Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. fúlí 1957 MORGUlVfíLAÐIÐ 3 Synti Drnngeyjarsund ú laugnrdag — er ekki fróbitinn tilrnun við Ermnrsund í LAUGARDAGSKVÖLDIÐ stakk þrekmikill ungur maður iV Eyjólfur Magnússon, sér til sunds úr Uppgönguvík í Drangey í Skagafirði. Tók hann stefnu til lands og synti bringusund og 4 klst. og 45 mín. síðar óð hann upp fjöruna í vík þeirri er heitir Reykjadiskur nálægt bænum Reykjum. Hann hafði lokið sundi því er Grettir Ásmundsson þreytti fyrstur íslendinga fyrir nær hálfri tíundu öld. að Daðastöðum, sem léðu bát sinn og fóru með og öllum er veittu aðra fyrirgreiðslu. Skömmu eftir að Eyjólfur kom að landi, fékk hann heillaskeyti frá Pétri Eiríkssyni, Drangeyjar- sundkappa, þar sem hann bauð Eyjólf „velkominn í hópinn“. * ERMARSUND Eyjólfur sagði að langt væri frá að hann hefði fengið sig saddan af löngum sjávarsundum. Hann kvaðst hafa mikinn hug á að synda frá Vestmannaeyjum til lands og kvaðst ætla að athuga þá leið. Við spurðum hvernig hon- um litist á Ermarsund, og hann sagðist vilja reyna sig betur hér heima, en var ekki afhuga til- raun við Ermarsund, ef hann fengi þjálfun (hefur alltaf þjálf- að sig sjálfur) og góða fyrir- greiðslu. STAKSTEINAR 5. ÍSLENDINGA Eyjólfur Magnússon er 32 ára og.er búsettur á Grímsstaðaholti í Reykjavík. Hann synti Drang- eyjarsund fimmti í röðinni af ís- lendingum. Áður hafa synt: Grett ir Ásmundsson 930, Erlingur Pálsson 1927, Pétur Eiríksson 1936 og Haukur Einarsson 1939. Eyjólfur var ósmurður með öllu, klæddur nælonsundskýlu einni fata, eins og segir í eftir- farandi sönnunarbréfi þeirra er viðstaddir voru. Straumur gerði honum erfiðara fyrir og segja kunnugir að það hafi lengt sund- ið um 1000—1500 m., en sundleið milli eyjar og lands er nokkuð á 7. km. * BRÉF VOTTANNA Við undirritaðir lýsum því hér yfir að við urðum vitni að því er Eyjólfur Jónsson, sundmaður af Grímsstaðaholti við Reykjavík, þreytti Drangeyjarsund. Lagði hann af stað frá Uppgönguvík við Drangey kl. 8,30 síðdegis laugar daginn 13. júlí 1957 og kom að landi við Reykjadisk kl. 1,15 um nóttina. Eyjólfur synti bringu- sund alla leið, viðstöðulaust og snerti aldrei bátinn sem fylgdi honum. Þá má geta þess að hann synti algjörlega ósmurður af feiti eða öðrum efnum og 'í nælonsund- skýlu einni fata. Sundmaðurinn virtist vel hress og óþjakaður að sundinu loknu. Við sem vottum þetta vorum í bát er fylgdi Eyjólfi á leiðinni. Reykjum á Reykjaströnd, sunnud. 14. júlí 1957. Árni Gunnarsson, Reykjum, Svavar Magnússon, Tómasarh. Ingvar F. Valdimarss., Rauðag. 25 Þórir Sigurbjörnss., Stórholti 28 Jóhann Jónsson, Daðastöðum Bragi Jóhannsson, Daðastöðum Þorst. Björnss., Lindarg. 11, Sauðárkróki. Eyjólfur sagði Mbl. í gær, að hann hefði 25 ára gamall byrj- að að synda í sjó fyrir alvöru. Snemma synti hann yfir Skerja- fjörð og hefur oft gert síðan, einu sinni fram og til baka og segir hann það vera annað lengsta sund sitt. Tvisvar hefur hann synt Viðeyjarsund, í síðara skipt- ið s.l. mánudag (eins konar loka- æfing fyrir Drangeyjarsundið). Hann var óþjakaður er hann kom til Reykja á Reykjaströnd og fékk þar góðar móttökur og kuldi hafði ekki háð honum. Bað hann blaðið að senda hjónunum þar, Ingibjörgu Árnadóttur og Gunnari Guðmundssyni, sínar beztu þakkir fyrir hjálpina, svo og syni þeirra Árna, feðgunum **■:.......... Eyjólfur stefnir til lands. Drangey í baksýn. (Ljósm.: Svavar Magnússon.) Yfirlýsing íþróttafulltrúa varðandi Laugardalssvæði ég mér að meta störf hans hærra verði en honum hefur venð greitt samkvæmt reikningum hans sjálfs. Mismun þann á krónutölu þóknunar og framtaki Gísla Hall dórssonar tel ég eigi of hátt met- inn með því að segja hann hafa sýnt verkinu fórnfýsi. Þessa fórnfýsi hefur hann íyrst og fremst fært vegna áhuga fyrir bættum aðbúnaði íslenzkra íþrótta. Reykjavík, 14. júlí 1957. Þorst. Einarsson. í TILKYNNINGU þeirri frá Menntamálaráðneytinu, sem lesin var í ríkisútvarpinu þann 12. þ.m. og birt var í dagblöðum í Reykja- vík daginn eftir, er þess getið, að Gísla Halldórssyni húsameistara hafi verið greiddar úr íþrótta- sjóði krá 150,000,00 fyrir teikn- ingar og eftirlitsstörf vegna bygg- ingar leikvangsins í Laugardal. Ég hefi orðið þess var, að þessi frásögn hefur valdið misskilningi og tel því rétt að veita eftirfar- andi upplýsingar, þar sem .ég á hér nokkurn hlut að málum. Umrætt fé er greitt fyrir verk, sem unnið var samkvæmt beiðni Iþróttanefndar ríkisins á tíma- bilinu frá okt. 1945 og þar til nú eða á ellefu og hálfu ári. Fyrsta greiðsla fór frarn á ár- inu 1947 og nam kr: 56,000,00. Var þetta greiðsla á heildar- teikningum svæðisins, sem Gísli Halldórsson vann að ásamt þeim húsameisturunum Sigvalda Thordarson og Kjartani Sigurðs- syni, en þeir þrír ráku í félagi teiknistofu í Reykjavík um nokk- urt skeið. Mun þessi greíðsla því eigi hafa runnið öll til Gísla Halldórssonar. Þá vildi ég einnig vekja at- hygli á því, að greiðslurnar geta eigi talizt háar, þegar árafjöldinn er kunnur, sem þær dreifast á og þegar þær eru bornar saraan við hið margþætta og rómaða mann- virki leikvanginn í Laugardal — REYÐARFIRÐI, 13. júlí. — Hey- skapur gengur vel, brakandi þurrkur á hverjum degi. Túna- sláttur er kominn vel á veg. — Arnþór. stærsta samkomustað, sem gerður er af manna völdum á íslandi — og sem kostar nú rúmlega 12 millj. kr. Vegna viðurkenningarorða þeirra, sem Jóhann Hafstein hafði um störf Gísla Halldórsson- ar í ræðu þeirri, sem hann fiutti við opnun leikvangsins í Laugar- dal og. fyrrum ræddrar heildar- þóknunar, sem upplýst var í til- kynningu ráðuneytsns, að hann hefði fengið úr íþróttasjóði, sá eitt dagblaðanna ástæðu til þess að láta í það skina, að vart væri hægt að .tala um fórnfýsi af hálfu húsameistarans, þegar hann hefði veitt móttöku svo hárri þóknun. Þar sem ég fró upphafi fram- kvæmda í Laugardal hefi fylgzt náið með störfum Gísla Halldórs- sonar að því að teikna leikvang- inn, líta eftir framkvæmdum og oft annast forystu um þær, leyfi Forsetinn heimsótti Snœfellsnes- og Hnappa- dalssýslu um helgina STYKKISHÓLMI, 15. júlí. — Forseti íslands og frú hans heim- sóttu Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu um helgina. Laugar- daginn 13. þ.m. kl. 2 e.h. mættu sýslumaður, alþingism. og sýslu- nefndarmenn forseta við Hítará. Þaðan var haldið beint að Helga- felli, þar sem forseti gekk á fell- ið og skoðaði staðinn. Þá var haldið til Stykkishólms. Kl. um 5 e.h. var haldin hátíðleg mót- tökuathöfn fyrir framan skrif- stofur Stykkishólmshrepps og var bærinn allur fánum skreytt- ur og hátíðablær var yfir Ungur ísl. læknir sóttur til að gera keisaraskurð Aðfaranótt föstudagsins lenti á Reykjavíkurflugvelli flugvél frá Bandaríkjaliði á Keflavíkur- flugvelli. Var flugvélin að sækja Sigurð S. Magnússon fæðingar- lækni, en hann var í skyndi beð- inn að koma suður eftir til að gera keisaraskurð á bandarískri konu, er þar lá í sjúkrahúsi flug- hersins. Skurðaðgerðin gekk mjög vel og líður móður og 16 marka syni vel. Sigurður S. Magnússon er að- stoðarlæknir á fæðingardéild Landsspítalans, en gegnir störf- um Péturs Jakobssonar í sumar- leyfi hans. Sagði Sigurður í stuttu samtali við Mbl. í gær- kvöldi, að sjúkrahús flugliðsins væri vel búið tækjum, en fæð- ingarlæknir væri þar ekki. Keis araskurður hefur ekki verið gerður þar að minnsta kosti í 2 ár. öllu. Börn stóðu í fylkingum sitt hvorum megin við gangstéttina heim að skrifstofum Stykkis- hólmshrepps og Lúðrasveit Stykkishólms lék marsa og ætt- jarðarlög undir stjórn Víkings Jóhannssonar. Oddviti og sveitar- stjóri tóku á móti forsetahjón- unum. Sýslumaður bauð þau vel- komin og sveitarstjóri flutti ágrip af sögu staðarins. Að lok- um ávarpaði forseti mannfjöld- ann, en hann var mikill, sem safnazt hafði saman á aðalgöt- unni. Á eftir skoðuðu forseti.og frú hans kaupstaðinn, sjúkrahús- ið og aðrar byggingar. Um kvöldið var forsetahjónun- um haldið veglegt samkvæmi í húsakynnum barnaskólans. Var það hið hátíðlegasta og fór í alla staði fram með prýði. Aðalræðuna fyrir minni for- seta flutti Sigurður Ágústsson alþm., en fyrir minni forsetafrú- arinnar sr. Þorgrímur Sigurðsson. Einnig fluttu ræður Gunnar Guð- bjartsson, Hjarðarfelli og sr. Magnús Guðmundsson, Ólafsvík. Oddviti Kristinn B. Gíslason flutti lokaorð, en sýslumaður stjórnaði samsætinu, sem lauk um kl. 11. Hóf þetta sátu allir oddvitar, hreppstjórar og sýslunefndar- menn auk annarra gesta. — Árni. Lö^^afarvaldið tekið af Alþinsfi Á dögunum var hér í blaffinu getiff um stórmerka ræðu, sem Gisli Jónsson menntaskólakcnn- ari hélt 17. júní á Akureyri og birtist í íslendingi 21. júní. Voru þá teknir upp nokkrir kaflar ræð- unnar um utanríkismál. Ummæli Gísla um innanlandsmálin eru ekki síður athyglisverð: Efnishyggjan og hagsmuna- togstreitan hefur heltekið þjóð- lífið svo, að jafnvel stjórnmála- flokkarnir virðast nú fljóta í- skyggilega ört að þeim feigðar- ósi að verða hagsmunahópar í staff þess að vera einingartákn þeirra einstaklinga, sem hafa sameiginlega Iífskoðun og sömu skoðanir á því hvaða þjóðfélags- hættir eigi að ríkja í landinu. Hagsmunabaráttan hefur auk heldur verið færð inn á sjálft Al- þingi og ekki nóg með það: Al- þingi hefur verið neytt til þess með verkföllum, verkbönnum og síðar gerðum samningum verka- lýðs- og vinnuveitenda að sam- þykkja það, sem það hefði aldrei samþykkt ótilknúið. Hér er því verið að taka löggjafarvaldið í landinu af stofnun, sem til þess er kjörin af allri þjóðinni og samkvæmt stjórnarskránni að fara með það. Er hér á ferffinni stórháskaleg þróun.“ Það er hverju orði sannara, að fátt varhugaverðara hefur gerzt í íslenzku þjóðlífi en þessi þró- un, og verður aldrei um of varaff við henni. ^ólitískt siðpæði Enn segir Gísli: „f annan stað er vegur Alþing- is gerffur minni af þeim, er sízt skyldi, sjálfum foringjum hinna pólitísku flokka, og þar höggur sannarlega sá, er hlífa skyldi. Það verður æ meir áberandi, að öll- um helztu stórmálum sé ráðið til lykta í foringjaráðum stjórnar- flokkanna á hverjum tíma og síð- an ætlazt til þess, að þingmenn* taki við og samþykki þegjandi og hljóðalaust. Pólitískt siðgæði er og af allskornum skammti, og stafar það ekki hvað sízt af því, að flokksmenn láta foringjum sínum haldast uppi átölulítið eða laust nærri því hvað, sem þeim detíur í hug. Það er ekki líklegt til eflingar pólitísks siðgæðis í landinu að brjóta strax eftir kosn ingar hátíðlega gefnar yfirlýs- ingar rétt fyrir kosningar. Það er ekki líklegt til eflingar póli- tísks siðgæðis að ganga frá öllum helztu stefnumálum sínum við þátttöku í ríkisstjorn, og það er ekki líklegt til eflingar pólitísks siðgæðis að breyta um afstöðu til hinna stærstu og mikilvægustu mála, eftir því hvort flokkurinn er í stjórn eða stjórnarandstöðu" Allar eru þessar ábendingar Gísla réttmætar, og færi betur, ef fleiri bentu svo skelegglega á þær hættur, sem í þessu eru fólgnar. Hættan mikil Gísli lýkur þessum kafla ræðu sinnar svo: „Allt það, sem ég hef bent á í þessum síðasta kafla ræðu miimar, miðar að því að draga úr virðingu manna fyrir Alþingi og grafa undan stoðum þingræð- is og lýðræðis í landinu. Hættan hér er miklu meiri en margir hér gera sér enn Ijóst, og þarf fljótt og fast að spyrna við fót- um, ef ekki á að fara verr“. Um ræðuna i heild má segja, að hún sé hin þarfasta hugvekja, og á Gísli Jónsson þakkir fyrir skarpskyggni sina og einurð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.