Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 6
6 lUORCVNBLAÐlB Laugardagur 26. máf 1956 ars eru yfirleitt þrír í hverju herbergi. — Qg hvaða verk vinnurðu sém ármaður? — Það er að ræsa fólkið á morgnana kl. hálf átta. — Er það ekki erfitt starf, e-ia eru ekki margar purkur hér á bæ? — Nei, f^lk þýtur á fætur með stýrurnar í augunum bara ef ég lem duglega á hurðina. Þannig byrjar dagurinn, en klukkan 10 á kvöldin er skólahúsinu lokað og kl. 11 er ætlazt til að ró sé komin yfir allt. í heimavistum verður aginn að vera strangur. SiglfirðingaT Kosningaskrifstofa Sjálfstæðismanna á Siglufirði hefir verið opnuð í Sjálfstæðishúsinu, Grundar- ;ötu 11 (efri hæð). — Skrif- itofan verður opin kl. 10—1C illa daga, sími 133. — Skrif- iofunni veitir forstöðu Daníel •órhallsson og Eyþór Halis- ;on. — Sjálfstæðisfólk er beð- 'ð að hafa samband við skrif- tofuna. Cr daglegu lífi nemendanna. Vinstra megin er ping-pong keppni í setustofunni. Hægra megin er mynd úr kjallaraherbergi, sem er eini staðurinn innan veggja skólans, þar sem leyfilegt er að reykja. Þykir slíkt fyrirkomulag betra en að reykt sé á herbergjum. Mennfasetrid á Laugarvatni V. grein Þar eru skiptar skoðanir um hvort betra sé að lifa í borg eða sveit Ræff við „sfallara" Hennfaskólans um viðhorf nemenda Embættismenn nemenda. Sitjandi er stallari Menntaskólans, Kjart- an Pálsson og hjá honum ármaðurinn, Kristján Sæmundsson. Þeir gegna miklum virðingar og valdastöðum. AÐ ríkti mikil kyrrð yfir Menntaskólahúsinu á Laugar- vatni, þegar blaðamenn frá Mbl. börðu þar að dyrum og ætluðu að heimsækja nemendurna í þessum eina menntaskóla í sveit, til þess að sjá, hvernig þeir líkaði dvölin svo fjarri margmenninu. i f ''Sn' UPPLESTRARFRI ' • í anddyri skólans var svo alger þögn að þar mátti heyra flugur anda. Og allt átti sína skýringu. í Menntaskólanum var hafið upp- lestrarfrí og einmitt þennan dag eftir hádegi skyldu byrja próf í nokkrum greinum. Nemendur sátu allir í herbergjum sínum kófsveittir yfir latínuskræðum eða logaritmum. Þarna stóð sem sé yfir hin mikla og eilífa barátta við mínúturnar. Á sköramum tíma fara Menntaskólanemend- urnir yfir mörg hundruð biað- síðna pensúm, jafnvel þúsundir blaðsíðna. Vonum við nú samt að sú töf, sem varð af heimsókn okk- ar verði ekki til að rétt verði ólesin einmitt sú örlagaríka blað- síða sem þeir koma upp í. HJÁ STALLARA SKÓLANS Að sjálfsögðu varð okkur fyrst gengið á fund stallara skóians, þannig nefnist æðsti embættis- maður nemenda og hefur í þeirri stöðu staðið í vetur Kjartan Páls- son frá Litlu Heiði í Mýrdal. — Er þetta erfitt embætti sem þú hefur haft með höndum í vet- ur? spyr ég. — O nei, þetta er álíka starf og hjá Inspector schole í hinum menntaskólunum. Þó bætist það við, hð stallari hér er -einnig hringjari. Svo maður er nú dá- lítið bundinn af skyldustörfun- um. — Og nauðsynlegt að sá sem tíl starfsins velst hafi rétta klukku. — Já, annars er það verk stall- ara að koma frám fyrir hönd nem enda við skólamefctara. Bera ým- is vandamál upp við hann og einnig að hafa forgöngu um ýmis málefni öllum sameiginleg og til hagsbóta. ER BETRA AÐ LIFA f BORG EÐA SVEIT? — Hvernig unið þið ykkur hérna uppi í sveit? — Ágætlega takk fyrir. Eða það held ég. Meirihluti nemend- anna er ættaður úr sveit. Ann- ars var nú haldinn í vetur um- ræðufundur í Málfundafélaginu um viðfangsefnið: Er betra að lifa í borg eða sveit. Þar skipt- ust menn í tvo hópa og urðu snarpar umræður um þetta. Færðu menn allgild rök fyrir báð um skoðunum. — En hvort telurðu nú betra að stunda nám í menntaskóla í sveit eða í bæjum? — Hér eru margir nemendur, sem stundað hafa nám bæði í gagnfræðadeild og lærdómsdeild í Reykjavík og annars staðar. Ég held að þeir ljúki allir upp ein- um munni um það að þeim geðj- ist betur að verunni á Laugar- vatni. Það sem gerir þetta fyrst og fremst er að hér er betra næði og mörgum fellur vel að búa í heimavist, kynni af skólafélögum verða þannig oft meiri og betri. FJÖRUGT FÉLAGSLÍF — En farið þið ekki stundum hópferðir til Reykjavíkur á vetrum ef færð er góð á vegun- um? — Það er ekki svo oft. Við komum þó í leikhúsför 60 saman og 6. bekkur stærðfræðideildar fór á kjarnorkusýninguna, þegar hún var haldin í Listamanna- skálanum. Við erum líka sjálfum okkur nóg með skemmtana- og gélagslíf. Hér á Laugarvatni eru oft haldnir dansleilcir og það fyrir alla skólana. Þar er því oft marg mennt. Kvikmyndasýningar eru alltaf við og við, en hér í sýsl- unni er umferðarbíó, þá eru ágæt ar aðstæður hérna til skíðaiðk- ana. Ýmis félög eru starfandi í skólanum svo sem Málfundafé- lagið Mímir, þar sem er fjörugt félagslíf og fjöldi umræðufunda. Nú svo má nefna borðtennisfélag. Er ping-pong mikið stundað til dægradvalar og háð keppni í þess arri íþrótt. MARGIR BYRJUÐU AÐ TEFLA Ekki má heldur gleyma tafl- félaginu. Hljóp mikill fjörkipp- ur í skákíþróttina í vetur þcgar Friðrik Ólafsson var að tefla í Hastings og hér heima. Þá vöktu menn oft langt fram á nætur til að bíða eftir úrslitum. Margir nýir menn byrjuðu að tefla þegar þetta stóð yfir og uppgötvuðu að sumir sem varla kunnu mann- ganginn áður voru beztu efni í taflmenn. Að lokum vil ég nefna að á vorin er unnið að skógrækt- arstörfum í hlíðinni fyrir ofan Laugarvatni. ÁRMAÐUR LEMUR DUGLF.GA Ég þakkaði nú Kjartani fyrir greið svör og vék mér að her- bergisfélaga hans. . — Þið eruð tveir saman í her- bergi? — Já, ég heiti Kristján Sæ- mundsson frá Vatnsleysuströnd og er ármaður skólans. Stallari og ármaður búa saman í herbergi og njóta embættanna, því að ann- j SNYRTILEG HEIMAVIST Eftir þetta litum við sem snöggvast inn á nokkur heima- vistarherbergi, rétt stungum hausunum inn um dyragættina, því ekki vildum við trufla latínu hestana sem sátu þar og þuldu Cicero eins og þeir væru inn- fæddir Rómverjar. Herbergin voru snyrtileg. í þeim voru svefn rúm, öðrum megin koja og hinum megin sófi. Við gluggann voru lestrarborð. Úti í hornum voru litlir bókaskápar sem sýndu, að áhugamálin voru mörg, allt frá stjórnmálaritum upp í ljóðasöfn. Heimavistin er á efstu hæð menntaskólahússins og langur. gangur eftir öllu loftinu en sitt hvoru megin röð herbergja. Ekki komast samt allir nemendurnir fyrir þarna, heldur er tekið á leigu eitt af heimavistarhúsum héraðsskólans, þar sem 20 mennta skólanemar búa. Mötuneyti er einnig sameiginlegt með héraðs- skólanum, þar sem salur í kjall- ara hefur ekki enn verið inn- réttaður. VIÐ TILRAUNAGLÖS OG SPRITTLAMPA Menntaskólinn .hefur notið ágæts samstarfs við héraðsskól- ann og skólastjóra hans Bjarna Bjarnason. Og nú er okkar síð- asti liður í okkar ágætu heimsókn til Laugarvatns, að við förum yfir í eitt af smáhúsum þeim sem héraðsskólinn á austast á þessu byggða svæði. Þar í kjallaranum hefur Menntaskólinn á leigu hús- næði fyrir efna- og eðlisfræði kennslustofu. Þar stendur nú yfir próf í efnafræði. Hver nemandi fyrir sig hefur fengið ákveðið efni og nú þarf að efnagreina það. Þessir ungu vísindamenn geta vissulega verið íhugulir og íbyggnir yfir tilraunaglösunum sínum og sprittlampanum, því að þeir eru þegar farnir að kanna svið, sem er okkur blaðamönnun- um ofvaxið að skilja, flókna stigu efnafræðinnar. Með þessum sömu áhöldum byrjaði mannkyn- ið þó þekkingu sína á sjálfri hinni ægilegu og um leið blessunar- legu kjarnorku. Eina efnagreiningaraðferðin sem við blaðamennirnir kunnum er að bera dolluna upp að nefinu, lykta og segja: — í þessu er brennisteinn. Svo þökkum við Laugvetning- um góðar móttökur. * Ur heimavist stúlkna á Langalofti Menntaskólans. Nemendurnir önnum kafnir í próflestri, líta tæplega upp úr bókunum. Þær hafa fengið hjálp eins piltsins við erfitt úrlausnarefni. Fyrir neðan glugga þeirra sér á burstirnar á gamla fjósinu á Laugarvatni. Þar getur maður sagt: — Baulaðu nú Búkolla min, ef þú ert á iífi. — Og ekki stendur á svarL -------— '"““N. Skrifstofustúlka óskast Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Einnig nokkirr lcunn- átta í þýzku og ensku. Umsóknir sendist Mbi fyrir 30. þ. m. merkt: „Samvizkusemi —2228“. ú I • » í Oezt ú augiýsa í Morgtinblaðintt Upprennandi visindamaður glimir við prófraun í efnafræði. Á myndinni er nemandinn, Sigurjón Ilelgason frá Háholti í Gnúp- verjahreppi, að efnagreina,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.