Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 7
MORGVNBLAÐIÐ 7 Skólahefti Stefnis er athyfffisverð nýjunff SKÓLAHEFTI Stefnis kom út fyrir skömmu. Fyrirkomulag þessa heftis er nýjung, sem fleiri tímarit ættu að taka sér til fyr- irmyndar. Það er fróðlegt og skemmtilegt, að sjá hina upp- rennandi kynslóð koma fram á ritvöllinn, og vonandi eiga ís- lenzkir lesendur eftir að njóta verka þeirra í framtíðinni. Enda ber skólahefti Stefnis ótvírætt merki um, að yngsta kynslóðin sé ekki á flæðiskeri stödd í þess- um efnum, þó mörgu sé ábóta- vant, sem von er. Eft snúum okkur nú að efninu. Það er ætiunin að ræða nokkuð um það helzta, er vekur athygli lesandans í heftinu. Fremst eru Xiokkur ljóð og greinar; sem ekki tilheyra skólaheftinu. Jón Dan á þar tvö kvæði. Fyrra kvæðið: Hver dró fyrir sólu, er á engan hátt svipmikil lyrik. Margt, sem fyrir kemur í ltvæðinu, veldur hyldjúpa gjá“, sem stingur í stúf Undirritaður getur t. d. ekki skilið til fullnustu hina óvæntu setningu: „og vörpuðu hisminu í hyldjúpa gjá sem stingur í stúf Við það umhverfi, sem skáldið hefur þegar skapað sér á undan, enda skilst varla, hvað við er átt. Kvæðið: Dimm er þin nótt, hefur meira til síns ágætis. Krummi nefnist smásaga eftir Steingrím Sigurðsson. Hún er fremur góð, eins og við mátti búast af honum. Hins vegar held ég, að mörgu betra hafi verið fleygt í ruslakörfuna, heldur en ljóðum Ingólfs frá Prestoakka. I>að liggur nærri, að maðuv fái verk í augun af að lesa þau- „Vorið, blessað vorið og vorsins sólargeislar skarta", þessu lík- ar setningar fylla kvæðin. Þetta er löngu úrelt lyrik, enda eru kvæðin sannast sagt léleg. Eg ætla ekki að orðlengja frekar um efni heftisins fyrir utan verk skólanemenda. Þar getur fyrst að líta smásög- una Dausn, eftir Gylfa Gröndal, en hann er að nokkru kunnur áður. Sagan ber smekklegan svip, þótt hún sé lauslega saman sett, það minnsta yfirgnæfir hún sögu Knúts Bruun, sem skrifar keimlíka sögu og verður alvar- lega fótaskortur í niðurlagi henn- ar. Þá kemur Grétar Haraldsson með söguna Loðvík 14., og snertir þar viðkvæman streng á látlaus- an hátt. Lesandinn les smásögu til enda og nýtur nins unggæðÍ3- lega efnis, en finnur að loknum lestri, að bakgrunnurinn er traust ur. Hygg ég að mikils sé af hon- um að vænta, þegar þess er gætt, að hann er aðeins 17 ára að aldri. Kvæði Þorsteins Jónssonar frá Hamri eru athyglisverð, sérstak- lega þó Listmálarinn, sem leiðir nýstárlega í ljós ferskt ljóðform og það þó í ríku rími og stuðlum. Það kvæði er svo auðugt af svip mikilli lyrik, að það má hvorki Síldamuui- sóknir LAUGARDAGINN fyrir hvíta sunnu lét varð- og hafrann- sóknaskipið Ægir úr höfn. — Með skipinu voru nokkrir fiskifræðingar frá Fiskideild- inni. — Leiðangur Ægis mun aðeins standa yfir í nokkra daga, að komið verður aftur. — Innan skamms mun svo hefjast hinar sameiginlegu síldarrannsóknir Norðurland- anna, svo sem á undanförnum árum. vera styttra né einu erindi lengra. Sem sagt: Mælirinn er fuliur með niðurlagslínunni. Kvæðið Sólset- ur hrífur hugann síður en Ireldur þó jafnvægi að fullu. Symbólikk- in í fyrsta erindinu er djörf, en réttlætanleg. 16 ára skáldkona í Mennta- skólanum, Sigurlaug Guðmunds- dóttir, á hrós skilið fyrir kvæði sín. Kvæðið Vetranótt er fallegt lokkandi og auðugt að hugmynd- um. Athyglisverðar uppástungur birtast í grein Magnúsar Jons- sonar og vonandi falla þær í góðan jarðveg meðal kennslu- jöfranna. Ljóð Kjartans R. Gísla- sonar eru viðvaningsleg, en þau eru fremur falleg og standa á því. Hins vegar verka þau frek- ar á lesanda sem uppgerð heldur en eðlilegur innblástur, en þroskinn er á leiðinni. Um smásjána aftast í heftinu er það að segja, að athugasemd Hannesar Péturssonar er óþörf og er aðeins smámunasemi. Ó. P. Námssfyrkur í MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI Finnlands hefur ákveðið að veita íslendingi styrk að fjárhæð 245 þúsund mörk til háskólanáms eða rannsóknarstarfa í Finnlandi vet- urinn 1956—1957. Sá, sem styrkinn hlýtur, skal dveljast minnst 8 mánuði í Finn- landi, þar af að minnsta kosti fjóra mánuði við háskólanám, en finnskir háskólar hefja störf um miðjan septembermánuð ár hvert. Hugsanlegt er, að styrknum verði skipt milli tveggja styrkþega, og myndi þá hvor um sig dveljast í Finnlandi um fjögurra mánaða skeið, þar af að minnsta kosti tvo mánuði við háskólanám. Umsóknir sendist til mennta- málaráðuneytisins fyrir 20. júní n. k., og fylgi umsóknum afrit af prófskírteinum og meðmælum, ef til eru. Keflavik — Suðurnes Sjómannadagsráð Keflavíkur óskar eftir róðrarsveit- um af Suðurnesjum til þátttöku í kappróðri á S'ómanna- daginn 3. júní n.k. Væntanlegir þátttakendur sriui sér til Árna Þorsteinssonar, skipstjóra, Keflavík. Sjómannadagsrað. NÝR Enginn kulupenni jafnast á vid hann! PARKER KÚLUPENNI Hinn nýi Farker kúlu penni er sá eini, sem gefur yður kost á að velja um fjórar odd- breiddir . . . odd við yðar hæfi. Hinn nýi Parker kúlu penni veitir yður fimm sinr.um lengri skrift en ALLIR VENJ ULEGIR KULUPEíNNAR . . . sannað af öryggri reynslu. Hinn nýi l’arker kúlu penni er sá eini með haldgóðu, óbrjótan- legu nælon skapti og demamiægðum málmoddi. Hinn nýi Parker kúlu penni sKrifar leik- andi létt og gefur allt af án þess að klessa. Skrnt með honum er tekin gild af bönkum. Endist í áratugi / Terð: Parker kulupennl: Frá Xt. 82,00 til kr. 262.00. — Fyllingar kr. 21.00 Einkanmboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykjavík Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustig 5, Rvík Nauðungaruppboð á Sigluvogi 6, eign Álfheiðar Jónsdót.tur fer fram á eign- inni sjálfri i dag, laugardaginn 26. mai 1956, ki. 2,30 síð- degis. Borgarfógetinn í Reykjavik. Keflavík — Laus staða Vörubílastöð Keflavíkur vantar stöðvarstjóra írá mán- aðarmótum maí-júní. — Umsóknir leggist inn á stöðina. STJÓRNlN. : BP2-24 Samband ungra Sjálfstæðismanna beldur VORMÓT á Selfossi í kvöld kl. 8,30 í Selfossbíói. — Síjórnandi mótsins verður Gunnar Sigurðsson, Seljatungu. DAGSKRÁ: 1. Mótið sett: Ásgeir Pétursson, form. S.U.S. 2. Einsöngur: Þuríður Pálsdóttir 3. Ávarp: Frú Ragnhildur Helgadóttir 4. Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson 5. Ávarp: Dr. Sveinn Þórðarson 6. Gamanvísur: Gestur Þorgrímsson 7. Tvísöngur: Þuríður Pálsdóttir og Jón Sigur- björnsson. 8. Hljómsveit Björn R. Einarssonar leikur fyrir dansi til kl. 2. STJÓRN S.U.S S T U L K U R vantar nú þegar til afgreiðslu- og veitingastarfa. Uppl. Laugaveg 11, kl. 5—6. Ifúsgogn til sölu Vönduð útlend svefnherb,- og borðstoful.úsgögn til sölu. Til sýnis frá kl. 1,30 til kl. 5 laugardag í bilskúr á Drápu- hlíð 26 (inngangur frá Lönguhlíð). Kýr fil sölu Á Þorláksstöðum i Kjós verða 12 kýr og 2 kvigur seldar nú næstu daga, ásamt ýmsum búshlutum. Kyrnar eru flestar nýbornar eða komnar að burði — Upplýsingar í síma 1922. Súni 82775

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.