Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Laugardagur 26. mai 1956 Ódýr bátur 3ja tonna með góðri vél, til sölu. Upplýsingar í kvöld og næstu kvöld, í Ingólfs- stræti 21A. Hafnarfjörður Vantar herbergi strax. Upp lýsingar í síma 9917 eftir kl. 20,00. TIL LEIGU tvö herbergi og eldhús í ná- grehni Reykjavíkur. Kven- reiðhjól til sölu á sama stað. Uppl. í síma 9612. Vantar herbergi Óska eftir tveim samliggj- andi herbergjum. Góð um- gengni og reglusemi áskflin. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Sími 5126. ' Óska eftir góSu HERBERGI jnnan Hringbrautar, á kyrr látu, góðu heimili. Herberg- ið þyrfti helzt að vera með húsgögnum. Einnig væri æskilegt að geta fengið fæði og þjónustu á sama stað. Er lítið heima. Tilboð merkt „Skipstjóri — 2221“, send- ist blaðinu fyrir mánudags- kvöld. —- . Bíll til sölu Ford ’35 til sölu, í góðu lagi. Uppl. eftir hádegi í dag, Heiðargerði 106. TIL SÖLU ný 3ja herb. íbúð, milliliða- laust á hitaveitusvæðinu. — Lítil útborgun. Tilboð send- ist afgr. Mbl. fyrir 29. þ.m. merkt: „Hitaveita — 2217“. Gröörastööin Garðshorn við Sléttuveg í Fossvogi, selur nú: Birki Reyni RauSgreni (7 ára) Blágreni (5 ára) Furu (6 ára) Sitkagreni (5 ára) Vegna landsþrengsla verð- ur sitkagrenið selt mjög lágu verði, ef um stærri pantanir er að ræða. Sömu- leiðis eru ennþá til stjúpur og margar tegundir áf góð- um, fjölærum plöntum. — ^ „Það er ekki krókur að koma í Garðshorn". Þargrírour Einarsson Sími 5235J íbúð til leigu 2 herb. og eldhús til leigu 1. júní í Vesturbænum. Til- boð merkt: „Hitaveita — 2241“, sendist Mbl. HafnarfjÖrður Reglusöm stúlka óskar eft- ir herbergi strax. Uppl. í síma 9546 kl. 5—7 e.h. Ráðskona Ég vil taka að mér ráðs- konustöðu í nágrenni Reykjavíkur. Er með barn á öðru ári. Uppl. í síma 45, Keflavík kl. 3—5. Kolakyntur miðstöðvarketill til sölu. Uppl. á Kirkjuvegi 9A Keflavík í kvöld og næstu kvöld. Til sölu er tveggja herbergja íbúð á hitaveitusvæðinu. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyr- ir þriðjudagskvöld merkt: „Milliliðalaust — 2234“. Afgreiðslustúlka óskast. Uppl. 10—12 í dag og á mánudag. Laufahúsið Laugavegi 28. Fasteigna- og hifreiðasala INGA R. HELGASONAR Skólavörðustíg 45. hefir til sölu íbúðir, bifreið ir og báta. Látið okkur annast við- skiptin. Sími 82207. Sigríður Steinsdóttir — minning SIGRÍÐUR STEINSDÓTTIR, Minna-Hofi, lézt á heimili sohar síns 13. þ.m. eftir stutta legu. Hún var öldruð kona, fædd 27. desem- ber 1872 og því á 84. aldursári. Sigríður átti alltaf heima á Minna Hofi. Þar var hún fædd og þar ólst hún upp. Foreldrar Sigríðar voru Sigríður Guðmundsdóttir frá Þinghól í Hvolhreppi og Steinn Guðmundsson frá Kotvelli í sömu sveit. Sigríður á Hofi var höfðingleg í sjón og hafði góðan hug til allra, sem hún umgekkst. Hún var stöð- ugt reiðubúin til hjálpar, þegar til hennar var leitað. Tuttugu og eins árs að aldri giftist hun Ingvari Ólafssyni frá Vaðmúla- stöðum, góðum manni, sem var henni samhentur í öllu. Þau byrj- uðu búskap á Minna-Hofi 1893 og bjuggu þar í 49 ár eða til árs- ins 1942, þegar Ingvar lézt. Heim- ilið að Minna-Hofi bar á sér svip myndarskapar og dugnaðar hús- bændanna. Gestrisin voru þau bæði og góð heim að sækja. Var oft gestkvæmt á heimilinu, þar sem margir áttu erindi við hjónin, en ekki sízt við húsmóðurina, sem var ljósmóðir í Rangárvallahreppi í meira en 40 ár. Sigríður var ætíð reiðubúin, þegar til hennar var leitað. Fljót var hún að koma sér af stað, þegar mikið lá við, og taldi aldréi eftir sér að veita hjálp og aðstoð eftir því sem hún gat. Hún var sérstaklega vinsæl ekki aðeins á RangárvÖllum held- ur einnig í nágrannahréþpum, sem oft leituðu til hennar. Húsmóðir- in á Minna-Hofi var því oft að heiman og hafði ýmsu að sinna öðru en heimilisverkunum. Heim- iiið var mannmargt og þurfti mikils með. Þau hjónin eignuðust 10 syni. Þrír dóu í æsku, en sjö eru á lífi, allir mætir menn og gegnir. Hjónin á Minna-Hofi þurftu bæði að vinna langan vinnudag til þess að komast af efnalega, en það tókst þeim prýði- lega með því að vera samhent og ráðdeildarsöm. Þau höfðu ávalít nóg fyrir sig að leggja. Veittu sonum sínum ágætt uppeldi og veittu sveitungum og öðrum hjálp og aðstoð, þegar til þeirra var leitað. Þegar Ingvar Ólafsson dó, brá Sigríður búi, en sonur henn- ar, JMagnús, tók við jörðinni og hefuT^úúið á Minna-Hofi síðan, Hefur Sigríður átt öruggt hæli hjá syni sinum og tengdadóttur í ell- inni, og hefur þeim hjónum verið umhugað um, að vel færi um hana og ellin væri henni léttbær. Er ánægjulegt að sjá hvemig Magn- úsi á Hofi hefur tekizt, ekki að- eins að halda í horfinu, heldur einnig að bæta jörðina og auka við byggingar. Hann hefur stækk- að búið og komizt í röð fremstu bænda á þessum fáu árum, sem hann hefur búið á Minna-Hofi. —• Rangvellingar hafa ætíð borið hlýjan hug til heimilisins á Minna Hofi, og nú þegar Sigríður Steins- dóttir er fallin frá, munu þeir og aðrir héraðsbúar ávallt minn- ast hennar með þakklæti og hlýj- um huga. Sigríður verður jarð- sungin að Odda í dag og Við það tækifæri munu sveitungar og aðr ir vinir fjöimenna. Sem lítinn þakklætisvott fyrir langt og vel unnið starf gefa Rangvellingar silfurskjöld, áletraðan, I minn- ingu um ágæta konu. í J. | Brjóstmynd afhjúpuð af Ögmundi Sigurðssyni HAFNARFIRÐI — Við skólaslit Flensborgarskólans á laug- ardaginn fyrir hvítasunnu var af- hjúpuð brjóstmynd af Ögmundi Sigurðssynl, fyrrverandi skóla- stjóra. Var hún gefin af gömlum nemendum hans, en orð fyrir þeim hafði Friðþjófur Jóhannes- son, loftskeytamaður, sem er gagnfraeðingur frá 1931. Sá ár- gangur, sem þá útskrifaðist úr skólanum, hafði veg og vanda af söfnuninni og að láta gera mynd- ina. Dóttursonur Ögmundar og nafni hans, Ögmundur Friðriks- son, afhjúpaði brjóstmyndina, sem gerð var af Ríkarði Jóns- syni, myndhöggvara. Ólafur Þ. Kristjánsson, settur skólastjóri, þakkaði þessa rausn- Tónlistarfélagið. — Islenzk-ameríska félagið. Robert Shaw-kórinn Biandaður kór, einsöngvarar og htjómsveit: Stjórnandi: ROBERT SHAW TÓNLEIKAR miðvikudaginn 30. maí kl. 9,15 siðd. í Austurbæjarbíói. Tölusettir aðgöngumiðar verða seldii 1 Austurbæjar- bíói eftir klukkan 2. i Tónleikarnir verða eklu enaurteknir. arlegu gjöf, en einnig tók til máls Ingibjörg Ögmundsdóttir, símstöðvarstjóri, og flutti skólan- um m.a. kveðjur frá börnum Ög- mundar. Síðan bauð hún þeim nemendum hans, sem þarna voru viðstaddir, svo og skólastjóra og kennurum skólans, til kaffi- drykkju á heimili sínu. Brjóstmyndinni hefur verið valinn staður á stigapalli skóla- hússins, eða réttara til tekið gegnt brjóstmynd af fyrsta skóla- stjóra Fiensborgarskólans, Jóni Þórarinssyni, sem var gefin skól- anum fyrir nokkrum árum. Við þetta tækifæri afhenti Friðþjófur Jóhannesson skólan- um gjöf frá 25 ára gagnfræðing- um hans. Er það landakortabók (2 bindi) og er gefin til minning- ar um landafræðikennslu Ög- mundar heitins, en hann var sem kunnugt er mjög rómaður fyrir kunnáttu og kennslu í þeim fræð um. í vetur voru 218 nemendur i Flensborgarskóla. Að þessu sinni var enginn 4. bekkur starfandi, þar eð nemendur voru það íáir í þeim bekk. Sóttu þeir í staðinn gagnfræðaskóla í Reykjavík, en Flensborg tók að nokkru leyti þátt í kostnaðinum við ferðirnar. Nú þreyta 6 nemendur skólans landspróf. — Hæsta einkunn að þessu sinni hlaut Gunnar Sig- urðsson í 1. bekk, ágætiseinkunn 9,38. Þrír aðrir nemendur í 2. beVk Mn+u einnig ág. eink. —G.S. GLJÁINN KEMUR FYRR með hinu hýja freyðandi VtM ÖLL FITA HVFRFUR Á AUGABRAGDI Hið nýja freyðandi VIM eyðir öllum fituskánum á augabragði, gerir skaítpottinn skínandi fagran. Stráið öriitlu af ninu nýja VIM á rakan klút, nuddið, og pottar, pönnur, baðker. flísar og málaðir hlutir verða hreinir og skínandi. NÝTT VIM VELVIRKT, FLJÓTVIRKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.