Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 16
2-24-80 2-24-80 Ungur maður drukknar ■ Hvítá í Borgarfirði Ætlaði að synda í ánni en barst í kaf í sfraumnum Borgarnesi, 15. júlí. SÁ sorglegi atburður gerðist kl. 10 í gærkvöldi á veðreiðamóti hestamannafélagsins Faxa á Hvítárbökkum, að ungur maður, Sævar Árnason frá Akranesi, drukknaði í Hvítá. Steypti Sævar sér til sunds í ána, af laxagarði er hann hafði vaðið út á og synti um 200 metra niður ána en fataðist þá sundið og sökk. Náðist fljótlega til hans, en lífgunartilraunir og súrefnisgjöf komu ekki að gagni. Afbragðs héraðsmóf í Dölum Ágœf yflrlitsrœða Ólafs Thors HÉRAÐSMÓT SJÁLFSTÆÐISMANNA í Dalasýslu var haldið síðastliðinn sunnudag og tókst ágætlega. — SINNTI EKKI AÐVÖRUNUM Sævar heitinn sem var 27 ára að aldri var gestur á mótinu ásamt föður sínum Árna Jónssyni og bróður. Það var um 10-leytið í gærkvöldi að hann óð fram eftir laxagarði og steypti sér síð- an til sunds í ána. Fór hann áður úr jakkanum. Nærstaddir hróp- uðu til hans að koma til lands, en pilturinn sinnti því ekki. Var hann nokkuð undir áhrifum áfengis. LÖGREGLUMAÐUR HLEYPTI Á SUND Lögreglumaður úr héraðslög- reglu Borgarness, sem annaðist löggæzlu á mótinu, Pétur Al- bertsson, var þarna nærstaddur. Náði hann þegar í hest, og hleypti á sund út í ána á eftir Sævari. Maraði Sævar þá í kafi. Náði Pétur til hans og gat komið honum upp í hólrha í ánni ekki langt frá. Hóf hann þegar lífg- unartilraunir á honum. Jafnhliða þessu var náð í hér- aðslækninn í Borgarnesi og kom hann á slysstaðinn eftir skamm- an tíma. Þá hafði verið náð í bát frá Hvítárvöllum og var læknirinn fluttur á honum út í hólmann. Einnig var þegar haft samband við Björn Pálsson í gegnum stuttbylgjustöð, en vega- gerðarbíll var þarna staddur með senditæki. Kom Björn Pálsson eftir skamman tíma með súrefni 1 flugvél sinni á staðinn og lenti á bökkunum. Fór Björn þegar úi í hólmann á bátnum með súrefn- ið, en allar björgunartilraunir voru gagnslausar. Sævar var eins og fyrr segir 27 ára að aldri. Hann var ókvænt ur, en lætur eftir sig foreldra, Árna Jónsson og Magneu Eiríks- dóttur. Þau fluttust til Akraness fyrir réttum fjórum árum frá Sauðárkróki og búa þar að Vest- urgötu 95. Þetta er í annað sinn sem Dregið í B-flokki í GÆR var dregið í B-flokki happdrættisláns rikissjóðs 75 þús. kr. vinningur kom á nr. 76400. 40 þús. kr. kom á nr. 89419 og 15000 kr. á miða nr. 128455. GUÐSÞJÓNUSTA — RÆÐUR Hátíðin hófst á því að allir Hólamenn sem viðstaddir voru gengu í skrúðgöngu til kirkju. Þar fór fram stutt guðsþjónusta, og kirkjuhljómleikar. Þá hófust hátíðahöldin. Kristján Karlsson skólastjóri á Hólum hélt ræðu. Einnig Hermann Jónasson for- sætisráðherra, og tveir fyrrver- dauðaslys hefur orðið á hesta- mannamóti á Hvítárbökkum. — Fyrir tveim árum reyndi maður sem staddur var þar á slíku móti að synda í Hvítá á sama stað, en drukknaði. — Friðrik. „Kemst kisan ekki niður af staurn um?“ spuréiu krakkarnir á Álfa- skeiðinu í Hafnarfirði í sífellu, en þá hafði hún líka setið á þess- um háa staur — um 6 m — ískyggilega lengi. Hún hafðí klifrað af mikilli Ieikni upp og vafalaust slegið öll fyrri kattar- met í að klifra upp staura. Aftur á móti komst kisa ekki niður og varð að fá starfsmann hjá Raf- veitunni með Iangan stiga til að sækja hana. — Ljósm. — F. Sig. STUNDAR ÍSLENZKUNÁM Nánari málavextir eru þessir: Hin unga brezka stúlka kom hingað fyrir nokkrum vikum, en hún er búsett í London. Stundar hún nám í forensku og forní's- lenzku við háskólann í Oxford og var erindi hennar hingað til lands að læra íslenzku. Hefir hún ferðazt norður og víðar um land- ið. Fyrir skömmu kom hún til Reykjavíkur og ætlaði til London á sunnudagsmorgun. Bjó hún á Garði. Á laugardagskvöldið hitti þessi enska stúlka liðsforingja og bauð hann henni heim með sér. Þar gerði hann tilraun til þess að nauðga henni, eftir framburði stúlkunnar fyrir réttinum í gær, og mun liðsforinginn hafa verið ölvaður. andi skólastjórar, Páll Zóphanías son og Steingrímur Steinþórsson. Gísli í Eyvindarholti minntist látinna skólastjóra. KarlakÆrinn Heimir söng á milli atriða. Hátíð þessi tókst hið bczta og var öllum þeim sem í henni tóku þátt hin eftirminnilegasta. — Björn. Síðan ók hann stúlkunni að Garði og eftir framburði sjónar- votts í réttinum í gær hrinti hann henni þar út úr bílnum og ók rak leitt á brott. Sjónarvottur þessi hjálpaði stúlkunni inn í Garð, en hún var þá mjög þjökuð. Skoðaði læknir hana og hafði hún hlotið áverka m.a. á augum og munni og á kinninni og bar þess merki að um nauðgun hefði getað verið að ræða. Auk þess hafði hún fengið slæmt taugaáfall. Var stúlkan flutt af gistihúsinu til fjölskyldu úti í bæ, þar sem hún fékk aðhlynningu en í gær var hún við yfirheyrslur hjá saka- dómara og hélt þá fast við fyrri framburð sinn. Hún ætlaði til London í morgun flugleiðis. Liðsforinginn situr enn í varð- haldinu og neitar að hafa nauðg- að stúlkunni. Hins vegar segist hann hafa ekið henni heim. I dag fara fram áframhaldandi yfirheyrslur í hegningarhúsinu hefjast þær kl. 2 e.h. KEFLAVÍK, 15. júlí. — Um kl. 7 í kvöld sást til mikillar hvala- vöðu út af Keflavík. Fóru nokkr ir menn út á trillubátum og einn stærri bátur fór á vettvang, til þess að reka hvalinn á land. — Heppnaðist að beina vöðunni upp í Njarðvíkurnar — og syntu þar á land 100—150 hvalir. Allmarg- ir Færeyingar vinna í Njarðvík- Mótið var mjög fjölsótt og var samkomuhúsið í Búðardal fullt út úr dyrum. Elís Þorsteinsson formaður félags ungra Sjálf- stæðismanna setti mótið. Síðan hélt Friðjón sýslumaður Þórðar- son stutt en snjallt ávarp. Aðalræðuna hélt Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins. — Hann gerði ýtarlega og röksam- lega grein fyrir stjórnmálaþróun- inni síðustu 10 árin og sýndi fram á, hvernig látlaus óheilindi Fram- sóknar-foringjanna hefðu leitt til núverandi öngþveitis. Ólafi mæltist vel og fylgdust menn með ræðu hans af lifandi áhuga. Undirtektir við ræðurnar voru SIGLUFJÖRÐUR Á sunnudaginn komu yfir 30 skip til Siglufjarðar með 100—• 600 tunnur og var saltað á flest- um plönum. 'Síldin er ekki góð, er misstór og fer mikið af henni í bræðslu. Á mánudagsmorgun fengu nokk ur skip síld á austursvæðinu. Fram fékk 700 tunnur, Þorkatla 750, Búðafell 600, Björn riddari 200, Sæljón 120. Öll þessi síld fór til Raufarhafnar. — Trúlegt er að fáir fari út í dag (mánu- dag) vegna brælu. — Guðjón. DALVÍK Á sunnudag lögðu þessi skip upp síld til söltunar. Bjarmi 600 Héraðsm. Sjáifstæð- ismanna í V.-ís. um Ræstu helgi. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Vestur-ísafjarðarsýslu verður haldið á Suðureyri n.k. sunnudag 21. þ. m. og hefst mótið kl. 4 s.d. Ræður flytja: Jóhann Hafstein, alþm. og Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, lögfræðingur. Þá verður . fluttur söngleikurinn „Ást og and | streymi" með hljómlist eftir Off- enbach. Söngvarar: Þuríður Páls- dóttir, Guðmunda Elíasdóttir og Guðmundur Jónsson. Fritz Weiss happel aðstoðar. Að síðustu verð- ur stiginn dans. um og óþarfi er að taka það fram, að ekki þurfti að hvetja þá til dáða við skurðinn. Stóðu margir þeirra í sjó upp í axlir önnum kafnir við að drepa hvalina, seint í kvöld. Eru hvalirnir 3—7 m langir, marsvín, en það mun vera það sama og Færeyingar kalla Grind. — Helgi S. mjög góðar og lýstu þeim sókn- arhug, er nú kemur hvarvetna fram í starfi Sjálfstæðismanna. Þuríður Pálsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir og Guðmundur Jóns- son skemmtu með söngleik og lék Weisshappel undir. Fluttu þau söngleik með tónlist eftir Offen- bach, sem nefnist Ást og and- streymi. Söngleikur þesi er um klukkustund að lengd, léttur og skemmtileur. Tókst þeim prýði- lega og var að makleikum þakkað fyrir komuna. Mótið tókst í heild ágætlega og spáir vel fyrir héraðsmótum flokksins í sumar, en þetta er hið fyrsta þeirra. | tunnur, Baldvin Þorvaldsson 475, Vísir 560, Faxaborg 530, Magnús Marteinsson 200, Pétur Sigurðs- son 100. Síldin var misjöfn mjög að stærð og fitumagni eða frá 8—24%. Um % hlutar síldarinn- ar fóru í úrgang. — Sipjó. RAUFARHÖFN. Aðfaranótt mánudags var nokkur síldveiði sunnan Langa- ness. Veður þar var sæmilegt. Vestan Rifstanga ekki talið veiði veður. Til söltunar bárust hingað 2'—3 þúsund tunnur. — Fréttaritari. ÓLAFSFIRÐI, 15. júlí. — Um helgina komu tvö skip með síld til söltunar til Ólafsfjarðar, Ein- ar Þveræingur, 500 tunnur, Sæ- valdur 220 tunnur. — Jakob. 011 farskip við bryggjar MÚ hefur farmannadeilan staðið í 30 daga og liggja nú öll ísl. farskip bundin við hryggju. Tvö hin síðustu stöðv uðust í gær. Var það Hamra- fellið sem kom með olíufarm til Reykjavíkur og Hvassa- fellið er kom með síldartunn- ur til Siglufjarðar. Ekki hefur fengizt leyfi til að skipa olíufarminum á land, en undanþága var veitt til að menn yrðu í Hamrafelli á Kollafirði, því skipið getur ekki lagzt að bryggju í Reykja vík. Ekkert gerðist til lausnar deilunni í gærdag — enginn fundur haldinn. Mótmæla ofsóknum Kadars FÉLAGIÐ „Frjáls menning" hef- ur sent Janos Kadar og ráða- mönnum Indonesíu, harðorð mót- mæli vegna ofsókna á hendur menntamönnum og rithöfundum. Vegna þrengsla verður yfir- lýsing frá félaginu að bíða til morguns. Ung ensk mennfakona kcerir bandarískan liðs- foringja fyrir nauðgun ENSK STÚLKA sem hér er á ferð, 21 árs að aldri, hefir kært til lögreglunnar yfir því að bandarískur liðsforingi í flug- i hernum hafi gert tilraun til þess að nauðga sér á laugardags- kvöldið. Lögreglan handtók liðsforingjann í gærmorgun og nú situr hann í gæzluvarðhaldi hér í hegningarhúsinu í Reykjavík. Hann hefir neitað sakargiftum. í gær fóru fram réttarhöld í máli þessu hjá Sakadómaraembættinu og halda þau áfram í dag. Ceysifjölmenn Hólahátíð í skínandi veðri HÁTÍÐLEGT var haldið 75 ára afmæli búnaðarskólans á Hól- um á sunnudaginn. Var það ein fjölmennasta hátíð sem hér hefir nokkru sinni verið haldin og veður var skínandi fagurt. Munu á annað þúsund manns hafa verið á hátíðinni. Á fjórða hundrað Hólamenn voru þar með gesti sína. Ceysimikil hvalavaða upp í Njarðvíkur í gœrkveldi i gœr lá flotinn í höfn — því ekki gaf á sjó DÁGÓÐ síldveiði var í fyrrinótt og aðfaranótt sunnudagsins, að þvl er segir í skeytum frá fréttariturum blaðsins á Siglufirði, Dal- vík og á Raufarhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.