Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 12
12 MORGWNBLAÐ19 Lauttardagur 26 maí 1956 SYSTURNAR ÞRJÁR EFTIR IRA LEVIN — Annar hluti: ELLEN Framhaldssagan 95 „Stöðvaðu þá! Þeir husta á orð þín Þeir eru viti sínu fjær. Þeir aetla að myrða mig. Stöðv- aðu þá! Ég get útskýrt þetta með listann, ég get útskýrt það allt saman. Ég sver það, að ég laug ekki — Hún hélt áfram að stara á hann. Loks sagði hún svo: — „Á sama hátt og þú útskýrðir það fyrir mér, hvers vegna þú hefðir ekki sagt mér frá dvöl þinni í Stoddard?“ „Ég elska þig! Ég sver það við guð, að ég elska þig. Ég hugsaði aðallega um peningana í fyrstu, það játa ég fúslega, en ég elska þig. Þú veizt að það er ekki lygi“ „Hvernig get ég vitað það?“ spurði hún. „Ég sver — „Þú hefur nú svarið svo margt og mikið.." Bjúlagaðir fingur hennar komu í ljós á öxlum mann anna, langir, hvítir fingur með ljósrauðum nöglum, sem virtust ýta, ýta mönnunum áíram í áttina til hans. „Marion, þú getur ekki gert þetta, þar sem við .. eftir að við höfum . ,N“. Fingur hennar ýttu þétt fast á axlir mannanna, ýttu áfram — áfram. „Marion", grátbað hann ár- angurslaust. Skyndilega varð hann þess var, að verksmiðjudrunumar hækk- uðu um allan helming og kæfandi hitastraumur féll upp með hægri hlið hans. Kraninn! Hann snéri sér snöggt á hæl og greip með báðum höndum um járnstoðina. Þarna var hann! — Ekki í tuttugu íeta fjarlægð, á brautarsporinu þarna uppi og hann nálgaðist með skrölti og d yn,með stálvxrana hangandi niður úr botni stýris- hússíns. í gegnum gatið á fram- hlið kranahússins sá hann álútt höfuð með gráa derhúfu. — „Halló, þú þarna", hrópaði hann með ýtrustu beitingu raddband- anna og kjálkavöðvanna. — „Þú þarna í krananum! Hjálp, þú þama!“ Hítinn frá steypupottin- um, sem alltaf nálgaðist, pressaði lamandi á brjóst hans. ,Hjálp! þér þarna í krananum!“ Gráa derhúfan kom nær, en hreyfði sig ekki. Heyrnarlaus? Var þessi djöfulsins fáviti þá gersamlega heyrnarlaus! „Hjálp“ öskraði hann með andköfum, aftur og aftur, en slíkt bar engan árang- ur. betri ending með NUGGET HeildsölubirgOir; H. Ólafsson & Bernhöft Reykjavík. Si'mi 82790 (3 hnur) uppstreymandi hita og var gráti nær af örvita skelfingu. Leo sagði: „Hvergi í allri verk smiðjunni er hávaðinn og skrölt- ið jafn yfirgnæfandi og í krana- húsinu.“ Á meðan hann sagði þetta, steig hann eitt skref áfram, hið sama gerði aGnt við hlið hans og Marion fylgdi fast á eftir. „Heyrið þið nú“, sagði Bud og reyndi að telja þeim hughvarf, en greip um leið með vinstri hendi um brún skilveggsins. „Verið þið nú.... “ Hann starði á andlit þeirra, sem voru svipbrigðalaus og köld, eins og grímur. — Og snn komu þau einu skrefi nær. Lausa brúin kastaðist til og sveiflaðist, eins og fleki í hafróti aða teppi sem er hrist til. Hinn steikjandi hiti við hægri hlið hans tók að breiðast út um bakið. Þeim var alvara! Þetta var ekki neitt gabb! Þau höfðu í hyggju að drepa hann! — Heitur raki rann niður um hann allan. „Jæja, gott og vel“, hrópaði hann. — „Gott og vel. Hún hélt að hún væri að leggja út spænsku fyrir mig. Ég skrifaði bréfið á spænsku. Ég bað hana um að þýða —“ Rödd hans lækkaði og hljóðnaði með öllu. Hvað gekk eiginlega að þeim? Andlit þeirra .... hinn grímu- líki, tómi svipur var horfinn, breyttur í — í vandræðaleg ráð- þrot og nístandi fyrirlitningu. Og þau stóðu eins og steingerfingar og störðu niður á.... Hann leit niður fyrir sig. Fram an á buxunum hans var dökkur blettur, sem breiddist út og hríslaðist í mörgum greinum nið- ur eftir hægri buxnaskálminni. Ó, guð! Japaninn.... Japaninn, sem hann hafði drepið — þessi skjálfandi, biðjandi skrípamynd af manni. — Þessi fyrirlitlegi vesalingur, sem pissaði í buxurn- ar af vitstola hræðslu — var það hann? Var það hann sjálfur? Svarið stóð skýrt ritað í and- litsdráttum þeirra. „Nei!“ hrópaði hann. Svo greip hann báðum höndum fyrir augun, en þau voru þarna fyrir því. -— „Nei, ég er ekki líkur honum“. Hann snéri sér ofsahratt við, til þess að sleppa frá þeim. Annar fóturinn rann til í bleytunni og hann missti jafnvægið. Hendum- ar flugu frá andlitinu og böðuðu tryllingslega út í loftið. Hitinn streymdi upp á móti honum. Með- an hann hrapaði, sá hann glans- andi, grænt vökvayfirborðið í steypupottinum, sem mjakaðist stöðugt áfram og var nú næstum beint fyrir neðan hann. Hendurnar gripu um eitthvað hart. Stálvíramir. Þungur líkami hans sveiflaðist og kastaðist niður á við og í hring, svo að hann sveið í axlarliðina og olnboga og stáltrefjar sem stóðu út úr vím- um, flettu skinninu úr lófimum. Hann hékk niður með vírunum og starði upp fyrir sig og sá hvern ig stálflísarnar stungust eins og nálar inn í holdið á greipum hans. Heill hrærigrautur af hljóðum — skerandi flaut og ískrandi blíst ur, neyðaróp í konu, raddir uppi, raddir niðri .... Hann gaut aug- unum upp til handanna — blóðið var farið að renna eftir úlnliðun- um innanverðum — hitinn var Hann snéri sér undan hinum ALBOL til allra Tivotta. Biðjið kaupmanninn um A L B O L ALBOL er AL bezt. Evar!akárií!fl FOSTBRÆÐUa Söngstjóri: Ragnar Björnsson. Samsöngur í Austurbæjarbíói í dag klukkan 5. Einsöngvarar: Þuríður Pálsdóftir, Einar Kristjánsson, Kristjnn H»llsson Sigtuour xíjoíu^juix. Við hljóðfærið: Ásgeir Beinteinssson. Aðgöngumiðar dags. 22. maí gilda að pessum samsong. NoWnr aðeöna-nmiðar seldxr í Bókaverzlun S'»fúsar E,y 1UUUUW.UUCU', L«IU tuu>c.r XJ'uuudi Og x Auú.uíuccjujuujÍ. da;;si£/:í haida Siálfstœ&isféiögin f Reykjavík fyrir meðlimi sína í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar á skrifstofunni ki. 5—6. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík. U.M.S.K. U.M.S.K. Ungmennasamband Kjalarnessþings heldur almenna skemmtun að Hlégarði í kvöld kl. 9. Ferð frá B.S.Í. klukkan 8,30. Húsinu lokað klukkan 11,30 — Ölvun bönrruð. Netndin. S/i c Ifurfunglið ansleikur í kvöld kl. 9. Hin vinsæla hljómsveit Jóse M. Riba leikur. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 8. Silfurtunglið. — Sími 82611- MARKÚS^Eftir Ed Dodd -----------td _ BTvES, SHE'S a pretty ^ GOOD OUTDOORS GIRL...OH, HERE THEY COME NOW/ NICE TO MEET YOU, TRAIL... MR. HIS-TTOY/ER, I’M MARK TRAIL) SAY, I HEARTHIS DAVIS _ ...DR. DAVÍS AND CMERRY WILL / BASE IS QUITE A GAL... BE DOWN IN A MOMENT/ / GOOD LOOKS, GOOD SHOT; ' RIDE AND ALL THAT SORT OF THING/ % % 1) -v- Þér mun vissulega geðj- ast að þessum skemmtistað, SirrL — Já, hann virðist ekki svo af- leitur. 2) — Skál fyrir ferðinni okkar inn í Kongó, að hún gangi vel. 3) — Villtu dansa við mig, Sirrí. 4) — Hvernig lízt þér á Phil, Davíð? — Ja, ég veit það ekki. En vlS /erðum að gera allt sem við get- um þar sem faðir hans greiðir ferðakostnaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.