Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐ1Ð t.augardhgur 26. .maf 1956 Mitt hjartans þakklæti til allra skyldra og vandalausra sem sýndu mér vináttu og virðingu með heimsókn, blóm- um, skeytum og gjöfum á 75 ára aímæli mínu 22. maí s.l. Gæfa og blessun fylgi ykkux öllum. Guðbjörg Vídalín, Njálsgötu 33, Reykjavík. Þórscafé Gömlu dunsurnir a-3 Þórscafé í kvöld klukkan 9. J. H. kvintettinn leikur. Dansstjóri: Baldur Gunnarsson. Aðgöngumiðasala fra kl. 5—7. 3 herbergja íbúð t kjallara á hitaveitusvæði er til sölu. Laus til íbúðar strax. Hagstætt verð. Lítil útborgun. EINAR SIGURÐSSON, lögfræðingur Ingólfsstræti 4 — sími 2332 og heima 1374. Amerískir bílar Höfum fjöldann allan af nýjum og nýlegum amerískum bifreiðum. Verð og skilmálar við allra hæfi. BÍLASALAN Hverfisgötu 34, Sími 80338 SundkennsSa Nú er gott tækifæri að læra sund í Sundhóll Reykjavíkur. Vornámskeiðin eru hafin. Sundi skóianemenda og íþrótta- félaga er lokið og geta baðgestir fengið aðgang allan dag- inn. Sértímar kvenna eru á þriðjudags- og firnmtudags- kvöldum. — Uppl. í síma 4059. Fyrri nemendatónleikar T ónlistarskólans verða haldnir í dag kl. 3 síðdegis í Austurbæjarbíói. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag í Austurnæjarbíói. Síðari nemendatónleikar verða laugardaginn 2. júní. V erzlunarstarf Vanur afgreiðslumaður óskast strax í matvöruverzlun í Hafnaarfirði. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Framtíðarstarf —2218“. Hfum fyrirliggjandi hina viðurkenndu dönsku TUFOELIN þakmálningu U. BENIDIÍÍISSOII & CO. HF. Hafnarhvoli — Sími 1228 Hvítárbakkaskóla minnzt 25 ára afmœli síðasta árgangs ÞAÐ var um sólarupprás fyrsta sumardag 1931 að Lúðvík Guð- mundsson skólastjóri lét hringja til síðustu kennslustundar hins þekkta og vinsæla Hvítárbakka- skóla. Daginn áður, síðasta vetrardag, höfðu gair.f r nemendur og aðrir gestir fjölmennt á skólaslita- skemmtunina, sem var nú við- kvæmari stund en nokkru sinni fyrr, því að nú skyldi þetta gamla góða menntasetur, sem smám saman hafði vaxið og allt frá byrjun blómgvast vel og hlotið virðingarsess í huga þjóðarinnar nú skyldi það af lagt, öllu færan- legu ruplað og rænt og flutt á nýjan skólastað og húsið sjálft gert að heyhlöðu. Við, síðasti árgangurinn að minnsta kosti vorum lítt í skapi til að skemmta okkur, við vorum að mætast í smá hópum hingað og þangað á göngum, í skólastof- um eða í hálftómum herbergjum en fátt var talað en færra tekið sér fyrir hendur að gjöra. Og svo um sólarupprás lét Lúðvík skóla- stjóri hringja bjöllunni og bað alla nemendur og gesti að koma út í skólagarðinn, nú skyldi slíta skólanum — slíta Hvítárbakka- skólanum í síðasta sinn. Hvað var sagt eða gjört úti í garðinum veit sá, sem þessar lín ur ritar ógjörla, því að hann „skrópaði" í þá kennslustund, þurfti að hyggja að dóti sínu. En það er staðreynd, að þá fóru skýin að draga sig saman yfir héraðið og stundu síðar þeg- ar við röltum af stað, alfarin, var komin rigning og himininn koldimmur eins og ketilbotn. Þeir, sem ætluðu að dvelja leng ur á staðnum t. d. skólastjóra- hjónin, fylgdu okkur niður að Lyngholtinu, en þaðan sást enn heim að skólasetrinu, og nú varð kveðjustundin ekki umflúin. Kveðjusöngurinn hófst, en afar var hann óáheyrilegur, það var einhver kökkur £ hálsinum, sem gerði „tregt tungu að hræra“. Bílvegur var þá ekki kominn heim að Hvítárbakka svo að við gengum niður að Ferjukoti og dreifðumst sitt. í hvora áttina, kveðjustundirnar urðu því fleiri en ein og fleiri en tvær á þessum vota vormorgni. Svo vorum við aftur komin heim í foreldrahús. Hvílík stund. Sökknuðurinn hvarf eins og dögg fyrir sólu, minningarnar N. N.: „Á nú ekki að gjöra neitt annað það sem eftir er tímans en að taka myn^ir?". Nú vildi N. N. gefa meira en eitt andartak fyrir þessa mynd, sem aldrei var tekin og hafa svar að af meiri kurteisi. Já, það er margs að minnast. Gaman væri að hitta sína góðu gömlu félaga nú, eftir 25 ár, og rifja upp minningarnar, heyra hvað á daga þeirra hefur drifið öll þessi ár og hvers virði þeir álíta að dvölin þar hafi orðið sér. Frá Hvítárbakka streymdu fram, allar bjartar ogl fullar af lífi, frá þessum indæla vetri, einhverjum bezta tíma ævinnar. En hver er það, sem lítur til baka eftir 25 ár, að’hann sjái ekki eitthvað, sem hann er ekki alls kosta ánægður með, annað hvort það sem hann hefur gjört eða látið ógjört. „Sú stund, sem líður kemur aldrei aftur“ Já, og stund- irnar líða of fljótt, sér staklega þær sem eru ríkar af góðum gjöf- um. Eina minningu á N. N. frá Hvít- árbakka, sem hann er óánægður með. Hann var að koma utan úr borðsal, sem var í öðru húsi, og hljóp að vanda eftir að líða tók á veturinn og styttast til prófsins, voru þá nokkrir nemendur úti ásamt skólastjóra, sem var að taka myndir. Skólastjórinn kallaði: „Jæja, N. N. ertu tilbúinn?" N. N.: „Tilbúinn í hvað?“ Skólastjóri: „Að vera með á myndinni?" Marga langar til þess, að Hvít- bekkingar taki sig saman, seinna í vor, þegar bakkarnir eru orðnir betur grænir, og haldi upp á 25 ára afmælið, með því að fjöl- menna heim á gamlar slóðir, ef skólastjórahjónin geta komið með og verið fararstjórar. því að ekki tjóir að halda stjórnlaust inn á draumalönd minninganna. Með kærri kveðju. N. N. Hvítbekkingar athugið! Þessu greinarkorni hefur seink- að vegna þrengsla i blaðinu. Nú hefur verið ákveðin og aug- lýs't hópferð að Hvítárbakka 3. júní í sumar. Allir árgangar! Áskriftalisti liggur frammi 1 verzluninni Brynju, Laugaveg 29, Rvík. Kínversk mynd í. Hafnarfjarðarbíói HAFNARFJARÐARBÍÓ sýnir um þessar mundir kvikmynd er nefnist Stúlkan með hvíta hárið“. Er myndin kínversk, — sú fyrsta frá því mikla ríki kommúnism- ans í austri, sem sýnd hefur ver- ið hér á landi. Gerist hún í hér- aði einu í Kína, er sett á svið af kínverskum leikstjórum og leikarar allir eru Kínverjar. Efni myndarinnar byggist á kínverskri sögu, sem gengið hef- ur manna á milli um íeiguliða- dótturina Hsi Erh, sem árið 1935, daginn áður en hún ætlaði að giftast unnusta sínum, hinum unga leiguliða Tt Chun, var num- in á brott með valdi af mönnum gósseigandans, er hafði tekið hana upp í skuld, er faðir henn- ar stóð í við hann. Unnusta henn- ar tókst á síðustu stundu að flýja yfir fljótið til frelsisins. En Hsi Erh var um hríð á heimili góss- eigandans, þar sem hún varð fyr- ir sífeldri áleitni hins lostafulia og harðsvíraða unga manns, er hún vildi ekki þýðast. Að lokum tók hann hana með valdi en skömmu síðar flýði hún og faldi sig í helli skammt frá þorpinu. Hafðist hún þar við í þrjú ár á laun. í nágrenninu þar var musteri, þar sem þorpsbúar komu daglega og færðu guðunum fórn- ir, einkum ýmiskönar matvæli. Þangað leitaði Hsi Erh við og við og gerði sér gott af fórnar- réttunúm. Var hún nú orðin hvít fyrir hærum af þjáningu og sál- arangist. Ýmsir menn sáu henni bregða fyrir í musterinu og hugðu hana gyðju og út af því spunn- ust sagnirnar um hana. Myndin fjallar fyrst og fremst um baráttu kínverskrar alþýðu gegn kúgun og yfirgangi hinna ríku jarðeigenda og er saga hinna ungu elskenda þar aðeins nauð- synlegt ívaf. — Að vísu er í mynd inni augljós hinn barnalegi kommúniski áróður, eins og jafn- an í kommúniskum kvikmynd- um. Engu að síður eru kostir myndarinnar margir. Við kynn- umst þar umhverfi og þjóðhátt- um, sem eru okkur um margt æði fjarlægir, en barátta fólksins þar, er hin sama og svo víða annars staðar, — barátta fyrir frelsi og hinum frumstæðustu mannrétt- indum. — En það, sem vakti eink- um athygli mína, var hversu prýðilega myndin er gerð og vel leikin. Hópsýningarnar eru betri miklu en almennt gerist, mann- gerðirnar eru sannar og eins og samgrónar umhverfinu og um- hverfið sjálft bæði innan húss og utan frábær umgjörð um efni myndarinnar. Er hér vissulega anginn viðvaningsbragur á neinu og má óhikað segja að myndin sé óvenjulega heilsteypt listræn heild, þrátt fyrir hinn klaufalega áróður, sem þar blas- ir víða við áhorfandanum. Eitt itriði myndarinnar hefur vafa- laust komið mörgum áhorfendum ;kemmtilega á óvart, en það var bjargsig. Var það að allri tækni ivo nauðalíkt bjargsigi eins og >að gerist hér á landi, að ekk- 'rt virtist á milli bera. EgO. Fædd: 29/6 1923. Dáin: 7/5 1956. MIG setti hljóða þegar ég frétti andlát Maju, en það var hún oftast kölluð af vinum sínum. 32ja ára fékk hún hvíld frá þjáningunum. 16 ára byrjar hún að lamast, þá falleg og elskuleg stúlka, sem öllum þeim er henni kýnntust þótti vænt um. Létt lund var henni gefin í ríkum mæli, sem kom sér vel seinna í lífinu. Þó allt væri reynt sem mannlegur máttur fær áorkað, til lækninga, varð aldrei endur- heimtur bati. Hjálparvana, mátt- laus, í 10 ár var hún í umsjá sinna ástríku foreldra og syst- kina ,sem aldrei virtust þreyt- ast á að rétta henni hjálparhönd. Móðir hennar á mikið hól skil- ið fyrir alla þá hjálp og hjúkr- un sem hún veitti Maju. Mér finnst við gætum lært svo mik- ið af þinni reynslu í lífinu. Slík lífsreynsla ætti að leiða okkur fyrir sjónir og kenna okkur, að meta betur þann mátt og þá orku sem flestum okkar er gef- in. Við dáðumst öll að þínu þreki Maja mín, og þökkum þér öll fallegu brosin, sem lýstu af innri fegurð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Frænka. í Husnæði Maður, sem vill taka að sér innréttingu á litlu ítoúðar- húsi nálægt Sandgerði, get- ur fengið íbúð leigða til ára móta, k hitasvæði í Reykja vik. Uppl. í síma 5209.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.