Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 16
Veðrið í dag: SV kaldi eða stinningskaldi, þoku loft, dálítil rigning eða súld. V. grein frá Laugarvatni. Sjá bls. 6. 116. tbl. — Laugardagur 26. maí 1956. Framboðið kom 6 mín. of steint SIGLUFIRÐI, 25. maí. — Yf- irkjörstjórn Siglufjarðar úr- skurðaði í dag samhljóða, að framboð Kjartans Hjálmars- sonar kennara, hér, á veg- um Þjóðvarnarflokksins væri ógilt, vegna formgalla. Hefði Kjartan fengið til- skilda tölu meðmælenda, en skilaði framboði sex mínút- um eftir kl. 12 á miðnætti þann 23. þessa mánaðar, eða sex mínútum of seint, eftir viðkomandi lagabókstaf. Áskildi Þjóðvarnarmaður- inn sér rétt til að áfrýja úr- skurði þessum til landskjör- stjórnar. Frambjóðandinn sem er afkomandi Bólu-Hjálmars, kastaði fram þessari stöku er hann heyrði úrskurðinn: Frambjóðandans fylgi vex finnst þeim hinum stóru. Mínúturnar segja sex sem að umfram voru. — Stefán. Glæsilegasti stjórnmnhifimdur d Akureyri Yfir 500 manns fagna frábærri ræðu forsætisráðherra SÍÐASXL. fimmtudagskvöld var haldinn geysifjölmennur fundur í Nýja-Bíói á Akureyri, sem Sjálfstæðisfélögin þar höfðu boðað til. Er þetta fjölmennasti stjórnmálafundur, sem haldinn hefur vcrið á Akureyri. Hvert sæti í húsinu var skipað og fjöldi manns varð að standa og það jafnvel utan við húsið, en þar var komið fyrir gjallarhornum. Talið er að yfir 500 manns hafi verið á fund- inum. Frummælendur voru Ólafur Xhors forsætisráðherra, og al- þingismennirnir Jónas G. Rafnar og Magnús Jónsson. Árni Jónsson tilraunastjóri, form. Sjálfstæðisfélags Ak., setti fundinn og nefndi Sverri Ragnars kaupmann til fundarstjóra. Pou! Hansen — landvarnaráðberra KAUPMANNAHÖFN, 25. maí — Poul Hansen var s.l. miðvikudag skipaður landvarnarráðherra Danmerkur. Tók hann við em- bættinu af Rasmus Hansen, sem tilkynnti H. C. Hansen s.l. þriðju- dag, að hann yrði að láta af em- bætti vegna heilsubrests. Poul Hansen hefir setið á þingi frá 1945, og starfað um margra ára skeið í Jafnaðarmannaflokknum. Hefir hann Jengi verið einn helzti ráðgjafi flokksins í utanríkis- MOSKVU. — Elízabetu Eng- landsdrottningu og hertoganum af Edinborg hefir verið boðið til Moskvu. Bulganín og Krús- jeff buðu þeim til Rússlands, er þeir voru á ferð um Bretlands- eyjar fyrir skemmstu. RÆDA FORSÆTISRÁÐHERRA Ólafur Thors forsætisráðherra hélt þróttmikla ræðu. Ræddi hann sérstaklega framkomu Fram sóknarflokksins og hið óvenju- lega viðhorf, sem skapazt hefði í íslenzkum stjórnmálum með stofnun Hræðslubandalagsins. Þá ræddi hann ýtarlega Jandhelgis- málin og varnarmálin. Var máli forsætisráðherra frábærlega vel tckið af fundarmönnum. RÆÐA JÓNASAR RAFNAR Jónas G. Rafnar alþingismaður ræddi sérstaklega hagsmunamál Akureyrarbæjar og hverja af- greiðslu þau hefðu fengið á Al- þingi. Bar atvinnumálin þar hæst. Var gerður góður rómur að máli lians. Gott heilsufar ® I SKYRZLU frá skrifstofu borg- arlæknis, um heilsufar bæjarbúa í byrjun þessa mánaðar kemur fram að ekki" hafa neinar pest- ir verið á ferðinni undanfarið því ekki getur það talizt annað er um kvefsótt að ræða og kvef- sóttarsjúklingar eru aðeins 60—80 og flenzutilfelli innan við fimm. Frábært námsafrek íslenzks námsmanns í Kanada FREGNIR hafa borizt vestan frá Winnipeg, að ungur íslendingui Björn Sigurbjörnsson, hafi unnið mikið námsafrek, er hann brautskráðist frá Manitoba háskóla. Björn er sonur þeirra Sigur- tjörns Þorkelssonar kirkjugarðsstjóra og konu hans Unnar Har- aidsdóttur. RÆÐA MAGNÚSAR JÓNSSONAR Magnús Jónsson alþingismaður ræddi aðallega atburði þá er gerzt höfðu síðustu mánuðina í stjórnmálum okkar og einkum samvinnuslit Framsóknarflokks- ins við Sjálfstæðisflokkinn. — Gerði hann glögga grein fyrir hringlandahætti Framsóknar- manna og málefnaþurrð Hræðslu bandalagsins. Ræðu hans var vel fagnað. ÞÖKKUÐU ÞINGMANNI GÓÐA FORYSTU Auk frummælenda tóku til máls Helgi Pálsson, Guðmundur Jörundsson, Árni Jónsson, Gunn- hildur Ryel og Árni Ásbjörnsson bóndi í Kaupangi. Viku þessir ræðumenn einkum að málefnum Akureyrar og þökkuðu þing- manni bæjarins góða forystu þeirra á Alþingi. Hétu þeir á Sjálfstæðismenn að starfa vel og ötullega í kosningum þeim, sem framundan eru. í Iok fundarins þakkaði fund- arstjóri Sverrir Ragnars fundar- mönnum frábæra fundarsókn og sér í lagi Ólafi Thors fyrir kom- una til Akureyrar. Fundurinn stóð fram yfir miðnætti. Dr. Sveinn Þórðarson. Vormóf S.U.S. á Selfossi SAMBAND UNGRA SJÁLF- STÆÐISMANNA efnir til vor- móts í Selfossbíói í kvöld kl. 8,30. Þar flytja ræður og ávörp Ás- geir Pétursson, formaður S.U.S., frú Ragnhildur Helgadóttir og dr. Sveinn Þórðarson. Er væntanlegt fjölmenni af Suð-Vesturlandi til vormótsins, enda hefur verið vel til þess vandað. . DAGSKRÁ MÓTSINS. Vormótið hefst með því, að Ásgeir Pétursson, form. S.U.S. setur það með ávarpi. Þá syng- ur frú Þuríður Pálsdóttir ein- söng. Frú Ragnhildur Helga- dóttir, sem skipar fimmta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, flytur ávarp. Jón Sigurbjörnsson syngur ein- söng. Dr. Sveinn Þórðarson, skólameisUiri, sem er 3 mað- ur á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Árnessýslu, flytur ræðu. Gestur Þorgrímsson fer með gamanvísur og frú Þuríður Pálsdóttir og Jón Sigurbjörns- son syngja tvísöng. Að lokum leikur hin vinsæla hljómsveit Björns R. Einarssonar fyrir dansi til kl. 2. VORMÓTIN VINSÆL. Samband ungra Sjálfstæðis- manna hefur nú haldið nokkur vormót sunnan og vestanlands, og hafa þau öll tekizt frábær- lega vel. Má fullvíst telja, að vormótið á Selfossi verði hinum ekki síðra, þar sem þegar er vitað um mikla þátttöku ungs fólks víðs vegar af Suður og Vesturlandi. Rannveig segir sig úr Framsókn RANNVEIG Þorstelnsdóttir hef- ur nú sagt sig úr Framsóknar- flokknum vegna setu sinnar á framboðslista Alþýðuflokksins. Og nú segist hún vera endur- fædd. Nú geti verkafólk og laun- þegar í Reykjavík rólegir kosið sig. Ætlar niðurlæging Alþýðu- flokksins aldrei að taka enda? Ásgeir Pétursson. HLAUT GULLVERÐLAUN Björn hefur verið við nám í Björn Sigurbjörnsson búvisindum við Manitoba háskóla undanfarin fjögur ár. Hahn út- skrifaðist þann 18. maí og varð efstur í sinni deild með ágætis- einkunn. Hlaut hann gullverð- laun háskólans fyrir frammistöð- una. Þetta er i þriðja skiptið. sem hann er efstur í sinni deild og hefúr hann einu sinni áður hlotið verðlaun. Fyrir nokkru fékk hann styrk frá Rannsóknarráði Kanada- stjórnar en sérgrein hans er kyn- bætur fóðurjurta. Hann mun vinna að frekari rannsóknum i sumar og næsta vetur, er hann ráðinn kennari við háskólan, en hefur í hyggju að ljúka meist- araprófi næsta vor. Björn hefur samt ákveðið að því loknu að hverfa heim til íslands aftur þó að honum bjóðist stöður erlendis. Björn Sigurbjörnsson er giftur Helgu Pálsdóttur, Jóhannessonar verzlunarstjóra og konu hans Unnar Einarsdóttur. Hefur Helga verið bókavörður við íslenzku deil bókasafns Manitoba-háskóla. Hraða verður gróðursetmngu í Heiðmöi k Á AÐALFUNDI Skógræktarfé- lags Reykjavíkur sem haldinn var fyrir nokkru, var að sjálf- sögðu mikið rætt um Heiðmörk og gróðursetninguna þar. Ræddu þeir um þetta starf, formaður félagsins, Guðmundur Marteins- son og framkvæmdastjóri þess Einar G. E. Sæmundsson. Einar sagði að hann myndi leggja áherzlu á að reyna að hraða vorstörfunum í mörkinni og átti þar við starf landnem- anna. Því fyrr sem gróðursetn- ingunni verður lokið, því væn- legri árangur ætti að verða í aligóðu sumri. Nú hafa nokkur félög undan- farna daga komið í Heiðmörk og hafa sum lokið gróðursetn- ingunni í ár og sýnt mikla alúð við gróðursetninguna. Það er mjög mikilvægt, kom fram á aðalfundi Skógræktarfél. Reykja- víkur, að fólk reyni að fara mjúk- um höndum um trjáplöntunar. Sumardvalarheimili mæðra os barna að Hlaðgcrðarkoti BYGGINGARNEFND Mæðrastyrksnefndar bauð fréttamönnum í gær að skoða hið nýja sumardvalarheimili mæðra og barna, er Mæðrastyrksnefnd hefur nú látið reisa í Reykjahlíðarlandi í Mosfellssveit og hefur hlotið nafnið Hlaðgerðarkot, eftir þvi býli, er þar var. Framkvæmdir við byggingu þessa hófust seinni hluta sumars 1953, og mun heimilið taka til starfa í sumar. , LEIGUHUSNÆÐI FRAM TIL ÞESSA Formaður byggingarnefndar- innar, frú Auður Auðuns, skýrði svo írá, að Mæðrastyrksnefndin hafi í 20 ár starfrækt slík sumar- dvalaheimili í leiguhúsnæði, að undanteknum tveim síðustu ár- um, að starfsemin féll niður, vegna þess að ekkert viðunandi húsnæði fékkst. Hefur nefndin lengi haft í huga að eignast slíkt heimili og í september 1947 sam- bykkti bæjarráð að gefa nefnd- Inni kost á einum hektara lands ' Hlaðgerðarkoti. VERKINU HEFUR MIÐAÐ VEL ÁFRAM Teikningar voru gerðar að hús nu á teiknistofu landbúnaðarins ->g Mæðrastyrksnefnd að kostnað arlausu. Strax og fjárfestingar .eyfi fékkst hófust framkvæmd- irnar. S.l. sumar gaf Hitaveitan vilyrði fyrir heitu vatni og var það lagt í húsið í vetur. Er bygg- ingin nú svo langt komin, að að- eins er eftir að ganga frá því smá- vegis innanhúss. GLÆSILEG BYGGING Hús þetta er 400 fermetrar og ætlað 30 gestum. Byggingin eins og hún er nú kostar um 850 þús- und. Hefur nefndin fengið bygg- ingarstyrki frá ríki og bæ, en annað fjármagn er úr sjóðum nefndarinnar. í húsinu eru íbúð fyrir starfsfólk, 10 svefnherbergi fyrir gesti, stórt eldhús, þvotta- hús, geymslur, stór borð- og dag- stofa, skrifstofa og snyrtiher- hergi. Er það í alla staði hið glæsl egasta. IÆÐRABLÓMIÐ Á morgun er hinn svokallaðl Mæðradagur“, sem er merkja- jöludagur Mæðrastyrksnefndar og aðal tekjulind sumarstarfsem- innar. Þann dag eru mæðra- blómin seld á götum bæjarins. Einnig hafa blómaverzlanir opið þennan dag og rennur hluti blómasölunnar til Mæðrastyrks- nefndar. Að þessu sinni verða mæðrablómin afgreidd kl. 9 á sunnudagsmorgun til sölubarna í öllum barnaskólum bæjarins og einnig í skrifstofu nefndarinnar, Laufásvegi 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.