Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 8
8 MORCV1S BL AÐIÐ Tjaugardagur 26. maí 1956 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Frarnkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Austurstræti 8. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands í lausasölu 1 króna eintakið Bandalagsblœjurnar leyna ekki glundroðanum ALMENNINGUR á íslandi hef- ur nú séð, um hvaða menn og flokka hann á að velja í al- þingiskosningunum í sumar. — Framboðsfrestur er runninn út og öll framboð tilkyr.nt. Sjálf- stæðisflokurinn varð fyrstur til þess að tilkynna öll sín framboð. Hann býður fram í öllum kjör- dæmum, öllum óháður. Hann hef- ur ekki stofnað til neins at- kvæðabrasks eða bandalags við aðra flokka. Sjálfstæðismenn treysta á hinn góða málstað sinn, stefnu sína og heilbrigða dóm- greind fólksins. Þeir þurfa því ekki að flýja á náðir neinskonar klækja eða yfirborðsháttar. Þeir koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og gera enga tilraun til þess að villa á sér heimildir. Er þetta listi Alþýðu- flokksins? Mörgum mun hafa fundizt það býsna einkennilegt, að sjá Tím- ann birta framboðslista Alþýðu- flokksins í Reykjavík á forsíðu með náfni Ránnveigar Þorsteins- dóttur og fleiri Framsóknar- manna. Og ekki mun Alþýðu- flokksfólki hafa fundizt geðþekk- ara áð horfa upp á þá niðurlæj}- ingu flokks síns að hafa hverja Tímasilkihúfuna upp af annarri á framboðslista hans. Er þetta virkilega listi Al- þýðuflokksins? hefur mörgu Alþýðuflokksfólki í Reykja- vík orðiff á að spyrja. Hvernig getur það gerzt, að Rannveig Þorsteinsdóttir og fleiri Fram- sóknarforkólfar, scm er flokks bundið fólk í Framsóknar- flokknum skuli allt í einu skipa framboðslista Alþýðu- flokksins? Hvers konar skripaleikur er þetta eiginlcga? spyr fjöldi fólks, sem litið hefur á heið- arlega stjómmálabaráttu sem hyrningarstein lýðræðisskipu- lagsins. Það er sannarlega von að fólk tsé undrandi á þessu oraski. — Verkafólk í Reykjavík og annað launafólk, sem stutt hefur Al- þýðuflokkinn hefur alltaf litið á Framsóknarflokkinn sem versta andstæðing sinn. Það veit að hann hefur ævinlega barizt gegn mestu hagsmunamálum þess. Svo skjóta gamlir afturhaldsseggir og bitlingajarlar Framsóknar allt í einu upp kollinum á lista Al- þýðuflokksins? Svona aumur er vesalings Alþýðuflokkurinn orð- inn. Hann hefur verið innlimað- ur í þann flokk, sem verkalýður landsins lítur á sem versta óvin sinn. Hvað er bak við bandalögm? Og svo er það Alþýðubanda- lagið. Allt í einu kemur út blað, sem heitir „Útsýn“. Það segist vera gefið út fyrir spánýjan flokk, „Alþýðubandalagið“. Hvað er nú það? Hvaða fólk skyldi hafa stofnað þennan „nýja“ flokk? Finnbogi Rútur Valdemarsson er ritstjóri „Útsýnar". En er hann ekki einn af þingmönnum komm- únista? Jú, svo sannarlega. Og hverjir skrifa með honum í blað- ið? Það eru líka eintómir komm- únistar, að viðbættum nokkrum vinstri krötum. Á þetta svo að heita nýr flokkur? Hver tekur þá fullyrðingu alvarlega. Yfir hvað er eiginlega verið að breiða með þessum tveimur nýju bandalögum, Hræðslubandalag- inu og Alþýðubandalaginu? Það þarf ekki að fara neitt á milli mála. Það er glundroð- inn, upplausnin og spillingin innan vinstri flokkanna, sem þeir eru aff breiða yfir með. Þess vegna hafa þeir efnt til bandalaga sinna, þess vegna reyna þeir að telja fólkinu trú um að eitthvað nýtt sé á ferð- inni í braski þeirra. Glundroði og spilling á nýju stigi En það er ekkert nýtt að ger- ast. annað en það, að glundroð- inn, óeiningin og spillingin inn- an vinstri flokkanna hefur kom- izt á nýtt og hærra stig. Þess vegna ganga klögumálin nú á víxl á milli þeirra. Þess vegna berast nú gamlir samherjar á banaspjótum og bera hver aðra hinum herfilegustu brigslum. Þetta er þá árangurinn af hinum orðmörgu skrifum og ræðuhöldum undanfarin ár um nauðsyn „vinstri eining- ar“. Aldrei meiri glundroði, aldrei meiri heift, aldrei meiri spilling í röðum vinstri flokk- anna. Slíkir flokkar eru ófærir um að stjórna Meiri hluti íslendinga gerir sér það áreiðanlega ljóst, að slíkir flokkar eru ófærir um að stjórna íslandi. Glundroðinn og óeining- in meðal þeirra sprettur fyrst og fremst af því, að þeir eiga enga sameiginlega stefnu gagnvart helztu vandamálum þjóðfélags- ins. Það er sama hve mörg bandalög vinstri flokkarnir á ís- landi stofna til þess að breiða yfir óeiningu sína og úrræða- leysi. Efling Sjálfstæðisflokks- ins er eina leiðin Þess vegna er það, að vaxandi fjöldi íslenzkra kjósenda. gerir sér það ljóst, að eina leiðin til þess að tryggja hér starfhæfa ríkisstjórn og heilbrigt stjórnar- far er að efla Sjálfstæðisflokk- inn til aukinna áhrifa. Hann hef- ur sýnt það undanfarin 17 ár, þegar hann hefur haft rík áhrif á stjórn landsins, að hann getur borið hagsmunamál almennings fram til sigurs. Það er athyglis- vert og lærdómsríkt, að aldrei hafa orðið meiri framfarir og umbætur en síðan Sjálfstæðis- menn komust til áhrifa á stjórn landsins. Og aldrei hefur verið meiri og almennari velmegun á íslandi en nú, eftir nær 17 ára stjórnarsetu Sjálfstæðismanna. Þessar staðreyndir tala engu tæpitungumáli. Þær sanna það, að Sjálfstæðisflokkurinn er víðsýnn og frjálslyndur framfaraflokkur, sem skilur þarfir þjóðar sinnar. UR DAGLEGA LÍFINU d3retar óttait vaxandi er^iMeiLa í iamóLiptum óínum vió —'óinc^apore í Su 9 Fyrir nokkrum dögum fóru fram í London samningavið- ræður milli fulltrúa brezku stjórnarinnar og fulltrúa stjórn- arvaldanna í Singaproe — um aukið sjálfstæði Singapore. Eins og kunnugt er fóru viðræður þessar gjörsamlega út um þúfur, og eru nú taldar litlar horfur á því að samkomulag náist í mál- inu. Sérstaklega gætir nú mikils ótta í Bretlandi um að ófremd- arástand kunni að skapast í Singapore, sem Bretum reynist erfitt að lægja. Það, sem einkum veldur þvi, að hætta er á við sjám þar eystra, er, að Singapore- búar eru alls ekki á einu máli um hvaða kröfur gera skuli iii Breta. o—O—o • Árið 1954 fóru fram sams konar viðræður milli Breta og Singapore-búa, og leiddu þær til núverandi stjórnskipunar, sem er Bretum mjög lítið háð. Er samninganefndin kom til London á dögunum — og hafnar voru viðræður við brezka nýlendu- málaráðherrann, Lennox Boyd, kom það hins vegar í ljós, að nefndin var hvergi nærri sam- mála um kröfur þær, er gera skyldi á hendur Bretum. Leystist nefndin upp, og neitaði nýlendu- málaráðherrann — svo semvænta mátti, að hafa nokkuð saman við hana að sælda. Lýsti hann því jafnframt yfir að hann væri reiðubúínn til þess að ræða við hvern þann fulltrúa Singapore, Verður Marshall neyddur til þess að ses'í" ',t sér? Héldu þeir byssuleyfinu? YRIR skömmu birtu dagblöðin fregnir af skotmönnum, sem verið höfðu á veiðibjöllu-veiðum austur í sveitum og virtist ein- skær heppni, að þeir urðu ekki einum eða tveimur mönnum að bana með furðulegu gáleysi sínu. Þeir höfðu „miðað byssunum of hátt“ með þeim afleiðingum að ein kúlan hæfði sumarbústað þar í grenndinni og smaug á milli tveggja manna, sem sátu þar inni og áttu sér eðlilega einskis ills von, allra sízt skotárása, þarna úti ■' t.'Wí-'i''' ’-iít+iirunni. Það er augljóst, hve hér hefur munað mjóu, að hörmulegt slys hlytist af. — í fregninni stóð að lögreglan hefði komið á vettvang og haft skytturnar með sér í bæ- inn, en þar hefði þeim verið sleppt. En mér er spurn: Skyldi þessum mönnum levfilegt að fara með skotvopn eftir sem áður? Allt bendir til að hér hafi þvílíkt gáleysi og vankunnátta verið að verki, að varða ætti skilyrðis- lausa sviptingu byssulevfis hinna seku — hafi þá byssuleyfi verið fyrir hendi, því að full ástæða er til að halda að hér sé ekki höfð sú gát á sem skyldi af hendi hins opinbera. gjarnan nóttina til þessarar þokkaiðju sinnar. — Og mildi er það, að ekki skuli hafa hlotizt slys á fólki af þessum strákslegu tiltækjum, er bifreiðar eiga leið fram hjá skotmörkum þessum — hættumerkjunum — og skyttun- um, sem lúra í .leyni. Skærir litir og litaval Ú, eins og venjulega á vorin, færist fólk í aukana með að mála og fegra híbýli sín yzt sem innst — það er nú svo sem ekki annað en allt hið bezta um það að segja. Og enn eru skæru litirnir í hávegum hafðir — og um það er líka allt ágætt að segja. En það er bara þetta, sem fólk verður að athuga — og at- huga vel — að skærar litasam- setningar eru því áðeins falleear, og því aðeins nothæfar, að sam- ræmis og smekkvísi sé gætt í litavalinu. Laglegt hús getur orð- ið verulega ljótt, sé æpandi ósam- ræmi í litum þeim, sem því hefur verið valið — tveimur-þremur —- eða guð veit hvað mörgum. Og svo er það þetta, að þegar við málum húsið okkar að utan, þá er ekki nema eðlilegt og sjálf- sagt, að við tökum dálítið tillit til umhverfisins — húsanna í kringum okkur. Skothríð á vegarmerki EÐA hvað um alla þá dánu- menn, sem leggja fyrir sig þá göfugu íþrótt að skjóta á vegar- merki með fram þjóðvegunum? Merkin sýna verkin og útskotin og eyðilögð hættumerki við veg- ina tala hér sínu máli. Skyldu piltarnir, sem valdir eru að slík- um skemmdarverkum hafa sitt byssuleyfi frá lögreglustjóra upp á vasann, eða getur nokkur vafi leikið á, að þeir, sem hér verða uppvísir að ósómanum verðskuldi, að það leyfi sé af þeim tekið? Hitt er svo annað mál, að það er ekki alltaf heiglum hent að hafa hendur í hári þessara pöru- 'nilta, því að þeir vita það vel upp á sig skömmina, að þeir velja Blátt áfram voðalegt' AÐUR einn, sem býr inni í smáíbúðahverfi bar sig beín linis illa, er hann minntist á þessi mál við mig nú á dögunum: „Það er blátt áfram voðalegt", sagði hann. „Fólkið keppist um að mála húsin bleik og blá og rauð, án minnsta samræmis, hvorki innbyrðis eða með tilliti til ná- grannahúsanna. Að ég svo ekki minnist á blágræna litinn, sem ég held, að flestir menn með ó- brjálaða litskynjun, séu sammála um, að ætti alls ekki að sjást á húsum. Þessi blágræni litur og svo græni liturinn á grasinu og öðrum gróðri — og öll stefnum við að því að minnsta kosti að hafa einhvern grænan blett í kringum húsið okkar — já þessir tveir litir fara svo hörmulega saman, að óskiljanlegt er að nokkur maður skuli vilja mála hús sitt með honum. En svona er smekkur manna stundum smá- skrýtinn. sem væri ábyrgúr orða sinna og hefði óskorað umboð til samn- inga. Þessi afstaða Breta hefur verið rangfærð af mörgum frétta- blöðum, og hefur jafnvel verið sagt, að Bretar hefðu rekið nefndina heim án þess að hala nokkuð kynnt sér afstöðu henn- ar. o—O—o • Formaður Singapore-nefnd- arinnar var lítt kunnur mað- ur, David Marshall. Hefur hann á skömmum tíma komizt til mikilla áhrifa í stjórn Singapore, og hafði fyrir skömmu tekið vúf forsætisráðherraembætti jafn- framt því sem hann tók að sér forystu þess flokks, sem vill al- gerf sjálfstæði Singapore innan brezka heimsveldisins. Álitið er, að Marshall verði nevddur til þess að segja af sér embætti vegna hrakfaranna f London. o—O—o 9 Menn ættu að veita manni þessum, David Marshall, at- hygli, því að ekki er ósennilegt, að hann eigi eftir að koma mikið við sögu á næstunni, ef til tið- inda kann að draga þar austur frá. Það er vitað mál, að Bret- ar vilja með engu móti missa it'ik sín í Singapore. Þeir eru i þann veginn að hverfa frá Ceylon, og þá er Singapore eini mikilvægi staðurinn, sem þeir eiga eftir meðfram siglingaleiðinni til Hong Kong. Þess vegna má búast við sögulegum tíðindum á næstunni, ef Singapore-búar endurskiou- leggja „víglínuna“ og hyggjast halda málinu til streitu. o—O—o • Marshall er Gyðingaættar, en foreldrar hans fluttust um aldamótin til Singapore frá Bag- dad. Hann er fæddur árið 1908, einn sjö systkina. I Singapore gerffist faðir Marshalls ríkur kaupmaður, en tapaði öllum eign- um sínum um 1920. Varð Mars- hall þá að sjá sjálfum sér far- borða, og lagði hann fyrir sig kaupmennsku. Hagnaðist hann töluvert á þeim atvinnuvegi og eftir skamman tíma hafði hann eignazt gildan sjóð, sem hann ætlaði sér að verja, til þess að mennta sig. Hafði hann mikinn hug á að gerast læknir og fór í því skyni til Bretlands árið 1932. Er þangað kom sá Marshall fram á það, að hann hafði enn ekki nægilega mikið fé milli handanna til þess að geta lokið læknis- fræðináminu. Hann hóf þess vegna lögfræðinám og lauk prófi á mjög skömmum tíma. ■ -O- 9 Um nokkurra ára skeið dvald ist hann í Englandi, og hélt heimleiðis um þær mundir er síðari heimsstyrjöldin brauzt út. Var hann tekinn til fanga af Japönum — og sat í hinum víð- frægu fangabúðum þeirra á Hokkaido í þrjú ár. Að styrjöldinni lokinni gerðist hann sakamálalögfræðingur í Singapore og varð víðfrægur um öll Austurlönd. o—O—» • En það er ekki langt sfSan Marshall komst á dagskrá í heimi stjórnmálanna. Fyrst hóf hann afskipti af þeim málum árið 1951, og það kom strax i ljós, að hann var vel til forystu fallinn. 1954 tók hann forystu verkamannaflokksins í Singa- pore í sínar hendur, og leiddi þau samtök fram til sigurs 1 þlng- kosningum á s. 1. ári. Tók hann þá við embætti forsætisráðherra, eins og að framan getur. Hann er ekkl maður, sem «r gjarn á að gefast upp við það, sem hann tekur sér fyrir hend- ur, og áreiðanlega fáum við a8 heyra meira til hans 1 framtíð- inni. — ---------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.