Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 2
2 MORCUISBLAÐIÐ Laugardagiu’ 26. mní 1956 Kristján Albertsson: „Værðarlega í hægindastólnum" EKKI get ég að því gert, að ég hneykslast ævinlega meira á þeirri tegund af pólitísku bulli, sem skáldið Halldór Laxness tel- ur sig hafa einkarétt á — en á nokkru öðru bulli, sem framleitt er á íslandi. Veldur að sjálfsögðu nokkru um hneykslun mína, hver maðurinn er, sem svo margt leyf- ir sér algerlega óþolandi. Fyrir skemmstu birtu blöðin viðtal við Laxness, þýtt úr er- lendu blaði. Þegar hann var spurður um stjórnmál svaraði hann eitthvað á þá leið, að skó- smiður ætti að sóla skó og skálö að halda sér við blekið (skáld- verk sín?). Ekki er hann þó fyrr kominn heim en hann lætur ritstjóra Þjóðviljans ginna sig til að gleyma sínum góða ásetningi. Blaðið birtir langt viðtal við Lax- ness. Ritstjórinn og skáldið sitjc „værðarlega í hægindastólum" á vinnustofu Laxness, og skáldið lætur enn einu sinni hafa sig ti þess að fara að tala um pólitík, og þá auðvitað í tón þess sem valdið hefur, og getur tekið stórí upp í sig. Öll framleiðsla á ís- landi er því sem næst fallin i kalda ko!, skilst manni. „Ég veií ekki betur en að hernámið sé ac gera okkur gjaldþrota“, segii Laxness. „Við höfum ekki lengui efni á að rækta landið og draga fisk úr sjó. Þótt allur heimurinn standi með gull í höndum og bjóði í fiskinn okkar, allt frá Afríku til yztu afkima Evrópu stendur á okkur að framleiða hann.“ Hvers vegna í ósköpunum þarí Laxness að vera að geðjast Þjóð- viljanum með þessu og þvíum- líku? HERTEKNUM ÞJÓÐUM LÍÐUR VEL Skáldið þreytist ekki á að róma það hve herteknum þjóðum líði vel. Enn er í fersku minni fagn- aðaróp Laxness þegar rússneski herinn bxauzt inn í Pólland, „frið- samlega" — af því að Pólverjar gátu engum vörnum við komið gegn árás Stalins morðingja, vegna þess að þeir áttu um sama leyti líf og frelsi landsins að verja gegn bandamanni Stalins, Adolf Hitler. Fyrir nokkrum árum kom Lax- ness frá Austur-Þýzkalandi, sem þá var og enn er íullt af rúss- neskum her — þeim hinum sama sem notaður var til að skjóta á verk'amenn í Berlín, þegar þeir ókyrrðust undir oki Jóseps Stal- íns. Skáldið sagði að sér virtist fólki þar eystra „líða vel“! Sama segir hann nú um fólkið í Tékkóslóvakíu, sem kúgað var undir kommúnismann fyrir átta árum, eftir að Jósep Stalin hafði sent þangað einn af sínum ill- ræmdustu böðlum, og látið hann minna stjórnarvöldin í Prag á rússneska herinn, sem umlukti landið, og var reiðubúinn til þess að skerast í leikinn ef kommún- ista-svikurum landsins yrði sýnd mótspyrna. „Fólkið er vel klætt og mjög glaðlegt", segir Laxness. EIN UNDANTEKNING Ein er þó sú þjóð, að dómi Laxness, sem hefur mátt þola þungar búsifjar af völdum er- lends hers — og það eru íslend- ingar! Ekki hefur þó sá her verið notaður til þess að skjóta á verka- menn, né einum stafkrók verið breytt í íslenzkri stjórnskipun fyrir áhrif hans, né frelsi lands- manna skerzt um hársbreidd fyr- ir tilkomu hans. Þó þarf skáldið að æsa sig upp í einhvern hjákát- legan blossa, þegar á þennan her er minnst, — til þess að geðjast Þjóðviljanum. Skáldið segir: „Ef til er þjóð sem sér sóma sinn í því að sópa gólf fyrir dáta, þá á hún ekki betra skilið, þá er bezt hún liggi í gólfunum hjá erlendri herstjórn .... Sú þjóð getur ekki kallað sig sjálfstæða sem biður útlendinga að ganga á sér.“ Hvers konar brjóstheilindi eru það, að vera að koma frá Tékkó- slóvakíu og tala svona um dvöl hins bandaríska varnarliðs — sem við íslendingar báð'um um eftir að morðinginn Jósep Stalin hleypti af stað stríði sínu í Kóreu, og allur heimurinn stóð á öndinni af ótta um að ný heimsstyrjöld væri í aðsigi? Hundruð þúsunda hafa flúið Tékkóslóvakíu undan rússneska hernum og síðar flugumönnum Frh. af bls. 1 skipar 5. sæti listans. Hún komst m.a. þannig að orði, að ný við- horf hefðu skapazt. Gamlir stjórn málamenn hefðu myndað ný bandalög og lagt fyrir fyrri kjós- endur sína að ráðstafa atkvæð- um sínum á nýjan hátt. Þetta at- ferli væri með þeim hætti, að ýmsum væri skapi næst að sinna ekki kallinu. En það er einnig annar hóp- ur, sem mun hugsa sig vel um. Það er unga fólkið, sem nú gengur að kjörborðinu í fyrsta skipti, sagði frú Ragnhildur. Hópurinn er stór og lóðið, sem æskan leggur á metaskálarnar er þungt. HIÐ GÓÐA í MANNSSÁLINNI Undir lok ræðu sinnar, komst frú Ragnhildur Helgadóttir þann- ig að orði, að Sjálfstæðisflokk- urinn þyrfti ekki að fara í neina launkofa með stefnu sína. Hann stefnir að uppbyggingu og bætt- um hag, sem fæst með samstöðu1 allra stétta, er vinna í einni fylk- ingu í anda sjálfstæðis, frelsis og framtaks. Það væri óumdeiian- legt, að maðurinn, einstaklingur- inn, skipti mestu máli. Sá, sem heldur að ill öfl ráði í mannsál- unum, treystir þeim ekki til að ■'ara með frelsi sitt. Sá, sem trúir á hin góðu öfl, trúir á einstaklings frels^ Sá, sem trúir á einstakl- ngsfrelsið kýs ’Sjálfstæðisflokk- inn. Vinnum að sigri hans, sagði frú Ragnhildur Helgadóítir að lokum. Ræðu frú Ragnhildar var ákaft fagnað af hinum mikla fjölda fundarmanna. JHANN HAFSTEIN: Síðastur tók til máls Jóhann Stalins, sem sviptu þjóðina frelsi og mannréttindum. Hefur nokk- ur orðið að flýja ísland undan ameríska hernum? Hvernig get- ur Laxness fengið af sér að sitja „værðarlega í hægindastólnum“ með ritstjóra Þjóðviljans, riý- kominn úr hinum kúgaða heimi austursins, og láta dæluna ganga um að við íslendingar sópum gólf hjá dátum, og annað ámóta vitur- legt? „Það dylzt nú engum manni að Atlantshafsbandalagið er aðeins pappírsgagn og tilbúningur", seg- ir Laxness. Þegar hann kemur frá útlöndum, setur upp páfasvip og svarar spurningum Þjóðviljans, þá talar hann mjög í vísdóms- orðum af þessu tagi, endursögn- um úr heimskandi kommúnista- blöðum, sem hann hefur lesið á Cerðum sínum. Hvcrju er það að þakka, öðru on varnarsambandi vestrænna þjóða, að við erum frjálsir menn — og að t.d. kommúnistar vestan járntjalds geta enn' setið „værð- arlega í hægindastólum" meðan þeir rógbera þau samtök, sem halda hliíiskildi yfir frelsinu — þar á meðal frelsi kommúnístískra höfunda til þess að láta út úr sér eins mikið af ósvífnum þvætt- Hafstein, 3. maður á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Jó- hann dró upp glögga mynd af þeim fylkingum, sem nú ganga til kosninga. Hann minnti á, að Sjálfstæðisflokkurinn leggur sam einaður og sterkur til orustu. Hann hefur verið í stöðugri sókn á undanförnum árum, — unnið þingsæti og aukið atkvæðamagn sitt. Ræðumaður lagði áherzlu á, að sigur þann, sem flokkurinn sér nú fram á, myndi hann ekki vinna með því að misnota kosn- ingalöggjöfina eða breiða vfir stefnu sína, heldur með því að stórauka atkvæðamagnið í krafti stefnu sinnar á undanförnum ár- um. Hins vegar berjast andstæð- ingarnir varnarbaráttu vegna nei kvæðrar afstöðu til uppbyggingar starfs síðustu ára og reyna að forðast fall með ósæmilegum að- ferðum. „Við höfum ákjósanlega vígstöðu. Við skulum fylkja liði fram til sigurs.“ Með þessum orðum lauk Jóhann Hafstein ræðu sinni, en mannfjöldinn á fundinum fagnaði hvatningarorð- um hans með dyrjandi lófataki og hét þar með að leggja fram alla krafta sína í þágu flokks og þjóðar. Þar með er kosninga- baráttan í höfuðstaðnum hafin. Frummælendur ræddu í ýt- arlegum ræðum stjórnmála- við'horfið í dag og stjórnar- samstarfið undanfarin ár og lýstu stefnu Sjálfstæðisflokks ins. Var ræðum þeirra vel fagnað. Af hálfu Hræðslu- bandalagsins talaði Grétar Guðfinnsson í nokkrar mínút- ur og þótti málflutningur hans fremur slappur. Bjarni Bene- diktsson svaraði honum nokkr um orðum. Kristján Albertsson. Frh. af bls. 1 Þar, sem kjósa skal hlutfalls- kosningu, bera flokkarnir sums staðar fram lista skipaðan yfir- lýstum flokksmönnum úr báðum flokkunum. Svo er t. d. í Árnes- sýslu. Þar er Alþýðuflokksmaður í 2. sætí á framboðslista, sem borinn er þar fram í nafni Fram- sóknarflokksins. Um kosningxxna í Árnessýslu sagði Haraldur Guð mundsson, formaður Alþýðu- flokksins, á Selfossfundinum 15. apríl, skv. frásögn Alþýðublaðs- ins 17. apríl: .... „Takmarkið er að fella íhaldið og senda tvo fulltrúa al- þýðunnar inn á þing, einn Fram- sóknarmann og einn Alþýðu- flokksmann.“ EINN LISTI í REYKJAVÍK í Reykjavík báru flokkarnir fram sameiginlegan lista, í nafni Alþýðuflokksins, en skipaðan all mörgum Framsóknarmönnum. Er vitað, m. a. af auglýsingu og yfirlýsingu í Tímanum 19. þ.m., að í þriðja sæti þessa framboðs- lista er skipað eftir úrslitum í prófkosningu á meðal Framsókn- armanna í Reykjavik. Þar að auki er vitað, að all- margir meðmælendur þessa fram boðslista skipa trúnaðarstöður í Framsóknarflokknum. EINN ÞINGFLOKKUR Allt þetta sýnir, að fyrirætlan- ir forystumanna flokkanna um algert kosningabandalag, algera samemingu, hafa tekizt. Þá er og margsinnis tekið fram af forystumönnum bandalagsins Dg málgögnum, að væ.ntanlegum þingmönnum þess sé ætlað að hafa samstöðu á Alþingi, til að framkvæma sameiginlega kosn- ingastefnuskrá, svo að hér verð- ur augljóslega um einn þingflokk -8 ræða. Ritari Alþýðuflokksins, Gylfi FUNDURINN VEL SÓTTUR ÞRÁTT FYRIR SLÆMAR AÐSTÆ8UR Fundur þessi var ágætlega sóttur. Þó voru tveir togarar við bryggju á Patreksfirði á meðan á fundinum stóð og var verið að vinna við þá. Fundar- menn voru mjög ánægðir með fundinn og telja hann lýsa ör- uggum baráttuvilja Sjáifstæð- ismanna í Barðastrandarsýslu fyrir sigri Gísla Jónssonar. ingi og frekast má búast við að kommúnistískir blaðalesendur geti torgað? Eða hvort myndi Laxness hafa getað setið jafn-værðarlega í Prag og bölsótast yfir þætti rúss- neska hersins i sögu Tékkó- slóvakíu á síðustu tímum? Hvernig dettur fyrri dýrkend- um Jóseps Stalíns í hug að þeir getl nokkrú sinni framar látið sem þeim verði óglatt við að hugsa til erlendrar hersetu í nokkru landi — án þess að verða vægast sagt hlægílegir? Ein er þó sú stétt manna í Tékkóslóvakíu, sem ekki hefur alltaf átt sjö dagana sæla, að þvi er Laxness segir — en það eru rithöfundarnir. Ég mun koma að því í annarri grein. Þ. Gíslason, hefir látið svo um mælt á fundi á Akureyri 12 þ.m. sbr. frásögn Alþýðublaðsins 16. þ.m., „að ekki færi hjá því, að á næsta þingi yrði þingflokkur þessara flokka (Sýnilega átt við Alþýðufl. og Framsóknarfl.) stærsti samstæði þingflokkur.“ FYRIR KOSNINGAR OG EFTIR KOSNINGAR Af því sem rakið hefur ver- ið, og cins og komið er, virð ist augljóst, að líta beri á bandalag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins sem eíxm og sama flokk, fyrir Icosning- ar, í kosningum og eftir kosn- ingar. Frambjóðendurnir eru boðnir fram undir merki sam- eiginlegrar stefnuskrár og í því skyni að mynda samstæð- an þingflokk, er á þing kemur. Að formi til, býður bandalag- íð fram í nafni „veggja flokka. Er það gert í þeim tilgangi ein- um að freista þess að fá sameigin- lega kosna fleiri þingmenn en bandalaginu ber eftir atkvæða- magni. Framboðum er stillt þarxnig, með hliðsjón af atkvæðatölum flokkanna í síðustu kosningum, að Framsóknarflokknum megi takast að fá kosna sem flesta þingmenn með sem fæstum at- kvæðum, en að öðru leyti megi sameiginlegt atkvæðamagn flokk anna nýtast sem bezt til að afia Alþýðuflokknum uppbótarþing- sæta. ANDSTÆÐ ANDA STJÓRNAR- SKRÁRINNAR Þetta er hverjum manni Ijóst, er kynnir sér framboðin, og enda yfirlýst af forystumönnum flokk- anna. í ræðum þeirra og blaða- greinum segir hvað ofan í æ, a5 takmarkið sé að bandalagið fói hreinan meirihluta á þingi og mjög harmað að slíkt samkomu-* lag skuli ekki hafa verið komið á við tvennar síðustu alþingiskosn ingar, en af því hefði leitt. að flokkarnir hefðu þá fengið hrein- an meirihluta í bæði skiptin, 1949 með 41% kjósenda að baki sér, en 1953 með 37,5% kjósendanna. Slík kosningaúrslit væru and- stæð bæði anda og orðalagi stjórn arskrárinnar og kosningalaganna. Uppbótarsætin eiga að vera til jöfnunar á milli þingflokka, og í þessu sambandi er þa8 þing- flokkur, sem gengur til kosninga um sameiginlega frambjóðendur og sameiginlega stefnuskrá. ÓHEIMILT AÐ LÖGUM Tilraun kosningabandalage Alþýðuflokksins og Framsóun arflokksins til að afla sér fleirl þingsæta en því kann að bera, er því óheimil. Þess vegna ber að úrskurða, að nefndlr flokk- ar eða kosningabandalag þeirra, hafi einn og samelgln- Iegan landslista í kjörl vi* kosningarnar 24. Júní næstk„ eða a.m.k. að þelm verði sam- eiginlega úthluta nppbótar- þingsætum, ef til kemur, svn sem um einn flokk sé a* ræða.“ FmSinennier fundur á Húiavik HÚSAVÍK i gær: — Fundur sá sem miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins boðaði til á Húsavík var mjög fjölmennur. Framsöguræður fluttu Ingólfur Jónsson ráðherra, Jóhann Hafstein alþingismaður og Ari Kristinsson fulltrúi, fram bjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suður Þingeyjarsýslw. Var ágæt- ur rómur gerður að ræðum þeirra. Miklar umræður urðu á fund- inum, m.a. talaði Karl Kristjáns- son alþingismaður þar. Ennfrem- ur talaði fólk úr öðrum flokkum, konur og karlar. Var þetta einn f jörugasti og skemmtilegasti sem liér hefur verið haldinn. - SJÁLFSTÆÐISMENN ÓSKA - KJÖRORÐ REYKVÍKINGA ÁGÆTUR FUNDUR SJÁLFSTÆDISMANNA Á PATREKSFIRDI Patreksfirði, 25. maí. IGÆR efndu Sjálfstæðismenn á Patreksfirði til almenns stjórn málafundar. Frummælendur á fundinum voru þeir Bjami Benediktsson dómsmálaráðherra og Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.