Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 9
MORGUTSBLA Ðlfí Bandamannasaga: Framsækna fylkingin Fulltrúar á SIBS-þinginu. — 'Ljósm. Gunnar Rúnar. 70. að jb/ng SÍBS sett ReykjaLun.di 83 fuflfrúar víðs vegar að voru mæftir fil þingsins FYRRADAG kl. 2 var sett að Reykjalundi 10. þing Sambands I laugardags, en verður lokið þann dag. Mættir voru 83 fulltrúar, frá Akranesi, Akureyri, Hafnarfirði, Sandgerði, Reykjavík, Siglu- firði, Vestmannaeyjum, Kristnesi, Reykjalundi og Vífilsstöðum. ÐR. SIGURÐUR SIGURÐSSON KJÖRINN IIEIÐURSFÉLAGI Er þingfulltrúar og gestir höfðu skipað sér í sæti í fundarsalnum flutti framkvæmdastjóri SÍBS, Þórður Benediktsson, þinginu kveðju dr. Sigurðar Sigurðssonar berklayfirlæknis, en hann var kjörinn heiðursfélagi SÍBS á sam bandsstjórnarfundi 11. maí's.l., sem yfirmaður berklavarna á ís- landi, en undir hans forystu hefur slíkur árangur náðst á sviði berklavarna, að þess munu hvergi dæmi. Þá las framkvæmdastjóri SÍBS upp dréf dr. Sigurðar, til stjórnar sambandsins, þar sem hann þakkar heiður þennan Að þessu loknu, lék hljómsveit söng berklasjúklinga, og fsland ögrum skorið. Þá tók til máls forseti SÍBS, Maríus Helgason og flutti bingsetningarræðuna. Rakti hann þætti úr sögu berklaveiki og berklavarna hér á landi, allt frá fyrstu tíð. Taldi hann margt benda til þess, að berklaveikin hefði verið með íslendingum allt frá landnámsöld að einhverju leyti. Þá væru til frásagnir af talsverðri berklaveiki á 17. og 18. öld, en aðallega hefði veikin farið að grafa um sig fyrir síð- ustu aldamót. Fyrstu lög um berklavarnir er sett voru á Al- þingi, voru sett 1903. Giltu þau til 1921. MIKILL ÁRANGUR Þá ræddi Maríus Helgason um berklahælin og rakti sögu þeirra hvers um sig. Mest brögð að berklaveiki kvað hann hafa verið hér á landi á árunum 1924—1930. Hæsta dánartala berklasjúklinga var árið 1925, eða 21,7% af hverj- um 10 þúsundum. Síðastliðið ár var dánartala slíkra sjúklinga aft ur á móti komin niður í 0,3 af 10 þús. og er ísland þar með lægstu dánartölu berklasjúklinga allra landa. Sýnir þetta hve framförin ; á þessu sviði er geysiléga mikil. MIKLtT FÉ VARIÐ TIL BERKLAVARNA Árið 1945, kvað Maríus Heiga- ■on vera sögulegt ár í starfsemi berklavarnanna. Þá var 40% af þjóðinni berklaprófuð. Um 30 ára skeið kvað hann hafa verið varið miklu opinberu fé til berkla- varna. Þá ræddi hann um bygg- ingu Reykjalundar, er hófst 1944, •g tók til starfa 1945, og starfsem- ina þar. Forseti minntist félaga, er lát- izt hafa á síðastliðnum tveimur árum. Sérstaklega m-inntist hann Ásbergs Jóhannessonar, sem lézt á s.l. árl, er setið hafði í stjórn SÍBS, allt frá upphafi. Bað hann fundarmenn .að rísa úr sætum og minnast hinna látnu, ÞAKKAÐI GOTT OG ÁNÆGJU- LEGT SAMSTARF Að lokum þakkaði forseti ánægjulegt samstarf, og traust félagsmanna í þau 10 ár, sem hann hefur verið forseti sam- bandsins. En þetta er síðasta árið sem hann getur gegnt þvi starfi, þar sem hann er nú tekinn við umdæmisstjórastarfi póst- og símamála á isafirði og er fluttur þangað. Kvaðst hann flytja þjóð- inni allri alúðarþakkir fyrir þau störf er miðuðu að aukinni berkla vörn á íslandi. Að þessu loknu sagði forseti 10. þing Sambands íslenzkra berklasjúklinga sett. Þá var leikinn íslenzki þjóð- söngurinn, og gestum og fulltrú- um boðið því næst til kaffi- drykkju, en áður var tilnefnd kjörbréfanefnd. FORSETAKJÖR Fundur hófst aftur kl. 4. Fór þá fram forsetakjör. Fyrsti for- seti var kjörinn Jónas Þorbergs- son, fyrrverandi útvarpsstjóri, annar forseti Steindór 'Steindórs- son yfirkennari á Akureyri og þriðji forseti Böðvar Ingvarsson verkstjóri í Vestmannaeyjum. Þá voru einnig kjörnir þingritarar. í Að því loknu voru lagðar fram tillögur og erindi sem óskað er að þingið fjalli um. Kosning þing- nefnda fór fram, greinargerð les- in fvrir framkomnum tillögum og erindum, skýrsla varaforseta, og skýrslur sambandsstjórnar og að lokum voru umræðúr um stofnana sambandsins. SÉRA Guðmundur frá Gufudal, faðir Haralds, var greindur mað- ur og orðheppinn. Hann var á sínum tíma orðinn leiður á stagli Tímamanna um „framsækna bændur.“ Benti Guðmundur mönnum á, að orðið „framsæk- inn“ væri á réttri íslenzku not- að um hross, sem væru í senn svo þunn á bóginn og framlág, að reiöingurinn sækti fram af þeim. ★ ★ ★ Það er ástæða til að minna for- ingja Hræðslubandalagsins, Her- inann Jónasson og Harald Guð- „framkvæmdir" sagði hann, að væru Framsókn að þakka. Með öðrum orðum, þegar tveir flokk- ar höfðu unnið saman að ein- hverri framkvæmd, þá var það Framsókn sem gaf landsfólkinu þægindin, en ólukkans Sjálfstæð- isflokknum að kenna, þegar borga þurfti reikninginn. ★ ★ ★ Lánsfjár-vandamálin og gjald- eyrisvandræðin átti að leysa með því að setja Alþýðusambandið yfir bankana. Þarna fór Hermann í biðilsbuxurnar. Aliir vita, að enginn verkamaður fylgir Fram- mundsson, á hina réttu merkingu jsókn, og Alþýðuflokkurinn er orðsins. Þeir eru ærið framlágir orðinn áhrifalaus meðal verka- sumir undir böggunum hjá þeim, manna. Atkvæði þeirra skiptast og gamli tryppakóngurinn úr | milli Sjálfstæðismanna og komm Skagafirði, sem gerðist Stranda- júnista. Ekki stóð það til að mannagoði, og hestastrákur hans jstyrkja aðstöðu neinna, sem Haraldur mega hafa gát á því, j Sjálfstæðisflokknum fylgja. Ef að baggarnir fari ekki fram af j þessi yfirlýsing Hermanns var þeim framsæknu. Klyfjaða þorskhausum Maríus Helgason, forseti SÍBS og ÞórÖur Benediktsson, fram- kvæmdastjóri (í ræðustól). koma þeir með lestina úr kaupstaðar- ferðinni til síðasta Alþingis. Það fer mikið fyrir hertum þorsk- hausum, en þeir eru ekki matar- miklir að sama skapi. Tryggvi gamli Gunnarsson gerði tvisvar þá tilraun, að láta æfða menn rífa fyrir sig shirt hundrað vænna þorskhausa. f bæði skiptin var niðurstaðan hin sama. Höfuðmat- urinn úr 120 þorskhausum revnd- ist 16 pund. ★ ★ ★ Ilætt er við, að höfðamaturinn úr þorskhausaklyfjum Hræðslu- bandalagsins vcrði jafnvel enn léttvægari, því að allt var hirt, sem á fjörurnar rak, þegar þeir voru að binda trússin. Framsókn hljóp til í þinglok- in, og gerði sér skyndilega upp ýms ágreiningsatriði við Sjálf- stæðisflokkinn. Skrítnast var, að flest þeirra hafði aldrei borið á góma á stjórnarfundum fram að þessu. En flokksforinganum var vorkunn, kunna menn að segja, Hermann átti ekki sæti í ríkis- stjórn og gat ekki talað á fund- um hennar. — En hvað um „His Masters Voice?" segja aðrir. Var grammófónninn bilaður og þagn- aður þá þegar? Stefnuskrárræða framsækna foringjans á flokksþinginu í vet- ur var eitthvert spauglegasta plagg, sem stjórnmálamaður hef- ir látið frá sér fara. Fálm og pat um efnahagsmálin, án þess að benda á leið til úrlausnar á nokkr um vanda. Aðeins eitt: það má ckki leysa þessi mál í samvinnu við Sjált.stæðisflokkinn. ÖIl „f járfesting“ var samkvæmt orðum Hermanns verk Sjálfstæð- isflokksins, sem þar með hafði valdið verðbólgunni. En allar | ! ekki innantóm orð, gat hún því ekki verið annað en bónorð til 4Ibýðusambandsins undir stjórn Hannibals. Þótt bónorði Hermanns væri illa tekið fyrir kosningarnar, vita allir að hann ætlar í biðilsbux- urnar aftur eftir kosningarnar, utanyfir glímubeltið. Þá er þetta „bjargráð“ eitt af því, sem komm- únistar og hannibalar ciga að fá í morgungjöf. ★ ★ ★ Frammistöðunni í varnarmál- unum hefir verið marg-lýst. Kommúnistar og Þjóðvarnar- menn samþykkja þingsályktunar- tillögu, þar sem lýst er velþókn- un á NATO. Þar sjást nú heilind- in hjá þeim. En heilindi Hræðslu- bandalagsins í því máli eru ekki meiri. Þeim liggur lífið á að fá gegnum Alþingi f.vrir þingslit samþykkt um það að koma varn- arliðinu burtu hið fyrsta, en gera síðan ekkert í málinu. Þegar varn arliðið dregur úr athöfnum sín- um á íslandi í samrænv. v«ð ósk- ir þeirra, verður „Tíminn“ í fyrstu ókvæða við: Hvað eru mennirnir að gera, við höfum ekkert TILKYNNT þcim enn um endurskoðun. Næsta dag hefir jblaðið fengið línuna frá kommún- istum og snýr við blaðinu. ★ ★ ★ Fróðárpaura varð felmt og meint, hann fór í gegnum sig sjálfan. SAMSÖNGUR FÓSTBRÆÐRA K ARLAKÓRINN „Fóstbræður" efndi til samsöngs í Austur- bæjarbíói síðastliðið miðvikudags kvöld. Kórinn á 40 ára afmæli á þessu ári og voru þetta því há- tíðartónleikar og hófust þeir með því að fyrri stjórnendur kórsins, þeir Jón Halldórsson og Jón Þór- arinsson, tónskáld, stjórnuðu sínu laginu hvor áður en hin eigin- lega söngskrá byrjaði. Voru þeir báðir mjög hylltir. Hefur Jón Halldórsson byggt upp þennan glæsilega kór og á öðrum fremur heiðurinn af því að hafa skapað söngmenningu kórsins með nær- fellt 40 ára starfi sínu. Jón Þór- arinsson starfaði um tíma með «• kórnum og stjórnaði honum af mikilli smekkvísi og kunnáttu. Núverandi stjórnandi „Fóst- bræðra“ er Ragnar Björnsson. Hann er miklum hæfileikum gæddur sem söngstjóri og hefur náð geysimiklum árangri *sem þjálfari kórsins. Komu hinir góðu hæfileikar hans vel í ljós í lögum eftir Jón Nordal (sem samin eru um miðaldakveðskap). Eru þau mjög erfið í flutningi, en skemmti leg og um margt nýstárleg og frumleg. Þá er lagið ,,Brim“ eftir undirritaðan, sem nú var sungið í fyrsta sinn, engan veginn )étt í meðförum, en kórinn leysti þessi verkefni, sem og öll önnur verk- efni, af hendi með mikilli prýði og glæsibrag. Síðari hluti efnisskrárinnar var helgaður lögum úr óperum eftir Verdi, Wagner og Mozart. Einsöngvarar voru þau Þuríður Pálsdóttir, Einar Kristjánsson, Kristinn Hallsson og Sigurður Björnsson. Má um þessa söngvara segja, að þeir leystu hlutverk sín af hendi með ágætum, svo sem vænta mátti. Sigurður Björnsson er þeirra yngstur og óreyndastur, en hinn efnilegasti. Var öllum að lokum klappað óspart lof í lófa af hrifnum áheyrendum, sem fylltu salinn. Ásgeir Beinteinsson píanóleikari lék undir og gerði það snilldar- lega. Það er ástæða til að óska „Fóstbræðrum" til hamingju með 40 ára afmælið og þessa hátíðar- tónleika. 40 ára starf þessa önd- vegiskórs hefur markað djúp spor í sögu söngsins á íslandi. Skal kórnum, stjórnendum hans, svo og öllum hinum ágætu söng- mönnum, sem jafnan hafa skipað raðir kórsins, þakkað ómetanlegt starf. Hafa hér allir átt sinn þátt í því að hafa fært kórinn frá sigri til sigurs. — P. í. Þótt lítið sé matarkyns á þorsk- hausunum, þá heitir hver ætur biti sínu n.afni: Bjöllufiskur og bógfiskur, kerlingarsvunta og kinnfiskur, koddafiskur og kjálkafiskur, holufiskur og hnakkakúla, náfiskur, augnfisk- ur og innfiskur, kvcrksigi og kisa. Það vantar ekki mikið á, að framsækna fylkingin megi sjá af hálfum bita í hvert kjördæmi. F,n um suma þeirra hafa orðið magnaðar þrætur meðal þeirra samlierjanna, einkum kerlingar- svuntuna. Þessi nöfn á ætinu úr þorsk- hausunum eru mörg þess eðlis, að þau hljóta að falla þeim Hræðslubandalags-mönnum vel í geð. Þó kemur islenzk tunga þeim til hjálpar mcð því að gcfa þeim kost á enn fleiri nöfnum, svo að þeir geta sýnt meiri fjöl- breytni á matscðlinum. Til dæ*”<s heitir holufiskurinn jafnframt holubarn, linakkafisk- urinn krummi eða krummafiskur (en hann hvílir á banabcini eða manndrápsbeini). Innfiskinn kalla sumir undirfisk og á hon- um er gómroðið, en bógfiskur- inn er í Vestmannaeyjum kall- aður hæna. Allt er þetta gómsætt, en þó er á kinnfiskinum lítill biti, sem framsækna fylkingin heldur mest upp á, enda hefir hún flest nöfn- in. Þetta er formannshluturinn hjá Hræðslubandalaginu og heit- ir: þrjóskubarð, skollabarð, lusa- barð eða lygabarð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.