Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. júlí 1957 ttipiijMaMli Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók:^.rni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Vandamál útsvaranna SKRÁ um útsvör einstakiinga í Reykjavík hefur verið lögð fram og næstu daga kemur einnig skrá- in um útsvör félaga. Eins og vitað var áður af fjár- hagsáætlun bæjarins, er utsvara- upphæðin, sem jafnað var niður um 20% hærri en var í fyrra. Þetta er mikil viðbót en vegna þeirra hækkana, sem hafa orðið almennt, var óhjákvæmilegt að út svör hækkuðu. Þess má geta, að útsvör hafa mjög hækkað í kaup- stöðum yfirleitt og er sú hækkun víða allmiklu meiri en orðið hef ur í Reykjavík. Þrátt fyrir það þótt upphæðin hækkaði svo mikið, sem raun varð á, var sjálfur út- svarsstiginn ekki hækkaður. Vegna mjög hækkaðra tekna hjá gjaldendum yfirleitt var unnt að komast hjá breytingum til hækk- unar á útsvarstiganum. Niðurjöfnunarnefnd hvarf hins vegar að því ráði að hækka per- sónufrádrátt verulega. Þessi frá- dráttur var 800 krónur fyrir konu og hvert barn innan 16 ára en nú var hann hækkaður mjög veru lega hjá barnafjölskyldum og einstæðum mæðrum. Dýrtíðin kemur mjög þungt niður á barna- fjölskyldum og hafa þeir erfið- leikar vaxið ár frá ári að undan- förnu og enn hefur,, þyngzt fyrir fæti hjá þessu fólki, eftir þær verðhækkanir sem leiða af síð- ustu stórálögunum í vetur. Sama er að segja um einstæðar mæður. Erfiðleikar þeirra við framfærslu barna hafa mjög vaxið. Með hækk un persónufrádráttarins, eins og nú hefur verið gert, er farið inn á þá braut að létta útsvörin frek- ar en verið hefur á þeim, sem hafa þunga framfærslubyrði en sú ívilnun, sem þessir gjaldþegnar fá fer stighækkandi eftir því, sem börnin eru fleiri. Afleiðing þessa er sú, að margar fjölskyldur sem áður báru allhá útsvör fá nú annaðhvort alls engin útsvör eða mun lægri en áður og einstæðar mæður með nokkrum framfærslu þunga verða að mestu útsvars- lausar. Persónufrádrátturinn er nú hærri í Reykjavík en gerist á nokkrum stað öðrum á landinu. Með þeirri brej'tingu, sem nú hefur verið gerð á honum og lýst er hér að ofan er stigið spor í rétta átt. Ef Sjálfstæðis- menn hefðu fengið að ráða á Al- þingi, hefði útsvarsbyrðin fyrir löngu verið gerð léttari en án að- gerða löggjafavaldsins er útiftk- að að gera fullnægjandi ráðstaf- anir til að létta þunga útsvar- anna. Vonandi verður í framtíð- inni unnt að halda persónufrá- drættinum sem hæstum en það fer að sjálfsögðu mjög eftir hinni almennu stjórnarstefnu í landinu á sviði efnahagsmála og atvinnu. Auk þessarar útsvarsupphæð- ar, sem ætluð er til að standa undir útgjöldum skv. fjárhags- áætlun er upphæð, sem skv. Jög- um er ætluð til að mæta inn- heimtuvanhöldunum og ennfrem- ur til að mæta lækkunum við kærur. Slíkar lækkanir við kær- ur námu á s.l. ári um 6 milj. króna. Þess er að geta, að mjög færist í vöxt, að menn telji ekki fram til skatts á réttum tíma og eykur það mjög óvissu um endan- lega útkomu, þar sem meiri hætta er þá á breytingum við kærur. Hinn mikli þungi útsvaranna er orðið vandamál, sem nær til alls landsins. Með hverju ári eykst þessi byrði og víða miklu meira en í Reykjavík. Tekjuþörf bæja og sveitarfélaga fer aJmennt mjög vaxandi. Vaxandi þéttbýli gerir nýjar og auknar frjárkröfur. Margir bæir stækka ört og ný þorp byggjast. Allt krefst þetta mikils fjár. Hvergi er þó hinn hraði vöxtur meira áberandi en í Reykjavík og skapar það bænum miklar fjárhagslegar skyldur. Hið opinbera er mikilsráðandi úm útgjöld bæjar- og sveitarfé- laga. Meira en helmingur allra út gjalda Reykjavíkurbæjar er t.d. ákveðinn með beinni löggjöf frá Alþingi og kröfur ríkisvaldsins um fjárútlát af hálfu bæiar- og sveitarfélaga fara stöðugt vax- ' andi. Til að mæta öllu, sem á þau er lagt, hafa bæjar-og sveitarfélög, að kalla má, úr engu öðru að spila en útsvörunum, sem lögð eru á, eftir efnum og ástæðum, eins og mælt er fyrir í lögum. Þetta fyrirkomulag á tekjuöflun þessara aðila, er fyrir löngu orðið úrelt. Ríkisvaldið er fyrir löngu komið inn á þá braut að krefjast miklu meira af bæjar- og sveifar- félögum en tekjustofn þeirra, út- svörin, geta með góðu móti staðið undir. Þetta er alviðurkennd stað- reynd, en þó hefur þessu fráleita fyrirkomulagi ekki fengizt breytt. Fyrir nokkrum árum bar Gunnar Thoroddsen borgarstjóri fram til- lögu um það á Alþíngi, að nokkur hluti söluskatts skyldi lagður til bæjar- og sveitarfélaga. Ráðherr- ar Framsóknar, sem þá voru í samstjórn með Sjálfstæðismönn- um, hótuðu að segja af sér, ef tillaga borgarstjórans næði fram að ganga og þar við sat. Á siðasta þingi bar borgarstjórinn enn fram sömu tilögu en hún strandaði á ríkisstjórninn og flokkum henn- ar. Vandamál útsvaranna er orðið slíkt, að ríkisvaldið verður annað tveggja að létta af bæjar- og sveit arfélögum verulegum hluta af þeim útgjöldum, sem þessir aðilar eru nú skydaðir til að standa und- ir eða að fá þeim nýjan tekju- stofn. Þetta er samhljóða álit allra þeirra, sem eru í foisvari fyrir bæjum og sveitum hér á landi og er vandséð hvernig spyrnt verður lengi gégn svo sjálfsögðu máli, eins og gert hefur verið hingað til. 15 daga matarlaus í óbyggðum, en missti aldrei kjarkinn Þ að var fagurt kvöld, ekki alls fyrir löngu, að síminn hringdi heima hjá Harold Steeves í Trumbull í Connecticut í Banda ríkjunum. Frú Steeves, lávaxin gráhærð kona á sextugsaldri, fór í símann. Það var langlínustöð- in, sem hringdi — og frú Steeves var spurð að því hvort hún vildi tala við David Steeves í Kali- forníu. Nokkur andartök gat gamla konan ekki komið upp neinu orði. David var yngri sonur henn- hann var á flugi austur yfir Bandaríkin. Þegar hann var í 33 þús. feta hæð, heyrði hann skyndilega sprengingu í flugvél- inni, og á svipstundu fylltist stjórnklefinn af reyk. David hugs aði sig því ekki tvisvar um, en þreif í neyðarhandfangið sem los aði sæti hans svo að það skauzt með hann út úr flugvélinni. Fall- hlífin opnaðist — og hann sveif til jarðar. Undir var hrjóstrugt land, víðast hvar snævi þakið. Á 2—3 mínútum sveif David til jarð ar, orrustuflugmaður í hernum.1 ar og lenti á kletti, sem var ^ Myndin var tekin, þegar Steeves hitti konu sína. Þá liafði hann ekki skor- ið hár sitt né skegg síðan hann varpaði scr út í fallhlífinni. Hans hafði verið saknað 9. maí s. 1. Þá var hann á ferð í æfinga- þotu frá vesturströndinni austur á bóginn. Síðast var vitað um hann yfir High Sierras, hrikalegu fjöllunum í Kaliforníu. Þann 28. mai var hann enn ófundinn — og var hann þá talinn af. Gamla konan kom til sjálfrar sín — og hún var ekki í neinum vafa um að hún vildi tala við hann David. i 54 daga hafði David dregið fram lífið í óbyggðum. Hann gat ekki sagt móður sinni mikið í stuttu símtali, en blaða- menn í Kaliforníu fengu að heyra sögu hans þá um daginn. Það var fyrir 54 dögum, að eini dökki díllinn á stóru svæði. Hann skrámaðist töluvert á fót- um, þegar hann kom niður — og lá lengi til þess að jafna sig. Gizkaði David á, að staður sá, sem hann kom niður á, væri í 11—12 þús. feta hæð yfir sjávar- máli. i 15 daga ráfaði David um hjarnbreiðuna — naeð öllu matarlaus. Það eina, sem hann bar á sér, þegar hann varpaði sér út í fallhlífinni, var skamm- byssa, reykjarpípa, nokkrar eld- spýtur og lítið myndaalbúm með fjölskyldumyndum. Allan þenn- an tíma nærðist hann einungis á snjó, sem hann bræddi. Oft sótti að honum mikill kuldi, en ekki gat hann tendrað eld, enda þótt hann hefði eld- spýtur, því að sprek var hvergi að fá. Til þess að orna sér stund og stund brenndi hann smám sam an allar myndirnar að undan- skilinni niynd af eiginkonu sinni. 11 15. degi komst David fyrst á grænt gras. Við getum gert okkur í hugarlund hve gleði hans varð mikil, er hann kom auga á bjálkakofa — og fann í honum niðursoðin matvæli. í kof- anum hafðist hann við í nær sex vikur. Maturinn var af skornum skammti — og dró stöðugt af hon um, enda þótt honum tækist stöku sinnum að veiða fisk. h, ann vissi, að það var aðeins um tvennt að velja. Ann- aðhvort varð hann að freista þess að komast til mannabyggða, eða þá að hann varð að liggja þar sem hann var kominn og bíða dauða síns. En David hafði verið 15 daga matarlaus. Enda þótt mikið væri af honum dregið, þá var kjark- urinn enn óbugaður. Hann vildi ekki sitja og bíða dauða síns. Þá hefði hann alveg eins getað lagzt fyrir strax þegar hann sveif til jarðar úr brennandi flugvél- inni. i visvar sinnum gerði David tilraun til þess að yfir- gefa kofann. í bæði skiptin sá hann, að ferðin mundi verða hon- um um megn. Hann snéri því við. í þriðja sinn hélt hann ótrauð ur ferð sinni áfram þar til hann var kominn það langt frá kofan- um að vonlaust var fyrir hann að snúa til baka. Gleði Davids verður vart lýst, er hann gekk fram á tvo ferða- menn, tannlækni frá San Franc- isco og leiðsögumann hans. Þá hafði David verið týndur í 54 daga. Ds avid er mjög hávax- inn maður — og vó áður 195 pund. Á hrakningunum léttist hann um 30 pund, en læknar sögðu líkama hans fullkomlega heilbrigðan eftir allar mannraun- irnar. Þegar David hafði jafnað sig í nokkurn tíma flaug hann austur á bóginn á ný til móts við konu sína og 15 mánaða dóttur. ELECTRA vegur 51 lest ÞAÐ verður ekki fyrr en síðla næsta árs, að Electra-flug- vélarnar verða teknar í notkun. Lockheed-f lugvélaverksmið j urn - ar bandarisku, sem framleiða Electra, gera sér góðar vonir um þessa nýju flugvél, og ekki að ástæðulausu, því að þegar hafa borizt nokkuð á annað hundrað pantanir á Electra. Loftleiðir eru meðal þeirra flugfélaga, sem hyggjast festa kaup á Electra, eins og kunnugt er. Mun félagið fá flugvélarnar tvær árið 1960. ** ELECTRA er sérstæð að mörgu leyti. Hún er fyrst og fremst ^fyrsta farþegaflugvélin knúin loftþrýstihreyflum, sem fram- leidd er í Bandaríkjunum. Hún verður hraðfleygari en aðrar slík ar flugvélar — og mun þar að auki hafa meira burðarþol. ** MEÐALFLUGHRAÐI Electra verður 721 km á klst. Eins og allar aðrar farþegaflugvélar af nýjustu gerð, er hún búin loft- þrýstiklefum og því ætluð til há- loftsflugs. Yfirburðir slíkra flug- véla koma því ekki fyllilega í Ijós á stuttum flugleiðum. Tölu- verður tími fer í að hækka flugið og síðan að lækka það, þegar komið er á áfangastað. Til marks um það má geta þess, að áætlað er, að Electra fljúgi 100 mílna flugleið á 31 mín., en 300 mílna flugleið á 63 mín. Á því sést, að kostir háloftsflugvélanna koma ekki berlega í ljós nema á lengri flugleiðum. Electra mun t. d. fljúga 1,000 mílna flugleið á 2 stundum 48 mín., en það er til- tölulega mun skemmri ferð en á 100 mílna flugleiðinni. FULLHLAÐIN á Electra að rúma 80—90 farþega auk venjulegs far- angurs og vegur flugvélin þá rúma 51 lest. Þrátt fyrir það getur hún athafnað sig á tiltölu- Framh. á bls. 11 Myndin sýnir sætaskipan í „Electra“. — Aðalinngangur er framan við miðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.