Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 12
12 MORCUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. júlí 1957 I I I A ■i ustan Edens eftir John Steinbeck 81 keypt okkur fín föt — kjóla frá París“. „Kanr.ske gerum við það ein- hrvern tíma seii.na — ekki núna“. „Hvers vegna ekki, Kate? Ég á nóga peninga". „Við eigum eftir að eignast miklu fleiri peninga“. „Hvers vegna getum við ekki farið núna“, sagði Faye í bænar- rómi. — „Við getum selt húsið. Við gætum sjálfsagt fengið tíu þúsund dollara fyrir það“. „Nei“. „Hvers vegna segirðu nei? Þetta er mitt hús. Ég get selt það“. „Hefurðu gleymt því að ég er dóttir þín?“ „Mér líkar ekki við röddina í þér, Kate. Hvað gengur eiginlega að þér? Er nokkurt vín eftir?“ „Já, svolítið. Sjáðu bara tl. — Drekktu bara úr flöskunni. Svona mamma. Renndu þessu nú niður háisinn og niður í stóra, stóra magann þinn“. „Talaðu ekki svona, Kate“, kjökraði Faye. — „Og okkur sem leið svo vel. Hvers vegna þarftu nú að eyðileggja þetta allt sam- an?“ Kate hrifsaði flöskuna úr hönd unum á henni: — „Komdu nú með hana“. — Hún setti flöskuna á munn sér og tæmdi hana. Svo kastaði hún henni á gólfið. And- litssvipurinn varð hörkulegur og augun glömpuðu óeðlilega mikið. Varirnar aðskildust lítillega, svo □-------------------□ Þýðing Sverrii Haraldsson □-------------------□ að sást í litlar, hvassar tennurn- ar og augntennurnar voru lengri og oddhvassari en allar hinar. Hláturinn sauð niðri í henni: — „Mamma — kæra manna mín. — Ég ætla nú að sýna þér það svart á hvítu, hvernig á að reka hóruhús". „Kate, þú ert drukkin", sagði Faye með ákafa. — „Ég veit ekki einu sinni hvað þú ert að tala um“. „Veiztu það ekki, elsku mamma mín? Viltu að ég útskýri það nán- ar fyrir þér?“ „Ég vil að þú sért góð. Ég vil að þú sért eins og þú varst". „Jæja, svo þú vilt það. En nú er það orðið of seint. Ég vildi ekki drekka þetta bölvað vínsull. En þú lézt mig gera það, þú — ógeðslegi litli ormurinn þinn. Ég ei litla, yndislega dóttir þín — manstu það ekki? Jæja, ég man hvað þú varðst hissa, þegar ég fræddi þig á því, að ég hefði mína föstu viðskiptavini. Heldurðu að ég ætli að segja skilið við þá? Heldurðu kannske að þeir láti mig hafa einn skítinn dollara í hvert skipti? Nei, ekki aldeilis. Þeir greiða mér tíu dollara og verðið fer hækkandi með hverj- um mánuðinum sem líður. Þeir geta ekki farið til neinnar ann- arrar. Enginn veitir þeim jafn mikið fyrir peningana þeirra og ég“. Faye grét eins og barn: — „Kate“, sagði hún. — „Talaðu ekki svona. Þú ert ekki svona. Þú ert ekki svona“. Faye reyndi að rísa á fætur, en Kate þrýsti henni niður í stólinn. — „Og á ég að segja þér nokkuð, elsku hjartans mamma mín? Þannig verða viðskiptin í húsinu okkar. Við látum þorparana borga tuttugu dollara í hvert skipti". Faye var farin að gefa frá sér hás skelfingaróp, en Kate réðist á hana og lagði báða lófana yfir munninn á henni: — „Ekki eitt einasta hljóð, heyrðirðu það? Svona já, kæra mamma mín. Láttu bara slefuna renna niður eftir höndum á dóttur þinni — en ekki eitt hljóð“. Hún tók hend urnar frá munni Faye og þurrk- aði þær á pilsi hennar. Faye hvislaði: — „Ég vil ekki hafa þig stundinni lengur í hús- inu hjá mér. Ég vil að þú farir héðan, undir eins. Hér hefur aldrei tíðkazt neins konar svín- arí. Ég vil að þú farir héðan. Heyrirðu það“. „Ég get alls ekki farið, mamma. Ég get ekki yfirgefið þig og látið þig vera eina, aumingjann". Rödd in varð ísköld: — „Hættu svo þessu rausi. Ég er orðin þreytt á þér“. Hún tók glas af borðinu, gekk með það yfir að kommóð- unni og hellti það hálf fullt af Pinkhams Eliksir: — „Hérna mamma, drekktu þetta. Það hress ir þig áreiðanlega". „Ég vil það ekki“. „Svona, vertu nú góð og drekktu þetta“, hún þvingaði hana til að súpa á glasinu. — „Bara einn sopa til — bara einn sopa“. Fay tuldraði einhver óskiljan- leg orð, en svo hneig hún út af í stólnum og svaf þungum, óvær- um svefni, með háum hrotum. 3. Inni í hugarfylgsnum Kate byrjaði óttinn að vakna og sá ótti varð brátt að skelfingu. Hún minntist hinna fyrri skipta, og hún varð gripin megnustu velgju. Hún kreisti saman hendurnar og titraði frá hvirfli til ilja. Hún náði sér í kerti, kveikti á því yfir lampanum og gekk reikul í spori eftir dimmum ganginum og. fram í eldhúsið. Þar setti hún þurran mustarð í glas, hrærði hann út í vatni og drakk blönd- una í einum teyg. Hún hélt sér dauðahaldi í brúnina á vaskinum meðan hinn brennandi vökvi rann niður kverkar hennar. ^vo laut hún fram og kastaði upp, hvað eftir annað. Að lokum hafði hún fengið ofsalegan hartslátt og var orðin veik — en hún hafði sigrað áfengisvímuna og hugur hennar var orðinn samur og áð- ur. Hún rifjaði upp fyrir sér at- burði kvöldsins og rannsakaði hvert atriði, eins og þefandi dýr, sem snuðrar úr einum stað til annars. Hún þvoði andlitið upp úr köldu vatni, hreinsaði vask- ann og setti mustarðsstaukinn upp í hillu, þar sem hann átti að vera. Svo gekk hún aftur inn í herbergið til Faye. Dögun sást á lofti, bak við Fré- mont-fjallið, svo að tind þess bar dökkan við himin. Faye sat hrjót andi í stólnum, eins og þegar Kate hafði farið frá henni. Kate stóð stundarkorn og virti hana fyrir sér, en fór svo að laga til í rúminu hennar. Svo tókst henni með erfiðismunum að koma hinni meðvitundarlausu konu í rúmið. Þar afklæddi hún Faye, þvoði andlit hennar og breiddi sæng- ina yfir hana. Það var nærri orðið albjart. Kaye sat við rúmstokkinn og horfði á andlit sofandi manneskj unnar, slaka drætti þess, opinn munninn, varirnar sem hreyfðust inn og út, þegar hún dró andann. Faye hreyfði sig órólega í svefn inum, tautaði nokkur óskiljan- leg orð og hélt svo áfram að hrjóta. Kate varð athugul á svipinn. Hún dró fram efstu kommóðu- skúffuna og skoðaði glösin — meðalaskáp heimilisins: — Tann- dropar, Pain Killer, Pinkhams Eliksir, járnlyf, Halls Cream Salve, Epsom-salt, lakserolía, salmíakspritt. Hún tók glasið með salmíaksprittinu, gekk yfir að rúminu, vætti vasaklút og hélt honum yfir munni og nösum Faye, en gætti þess jafnframt Ford Fairlane '55 6 manna til sölu. — Bifreiðin er í fyrsta flokks ástandi. Selst með hagkvæmum greiðsluskilmálum. Bílasalan Klapparstíg 37, sími 19032 Skrifstofustúlka Stúlka vön vélritun og með einhverja ensku- kunnáttu óskast hálfan eða allan daginn frá næstu mánaðamótum. Upplýsingar ekki í síma. Globus hf. — Hverfisgötu 50 — Dekk og felgur 650x16. Hásing, startari og vatnskassi í Morris ’38. Vél, gírkassi og dínamór í Studibaker Champion ’42. Uppl. á Hverfisgötu 22, Hafnarfirði, sími 50062. Lokað vegna sumarleyfa frá 22. júlí til 12. ágúst Verksmiðfan Herco hf. ♦> *‘» •*♦ ♦ImI**»**!**I* •> •***5m«m«mW**W4 •> *JM»’M«**!* •> MARKÍTS Eftir Ed Dodd "** •:* '<r .>sr* -K-: YES, I PEEL MUCH BETTER AND X'M VERY happv/^SÖ The little palomino colt THRIVES ON HIS MOTHER'S MILK AND THE WARM SPRIN& SUN FEELS GOOD ON HIS ROUNDIN& BACK 53 i'M HAPPV TOO, JOHN, THAT VOU'VE FORGIVEN M FOR MV STUPID HATRED 1) Folaldið þríft vel á móður- mjólkinni og vermandi jólargeisl arnir leika um það. 2) Á meðan: — Mér líður nú miklu betur og ég er glaður og hamingjusamur. — Ég líka, Jói. Það er gott, að þú hefur fyrirgefið mér mitt heimskulega hatur. 3) — Og nú erum við öll orðin vinir. 4 — Jæja, þá er kominn tími til að kveðja. — Já, Markús og ég skal fljúga með ykkur Anda til borgarinnar. vel, að standa eins langt frá og hún frekast gat. Hin kæfandi, sterka ólykt hafði sín áhrif og Faye hrökk með hósta og andköfum upp úr hinu óværa svefnmóki. Augu hennar urðu stór og full skelfingar. Kate sagði rólega: — „Þetta lagast allt, mamma. Þetta lagast allt. Þú hafðir martröð. Þig bara dreymdi svo illa“. „Já, mig dreymdi svo illa“. Og svo yfirbugaði svefninn hana aft- ur, hún hneig út af og byrjaði að hrjóta, en áhrif salmíaksspritts- ins voru varanleg og svefninn varð óværri en áður. Kate setti flöskuna aftur niður í skúffu. —• Hún lagfærði óreiðuna á borð- inu, þurrkaði vínsletturnar og fór með glösin fram í eldhúsið. Það var hálfrokkið í húsinu og dagsbirtan smaug inn á milli nátttjaldanna. Einhver hreyfing heyrðist í svefnkompu kokksins, bak við eldhúsið, þar sem hann fálmaði eftir fötunum sínum og fór í skóhnallana. Kate fór sér að öllu rólega og hávaðalaust. Hún drakk tvö glös af vatni, fyllti glasið svo aftur, bar það inn í herbergi Faye og lokaði á eftir sér. Svo tók hún klútinn og þefaði af honum. Eitt- hvað af salmiaksprittinu var guf að upp, en lyktin var enn mjög sterk. Hún lagði klútinn mjög létt yfir andlitið á Faye og þegar Faye ókyrrðist, snéri höfðinu og var nærri vöknuð, tók Kate klút inn af andliti hennar og leyfði henni að festa blund aftur. Þetta endurtók hún þrisvar sinnum. Svo lagði hún frá sér klútinn og tók heklunál úr fílabeini, sem lá á kommóðunni. Hún þrýsti koll- óttari enda nálarinnar að flötu brjósti Fayes, með stöðugt aukn- um þunga, unz Faye fór að kveinka sér og brjótast um í rúminu. Svo pikkaði hún með hvassari enda nálarinnar víðs- vegar í líkama hinnar sofandi konu, undir handarkrikunum, í nárunum, bak við eyrun og ann- ars staðar, þar sem tilfinningin var næmust. En hún gætti þess alltaf að hætta, þegar Faye var að því komin að vakna. Faye var nú alveg að vakna. Hún kveinkaði sér sífellt, snökti og bylti sér til í rúminu. Kate strauk mjúklega enni hennar og hár og talaði róandi við hana í hálfum hljóðum: „Svona, svona, vina mín. Þig hefur dreymt svo voðalega illa. Þér hefur liðið svo illa í svefnin- um. Vaknaðu nú — vaknaðu nú, mamma mín“. Andardráttur Faye varð rórri og reglulegri. Hún andvarpaði þungt, snéri sér svo á hliðina og hagræddi sér betur í rúminu. Kate reis upp frá rúminu og fann til undarlegs máttleysis og svima, svo að hún varð að styðja sig við borðið. Svo gekk hún að hurðinni, hlustaði, laumaðist út og læddist inn í herbergið sitt. Þar flýtti hún sér úr fötunum, klæddi sig í náttkjól og smeygði morgunskóm á fætur sér. Hún greiddi á sér hárið og kom því fyrir undir lítilli nátthúfu. Svo læddist hún aftur inn til Faye. gHtltvarpiö Þriðjudagur 16. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. 19.00 Hús í smíðum; XVIII: Jó- hannes Zoega verkfræðingur talar um upphitun o;. hitakerfi. — 19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (plöt- ur). — 20,30 Erindi: Kynþátta- vandamálið í Bandaríkjunum; II. (Þórður Einarsson fulltrúi). —- 20,55 Tónleikar (plötur): Man- söngur fyrir strengjasveit í Es- dúr op. 6 eftir Josef Suk. — 21,15 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). —■ 21,45 Tónleikar: Jascha Heifetz leikur létt og vinsæl fiðlulög (pl.) — 22,10 Kvöldsagan: „ívar hlú- járn“ eftir Walter Scott; V. (Þor- steinn Hannesson). — 22,30 „Þriðjudagsþátturijm“. — Jónas Jónasson og Haukur Morthens sjá um flutning hans. — 23,20 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.