Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 9
ÞriSjudagur 16. júlí 1957 MORGUNBLAÐIÐ 9 Hluti af tjaldbúöum skátanna í Botnsdal. G/oði> skátar v/ð leik og starf á Botnsdalsmótinu ÞAÐ VORU glaðværir hópar, sem þustu út úr alls konar farartækj- um inni í Botnsdal fimmtudag- inn 4. júlí — Þar var að hefjast skátamót, sem helgað var hundr- uðustu ártíð Baden Powell stofnanda skátahreyfingai'ínnar. Þetta mót var sérstaklega ætlað skátum af Suðvesturlandi. Vest- fjarðamótinu, í sama tilgangi var nýlokið og var háð í botni Dýra- fjarðar og Norðurlandsmótið hófst um síðustu helgi. Þannig munu nær 1000 skátar mæta á þessum minningar-mótum að þeim meðtöldum, sem sækja Jam- boreee heimsmótið mikla í Bret- landi. Mótið í Botnsdal var undir- búið og stjórnað af Akranes skátunum undir forystu Páls Gíslasonar, læknis, en hann er engin viðvaningur í starfinu, hef- ur bæði stjórnað Jamboree-för- um og stærsta skátamóti sem haldið hefur verið hérlendis, Þing vallamótinu 1948, sem nær 1200 skátar íslenzkir og erlendir sóttu. Páll hafði öfluga mótstjórn sér við hlið, sem ekki hefur legið á liði sínu við undirbúning, sem ekki er aðeins mótsdagana, heldur hefst mánuðum áður og marg- háttuð störf halda áfram að móti loknu. Þegar komið var á staðinn, var búið að leggja götur gegnum skóginn reisa funda- og samkomu- tjöld, aðalstöðvar mótstjórnar, birgðatjaldið, sjúkratjald og símastöð. Ritstjórn og skrifstofa dagblaðsins „Glymur“ var þegar í fullum gangi og götur voru markaðar gegnum skóginn með snúrum. Hverju félagi var mark- að tjaldbúðasvæði, og sumum tvö, þeim sem telja bæði stúlkur og pilta, en stúlkurnar voru allar til annarrar hliðar við miðsvæðið, en drengir til hinnar. Að afliðnu hádegi var stöðugur straumur um skógargötuna, þar sem ungir og lítt reyndir skátar voru að rogast með tjöld sín og poka — á skammri stundu varð tjaldborgin eins og hvítur skafl í iðgrænum skóginum, með blakt andi fána í hverri búð — og svo komu hliðin, en um þau er alltaf mikill spenningur, því þau sýna margháttaðan frumleik og hug- kvæmni. Hveragerðis-skátar fluttu með sér vellandi hver, og þegar vel rauk var hér um bil ekta brennisteinslykt í þessu litla Hveragerði! Þeir sögðu sum- um að þeir hefðu stungið hverinn upp í heilu lagi, en öðrum að hann hefði elt þá — Akranes var með kaðalverk mikið í sínu hliði Njarð víkingar með voldugan dreka og Reykjavík með skjaldarmerki borgarinnar — svona dró hvert félag fram sérkenni sms staðar eða nafns. Setning mótsins fór fram við varðeldinn um kvöldið og hófst með því að sögupersónur staðar- ins komu þar fram og fluttu mál Varbeldar, fjallgöngur og skátasýningar sitt, þar á meðal Helga Jarlsdóttir 1 veðri sem getur miðnætursólskini og Hörður Hólmverjakappi. — Að því loknu setti Páll Gíslason mót- ið og minnti á tilefni þess og til- gang. — Svo hófst varðeldurinn með miklu fjöri, skiptust þar á söngvar og leikir langt fram á kvöld, kringum snarkandi eldinn. Að áliðnu miðnætti var haldið til búða í því bezta og fegursta og logni svo miklu að Hvalfjörð- ur var sem spegill að sjá og hvergi bærðist strá. Ungir skátar. Meiri hluti þátt- takenda í þessu móti var ungir skátar, sem margir voru í sinni fyrstu útilegu og verulegur hiuti á fyrsta stóra mótinu. Það resmdi því talsvert á tjaldbúðastjórana að koma þeim yngstu og óvönu í pokana og fá þá sem voru að leggja síðustu hönd á hliðin til að að reka naglana hljóðlaust — Ein lítil frá Keflavík stóð fyrir utan tjald sitt og horfði á um- hverfið, ekkert svefnleg á svip- ínn, þegar Soffía tjaldbúðastjóri stúlknanna kom þar að og spurði hvers vegna hún væri ekki farin að sofa. — Af því að það er svo fallegt hérna“ svaraði sú litla — „Það er enginn skógur heima_ og enginn lækur og fjöllin eru lítil og langt í burtu“ Soffía vildi að hún færi að sofa, svo hún gæti gengið á eitthvert fjallið á nxorg- un. „Get ég gengið á þetta stóra með snjónum?" spurði hún og benti til Súlna. — Hvernig þeim samdist, gat ég ekki fyigzt með, því það var verið að klambra saman öðru Keflavíkurhlið- inu — en um morgunin sá ég þá litlu skokka af stað i fjallgöngu, en ferðinni. var heitið á Þyril — Gamlir skátar eru mikixs virði, en þessir ungu eru sjóður og fram tíð skátahreyfingarinnar, það eru þeir sem koma til með að erfa starfið og bera það fram til nýrra sigra. Skátahöfðinginn Dr. Helgi Tómasson, ræddi um þá hugmynd að halda mót þar sem enginn fengi að vera eldri en 14 ára, ekki aðeins að sækja mót sem væri undirbúið og stjórnað af þeim eldri, heldur hefðu hinir ungu sjálfir allan veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd þess — aðeins yrðu nokkrir þögulir eftirlitsmenn til að fyrra vandræðum, ef að garði bæru. — Þessi hugmynd er góð og kemst vonandi í framkvæmd fyrr en seinna. Dagskráin var fjölbreytt og við allra hæfi. Dagurinn hófst klukkan 8 með hafragraut og þvotti, síðan var tjaldskoðun, sem í því er fólgin að kanna umgengni til verðlauna á milli félaga, en þau hlutu Borgarnes-stúlkurnar og Reykjavíkur-drengirnir. Fyrir hádegi var lagt á fjöllin Gengið var á Súlur, Þyril, Hvalfell og að fossinum Glym, sem er einn hæsti foss á landinu, einnig var farið til að skoða hvalveiðistöðir.a og Harðarhólma. Þegar komið var af fjöllum var farið í leiki og keppnir og varðeldur var á hverju kvöldi. Á laugardaginn kom mikill fjöldi skáta og skátafor- eldra í heimsókn og dvaldi fram á sunnudag. Munu hafa verið nær 700 manns við varðeldinn um kvöldið, þaðan berðmálaði söngur og gleði í fjöllum dalsins. Á heimleiðinni frá varðeldinum heyrðist sungið milli runnanna, brot úr mótsöngnum: í kringum eldinn er afar kátt kringum eldinn, kringum eldinn. þar söngvar hljóma og svella hátt, ! kringum eldinn, kringum eldinn. | Hver aftan líður við ærsl og skraf kringum eldinn, kringum eldinn. sem enginn skáti vill missa af, kringum eldinn, kringum eldinn. tra la la la la. A sunnudaginn voru engar fjallgöngur, þá var gengið til messu í fallegu rjóðri í skóginum, og flutti þar messu séra Sigurður Guðjónsson prestur að Saurbæ. Það var hátíðleg stund, í morgun- sól við birkiilm, fánaborgin bak við altarið og bláfjöllin sjálf, kirkjunnar veggir. Eftir hádegið fóru fram á íþróttasvæðinu, sýningar á ýms- um skátaíþróttum og margs kon- ar gamansömum kappleikum. — Eitt er víst að allir settu þar „vallarmet" og margir „persónu- legt met“ frá öðrum hvorum enda meta-stigans. Mótinu var svo slitið síðdegis á sunnudag. Allir söfnuðust þá kringum fána- stöngina í miðju tjaldbúðarinnar og voru þar afhent verðlaun og og snyrtimennsku bæði i tjöldum i félögunum minjagripir um þetta og umhverfis þau og var keppt' Framh. á bls. 15. Vaxandi áhugi á íslenzku námi í Cambridge Sp/allað við ungan en*kan menntamann, Frank BuHivatú, sem par Kennir íslenzku NÝLEGA hitti ég á förnum vegijeinu sinni í viku. Um 10 þeirra hér í Austurstræti, ungan enskanj lærðu allmiklu meira í málinu. | menntamann og mikinn vin j _ Qg hvernig er námsskráin? íslenzkra fræða, Frank Bullivant B.A. Frank dvaldist hér einn vetur sem styrkþegi Menntamála- ráðuneytisins við íslenzkunám. Hann kom hingað haustið 1955, þá í fyrsta sinn, en árin áður hafði hann lagt stund á forníslenzku sem einn þátt náms síns í forn- ensku og fornenskri sögu, auk forngermanskra mála. Hafði hann lokið háskólaprófi í þeim fræðum við háskólann í Cam- bridge er hann hélt hingað til lands. ¥ Nú síðastliðið sumar var Frank Bullivant skipaður „Assistant- lecturer" í forníslenzku við há- skólann í Cambridge, til næstu þriggja ára, en það er hið vana- lega skipunartímabil aðstoðar- háskólakennara þar og við fleiri brezka háskóla. Kenndi hann þar íslenzku í vetur, og að prófum loknum nú í sumar leitaði Frank aftur hingað norður og hér hyggst hann dveljast í þrjá mánuði í sum ar við framhaldsnám í íslenzku og íslenzkum fræðum. Ég spurÖi hann lítillega frétta af því hvernig íslenzkukennslunni og náminu væri hagað við þann merka enska háskóla Cambridge. — Nemendur mínir í vetur í forníslenzku voru alls um 25 tals ins, segir Frank. Tuttugu þeirra lögðu nokkra stund á íslenzku sem þátt úr námi sínu i forn- ensku. Með þeim hafði ég tima — Ég kenni kafla úr mörgum íslendingasagnanna: Egils-sögu, Njálssögu, Grettissögu, Eyr- byggju, Laxdælu og Snorra-Eddu Auk þess nokkur fornkvæðanna. — Og áhugi er sæmilegur á íslenzkunámi í Cambridge? — Já, og ég myndi segja að stúdentunum sæktist námið all- vel. Ég held að óhætt sé að full- yrða að áhugi á íslenzkum fræð- um fari þar vaxandi. Þegar ég tók próf fyrir nokkrum árum í deild engisaxnesku og skyldra fræða, en þar er forníslenzkan kennd, vorum við aðeins 3 sem til prófsins gengum en nú í sum- ar luku sex stúdentar prófi. Svo segja má að þeim fari nú fjölgandi, sem stund á íslenzku leggja. Ráðagerðir eru uppi um það að kenna ekki aðeins forníslenzku við háskólann helrtur hefja kennslu í nútíma ísl. Kennsla sú myndi sennil. verða í skandinav- isku deildinni, þar sem Norður- landatungumálin eru öll kennd. Auk Franks Bullivant hefir dr. Popperwell, prófessor í norsku við háskólann, kennt fornísl., og mun hann einnig kenna nú- tíma íslenzku. Dr. Popperwell hefir nýlega dvalizt hér ó landi, og er mikill áhugamaður um ís- lenzk efni. Frank Bullivant kveðst ekki betur getað varið sumaxleyfum sínum en hér heima á fslandi, og eftir nokkra dvöl hér í bænum hyggur hann á ferð austur á larxd, Frank Bullivant, B.A. til Vaðbrekku á Jökuldal, þar sem hann ætlar að gista Aðal- stein bónda nokkra hríð. g&s. Frá Cambridge: Konungskirkja, Kings College og Claire College, áin og að baki er skrúð- garður háskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.