Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 15
!>riðjudagur 16. júlí 1957 15 MORCZJW15LAÐIÐ — Gkðír skátar Framh. af bls. 9 mót. Að því búnu ávarpaði skáta- höfðinginn mótið, þakkaði Akra- nesskátunum og mótstjórn þeirra mikla og góða starf við undir- búning, og hinum öðrum íyrir komuna, síðan ræddi hann um skátahreyfinguna og næstu við- fangsefni, svo og um stofnand- ann, sem þetta mót var helgað. Að lokum var sunginn bræðra- lagssöngur skáta og kvenskáta- söngurinn og fáninn dreginn inð- ur. — Mótinu var slitið. Xjaldborgin hvarf með skjótari hætti en hún kom. Hún var bók- staflega bundin saman á svip- stundu og hossaðist aftur á bök- um skátanna niður skógargötuna þangað sem bílarnir biðu tii heim ferðar. Eftir stóðu hinar „opin- beru byggingar“ og nokkur Akra- nestjöld, þeirra sem áttu nú mik- ið verk fyrir höndum að ganga frá og flytja allt aftur til baka — Þeir sem þurftu að bíða eftir bílum sínum gengu aftur upp á svæðið og spurðu sjálfa sig og þann næsta: — Af hverju þurfum við að fara heim? Það var svo gaman hérna. — Að því varð ekki gert — mótið var búið. Skipst var á skátahrópum þegar bílarnir runnu af stað — og kveðjan breyttist frá þeirri vanalegu í: „Hittumst á næsta móti!“ Þátttakenður voru frá Reykja- vík, Kópavogi, Hafnarfirði, Njarð vík, Keflavík, Selfossi, Hvera- gerði Ólafsvík, Borgarnesi og Akranesi. Reykjavíkur-stúlkur voru fjölmennastar af einstökum félögum. Slík mót sem þetta eru mikils virði. Þar hittist æskan ýmsum stöðum frá, og nýr kunnings- skapur myndast og oft vinátta sem varir. Þarna er lifað heil- brigðu lífi, í nánum tengslum við náttúru landsins, þar er ástund- uð góðvild og hjálpsemi og alltaf lærist eitthvað, sem hjálpar skát- unum að fylla upp kjörorð sitt að vera viðbúinn. — Þegar komið er af slíku móti, sólbrúnn og glað- ur, þá virðast manni heimagöt- urnar þröngar. Botnsdalurinn á héðan í frá marga nýja vini, sem gleyma ekki gleðistundunum þar. Helgi S. — Hflinnin’g Framh. af bls. 11. gat engan svikið. Hann var af þessum góða gamla stofni sem mat orð sem eiða og þurfti ekki að láta nafn sitt á blað til að hann myndi það sem hann lofaði. Raungóður var hann þeim sem bágt áttu og var gott til hans að flýja ef hann mátti nokkuð við gera. Ég þekkti Árna um 15 ára skeið og alltaf var hann hinn sami. Það var bæði gagn og gaman við hann að ræða, hann kunni á mörgu skil, var ákveðinn í skoðunum og fylgdi því jafnan fram sem hann vissi sannast og réttast. Seinustu árin var heilsu hans mjög að hraka og um nokkurt skeið hafði hann ekki komizt úr rúmi, en sama var æðruleysið hvað sem á gekk. Jarðarför hans fer í dag fram frá Stykkishólmskirkju. Ég á margar góðar minningar við hann tengdar og vil nú er leiðir skiiur kveðja þennan vin minn með inni legri þökk fyrir samfylgdina um leið og ég hið honum allrar bless- unar á landi eilífðarinnar. Þeir verða margir sem undir þá ósk og kveðju taka. — Á. H. Félagslíf FerSafélag íslands Ferðir um næstu heigi: Þrjár 1% dags ferðir: 1 Þórsmörk. 1 Landmannalaugar. Um Kjalveg, Kerlingarfjöll og Hveravelli. Hringferð um Borgarfjörð 2% dagur. — Uppl. í skrifstofu félags ins Túngötu 5 sími 19533. Handknattleiksdeild K.R. áríðandi æfing í kvöld, stúlkur kl. 8 og piltar kl. 9. Mætið vel. —. Stjórnin. Ffam — knattspyrnumenn Æfingar verða á Framvellinum 1 kvöld sem liér segir: Kl. 6—8 „bronsæfing". Kl. 8—9,30 III. flokkur. Kl. 9,30—11 Meistara og I. fl. — Þjálfarinn. Miðsumarsmót 4. fl. B þriðjudagim. 16. júlí á Háskóla vellinum kl. 19.00 Fram —K.R. — Mótanefndin. Vinna Hreingerningar Simi 12173. Vanir og liðlegir inenn. Samkomnr Fíladelfia Almennur biblíulestur kl. 8,30. •— Allir velkomnir. Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu 9. júlí með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Helga Eggertsdóttir, Melum, Melasveit. Stúlka geíur fengið atvinnu á blaðafgreiðslu. Umsóknir, er greini aldur og fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir föstudag merkt: Rösk — 7825. Lokað vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 5. ágúst Radíóstofa Vilbergs og Þorsteins Laugavegi 72 Hafnarfjörður Afgreiðsiustúlka, rösk og háttprúð, óskast í haust til starfa í sérverzlun. Fyrir áhugasama stúlku er hér um skemmtilegt framtíðarstarf að ræða. Æski- legur aldur um tvítugt. Umsókn, ásamt mynd sem endursendist, og uppl. um aldur, menntun og fyrri störf, leggist inn á afgr. Morgunblaðsins fyrir fimmtudagskvöld, auðkennt „Skemmtilegt starf — 7824“. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar, er verða til sýnis að Skúla- túni 4, kl. 1—3 miðvikudaginn 17. þ.m. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Nauðsynlegt er að taka fram símanúmer í tilboði. Sölunefnd varnarlið'seigna. Lokað í dag vegna jarðarfarar Verzlunin Unnur Grettisgötu 64 Lokað ■ dag vegna jarðarfarar KfÓtverxlanir Hjalta Lýðssonar hf. Þakka góðar gjafir og mér sýnda vinsemd á sjötíu ára afmæli mínu. Arni Jónsson, málmsteypari. Öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug á 80 ára afmælis- degi mínum með gjöfum, símskeytum og vinarbréfum, votta ég mínar innilegustu þakkir. Arna þeim öllum árs og friðar. Hákon í Haga. Frú ÞÓRA LAUFEY FINNBOGADÓTTIR andaðist að heimili sínu Laugavegi 46, hinn 14. þ.m. Aðstandendur. Móðursystir okkar JÓHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR fyrrverandi handavinnukennari lézt 13. þessa mánaðar. Björg Jakobsdóttir, Inga Erlendsdóttir. Hjartkær faðir minn og sonur SVERRIR HALLDÓRSSON símvirki andaðist að morgni 14. þ.m. Sverrir Sverrisson, Málfríður Jóhannsdóttir. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi JÓN JÓNSSON Smirilsvegi 29, Grímsstaðaholti lézt að heimili sínu laug- ardaginn 13. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Lilja Sigurjónsdóttir. Hjartkæri faðir minn og bróðir EINAR JÓHANNSSON landbúnaðarkandidat, Bergstaðastræti 48A, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni miðvikud. 17. þ.m. kl. 3 e.h. Valgarð Einarsson, Jón Jóhannsson. Eiginmaður minn og sonur RAGNAR G. GUÐMUNDSSON Merkurgötu 9, Hafnarfirði, lézt af slysförum 13. þ.m. Elín Kristjánsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og böm. Jarðarför GUÐRÚNAR FUNCK RASMUSSEN ljósmyndara fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. þ.m. kl. 2 e.h. Margrét Hinriksdóttir. Útför móður okkar og fósturmóður HILDAR MARGRÉTAR PÉTURSDÓTTUR fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 19. þ.m. og hefst með bæn á heimili hennar kl. 13,30. Lára Magnúsdóttir, Ludvig C. Magnússon, Kristján C. Magnússon, Páia Sveinsdóttir, Útför sonar míns SIGURÐAR GUÐJÓNSSONAR verzlunarmanns Hrefnugötu 4, fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 17. júlí kl. 1,30 e.h. —Blóm eru vinsam- legast afþökkuð; en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á sumarstarf K. F. U. M. Guðný Guðnadóttir. Innilegt þakklæti til allra, er sýndu okkur hluttekningu og vináttu við fráfall móður okkar GUÐRÚNAR BRYNJÓLFSDÓTTUR BECH Guðrún S. Bech, Svala S. Bech Símon S. Bech, Brynjólfur S. Bech. Þökkum innilega sýnda samúð við fráfall móður okkar GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR Haraldur Sigurðsson, Ólöf Sigurðardóttir, Ásgeir Sigurðsson, Heiðar Haraldsson. Ég þakka innilega samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför konunnar minnar VIGFÚSÍNÚ MARGRÉTAR SVEINSDÓTTUR Kamp Knox 15-E. Ágúst Þjóðbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.