Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. júlí 195'. MORGUNBLAÐIÐ 11 Dagbjartur Lýðsson kaupmaBur — minning VIÐBRÖGÐ OKKAR, sem eftir stöndum, þegar dauðinn sjálfur er á ferð, eru harla misjöfn eftir því hvernig á stendur. Hjá sum- um ber hann að dyrum sem líkn- andi vinur, sem veitir lausn frá langvarandi þrautum og þján- ingum á líkama og sál. Jafnan veldur þessi óboðni gestur þó róti í hugum þeirra, sem næstir standa þeim, sem á vegi hans verða, og þegar einhver er brott kvaddur mitt í önn starfsins og meðan enn virðist bjartur dagur, setur okkur hljóð andspænis ægi- valdi hins mikla sláttumanns, sem aldrei gerir hlé á vegferð sinni. Svo mun mörgum hafa orð- ið, er þeir spurðu hið skýndilega andlát Dagbjarts Lýðssonar, sem lézt 9. þ. m. aðeins 51 árs að aldri. En eitt er staðreynd ,sem ekki verður framhjá gengið: Enginn verður úr hel grátinn, hversu margir sem væru reiðubúnir að freista þess. Dágbjartur Lýðsson var fædd- ur í Hjallanesi í Landsveit í Rang árvallasýslu 10. febrúar 1906, yngstur af 12 börnum hjónanna Lýðs Árnasonar og Sigríðar Sig- urðardóttur, sem lengi bjuggu í Hjallanesi. Fluttu þau til Reykja- víkur á efri árum og létust þar bæði háöldruð fyrir allmörgum árum. I hinum stóra systkina- hópi ólst Dagbjartur upp til fermingaraldurs. Ekki mun ver- aldarauði hafa verið fyrir að fara á æskuheimili hans, en foreldr- arnir samhent í þeirri viðleitni sinni ,að hinn stóri barnahópur tileinkaði sér þær dygðir, sem drýgstar reynast hverjum manni, til framdráttar, er út í lífsbarátt- una er komið. Svo hefur og hin- um stóra systkinahópi farnazt, að ætla má, að hann hafi haft með sér úr foreldrahúsum gott vegarnesti. Einarsd. frá Hæli. Eru börnin 4: Ingveldur flugfreyja, Guðrún skrifstofumær, Sigríður mennta- skólanemi og Steingrímur Örn, gagnfræðaskólanemi. — Fjöl- skyldu sinni bjó Dagbjartur hið fegursta heimili. Þar undi hann sér bezt í friðsæld og kyrrð hjá konu sinni og börnum, eftir lang- an og oft strangan starfsdag. Hann var maður heimakær, en gestum sem að garði bar var fagnað innilega og veittur hinn höfðinglegasti beini. Munu marg- ir minnast ánægjulegra stunda frá heimili þeirra hjóna, hvort sem það stóð í austur- eða vestur- bæ. Dagbjartur heitinn var maður hlédrægur og dulur í skapi, hæg- ur í fasi, manna kurteisastur en þó ákveðinn í skoðunum og ein- lægur í svörum. í vinahópi, sér- staklega á heimili sínu, var hann hrókur alls fagnaðar. Hann var svo greiðvikinn og hjálpfús, að á því sviði átti hann fáa sína líka. Fagnandi og af innilegri gleði veitti hann aðstoð sína og hjálp og þá jafnan bezt, þegar mest vandkvæði steðjuðu að. Hann var stórbrotinn í rausn sinni og höfðingi í lund. Ungur mun hann hafa einsett sér að brjóta sér leið til efnalegs sjálfstæðis og með þrotlausu starfi og striti oft á tíðum tókst honum það. Hann var svo mikill hamingjumaður, að hann var jafnan, frá því hann komst til þroska, veitandi en ekki þiggj- andi. Annað hefði orðið honum óbærilegt; það vita þeir vel sem þekktu hann bezt. — Hann gerði nokkrar kröfur til annarra, en þó jafnan mestar til sín sjálfs. Dagbjartur Lýðsson var maður fríður sýnum, hár vexti, spengi- "legur á vöxt og hinn karlmann- legasti. Hann var bjartur á yfir- bragð, svipurinn heiður og göfug- mannlegur. Hann var karlmenni bæði á líkama og sál. Fyrir um 7 árum varð vart alvarlegrar truflunar í blóðrásar- kerfi Dagbjarts heitins. Eftir það gekk hann ekki heill til skógar. En það var honum fjarri skapi að láta undan síga og hann hlífði sér hvergi, eftir þetta áfall, en lét sem ekkert hefði í skorizt. Síðustu vikurnar gat þeim, sem þekktu hann bezt, ekki dulizt, að kraftar hans færu þverrandi og lífsþróttur hans dvínandi, þótt enginn vildi trúa því, að svo skjótt myndi sól bregða sumri. ★ Ég ætla ekki, vinur, að kveðja þig neinni hinztu kveðju, þótt nú sé svona komið. Við, sem unnum þér, vitum, að „brostinn er hvorki stór né lítill hlekkur." Það, sem gerzt hefur er aðeins það, að úr fjarlægðinni, sem að- skilur okkur um stund mun okk • ur lærast að meta meira mann- kosti þína og drenglund en við gerðum í jarðlífi þínu. Minning- arnar um þig, skínandi bjartar, munu lýsa okkur á óförnum vegi, og þeim vissulega skærast, sem þú unnir mest. Vinur. Árni Póll Jónsson — rainning HANN er sá fjórði af eldri Hólm- urum sem nú á stuttum tima andaðist 5. júlí sl. á sjúkrahúsinu hverfur af sjónarsviðinu. Hann í Stykkishólmi eftir stutta legu. Hann var Ijúfmenni hið mesta og mun hans margur sakna, sem kynni hafði af honum. Hann var fæddur á Bryggju í Eyrasveit 15. maí 1874 og voru foreldrar hans hjónin Kristín Sigurðardóttir og Jón Árnason bóndi þar. Til Stykk ishólms flytur Árni rétt fyrir alda mótin síðustu og þá sem vinnu- maður til Samúels Richters, en skömmu síðar varð hann lausa- maður og stundaði þá aðallega smíðar. Hann kvæntist 1904 Maríu Sigurðardóttur, ekkju Bjarna Jó- hannssonar skipstjóra en hún and aðist árið 1944. Ekki varð þeim barna auðið en einn fósturson ólu þau upp, Jóhann Rafnsson, skrif- stofumann í Stykkishólmi. Árni hóf verzlunarrekstur í Stykkishólmi árið 1908 og skömmu síðar útgerð og rak hann hvort- tveggja til ársins 1921. Árið 1918 réðst hann í mikla ræktun á þess tíma mælikvarða rétt fyrir ofan kauptúnið og má óhik^ð telja hann með fyrstu ef ekki fyrstan mann hér á Snæfellsnesi sem réðist í slíkt stórvirki. Hversdagslega var Árni hægur maður, var ekki að ota sér fram en allt sem hann vann, vann hann af sérstakri trúmennsku. Hann Framh. á bls. 15 Innan við tvítugt gerðist Dag- bjartur starfsmaður hjá Hjalta bróður sínum, sem þá var að koma fótum undir kjötvinnslu og kjötverzlun sína. Síðan stund- aði hann matreiðslunám erlend- is um skeið, en gerðist síðan mat- reiðslumaður á millilandaskip- um og stundaði það starf í nokkur ár. Árið 1929 réðst hann síðan í þjónustu Sláturfélags Suður- lands og starfaði í Matardeild- inni í Hafnarstræti óslitið til árs- ins 1949, en þá tók hann við rekstri kjötverzlana Hjalta Lýðs- sonar og rak þær í félagi við hann til dauðadags. í starfi sínu lagði Dagbjartur heitinn hart að sér; hann var harðduglegur á- hlaupamaður og hlífði sér hvergi á hverju sem gekk. Var hann talinn með færustu mönnum á sviði kjötiðnaðar og annarrar mat argerðar, enda smekkvís og snyrtimenni svo við var brugðið. Lipurð í viðskiptum var honum einnig í blóð borin. öfluðu eig- inleikar þessir allir honum vin- sælda og trausts mikils fjölda við skiptavina hans. Dagbjartur kvæntist haustið 1932 Jórunni Ingimundardóttur, bónda í Kaldárholti Benedikts- sonar og konu hans Ingveldar — Malenkov Framh. af bls. 6 Zhukovs og hersins við Krúsjeff stendur lengi? Annað eins hef- ur gerzt í Moskvu, eins og það, að taflinu verði aftur snúið við. Má í því sambandi benda á frétt, sem er á öðrum stað í blaðinu um valdabaráttu innbyrðis milli markskálkanna í Kreml. En fari svo, að keppnin um völdin leiði til nýrra umbyltinga og afstaða hersins breytist, frá því sem nú er, verður leiðin til Kreml frá rafveitunni eystra ekki of löng fyrir Malenkov, fremur en leiðin frá Elbu til Parísar var of löng fyrir keisarann forðum. 80 ára í dag: Póll Þorleifsson á HjarðarbóU í DAG er áttræður heiðursmaður- inn Páll Þorleifsson bóndi á Hjarð arbóli við Kolgrafafjörð. Hann er fæddur í Bjarnarhöfn 16. júlí 1877. — Páll er af göfugu fólki kominn. Faðir hans var Þorleifur yngri, sonur Þorleifs eldra í Bjarnarhöfn, sem var landsfræg- ur læknir á sínum tíma, forspár maður og dulspakur, en kona Þor leifs eldra var Kristín yfirsetu- kona, sem bar af öðrum konum sakir mannkosta og kærleiks- ríkrar lundar. — Móðir Páls var Amalía dóttir hins göfuga manns, Páls Hjaltalíns, sem var verzlun- arstjóri fyrir verzlun afa míns í Stykkishólmi í 40 ár, en hjá hon- um fór aldrei túskildingur for- görðum eða í einhvern ófögnuð. Hann átti óskoraða hylli og traust húsbónda síns, og þá ekki síður viðskiptavina sinna. Það væri harla einkennilegt, ef Páll á Hjarðarbóli hefði ekki tekið að erfðum eitthvað af dreng lyndi og manngöfgi feðra sinna, þegar það líka bætist við, að hann ólst upp hjá foreldrum sín- um, í því andrúmslofti, sem mynd azt hafði kringum gamla Bjarn- arhafnarheimilið, og sveif yfir því. Húsbóndinn þar var glæsi- menni og mikils metinn fram- kvæmdamaður, en húsmóðirin einstök gæðakona, blíðlynd og hugulsöm, sívakandi yfir því að ekkert amaði að þeim, ungum og gömlum, sem voru í skjóli hennar. — Mér er óhætt að segja, að Póil hefur erft mikinn sjóð „forna dyggða", sem hann hefur ávaxtað vel, mörgum til góðs og aukinnar hagsældar. Páll hefur lifað kyrrlátu lifi og aldrei tranað sér fram til mannvirðinga, en það vita allir kunnugir, að traust og virðingu meðbræðranna hefur hann átt og vinsældir allra. Páll er mikill hamingjumaður, sem hefur stillt kröfunum til lífsins í hóf og unað glaður við sitt, en mestu hamingj- una í lífi sínu mun hann telja sér, þegar hann giftist hinni ágætu konu sinni, Jakobínu Jóns dóttur, ættaðri úr Eyrarsveit, sem hefur staðið við hlið hans í löng- um búskap á Hjarðarbóli, og ver- ið honum svo samhent í gestrisni og greiðvikni við gesti og gang- andi. — En fyrir þetta eiga Hjarð- arbólshjónin inneign í þeim sjóði, sem við sjáum aldrei reikning yfir, en reikningshaldarinn gjörir þannig upp, að þar haliast á hvorugan — þar verða þeim gjörð góð skil. — Þau hjón hafa eignazt eina dóttir, Kristínu sem er gift Einari Skarphéðinssyni frá Grund í Grundarfirði, og svo hefur stúlka, Dagmar Árnadóttur, alizt upp hjá þeim frá barnæsku og hafa þau reynzt henni sem beztu foreldrar. — Bróðir Páls á Hjarðarbóli er höfðingsmaðurinn Kristján fyrrv. hreppstjóri frá Grund sem varð áttræður í fyrra og ég minntist þá með nokkrum orðum hér í blað- inu. Ég bið Guð að gefa Páli góða og hæga elli. Það væru verðug verðlaun fyrir öll þau gæði, sem hann hefur miðlað öðrum mönn- um í löngu lífi sínu. Oscar Clausen. — Electra Frh. af bls. 8 lega stuttum flugbrautum. Þetta er mikill kostur, með tilliti til þess, að flugmálasérfræðingar eru mjög óhyggjufullir yfir þvi, að stóru farþegaþoturnar, sem brátt verða teknar í notkun, munu þurfa mun lengri flug- brautir en allar fyrri gerðir. Fullhlaðin mun Electra aðeins þurfa 1,500 metra braut til flug- taks, en flugþol hennar er tæp- ir 5.000 km. VSL HVAÐ farþegum viðvíkur þarf ekki að efa það, að aðbúnaður allur er samkvæmt ströngustu kröfum. Gluggar eru stórir og veita gott útsýni. Hátt er undir loft í öllu farþegarýminu og vel manngengt. Hitunarkerfi er mjög fullkomið, í veggjum og gólfi. Er þar um eins konar geislahít- un að reeða. Til öryggis eru allar hurðir opnaðar inn í flugvélína — og á slíkt að vera alger trygg- ing fyrir því, að hurð geti ekki hrokkið upp í háloftunum, þegar loftþrýstingurinn er mun meiri inni í flugvélinni en utan. ** ÞÁ MÁ geta þess, að Electra er búin eins konar „veðuir&tsjá“ svo að hægt verður að sneyða hjá öllum óveðursskýjum til mikilla þæginda fyrir farþega. h. Fjaðrir Farangurs- grindur Austin 8 og 10: fram- og afturf jaðrir. Clievrolet vörubifr. 1942— ’56: fram- og afturfjaðr- ir. Ford vörubifr. 1942—’56: fram- og afturfjaðrir. Ford Prefeet og Fordson: fram- og afturf j aðrir. Jeppar: fram- og afturfjaðr ir. Morris 10: afturfjaðrir. Mercedes Benz vörubifreiS- ar 4500: framfjaðrir. Renault: fram- og aftur- fjaðrir. Skoda 1100: framfjaðrir. Standard 8 og 14: fram- og afturfjaðrir. Augablöð og krókblöð. Farangursgrindur tvær gerð- ir í mörgum stærðum. Bilavörubúbin FJÖÐRIN Hverfisgötu 108 Símar 11909 og 24180. Sleindór Afgreiðsla leigubifreiða — Simar — 1-15-80 24-100 ★ Afgreiðsla sérleyfisbifreiða — Simar — 1-15-85 1-15-86 Sleiradór Margír nota nú GERVITENNUR áliyggjulítið. Hægt er að borða, tala, hlægja og hnerra án þess að óttast að gervi- gómar losni. DENTOFIX heldur þeim þægilega föstum. Duftið er bragðlaust og ekki límkennt, or- sakar ekki velgju og er sýrulaust en kemur í veg fyrir andremmu vegna gervigómanna. Kaupið Dentofix í dag Einkaumboð: Remedia hf., Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.