjálfan sig, og flýtti sér yfir grassléttuna. Ennþá rata ég —- og enn er gamla hreiðrið iíklega ekki tómt. Úti á miðri sléttunni var dálítill hóll og uppi á honum stóðu nokkur æfagömul eikartré. Maðurinn lagðist á fjórar fætur og skreið hægt innan um heslikjarr og þyrnirunna, sem óx í óaðskiljanlegri flækju hvað innan um annað. — Hérna hægra megin við þessa digru eik og hinum megin við þyrnirunnan hlýtur það að vera, tautaði hann fvrir munni sér. Sko til, þarna fann ég það. Okkar ástkæra María mey yfirgefur mig ekki. Hún lýsir mér núna eins og hún hefur gert margar nætur áður í Sherwoodskóginum. Hann tók með báðum höndum í ferhyrnda þúst á hólnum, sem var alvaxin mosa og grasi. — Það er með herkjum, að ég ræð við hana, dæsti hann á meðan hann bisaði af öllum mætti við að færa hina þungu steinhellu. Hinn góði Tuck.... hvar skyldi hann nú annars vera í nótt? Hann var vanur að kasta þessu lítilræði burt með annarri hendi, en ég rembist við það með báðum. — Nú kom í ljós kolsvört hola í jörðinni. Þarna stökk skógarmaðurinn niður. Hann setti herðarnar undir helluna og kom henni á sinn stað af'tur með mikilli fyrirhöfn. Svo feaptaði hann ofurlítið mgeöinpi. IÐNSYN Opið í dag kl. 10—23 \ Oðfnagæib kl. 13—19,30 1 Aðgöngumiðar á 10 kr. fyrir fullorðna og 5 kr. fyrir börn. * ■ Aðgangskort, sem gilda allan mánuðinn á 25 kr. jjj ■ Lúðrasveitin Svanur heldur síðdegistónlelka í garðinum. 5 Gömlu dunsurnir í BREIÐFIRÐIN GABÚÐ I KVÖLD KL. ». Hljómsveit Svavars Gests. Aðgöngumiðasala frá klukkan 8. Drekkið síðdegiskaffið í GóðteTnplarahúsinu í dag Konur úr kvenfélagi Óháða fríkirkjusafnaðarins framreiða þar veizlukaífi með smurðu brauði, tertum, rjómapönnukökum og allskonar kökum. Kaffið kostar aðeins 10 kjjónur fyrir manninn og fá allir brauð með því eftir vild. Jafngott kaffi kann að hafa fengizt en aldrei betra. — Framreitt kl. 3—7 e. h. Drekkið gott kaffi á góðri stund og eflið gott mál. 2. ráðstefna MIR Ráðstefnan heldur áfram í dag kl. 4 í Hlégarði, Mos- fellssveit. Fulltrúar mæti í skrifstofu MÍR 1 Þingholts- stræti 27 kl. 3 í dag. — MÍR-félögum er heimilt að sitja ráðstefnuna meðan húsrúm leyfir. Stjóm MÍR HJÓLBARBAR OG SLÖNGUR fyrirliggjandi í eftirtöldum stærðum. 670—15 700—15 550—16 690—16 750—16 900—16 650—17 700—20 750—20 825—20 Aðrar stærðir væntanlegar næstu daga. P. Suf anááon Lf. HVERFISGOTU 103 SÍMI 3450 OG 1275 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.